Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR Neytendakönnun Dagheimili dýrust á Nesinu Töluverður munur á vistgjöldum dagheimila í könnun Neytendablaðsins Inýju tölublaði „Neytendablaðs- ins“ kemur fram töiuverður munur á vistgjöldum dagheimila eftir bæjarfélögum, og er gjaldið yfirleitt hæst á Seltjarnarnesi þar sem samanburði verður komið við. Gjöld voru hækkuð 1. júní á Akureyri, ísafirði, Reykjavík og Seltjarnarnesi, og 1. ágúst á að hækka á Húsavík og í Vest- mannaeyjum á að hækka bráð- lega, en ekki er vitað um hækkun í Hafnarfirði og Neskaupstað segir í blaðinu. I formála fyrir könnuninni í Neytendablaðinu segir: „Mesti munur á leikskólagjaldi í 5 klst. er 1505 kr. Það kostar 4255 kr. á Seltjarnarnesi en 2750 kr. í Hafnarfirði. Hinsvegar býð- ur Seltjarnarneskaupstaður nú sérstakt leikskólagjald fyrir ein- stæða foreldra, 2000 kr. í 4 klst. og 2530 kr. í 5 klst. Áður bauð aðeins Vestmannaeyjabær upp á slíkt gjald, af þeim stöðum sem kannaðir voru, 1800 kr. á leik- skóla í 5 klst. Á Akureyri er hægt að fá fæði í hádegi fyrir böm sem eru 6 klst. á leikskóla, það kostar 4250 kr. Það er einnig hægt í Reykjavík og kostar 1035 kr. aukalega á mán- uði, þ.e. 5025 kr. dvelji barnið í 6 klst. og4360 kr. dvelji það í 5 klst. Mesti munur á dagheimilis- gjaldi fyrir einstæða foreldra er 1040 kr. Á Akureyri er gjaldið 4490 kr. en 3450 kr. í Vestmanna- eyjum og Hafnarfirði. Mesti munur á almennu dagheimilis- gjaldi er 2225 kr. Það er lægst í Hafnarfirði, 5225 kr. en hæst á Seltjarnarnesi, 7450 kr. í þrem sveitarfélögum er sama gjald fyrir námsmenn og ein- stæða foreldra. í Hafnarfirði, Reykjavík og á ísafirði.“ Akureyri Hafnar- fjörður Húsavík ísafjörður Neskaup- staður Reykjavík Seltjarnarnes Vestmanna- eyjar Leikskólar 4 kist 2.840 2.200 2.300 2.640 2.300 2.660 3.275 Leikskólar5klst. 3.460 2.750 2.800 3.300 3.325 4.255 2.750 4 klst. einstæðir foreldrar 2.000 5 klst. einstæðir foreldrar 2.530 1.800 5 klst. m/hádegismat 4.360 6 klst. m/hádegismat 4.250 5.025 Dagheimili-einst.foreldrar 4.490 3.450 3.700 4.200 3.500 4.160 4.410 3.450 Dagheimili-námsmenn 3.450 4.200 4.160 Dagheimili-almennt gjald 6.600 5.225 5.500 6.900 5.500 6.310 7.450 5.400 Það skiptir máli hvar fólk býr, ef það á að fá pláss á dagvistarheimili fyrir vnqstu kynslóðina. (Mynd: E.ÓI.). Norðurland Mjólkurkvótinn aðfyllast Umframmagn hjá KEA verður 1,2-1,5 milljón lítrar. 15 búnir með kvótann sinn Um síðustu mánaðamót voru 15-16 bændur komnir fram yfir mjólkurkvótann og ég hef trú á því að þegar verðlagsárinu lýk- Nauðsynjar Kaupmenn gegn matar- skatti Spáð hœrra vöruverði vegna þjónustuskatts Kaupmannasamtökin mót- mæla harðlega fyrirhuguðum matarskatti í ályktun frá fulltrú- aráði samtakanna. Kaupmenn segja að auk þess að hækka verð á helstu nauðsynj- avörum muni típrósent sölu- skattur á ýmsar matvörur íþyngja kaupmönnum „með því að láta þá inna af hendi enn meiri þegn- skylduvinnu fyrir ríkissjóð“ við innheimtu skattsins og uppgjör. Þá vekur fulltrúaráðið athygli á að söluskattur á ýmsa þjónustu sem verslanir og fyrirtæki þurfi almennt að kaupa, svo sem bók- haldsþjónustu og tölvuvinnslu, auki kostnað við rekstur verslana „sem endanlega þýðir að almenn- ingur í landinu þarf að greiða með hærra vöruverði". • m ur 31. ágúst næstkomandi verði helmingur bænda sem leggur inn mjóik hjá okkur búinn með kvót- ann, eða um 125 bændur, sagði Þórarinn Sveinsson, mjólkurbú- stjóri mjólkursamlags KEA á Ak- ureyri. Að sögn Þórarins reyna þeir bændur sem búnir eru með kvót- ann sinn að leigja eða kaupa kvóta af þeim sem eiga nóg eftir af honum, en einhverjir hafa þó ^ellt niður mjólk. Hversu mikið það er og hve margir bændur ættu þar hlut að máli, vildi Þór- arinn ekki gefa upp. Mjólkur- kvótinn á samlagssvæðinu er um 20,7 milljónir lítra af mjólk og er búist við að umframmagnið sem lagt verður inn til loka verðlags- ársins nemi um 1,2-1,5 milljónum lítra. Langmestur hluti þess fer í ostagerð. Páll Svavarsson mjólkurbú- stjóri á Blönduósi sagði að farið væri að síga á seinnihlutann hjá mörgum bændum í Húnavatns- sýsiunni með mjólkurkvótann og bjóst hann við að umframmagnið sem þangað komi nemi nokkrum hundruð þúsund lítrum. Þar eins og á Eyjafjarðarsvæðinu selja menn og leigja kvóta af hvor öðr- um eftir því sem það er hægt. Þar er mjólkurkvótinn um 4 milljónir á þessu verðlagsári. Ekki hefur frést af neinum bónda þar, sem byrjaður er að hella niður mjólk. grh. Forræðissvipting Engin heildar úttekt Brotalamir á skráninguforrœðissviptingarforeldra. Guðjón Bjarnason, framkvœmdastjóri Barnaverndarráðs: Engin samantekt til yfir landið á eðli og umfangi forrœðissviptinga. Lang oftast um tímabundna vistun að ræða Petta er rannsóknarverkefni sem er óunnið. Það er ekki til nein samantekt á ástæðum, fjölda, aldri og kynskiptingu þeirra barna sem tekin hafa verið af foreldrum sínum vegna forr- æðissviptingar, sagði Guðjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs. Að sögn Guðjóns Bjarnasonar eru það miklar brotalamir á skráningum hinna einstöku bamaverndarnefnda að ekki er unnt að gefa upplýsingar um ástæður forrræðissviptingar for- eldra yfir börnum sínum. - Árið 1985 voru hér á landi, að Reykjavík undanskilinni, 24 börn sett í vistun fjarri foreldr- um, til lengri eða skemmri tíma, með eða án samþykkis foreldra. Yngri tölur eru ekki samantekn- ar. Sem betur fer eru þau tilfelli miklu færri, þar sem verður að beita svonefndum þvingunarúr- ræðum, þar sem börn eru tekin af foreldrum gegn þeirra vilja. Því miður hef ég ekki sambærilegar upplýsingar fyrir Reykjavík þetta ár né árið á undan. Ástæðan er einfaldlega sú að Félagsmála- stofnun Reykjavíkur er ekki enn búin að skila upplýsingum til mín, sagði Guðjón Bjarnason. - Þetta er ekkert laununga- mál. í Reykjavík á árinu 1985 voru kveðnir upp fjórir úrskurðir um forræðissviptingu 5 barna og 3 börn að auki voru tekin af for- eldrum til skemmri vistunar, sagði Sveinn Ragnarsson, félags- málastjóri Reykjavíkurborgar. Tölur um fjölda tímabundinn- ar og langtíma forræðissviptingar foreldra í fyrra eru ekki tilbúnar hjá Félagsmálastofnun. - rk Hcestiréttur Óvíst með Hafskipsmál Óvíst er hvenær áfrýjun á- kæruvaldsins á frávísunarúr- skurði Sakadóms vegna ákæra í Hafskipsmálinu, verður tekin fyrir í Hæstarétti. Réttarhlé er hjá Hæstarétti fram f september vegna sumarleyfa. -Eg get ekkert fullyrt um það hvenær úrskurður Sakadóms kemur til okkar kasta. Þannig er að meðan réttarhlé er í Hæsta- rétti, tökum við vísast ekki önnur mál fyrir en mál um gæsluvarð- haldsúrskurð. Hvort það verður gerð einhver undantekning á þessu eina máli, get ég ekkert fullyrt um. Ég mun halda fund með dómurum í næstu viku og þá verður tekin ákvörðun um fram- gang málsins, sagði Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar. -RK Fœðingardeildin Einungis neyðarbrauð Þetta er einungis neyðarbrauð. Okkur hefur ekki tekist að fá fleira fólk í vinnu á sumrin til af- leysinga, sagði Davíð Gunnars- son forstjóri Ríkisspítalanna um aðvörun sem send hefur verið til sængurkvenna um að þær verði að búa sig undir að fá ekki lengri spítalavist en 3-4 daga eftir fæð- ingu. Davíð sagði að aðvörunin væri ekki frá yfirstjórn spítalanna heldur frá fæðingardeildinni sem sendi aðvörunina út af fenginni reynslu, en á undanförnum árum hefði gengið mjög illa að manna deildimar yfir sumartímann. -K.ÓI. 1967-3987 Á ... sr/1 e* Bindindismótið Galtalækjarskógi Ci^jP Verslunarmannahelgin 31. júlí til3. ágúst 1987 ★ Bergþóra Árnadóttir ★ Hljómsveit Geirmundar ★ Rauðir lletir ★ Rocky ♦ Bláa bilskúrsbandið Metan ★ Kvass * Ómar Ragnarsson ★ Jörundur ★ Július ★ Flugeldasýning ★ Barnaleikhúsið ★ Kristinn Sigmundsson ★ Hjörtur Benediktsson, eftirherma

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.