Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Hvor þessara föngulegu pilta skyldi kunna meira fyrir sér í skák? Elólistinn segir okkur að Kasparof sé miklu betri enda hefur hann 2740 stig á móti 2700 stigum Karpofs. En er málið svo einfalt? Skák Hver er bestur? Þótt elóstig séu almennt talinn mælikvarði á styrk skákmanna er ekki alltsem sýnist Það er ærið umdeilanlegt hve sterkur sterkur stórmeistari í skák kann að vera. Hér áður og fyrr orkaði slíkt jafnan tvímælis og menn sem unnið höfðu sér nafnbótina „heimsmeistari í skák“ gátu haldið þeim titli svo lengi sem þeim sýndist því þeir réðu því hvort þeir gáfu einhverj- um kollega sinna kost á því að svipta sig sæmdarheitinu. Eigingirni Aljekíns Eitt frægasta dæmið um slíkt gerræði er framkoma Alexanders Aljekíns gegn Raoul Capa- blanca. Kúbumaðurinn Capa- blanca varð heimsmeistari eftir að hafa lagt hina öldnu kempu Emmanúel Lasker að velli í ein- Moskvu kvikmyndahátíð Fellini vann Það var nýjasta hugsmíð ítal- ska kvikmyndaleikstjórans Fe- dericos Fellinis, „Viðtalið“, sem valinn var besta filman á kvik- myndahátíðinni í Moskvu sem lauk í gær. „Viðtalið“ fjallar um líf og hugðarefni kvikmyndaleikstjóra. Dómnefndin er hreifst svo af þessari mynd var, sem kunnugt er, undir forystu bandaríska leikarans og leikstjórans Roberts de Niro. Bretinn Anthonhy Hopkins var kjörinn besti leikarinn og Ungverjinn Dorothy Udvaros fremst leikkvenna. Sérstök aukaverðlaun fengu Sovétkonan Karen Shakhnazarof fyrir mynd sína „Kurier“ og Pól- verjinn Felix Falk fyrir „Hetju ársins.“ Efnt hefur verið til kvikmynda- hátíðar í Moskvu á tveggja ára fresti allar götur frá árinu 1959. Orðstír hátíðarinnar var orðinn næsta pervisinn á síðari hluta valdaskeiðs Leonids heitins Brésnefs en nú var kappkostað að fá bestu fáanlegar kvikmyndir og einvalalið í dómnefndir til að auka hróðurinn á ný. -ks. vígi. Árið 1924 gaf hann rússan- um Alexander Aljekín kost á því að tefla einvígi um titilinn. Það er skemmst frá því að segja að Alj- ekín sigraði og varð heimsmeist- ari. En Aljekín gaf Capablanca aldrei kost á því að ná fram hefndum. Og hann forðaðist einsog heitan eldinn að þreyta kapp við sterkust skákmennina og leggja krúnuna að veði. Hann var til að mynda mjög öruggur um sigur er hann bauð Hollend- ingnum Max Euwe til einvígis árið 1935, full viss í sinni sök því hann drakk eina flösku af ákavíti á dag þann tíma sem einvígið tók og tapaði. Euwe var sjentílmaður og gaf Aljekín kost á því að glíma um titilinn tveim árum síðar. Að því sinni drakk Rússinn aðeins mjólk og vann léttan sigur. Aljekín lést í lok síðari heimstyrjaldar og þá var keppn- inni um skákkrúnuna komið í fastar skorður. Síðan hefur heimsmeistari orðið að verja há- sætið í einvígi við öflugan and- stæðing með jöfnu millibili. Er heimsmeistari heimsmeistari? En menn gátu enn deilt um það hvort heimsmeistari væri í raun og veru bestur. Sovétmaðurinn Petrosjan hélt titlinum í sex ár, 1963-1969, en sigraði sjaldan á öflugum mótum. Þetta helgaðist af skákstíl hans, hann tapaði nán- ast aldrei en sigraði aðeins oftar. Einvígi voru því hans sterka hlið. En margir héldu því fram að hann væri illa að skákkrúnunni kom- inn. Af prófessor Eló og hugsmíð hans Á sjöunda áratugnum var tekið upp nýtt og dágott kerfi við mat á skákstyrk manna og var það skýrt í höfuðið á höfundin- um, stærðfræðiprófessornum Eló. Samkvæmt því er frammistaða manna metin á sex mánaða fresti út frá úrslitum skáka, fjölda þeirra og styrkleika andstæðing- anna. Þeim er þvínæst gefin stig, hin frægu elóstig. Sá skákmaður þykir býsna góður sem státar af 2500 elóstig- um. Einsog sakir standa þá eigum við íslendingar fjóra skákmenn sem eru yfír því marki (því þótt Margeir Pétursson hafi „aðeins“ 2490 samkvæmt nýja listanum þá blandast fáum hugur um að styrk- ur hans sé miklu meiri en stigin gefa til kynna, hann hefur verið mjög óheppinn í ár). Okkar hæsti maður, Jón L. Árnason hefur nú 2555 stig sem er prýðilegt. „Súper stórmeistarar“ og ferðasirkúsar Aðeins sautján stórmeistarar hafa 2600 stig eða fleiri. Slíkir meistarar eru gjarna nefndir „súperstórmeistarar" og tefla ógjarna á mótum sem minni spá- menn heiðra með nærveru sinni. Svo sterkir skákmenn eru iðulega atvinnumenn í faginu og ferðast á milli landa ailt árið um kring og etja kappi innbyrðis á lokuðum mótum. Þeir eru því nefndir „ferðasirkúsinn" af gárungunum. Fischer á elómetið Afar fátítt er að skáksnillingar hreppi 2700 stig eða fleiri. f fljótu bragði minnist ég aðeins fjögurra sem hreykt geta sér af slíkum ár- angri. Enginn er enn nærri því að slá met Bandaríkjamannsins Ro- berts James Fischers sem hafði 2780 elóstig þegar hann kvaddi hinn eðla leik árið 1975, nýkrýnd- ur heimsmeistari. Garrí Kaspa- rof, núverandi krúnuhafí hefur mest náð 2745 stigum og Karpof vinur hans 2730. Mikael Tal var í banastuði árið 1979 og komst upp í 2705 og um svipað leyti var Vikt- or Kortschnoi býsna nærri þessu marki en hann komst aldrei lengra en að hreppa 2695. Kasparof er bestur... Samkvæmt nýja listanum er Garrí Kasparof langsterkasti skákmaður heims. Hann hefur nú 2740 elóstig, 40 stigum meira en landi hans og fyrrum heimsmeistari, Anatólí Karpof. Það ætti því samkvæmt þessu að Bobby Fischer er langbesti skákmaður heims fyrr og síðar. Ef marka má elókerfið. vera léttur leikur fyrir hann að sigra í innbyrðis viðureign þeirra um krúnuna (þeirri fjórðu á þrem árum!) í Sevilla á Spáni í haust. ...en er hann betri en Karpof? En málið er hreint ekki svo ein- Áhætta er honum ekki að skapi. Fyrir vikið sigrar Kasparof oft- ar en Karpof andstæðinga á borð við Timman, Portisch, Tal og Ljubojevic. En töpin eru jafnfá hjá báðum og í einvígi er aðalat- riðið að tapa ekki, samanber kaflann um Petrosjan. Menn geta orðið heimsmeistarar með því að FIDE 20 sterkustu skákmenn heims 1. Garrí Kasparof (Sovét)........................................2740 2. Anatólí Karpof (Sovét)........................................2700 3. Artur Jusupof (Sovét)..........................................2635 4. Andrei Sokolof (Sovót).........................................2635 5. Viktor Korschnoi (Sviss).......................................2630 6. Jan Timman (Holland)...........................................2630 7. Alex Beljavsky (Sovót).........................................2630 8. Mikael Tal (Sovét).............................................2625 9. Ljubomir Ljubojevic (Júgó).....................................2625 10. Predr. Nicolic (Júgó)..........................................2620 11. Nigel Short (Engl.)............................................2620 12. Lajos Portisch (Ung.)..........................................2615 13. Jon. Speelman (Engl.)..........................................2615 14. Robert Huebner (V.-Þýsk.).....................................12610 15. Kiril Georgiev (Búlg.).........................................2605 16. Yasser Seirawan (USA)..........................................2600 17. Ulf Andersson (Svíþjóð)........................................2600 18. Zoltan Ribli (Ung.)............................................2595 19. Lev Polugajevsky (Sovét).......................................2595 20. Rafael Vaganjan (Sovét)........................................2595 falt. Þótt báðir þessir snillingar eigi fremur létt með að sigra alla andstæðinga sína þá er viðhorf þeirra til íþróttarinnar með ólíku móti. Kasparof berst til þrautar í hverri einustu skák og lítur á hverja viðureign sem heim út af fyrir sig. Þá má einu gilda hvort hann hafi þegar tryggt sér sigur í einvígi eða móti, hann teflir engu að síður til vinnings. Karpof er latari. Hann reynir yfírleitt ekki að yfirbuga and- stæðing með svörtu mönnunum. Hann fylgist ætíð grannt með mótstöflunni og hafi hann tryggt sér sigur felst hann gjarna á skiptan hlut í síðustu skákum. vinna eina skák og gera 23 jafn- tefli! Það er einkar athyglisvert að Karpof og Kasparof hafa teflt um 100 skákir sín á milli og hefur heimsmeistarinn núverandi að- eins einn vinning umfram Karp- of. Séu jafnteflin undanskilin þá er staðan nú 13-12 Kasparof í vil. í raun er sá munur ekki mark- tækur og því óvíst hvort Kasparof er betri skákmaður en Karpof þótt hann hafi 40 elóstiga forskot. Nú er mál að linni en fyrir þá sem áhuga hafa verða birt nöfn og stigafjöldi 20 efstu skákmanna á styrkleikaskrá FIDE. Sjá ann- ars staðar á síðunni. -ks. Laugardagur 18. júlf 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.