Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 8
MENNING Hilma af Klimt Óþekktur brautryðjandi dulspekilegrar abstraktlistar á Norðurlöndum Hilma af Klimt er einstakt fyrir- bæri í norrænni listasögu. Hún var samtíma þeim Mondrian og Kandinsky og hóf að gera hreinar abstraktmyndir upp úr alda- mótunum síðustu um svipað ieyti og þeir voru að móta sinar bylt- ingakenndu hugmyndir. Hún var menntaður landslags- og port- rettmálari frá Listaakademíunni í Stokkhólmi, en abstraktlist- sköpun sinni hólt hún leyndri til dauðadags og lagði svo fyrir að hún mætti ekki koma fyrir al- menningssjónir fyrr en 20 árum eftir dauða sinn. Þetta sagði Áke Fant, listfræð- ingur frá Stokkhólmi, í samtali við Þjóðviljann, en hann er nú hingað kominn til þess að fræða okkur um þessa sérstæðu listakonu með fyrir- lestri, sem haldinn verður í Nor- ræna húsinu í dag kl. 17, þar sem jafnframt verða sýndar skugga- myndir af verkum hennar. Alþjóðleg athygli Ég komst fyrst í kynni við verk Hilmu af Klimt í lok síðasta ára- tugar, þegar bróðursonur hennar, fyrrverandi aðmíráll í sænska hem- um, setti sig í samband við mig og bað mig að skoða verk hennar. Þau höfðu þá legið í geymslu í yfir 35 ár frá dauða hennar. Þessi kynni mín af verkum hennar leiddu til þess að ég skrifaði um hana grein í þýskt listatímarit, þar sem ég lýsti meðal annars eftir áhugamönnum um að kanna verk hennar betur. Það var bandarískur sérfræðing- ur í Rafael við Harvard-háskólann sem svaraði grein minni og kom til Stokkhólms til þess að skoða verk hennar. Hann hreifst svo mjög af þeim, að það var ákveðið að halda sérstaka sýningu í Los Angeles sem kallaðist „Spirítual Abstract paint- ing“, þar sem verk hennar gegndu mikilvægu hiutverki. Sýning þessi vakti mikla athygli og hefur nú verið sett upp í Chicago og verður sett upp í Haag í Hollandi í haust. Verk Hilmu Klint á þessari sýningu hafa jafnframt vakið svo mikla athygli að ákveðið hefur ver- ið að setja upp einkasýningar á verkum hennar í Modema safninu í Stokkhólmi, Gementenmuseum í Haag og víðar. Miðill og málari Hilma af Klint var af góðum ætt- um og forfeður hennar í fleiri ætt- liði höfðu gegnt yfirmannastöðum í sænska sjóhernum. Hún var fædd 1862 og lifði til 1944. Hún gekk í listaakademíuna í Stokkhólmi á 9. áratug síðustu aldar, þar sem hún lagði stund á landslagsmálun og portrettmyndagerð, sem hún stundaði alla tíð síðan. Landslags- myndir hennar sýna mikla fjarvídd og dýpt, en hún vann sér aldrei frægð með landslagsmálverki sínu. Tilraunir hennar með ab- straktmálverk hófust upp úr alda- mótunum, þegar hún var komin á fimmtugsaldurinn. Þær tilraunir 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. júll 1987 Hilma af Klimt: Æfiskeið mannsins, málað 1907. 327,8x239,9sm. Temp- era á pappir tengdust áhuga hennar á spíritisma og miðilshæfileikum hennar, sem hún beitti til þess að sjá yfir í annan heim. Hilma af Klimt nýtti miðils- hæfileika sýna til nánast ósjálf- ráðrar myndgerðar, þar sem hún sagði að hendi sinni væri stjómað af andlegum duldum öflum. Þær myndir sem hún gerði með þessum hætti höfðu enga fjarvídd, en voru allar í einum fleti. Þetta samrýmist hugmyndum dulspekinga um að hið andlega líf eigi sér stað utan hins þrívíða heims. Spíritisti, guðspekingur og antroposof Það merkilega við Hilmu af Klimt er hins vegar að hún var í stöðugri andlegri þróun allt sitt h'f. Að því kom að hún snérist gegn spíritismanum og gerðist guðspek- ingur. Hún kynntist Annie Besant, einum af hugmyndafræðingum guðspekinnar persónulega, og kynni hennar af guðspekinni höfðu afgerandi áhrif á abstrakt- myndsköpun hennar. Á meðan myndir hennar frá spíritista- skeiðinu sýna oft lífræn form, þá leiðir guðspekin hana út í strang- flatarmálverk, þar sem hin geó- metrísku form fá táknræna merk- ingu. Hilma af Klimt var afar flókinn og sérstæður persónuleiki. Hún var ekki bara merkilegur málari, held- ur var hún líka vel að sér í grasa- fræði og hún starfaði um skeið við dýralæknaháskólann í Stokkhólmi, þar sem hún gerði líffærafræðilegar stúdíur af hestum og öðrum dýrum fyrir læknanemana. En rannsóknir hennar á náttúrunni komu ekki bara fram í náttúrlegum eftirlíking- um, heldur gerði hún líka skemat- ískar abstraktmyndir sem áttu að lýsa hinni andlegu mynd fyrirbæra náttúrunnar. Það er athyglisvert að bera strangflatarmyndir hennar á þess- um tíma saman við verk Mondri- Rætt við Áke Fant listfræðing frá Stokkhólmi, sem iippgötvaði verk hennar og heldur í dag fyrirlestur í Norræna húsinu ans. Mondrian var líka mótaður af guðspekihugmyndum, og það er at- hyglisvert að guðspekin kom báð- um þessum listamönnum til þess að uppgötva strangflatarmálverkið um svipað leyti, án þess að þau vissu hvort af öðru. Þegar Hilma af Klimt var um sex- tugt kynntist hún Rudolf Steiner og kenningum antroposofanna. Þau kynni urðu til þess að hún snéri baki við guðspekinni, og þá hætti hún að mála í 2 ár. Síðan byrjaði hún upp á nýtt, og þá má sjá hvem- ig hugmyndir antroposofanna breyta list hennar enn á ný: í stað strangflatarmynda verður málverk- ið formlaust og um leið fær liturinn nýja merkingu. Þessar myndir minna um margt á það formlausa málverk og þá ósjálfráðu pensil- skrift, sem ýmsir málarar gerðu síð- ar tilraunir með. Þegar Hilma af Klimt lést hafði hún komið upp safni sem taldi alls um 1000 verk. í erfðaskrá sinni sagði hún að verk hennar mættu ekki koma fram fyrir almennings- sjónir fyrr en 20 árum eftir andlát sitt í fyrsta lagi, en hún virtist trúa því að verk hennar yrðu metin að verðleikum einhvern tíma í fram- tíðinni. Nánasti erfingi hennar var aðmíráll í sænska flotanum, og hann kom verkum hennar í geymslu. Að 20 árum liðnum, þeg- ar hann var kominn á eftirlaun, gaf hann sig á framfæri við nokkur söfn og sagði umsjónarmönnum þeirra að hann hefði átt frænku, sem væri dáin fyrir 20 árum og hefði fengist við það að mála...en því miður, enginn virtist sýna því áhuga. Aðmírállinn hafði hins vegar borið mikla virðingu fyrir frænku sinni, og hann fann til mikillar skyldu gagnvart henni og list henn- ar, og þegar hann komst að því að ég hafði í doktorsritgerð minni fjallað um upphafsár abstrakt- listarinnar og fúnkis-stílsins í arki- tektúr og dulspekilegar hugmyndir þeim tengdar, þá setti hann sig í samband við mig með þessum af- leiðingum. Annars eru fáar heimildir til um andlegt líf hennar aðrar en mál- verkin. Hún hélt að vísu dulspeki- legar dagbækur, en boðskapur þeirra er nánast óskiljanlegur fyrir óinnvígða. En hún taíar þar meðal annars um að hönd sín sé leidd af æðri mætti. Það sem hins vegar hef- ur vakið hrifningu við verk hennar er að hún sameinar alla þessa þrjá andlegu strauma sem voru svo sterkir um og upp úr aldamótun- um, spíritisma, guðspeki og antr- oposófíu og gefur þeim myndrænt form í verkum sínum. -ólg Ingimar Júlíusson, Bfldudal Fœddur 12.12.1911 -Dáinn 12.7.1987 Laugardaginn 18. júlí fer fram á Bíldudal útför Ingimars Júlíus- sonar, sem andaðist á Kristneshæli í Eyjafirði þann 12. þessa mánðar 75 ára að aldri. Með vesælum orðum á blaði vil ég votta Ingimar virðingu mína á kveðjustund og bera fram þakk- læti fyrir góð kynni. Ingimar Júlíusson var fæddur á Bíldudal 12. desember 1911, sonur hjónanna Júlíusar Nikulás- sonar og Maríu Jónsdóttur. Ættir hans voru gamalgrónar í Arnar- firði en fátt mun hér frá þeim sagt. Föðurafi Ingimars, Nikulás |Ásbjömsson, var verslunarmað- |ur hjá Hákoni Bjarnasyni Bfldu- dalskaupmanni, er Hákon varð úti á Mýrdalssandi eftir skipreika árið 1877. Langamma Ingimars í i móðurætt var Margrét Sigurðar- ! dóttir á Steinanesi við Amar- jfjörð, systir Jóns Sigurðssonar íforseta, og bar Ingimar ennis- i svip, sem algengur er í þeirri ætt, og fylgja kollvik há. Svo mátti heita að Ingimar æli allan aldur sinn á Bfldudal utan fjögur síðustu árin eða svo, sem hann dvaldi norðanlands við bága heilsu, og þá í skjóli sonar síns, Heimis, sem búsettur er á Akureyri. Ungir menn úr alþýðustétt áttu þess fæstir kost að stund lang- skólanám á árunum um og eftir 1930. Lögmál kreppunnar skerptu andstæður auðs og ör- birgðar. Um greind eða náms- hæfileika var ekki spurt, þegar skipað var til sætis, heldur ein- göngu um stétt og stöðu. Ingimar Júlíusson heyrði alþýðunni til og komst ekki í skóla. Hann skipaði sér ungur í baráttusveit rísandi verkalýðshreyfingar og stóð þar lengi í fremstu vígh'nu á heima- slóð. Fyrst og fremst var hann þó bókamaður og gerðist með árun- um fjölmenntaðri en margir þeir, sem skóalgengnir eiga að heita. íslenskar bókmenntir og hugvís- indi af ýmsum toga voru hans kjörsvið. Mestar tryggðir batt Ingimar við Ijóðlistina og þar kom að hann sendi frá sér árið 1979 lítið og látlaust ljóðakver, er hann nefndi Leirfugla. Kverið tileinkaði Ingimar minningu föðurbróður síns, Ingi- valdar Nikulássonar, sem bæði var skáld og merkur fræðimaður. Af frænda sínum lærði Ingimar margt og því skal hér tekið upp lítið brot úr ritaðri frásögn Ingi- valdar um eigin ævi, en hann and- aðist á Bfldudal árið 1951 84 ára að aldri. Ingivaldur segir svo: „Hina næstu áratugi æfi minnar las ég hverja þá bók í stærðfræði, innlenda og erlenda, sem ég gat náð í, svo og siglinga- fræði, aflfræði, tímatalsfræði, stjörnufræði og fleira. Var það um tíma heitasta þrá mín að geta lært til að verða farmaður, en ör- birgðin stóð þar í vegi sem annars staðar... Hef ég því aldrei á neinum skóla verið og aldrei neina kennslu fengið, að því undanteknu að í nokkur ár naut ég bréflegrar kennslu í stjörnu- fræði." En Ingivaldur Nikulásson lét ekki nægja að fást við stjörnur og sjómannafræði. Hann var bók- menntamaður eins og Ingimar frændi hans síðar, neitaði jafnan allri yfirvinnu en notað frístund- imar meðal annars til að þýða Hamlet Shakespeares á íslensku. Sú gerð af leikritinu um Hamlet Danaprins hefur líklega aldrei komið fyrir margra augu. Hins vegar mátti heita að þýðing Ingi- valdar á kvæðinu um Hjálmar og Huldu væri á hvers manns vörum fyrir meira en hálfri öld. Hann er fagur stjörnuhiminn- inn yfir Amarfirði og gott fyrir ungan svein að eiga vísa leiðsögn gamals frænda um þau furðusvið. Eitt kvæða Ingimars heitir Frændi minn. Þar segir: Þvflíkir frændur finnast ekki í hverju plássi þó víða sé enn bæri- lega mennt. Á Bfldudal hafa andstæður auðs og örbirgðar stundum verið meiri en víðast annars staðar á landinu. Um 1800 var Ólafur Thorlacíus á Bfldudal talinn rík- asti maður landsins. Hann sigldi á eigin skipum með saltfiskinn til Spánar, þá vöm, sem síðar varð alþekkt um Suðurlönd undir heitinu Bfldudals bacalao. Þegar Ólafur féll af vagni í Kaupmanna- höfn og andaðist átti hann 100.000 ríkisdali. Svo tóku þeir við Bfldudalseignum hver af öðr- um: Þorleifur, Hákon, Pétur og Miljónafélagið, sem átti Bfldudal á fyrstu ámm Ingimars Júlíus- sonar. Veturinn 1901-1902 átti Þor- steinn skáld Erlingsson heima á Bfldudal. Hann kynnti þar boð- skap jafnaðarstefnunnar og þá viðleitni, er hafin var á stöku stað hérlendis til að koma á fót verka- lýðssamtökum. Þorsteinn rit- stýrði blaðinu Amfirðingi, sem út var gefið á Bfldudal þennan vetur, en Ingivaldur Nikulásson sá um útbreiðslu þess. í blaðhaus Amfirðings stóðu þessi orð vinstra megin: „Vertu öllum aumum traust eftir kröftum þín- um“. En hægra megin: „Sannleikurinn mun gera yður firjálsa". Blaðið varprentaðí Val- höll en þar bjó Þorsteinn. Þennan vetur var fyrst rætt á Bfldudal um nauðsyn þess að stofna verkamannafélag. Á næstu ámm kom nokkrum sinn- um til átaka um kaup og kjör og er ýmislegt sagt frá þeim deilum í ritgerð Ingivaldar Nikulássonar um verkalýðshreyfinguna á Bfld- udal, sem prentuð er í Ársriti Sögufélags ísfirðinga 1986. Haustið 1908 var verkalýðsfélag svo stofnað á Bfldudal og hlaut nafnið Skjaldborg. Faðir Ingim- ars, Júlíus Nikulásson, var kosinn ritari félagsins, en Ingivaldur safnaði undirskriftum manna undir yfirlýsingu um þátttöku í félaginu og varð best ágengt hjá kvenfólkinu. Skjaldborgin náði þó aðeins að lifa í eitt ár en logn- aðist þá út af vegna skorts á sam- heldni félagsmanna. Næstu tvo áratugina náði ekk- ert verkalýðsfélag að skjóta rót- um á Bfldudal. Loks í júrúmánuði 1931 var stofnað Verkalýðsfé- lagið Vöm, sem enn starfar. Helsti hvatamaður að stofnun þess var enn sá sami Ingivaldur, sem þýtt hafði Hamlet og lærði stömufræði í bréfaskóla. Þá var Ingimar Júlíusson, sem nú er til grafar borinn, tuttugu vetra. Þrátt fyrir ungan aldur var hann kjörinn ritari í fyrstu stjórn fé- lagsins og átti þar síðan sæti ára- tugum saman, iengi sem formað- ur. Á fimmtíu ára afmæli verka- lýðsfélagsins var Ingimar gerður að heiðursfélaga þess. Um 1950 gaf Ingimar út blaðið Bflddæling í nokkur ár. Var blað- ið fjölritað og má þar finna allt í senn, almennar fréttir úr byggð- arlaginu, pólitískan áróður og menningarefni. Það em ekki mörg pláss á stærð við Bfldudal, sem geta státað af blaðaútgáfu á borð við Amfirðing Þorsteins Er- lingssonar og Bflddæling Ingi- mars. Ingimar Júlíusson var mótaður af hugsjónum fmmherja verka- lýðshreyfingarinnar um rétt hins vinnandi manns til frelsis úr á- nauð stritsins. Krafa hans var sú að menn ættu þess almennt kost að njóta menningarlífs, að ganga heim til bóka sinna að loknum hóflegum vinnudegi og hefðu samt allir nóg að bíta og brenna. Líf án menntandi tómstunda taldi hann vart mönnum sæmandi og sjálfskaparvítin verst. Á yngri ámm gekk Ingimar að þeirri vinnu sem til féll. Um mið- bik ævinnar var hann oft í brúar- vinnu á sumrin og hafðist þá við í tjöldum sumarlangt með félögum sínum. Smíðar stundaði hann einnig. Síðustu starfsárin var hann hafnarvörður á Bfldudal, vigtaði fiskinn, sem að landi barst, en sá einnig um bókasafn- ið. Öll verk sín stór og smá vann Ingimar af stakri skyldurækni. Ingimar Júlíusson var tvisvar í framboði til Alþingis fyrir Sam- einingarflokk alþýðu - Sósíalist- aflokkinn, 1946 í Vestur- ísafjarðarsýslu og 1953 í Barða- strandarsýslu. Hann lét sig stjórnmál ætíð miklu varða en dró sig þó að kalla út úr öllum félagsstörfum um miðjan aldur. Ungur ól hann með sér bjartar vonir um verkamannaríkið og byltingarmátt mannlegra sam- taka. Vonbrigðin í hörðum reynsluskóla urðu margvísleg. Samt varpaði Ingimar aldrei fyrir róða þeirri bræðralagshugsjón, sem hann ungur hafði fallið fyrir, né gaf upp vonina um manninn, manneskjuna, sem stöku sinnum getur orðið stór í eymd sinni og niðurlægingu. Bókmenntirnar hjálpuðu honum til að halda í þessa von og fá birtu á gluggann þegar syrti að. Á kreppuárunum voru línurn- ar skýrar í stjómmálum. Á þeim árum hafði Ingimar mótast og helst hefði hann viljað komast hjá því að gerast blendinn í trú. Samt urðu það örlög hans, þessa harðlínumanns, sem margir töldu vera, að deyja einn sólskinsdag í túninu hjá Helga magra, sem ým- ist blótaði Krist eða Þór og mest- ur var hentistefnumaður í sinni samtíð. Máske var þetta táknrænt. Ég sá og heyrði Ingimar fyrst á framboðsfundi sumarið 1946. Því miður gat ég ekki kosið hann fyrir æsku sakir. Kynni okkar urðu ekki veruleg fyrr en löngu síðar og hann þá hættur vafstri í fé- lagsmálum. En gott var og lær- dómsríkt að eiga við hann orð, svo spakan að viti og stundum spaugsaman í besta máta. Mér var því jafnan tilhlökkunarefni að sækja hann heim og njóta gist- ingar undir þaki hans. Hér skal nú þakkað fyrir það allt. Þáttaskil voru þegar orðin og nú hefur tjaldið verið dregið fyrir svo sem lögmálið býður. Spá mín er sú, að samt verði lengi spurt um þá frændur Ingimar og Ingivald á Bfldudal, þessa sjálfmenntuðu alþýðumenn, sem lifðu og hrærð- ust í bókmenntum og gengu fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir rétti fátæks fólks. Ósk Hallgrímsdóttir, kona Ingimars, lifir mann sinn þrotin að kröftum. Hún stóð við hlið hans í hálfa öld og gott betur og ól honum sjö lifandi böm, sem dreifst hafa um veröldina og öll eru nýtir þegnar. Mér sýndust þau hjónin samvalin þó að ólfk væru. Henni og öðrum vanda- mönnum sendi ég samúðarkveðj- ur. Kjartan Ólafsson Sumarið 1961 var ég ráðinn í brúarvinnuflokk Sigfúsar Krist- jánssonar. Flokkurinn byggði brýr um sunnanverða Vestfirði. Fyrst við Þverá upp úr Vatnsfirði og upp af Pennudal, þá tvær brýr úr timbri á Þingmannaheiði, síð- an var brúað gil innan við Rakna- dal, þá brú skammt frá Holti og Haukabergi á Barðaströnd, síðan vorum við um skeið við Hvestuá. Og kannski víðar. Þetta var gott sumar, kaupið 1500 kr. á viku fyrir dagvinnuna og litla yfir- vinnu. Og um haustið var hægt að borga á einu bretti fyrirfram her- bergisleigu og fæði fyrir heilan vetur - rúmlega ellefu þúsund krónur. Brúarvinnuflokkurinn bjó í tjöldum allt sumarið og þar vom margir menn sem gott er að minnast. Flestir komu frá Bfldu- dal, eins og Kristinn og Ásgeir, Baldur, Magnús og Páll, Fjóla, Magnús Einarsson úr Hergilsey og Ingimar Júlíusson. Sá síð- astnefndi bjó í miðri tjaldaröð- inni. Þeir bjuggu þar saman hann og Helgi J. Halldórsson cand. mag. Um helgar þegar við strákar að sunnan vomm að fíflast á dansleikjum um Vestfirðina þvera og endilanga sátu þeir yfir bókum í þessari miðju tjaldanna, Ingimar og Helgi, en stundum fór Ingimar heim á Bfldudal. Helgi var um þessar mundir að snara bók úr sænskri tungu þarna í suðurjaðri Vestfjarðanna og var sagt að Ingimar væri honum oft til aðstoðar. Þó Ingimar færi sér hægt tókum við strax eftir hon- um. Ingimar var grannur maður, gráhærður með miklar augabrún- ir. Hann var sagður kommúnisti sem var ekki verra. Seinna frétti ég að hann væri Vestfirðingur í húð og hár og hvorki meira né minna en frændi Jóns forseta. Systir Jóns var reyndar lang- amma Ingimars. Það var mikill þokki yfir þess- um manni og aðdráttarafl þó hann væri hæglátur. Hann vissi örugglega meira en hann lét uppi. Hann var einn af þessum óskóla- gengnu menntamönnum sem ég hef síðar kynnst mörgum á lífs- leiðinni. Frá þeim stafar vitsmun- um, en þeir hafa líka þroska til þess að fara vel með og til þess að fylgja fram sínum málum af ein- drægni en ekki flysjungshætti og yfirborðsmennsku. Auglýsinga- þjóðfélagið á enga mælikvarða yfir svona menn. Þeir kunna ekki að standa á einum fæti uppi á sáp- ukúlum. Þeir sjást því sjaldnar og sjaldnar, þó þeir séu enn til marg- ir. Það er helst að ná að kynnast þeim á ferðalögum eða í vinnu- flokkum eins og þegar menn byggja brýr. Ingimar Júlíusson var kosinn í fyrstu stjóm Verkalýðsfélagsins á Bfldudal, þegar það var stofnað 1931. Þáerhann 19ára. Hannvar síðan lengst af forystumaður fé- lagsins, oft formaður. Ingimar var trúnaðarmaður Sósíalista- flokksins í Vestur-Barða- strandarsýslu, bauð sig fram fyrir Sósfalistaflokkinn í Vestur-Isa- fjarðarsýslu 1946, 35 ára, ogfyrir Sósíalistaflokkinn í Barða- strandarsýslu 1953, f síðasta sinn sem Sósíalistaflokkurinn bauð fram. Hann var félagi í Alþýðu- bandalaginu og tók vel á móti mér sem félaga og frænda konu sinnar hvað eftir annað á Bfldu- dal í húsi þeirra óskar sem nú er rautt. Hann gaf út blað á Bfldudal, Bflddæling, um miðja öldina. Hann skrifaði margt og orti ljóð. 1979 gaf Mál og menning út litla ljóðabók eftir Ingimar Júlíusson. Þetta eru „rímlaus kvæði í ætt við nið lækjarins og þær raddir sem heyra má þegar blær þýtur í stráum“ sagði Kjartan Ólafsson í grein um Ingimar sjötugan, 1981. Bókmenntimar vom hans endur- nýjunarbmnnur, en hann var-ég veit að það er mikið sagt - alhliða fagurkeri. Tónlist var honum svo hugleikin að hann lærði sjálfur að lesa nótur og keypti í póstkröfum nótur með verkum meistaranna. Þegar hann hafði opnað pakkana raulaði hann Schubert og Schu- mann fyrir sjálfan sig og þá sem Ég man hve þú varst hnugginn er sól hœtti að skína í nóvemberlok og hve þú fagnaðir henni glaður á kyndilmessu ungur hafðir þú séð hina suðrænu dýrð gíbraltar genúu barsilónu og ort kvœði um nótt á miðjarðarhafi um sólarlausa daga milli fjallanna svartbrýndu sem þú hataðir gekkst þú ífannfergi til hins dauða strits fyrir brauði en hafnaðir yfirvinnu og þegar menn undruðust háttalag þitt spurðir þú móðgaður: hvenœr á maður þá að lifa? og gekkst heim i kytruna til bóka þinna og þýddir hamlet vom næstir. Hann söng alltaf með karlakórnum á Bfldudal og líka einsöng með kómum. Og þá er ekki allt talið: Teiknari var hann fágætur eins og mátti sjá á veggjum stofunnar hjá þeim Ósk á Bfldudal. Þeim sem þangað komu verður sjálfsagt lengi í minni teikning af sofandi börn- um, einstaklega hlý eða á ég að segja heldur mjúk? En mest sótti hann í bækur, lærði auðvitað sjálfur Norðurlandamálin, enda var ekki til siðs á þeim tíma að líta á þau sem erlend mál heldur af- bakaðar mállýskur af íslensku og menn kunnu þær án þess að vita af því. Ingimar las ensku og þýsku og hrafl í rússnesku og þeg- ar Heimir sonur hans fékk trésm- íðavél frá Ítalíu þá snaraði Ingim- ar leiðbeiningunum með hjálp góðra bóka. Og nú hef ég enn ekki getið þess að maðurinn varð að vinna fyrir sér og sínum með allskonar stritvinnu oft myrkranna á milli, en hann sleppti þó næturvinnut- íma ef hann gat: „Hvenær á mað- ur þá að lifa?“ á Ingivaldur móðurbróðir Ingimars að hafa spurt þegar verkstjórinn heimtaði yfirtíð rétt eina ferðina. Sjálfsagt hefur spumingin þótt til marks um áhugaleysi á að „bjarga sér“; hitt sýndist fáum eins og mér að sá maður hafi auðgað umhverfi sitt meira en all- ir yfirvinnutímar geta gert, sem gaf sér og sínum tíma til að njóta lífsins, þess sem menningin gef- ur. Ingimar og Ósk bjuggu allan sinn búskap á Bfldudal. Þau komu upp sjö bömum sem em: Hlynur, býr í Damaskus og starfar þar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Heimir, starfsmaður Iðju og bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins á Akureyri. Grétar, pípulagningarmeist- ari, Akureyri. Jón, skólastjóri, Bfldudal. ísleifur, mælingamaður, Akur- eyri. Hallveig, húsfreyja á Skaga- strönd. Óttar, vélstjóri, Vopnafirði. Ingimar lést að Kristnesi við Eyjafjörð. Hafði flutt þangað norður í skjól Heimis sonar síns og Rósu tengdadóttur sinnar fyrir fáeinum ámm. Hann er til mold- ar borinn á Bfldudal. Konan hans, Ósk Hallgrímsdóttir, lifir mann sinn, þar sem hún er á sjúkrahúsinu á Patreksfirði og hefur verið í nokkur ár. Hún veit nú fátt þessa heims, þessi fallega kona, ein fárra bama Hallgríms Jónssonar langafa míns, sem enn lifa eftir. Ekki man ég eftir að ég hafi haft vit á að læra neitt af Ingimar Júlíussyni sumarið 1961, enda krakki. En ég hitti hann oft síðar. Það var gott að hitta slíka menn. Þeir em enn margir til og þeim mun fjölga á nýjan leik. Þessi fullyrðing er sett fram samkvæmt lögmáli svokallaðrar almennrar skynsemi: Einn maður brúar ekki stórfljót, en margir menn geta byggt traustar brýr og opnað vegi til annarra manna. Samúðarkveðjur mínar og fjöl- skyldu minnar fylgja þessum lín- um. Sv«mt Gestsson Laugardagur 18. júlf 1987 ÞJÖÐVILJWN — SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.