Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 2
-rSPURNINGINB" Spurt á Hvolsvelli: Verður þú var við aukinn straum ferðamanna um hóraðið? Agúst Ingl Ólafsson, aðstoðarkaupfólagsstjóri: Það eru fleiri erlendir ferðamenn sem fara hér í gegn og sérstaklega verður maður var við fólk sem ferðast á putt- anum. Ég verð ekki var við að landinn ferðist neitt meira en áður. Guðjón Árnason, skálavörður í Þórsmörk: Erlendir ferðamenn eru ekkert fleiri í Þórsmörk en síðustu ár en islending- arfiykkjast þangað. Um síðustu helgi vorum við með um 1000 manns f lesta úr Fólagi eldri borgara í Reykjavík. Það koma miklu fleiri ferðamenn í Mörkina í sumar en oft áður. Kjartan Magnússon, bóndi Hjallanesi í Landsveit: Ég hef nú verið erlendis að undan- fömu en mér finnst vera ótrúlegur flöldi útlendinga að ferðast hór á putt- anum eins og sagt er. Áshreppingar eru komnir á kaf í ferðamannabrans- ann og ferja fólk skipulega inn á afrétt og eru með kaffisölu þar. Guðrún Æglsdóttlr, vinnur í Landsbankanum: Nei, ég hef nú ekki orðið var við það. Þeir eru ekkert fleiri en undanfarin ár. Slgrfður Karlsdóttir, afgreiðir í sjopþu K.R.: Jú, frekar er það nú. Það er líka tals- vert meira af útlendingum sem ferð- ast á puttanum hórna. FRÉTTIR Akureyri Ferðanám í Háskólann? Hugmyndir heimamanna um kennslugreinar: Sjávarútvegsfrœði, rekstrarfræði, ritarabraut, matvœlafrœði ogferðaþjónusta. Iðnrekstrar- og hjúkrunarfrœðií vetur Meðal þeirra hugmynda sem háskólanefnd Akureyrar hefur sett fram um hugsanlegar kennslugreinar í Háskólanum á Akureyri er kennsla í ferðaþjón- ustu, sjávarútvegsfræðum, rekstrarfræði, ritarabraut og matvælafræði. Aðalgeir Pálsson rafmagns- verkfræðingur á sæti í háskóla- nefnd Akureyrar og sagði hann í gær að háskólanefnd Akureyrar væri hugsuð sem nefnd heima- manna til að gera tillögur um hvað leggja beri áherslu á að kenna í skólanum á komandi árum og höfum við einungis tillögurétt, en ekkert vald til að ákveða það. Þessar tillögur okkar eru á frumstigi og það á eftir að fjalla mun ítarlegar um þær á næstu fundum háskólanefndar- innar. Allar þessar hugmyndir sem fram hafa komið eru þess virði að þær séu skoðaðar nánar, en hvað úr þeim verður er ómögulegt að segja á þessu stigi málsins, en þær eru allar allrar athygli verðar.“ Háskólinn á Akureyri mun hefja sitt fyrsta starfsár á hausti komandi og hafa 15-20 stúdentar skráð sig í nám í iðnrekstrarfræði og 10 í hjúkrunarfræði, en þessar tvær greinar eru kenndar á fyrsta árinu. Háskólinn hefur fengið inni í gamla Iðnskólanum þar sem Verkmenntaskólinn er til húsa. Forstöðumaður háskólans er Haraldur Bessason, brautar- stjóri er Stefán Jónsson og skrif- stofustjóri Bárður Halldórsson. grh. Þeir fólagamir Smári Guðmundsson og Hrafnkell Gíslason voru önnum kafnir við að hlaða steinvegg umhverfis lóð Þjóðarbókhlöðunnar í gær. Innan við vegginn verður síki mikið og þarf því að byggja síkisbrú að inngangi bókahússins. Mynd Ari. Þjóðarbókhlaðan Síkisbm að inngangi 45 milljóna króna fjárveiting til Þjóðarbókhlöðu íár. Gert ráð fyrir að húsið verði tilbúið árið 1990 Gert er ráð fyrir að fram- kvæmt verði fyrir um 45 milljónir við Þjóðarbókhlöðuna í Reykja- vík ó þessu ári og er um þessar mundir unnið við að steypa inn- gang hússins og ganga frá ýmsu á lóðinni. Verið er að hlaða steinvegg umhverfis lóð Þjóðarbókhlöð- unnar en gert er ráð fyrir að sjö metra breitt síki umkringi bygg- inguna. Þar af leiðandi verður að byggja brú undir þá sem í fram- tíðinni munu leggja leið sína í þetta merka hús, sem vonast er til að verði fullgert árið 1990. -gg GURKA fc DAGSINS M -mtfcr Suðurland Box 233 - M0 Sdfowl Gefíö út af kjördæmisráði Sjálfiueðisflokksms á Suðurlandi. Kltitjórn, akrtfstofa, au|lýsla|ar, Maðaafgrtlðsla, áskrtft: Austurvegi 22, Selfossi, slmi 99-1004. Heimaslmi ritstjóra: 2258. Prentsmiöja Suðurlands hf. Selfossi. Sumar og sól iðustu vikurnar hefur I tclja sig jafnvel þess uml ) veörið svo sannarlega að virða reynslu get ImlriA viA lanHcmpnn I Vvnclóða »A vntllloi Pr Sumar hjá Steina Gúrkanfer til „Suðurlands“, málgagns Sjálfstæðis- flokksins í Suðurlands- kjördæmi, fyrir sumarleiðara Það er gúrkutíð víðar en á dag- blöðunum. Landsbyggðarblöðin segja nú hverja stórfréttina ann- arri merkari, og leiðarahöfundar þeirra eru ekki síður í essinu sínu. í málgagni forsætisráðherra, Suðurlandi, sem sunnlenskir Sjálfstæðismenn gefa út, eru sicrifaðir einbeittir leiðarar, og leiðari síðasta tölublaðs var af þeirri gerð að af ber. Suðurland fær því gúrku dagsins fyrir leiðar- ann „Sumar og sól“. Þar segir meðal annars að sumarið sé „gengið í garð og komi það fagnandi" eftir kosn- ingabaráttuna „þar sem naprir vindar vorhretanna léku um sali“. Suðurland segir að þessa mánuði verði lesendur „að nota til þess að hlúa að jarðargróðri og vinna nauðsynlega undirbúnings- vinnu fyrir haustið og veturinn. Leiðarahöfundur Suðurlands getur gengið að gúrku sinni vísri á ritstjórn Þjóðviljans, en þess má geta að fyrsta gúrkan var afhent fréttastjórum Tímans í gær við hátíðlega athöfn. Skúmur 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. júlf 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.