Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.07.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 18. júlí 1987 154. tölublað 52. árgangur Efnahagsaðgerðimar Arangurinn hæpinn Pjóðhagsstofnun dregur íefa að ein helstafjármögnunarleið ríkissjóðshallans beri árangur Olfldegt er að fyrstu efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar skili þeim árangri sem hún hefur stefnt að, ef mið er tekið af nýrri spá Þjóðhagsstofnunar. Þar er m.a. dregið í efa að ein helsta fjármögnunarleið hallans á rflds- stjóði, hækkun vaxta af ríkis- skuldabréfum, skili sér í mikilli sölu þeirra. Það er mat ríkisstjómarinnar að hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu 1987 nemi rúmum 4,2 milljörðum króna. Stærsti liður- inn í fjármögnun hallans verður, samvkæmt áætlun fjármálaráðu- neytisins, innlend lántaka að upphæð 2,8 milljarðar, en þar vega þyngst sala sparisskírteina til almennings og ríkisvíxla til banka og sparisjóða. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar er hins vegar dregið í efa að íVi% hækkun vaxta af ríkisskuldabréfum örvi sölu þeirra til mikilla muna, en það er sú hækkun sem ríkisstjórn- in hefur stefnt að. Sala ríkis- skuldabréfa hefur verið mjög treg það sem af er árínu og raunar mun minni en innlausn eldri skírteina. Það er ljóst að standist þessi áætlun ríkisstjórnarinnar ekki, Efnahagsmálin Svartar horfur hefur það vemleg áhrif á áætlun- ina um erlenda lántöku, þar sem innlendri lántöku er ætlað stórt hlutverk í að minnka hlut er- lendra lána í fjármögnun hallans. Ríkisstjórnin hefur áætlað að nettólántaka erlendis á árinu verði 370 milljónir, en samkvæmt ofangreindu er ólíklegt að sú áætlun standist. Þá stefnir ríkisttjórnin að yfir- drætti uppá tæpan einn milljarð króna hjá Seðlabanka íslands. Hér er í raun ekki um annað en peningaprentun að ræða. Því virðist ljóst að aðhaldsað-^ gerðir ríkisstjórnarinnar eru ekki það sem þær eru auglýstar fyrir að vera. -K.ÓI. iHisi m ■ I v 8 v' 'V^ - \ S." '•.J. Jón Kristinsson hjólar síðasta áfangann ásamt Arnari syni sinum og fleira fólki. Söfnunin bar góðan árangur og nýtur hjúkrunardeild aldraðra við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri góðs af. Mynd Ari. H . Langferðir Þjóðhagsstofnun spáir að góðœrið sé að líða hjá Ýmislegt bendir til að góðæri undanfarinna tveggja til þriggja ára sé að líða hjá samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunnar sem birtist í gær. í þessu sambandi skiptir væntanlegur samdráttur í þorsk- veiðum mestu máli. Verði farið að tillögum fiskifræðinga Haf- rannsóknarstofnunar um sam- drátt í þorskveiðum á næsta ári gætu þjóðartekjur rýrnað um 2- 3%. Verði þorskaflinn hins vegar óbreyttur en annar afli í samræmi við tillögur fiskifræðinga, gætu þjóðartekjur samkvæmt bjart- sýnustu spám leitt til 1-2% aukningar þjóðartekna. Einnig telur Þjóðhagsstofnun óvarlegt að reikna með áfram- haldandi viðskiptakjarabata í lík- um mæli og verið hefur undanfar- in ár. Þá segir í skýrslu Þjóðhags- stofnunar að þjóðarútgjöld hafi að undanförnu aukist töluvert umfram þjóðartekjur þannig að verðbólga og viðskiptahalli hafi farið vaxandi. Skýrslu Þjóðhagsstofnunar lýkur með: „Þessar horfur setja vexti þjóðarútgjalda á næstunni afar þröngar skorður, ef verð- bólga og viðskiptahalli eiga ekki að fara úr böndunum." -K.Ól. Að norðan eftir hálfa öld Hjólreiðakappinn Jón Kristins- son var hinn hressasti þegar hann kom til Reykjavíkur síðdeg- is í gær eftir að hafa hjólað alla leið frá Akureyri í söfnunarher- ferð fyrir Sel 2, hjúkrunardeild aldraðra á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Helga Jónsdóttir Kristinssonar fylgdi föður sínum eftir í bifreið frá Akureyri og saman söfnuðu þau verulegum upphæðum til styrktar byggingunni nyrðra. Þau feðgin heimsóttu öll dvalarheim- ili aldraðra sem á vegi þeirra urðu og skemmtu sjálfum sér og vist- monnum. Þegar til Reykjavíkur kom slógust fleiri hjólreiðamenn í för með Jóni og Helgu og fylgdu þeim niður á Lækjartog, þar sem Jón ávarpaði hóp fólks sem safn- aðist þar saman. Jón er ekki með öllu ókunnug- ur hjólreiðaferðum sem þessum. Fyrir 52 árum hjólaði hann nefni- lega frá Reykjavík til Akureyrar og það má því segja að hann hafi nú verið að snúa aftur úr þeirri för, 71 árs að aldri. -gg Skák Jafntefli gegn Portisch Jóhann byrjar vel á millisvœðamótinu. Margeir annar í Þórshöfn, Héðinn efstur í Puerto Rico Jóhann Hjartarson gerði jafn- tefli við ungverska meistarann Portisch í fyrstu umferð milli- svæðamótsins í Szirak í Ung- verjalandi. Portisch er næsthæst- ur 18 þátttakenda, en þar á meðal eru Júgóslavinn Ljubojevic, Sví- inn Andersson, Sovétmennirnir Beljavskí og Salof, John Nunn frá Englandi og Kanarnir Christians- en og Bepjamin. Tvær umferðir verða tefldar nú um helgina, en mótinu lýkur 10. ágúst. Daninn Mortensen er enn efst- ur eftir 6. umferð í landsliðsflokki Norðurlandamótsins í skák í Þórshöfn, og Margeir Pétursson næstefstur. í gær gerði Margeir jafntefli við Tissdal, Helgi vann Schneider, Máki vann Osten- stad, og Mortensen gerði jafntefli við Valkesalmi. Staðan: Mortensen 4Vi, Mar- geir 4, Hansen, Tissdal, Máki, Schneider og Helgi 3VÍ, Wedberg 3, Valkesalmi og Ostenstad 2Vi, Jón L. 2, Ziska O. Tvær umferðir verða tefldar um helgina, en mót- inu lýkur á fimmtudag. Ekki var teflt á heimsmeistara- móti bama í Puerto Rico í gær, og er Héðinn Steingrímsson enn efstur í sínum flokki. Þjóðviljinn í dag er fullur af skák. Frá nýjum elóstigalista er sagt á baksíðu og í Heiminum, og Helgi Ólafsson fjallar um glataða snillinga í Sunnudagsblaðinu. Þingvallavatn Mikil murtuveiði Við fengum eitthvað á annað hundrað murtur og nokkrar sæmilegar bleikjur yfír daginn, sagði veiðimaður sem var að koma frá Þingvallavatni í gær- kveldi. Að sögn hans var mikil murta í Vatnsvikinu og út af Lambhaga og Vatnskoti. Svipaða sögu segja aðrir veiði- menn sem hafa verið á ferð við Þingvallavatn, og eftir frekar daufa byrjun hefur góða veðrið leitt til þess að murtan tekur nú grimmt. Við fréttum líka af einum veiðimanni sem hafði fengið tveggja punda urriða, feitan og sællegan í Vatnsvikinu, en þeir gerast nú fáséðir. _ös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.