Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 10
ERLENPAR FRETTIR Frakkland/ íran Starf bæjarritara Hér með er auglýst laust til umsóknar starf bæjar- ritara á Akranesi. Háskólamenntun er æskileg. Nánari upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri og bæjarritari í síma 93-11211. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. Bæjarstjórinn á Akranesi Fóstrur, kennarar og annað uppeldismenntað fólk Okkur vantar fóstru, kennara eða fólk með aðra uppeldismenntun á skóladagheimilið að Kirkju- vegi 7. Okkur vantar forstöðumann á leikskólann/dag- heimilið Ásheima og forstöðumann á leikskólann Glaðheima. Fóstrumenntun áskilin. Fóstrur á öllum deildum. Nánari upplýsingar á Félagsmálastofnun Sel- foss, Eyrarvegi 8, sími 99-1408. Dagvistarfulltrúi ^Húsnæðisstofnun ríkisins _____________TÆKNIDEILD_____________ Simi 696900 Útboð Þórshafnarhreppur Stjóm verkamannabústaða Þórshafnarhrepps óskar eftir tilboðum í byggingu íbúða í parhúsi, byggðu úr steinsteypu. Verk nr. U 21.01 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 176 m2 Brúttórúmmál húss 598 m3 Húsið verður byggt við götuna Vesturveg 4A og 4B Þórshöfn og skal skila fullfrágengnu, sbr. út- boðsgögn. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrif- stofu Þórshafnarhrepps, Langanesvegi 3, Þórs- höfn og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins frá fimmtudeginum 23. júlí 1987 gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en miðvikudaginn 5. ágúst 1987 kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. stjórnar verkamannabústaða tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins ^ Húsnæðisstofnun ríkisins Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og bróður okkar Sigfúsar Jóhannssonar Sléttahrauni 15 Hafnarfirði Bára Guðbrandsdóttir og systkini Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför Ólafs Þórðar Þórarinssonar Kársnesbraut 111, Kópavogi Ester Benediktsdóttir Ulfur Óiafsson Nanna Ólafsdóttir Þórhannes Axelsson Guðrún Edda Þórhannesdóttir Axel Ólafur Þórhanness. Sigurður Orri Þórhanness. Guðbjörg Þórarinsdóttir Valgerður Þórarinsdóttir Slrta stjómmálasambandi Sendiráðsmenn beggja hypji sig innan fimm daga. Hvað verður um franska gísla í Líbanon? Frakkar og íranar rufu stjórnmálasamband ríkja sinna í gær. Það var franska stjórnin sem reið á vaðið og mun ástæðan vera dvöl meints hryðju- verkamanns í íranska sendi- ráðinu í París. Stjórnvöid hafa ítrekað reynt að fá hann fram- seldan síðustu átján daga en hvorki gengið né rekið. Hann er grunaður um hiutdeild í sprengjutilræðum í höfuðborg- inni í fyrra þegar fjöldi manns beið bana. , Samskipti ríkjanna tveggja hafa verið mjög stirð undanfarin misseri og er vopnasala Frakka til erkifjenda írana, íraka, megin- ástæðan. Jacques Chirac hafði síðustu sextán mánuði gert sitt ítrasta til að færa sambandið í skikkanlegt horf en allt komið fyrir ekki og var sendiráðsmálið síðan kornið sem fyllti mælinn. Ekki liðu nema sex klukku- stundir frá því franska stjórnin tilkynnti ákvörðun sína að íranir svöruðu í sömu mynt. Meginrök þeirra voru þau að Frakkar hefðu gengið í berhögg við Vínar- sáttmálann um úrlendisrétt og friðhelgi erlendra sendimanna. Bæði Frakkar og íranir hafa mælt svo fyrir að sendiráðsfólk deilu- nautarins skuli hafa sig á brott úr landi sínu innan fimm daga. Franska lögreglan hafði mik- inn viðbúnað fyrir utan íranska sendiráðið í gær. 180 lögreglu- þjónar slógu hring um bygging- una til að koma í veg fyrir að Þessir menn vilja ekkert vita hvor af öðrum. Ajatollah Ruhollah Khomeini „andlegur faðir“ frana og Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakka. hryðjuverkamaðurinn reyndi að komast undan. Hann mun ekki eiga sér undankomu auðið, vopn- aðir verðir bíða uppi á þökum ef hann skyldi reyna þá leið og koll- egar þeirra eiga illa vist ofaní hol- ræsum. Skömmu eftir að ákvörðun Frakka varð lýðum ljós var haft samband við útibú alþjóðlegra fréttamiðla í Beirút í Líbanon. Var þeim tjáð að tveir franskir gíslar sem eru í haldi samtakanna „Heilagt stríð“ yrðu teknir af lífi yið fyrsta tækifæri vegna ósvífni Frakka í garð írana. Samtök þessi eru skipuð síta- múslimum sem bera ákaflega sterkar taugar til trúbræðranna í Persíu. Þau hafa haldið frönsku sendiráðsmönnunum Marcel Carton, sem er 62 ára, og Marcel Fontaine, 43, í gíslingu allar göt- ur frá því í marsmánuði árið 1985. Talið er að miklar mótmæla- göngur gegn Frakklandi verði gengnar í Teheran á morgun og óttast stjórnin í París mjög um öryggi þegna sinna í íran. -ks. Kosningarnar I Portúgal á sunnudag munu umfram annað snúast um það hvort jafnaðarmenn, undir forystu Cavacos Silva, muni verða einráðir á þingi. Portúgal Þingkjör á morgun Jafnaðarmenn gera sér vonir um hreinan meirihluta og skoðanakann- anir benda til þess að þeim verði að ósk sinni Kosningabaráttunni í Portúgal lauk formlcga í gærkveldi en á sunnudag ganga landsmenn að kjörborði og kjósa til þings. Kosningabaráttan hefur fyrst og fremst fjallað um eitt; tekst Cavaco Silva forsætisráðherra og Jafnaðarmannaflokki hans að fá hreinan meirihluta þingsæta. Það yrði í fyrsta skipti í 13 ára sögu endurreists lýðræðis í Portú- gal að einn flokkur yrði allsráð- andi á þinginu. Til þess að slíkt megi verða þurfa jafnaðarmenn að hreppa 43 prósent atkvæða og verulegar líkur eru á því að það takist ef marka má tvær skoðana- kannanir. Niðurstöður þeirra voru birtar í fyrradag. Sé tekið meðaltal úrslita beggja þá mun Jafnaðarmanna- flokkurinn fá um 43 prósent greiddra atkvæða, nákvæmlega jafn mikið og þarf til að fá meiri- hluta 250 sæta á þingi. Sósíalistaflokkur Vitors Con- stancios lenti í öðru sæti með 23 af hundraði. Sá flokkur má sann- arlega muna fífil sinn fegurri því hann var að jafnaði vinsælasta stjórnmálafl Portúgals meðan hann laut forystu Marios Soares- ar sem nú gegnir embætti forseta landsins. Engu að síður er ljóst að sósíalistar munu vinna örlítið fylgi frá því í kosningunum árið 1985 en þá galt flokkurinn hroða- legt afhroð. Það var að hluta til nýjum vinstriflokki Ramalhos Eanesar, fyrrum forseta, að kenna. Hann vann þá glæstan sigur og fékk 45 menn kjöma. Samkvæmt fyrr- nefndum könnunum mun Endur- reisti lýðræðisflokkurinn tapa þriðjungi atkvæða á sunnudag- inn. Hinsvegar munu kommúnistar og bandamenn þeirra halda sínu og fá 38 menn kjörna. Leiðtogi þeirra, hinn aidni bragðarefur Alvaro Cunhal, hvatti landa sína í gær til að koma í veg fyrir að Silva yrði einráður í Portúgal. Kvaðst hann fús til að taka þátt í vinstristjóm sósíalista, endur- reistra lýðræðissinna og komm- únista ef tækist að hnekkja fyrir- ætlunum jafnaðarmanna. Allur kosningaáróður er stranglega bannaður í Portúgal daginn fyrir kjördag. Þá er ætlast til að landslýðurinn íhugi málin og geri upp sinn hug. Forseti lýð- veldisins mun ávarpa þegna sína í dag og hvetja þá til að greiða at- kvæði. Margir óttast að metskróp verði á morgun og um 30 af hundraði 7,8 miljóna atkvæðis- bærra manna muni sitja heima. -ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNÍ Laugardagur 18. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.