Þjóðviljinn - 23.07.1987, Side 6

Þjóðviljinn - 23.07.1987, Side 6
FLÓAMARKAÐURINN Tjald með himni til sölu. Verð kr. 8.000.- Upplýsing- ar í síma 34868. Til sölu Ævagamalt píanó á góðu verði. Þarfnast stillingar. Hringið í síma 99-1659. Til sölu gamall vel með farinn tveggja dyra stofuskápur 99 cm á hæð og 1,18 m á breidd á kr. 2.000.- Uppl. í síma 21903. Barnarúm Stórt barnarúm með dýnu til sölu á kr. 2.500-. Upplýsingar í síma 72072. Veiðileyfi Veiðileyfi í Langavatni. Góð að- staða í húsum og traustir bátar. Einnig hægt að fá aðstöðulaus veiðileyfi. Nánari upplýsingar gefur Halldór Brynjólfsson í síma 93- 7355. Til sölu Borðstofuhúsgögn: Stækkanlegt borð (upp í 12 manna), 6 stólar með rauðu plussi, buffetskápur á tveimur hæðum. Kringlótt sófa- borð. Unglingasvefnbekkur með skápum fyrir ofan og skúffum undir. Lítil „Lundia" kommóða með 6 skúffum. Jóla- og mæðraplattar frá Bing og Gröndal (árin 1970-1980). Og ýmislegt fleira smálegt. Upplýs- ingar síma 37045 eftir kl. 17. Mazda 818 station '78 til sölu. Skoðaður '87. Fer á stað- greiðslu á kr. 35.000.-. Uppl. í síma 40693. Starfsmann Þjóðviljans vantar litla íbúð. Skilvísum greiðslum og mjög góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 35236. Sósíalískt neyðarkall Miðaldra komma vantar nú þegar 3-4 herbergja íbúð í 6-12 mánuði. Erum 3 í heimili (á götunni). Fækkið ekki geirfuglunum frekar. Uppl. í síma 72399, Sigurur. 2 í íbúðarleit Tvær skólastúlkur utan af landi til fyrirmyndar bæði til orðs og æðis, óska eftir 2-3 herbergja íbúð í Reykjavík frá 1. september n.k. Meðmæli og fyrirframgreiðsla. Hverjir eru svo þessir fyrirmyndar- leigjendur? Jú, allt um það í síma 23089 á kvöldin og í síma 93- 71337. Óskast keypt Óskum eftir sófasetti, hillum eða hillusamstæðu, eldhúskollum og kommóðum sem ódýrast. Má vera gamalt. Uppl. í síma 18356 milli kl. 5 og 8. Húsnæði óskast Óska eftir að taka á leigu 1 -2 her- bergja íbúð. Góðri umgengni og reglusemi heitið. Helst á Seltjarnar- nesi eða í vesturbæ. Uppl. í síma 621884, eftir kl. 17. íbúð óskast Hjón með eitt barn óska eftir 3-4 herbergja íbúð í Reykjavík, Kópa- vogi eða í Hafnarfirði. Óruggar greiðslur. Uppl. í síma 18583. Til sölu - fæst gefins Gamall Hoover þurrkari fæst gef- ins. Þarfnast viðgerðar. Til sölu 2 stólar og bekkur úr Lödu og aftur- rúða úr Lödu. Selstá kr. 4.500.- allt saman. Uppl. í síma 10991. Til sölu Wartburg '82 á kr. 40.000.- Uppl. í SÍma 72894. Rúm gefins Heimasmíðað en vandað hjónarúm (sökkull) 1,50 x 2 m fæst gefins. Uppl. í síma 35441. Góð kaup Til sölu ný brún Electrolux eldavél með 25-30% afslætti. Einnig nýtt klósett og vaskur á fæti með 25- 30% afslætti. Uppl. í síma 17482. Til sölu fyrir lítið: 1.9 hansahillur á kr. 800,- 2. 6 gardínustangir á kr. 200.- 3. 2 rúllugardínur á kr. 200.- 4. Ljós á kr. 0.-5 4. Innihurðir á kr. 1.000.- sam- tals. 6. 3 borðstofustólar á kr. 1.000.- samtals. 7. 2 sólstólar á kr. 500,- 8. Gamall Ijósalampi á kr. 1.000,- 9. Gott ullargólfteppi á kr. 2.000.-10. 4 VW bjöllu felgur á kr. 500.-. Sími 17482. Veiðimenn Lax- og silungsmaðkartil sölu. Sími 34627. ísakápur gefins Gamall amerískur ísskápur í góðu lagi fæst gefins að Tjarnargötu 47, miðhæð eftir kl. 17, sími 12426. Búslóð til sölu Vegna flutnings er til sölu búslóð (allt innan við 6 mánaða gamalt) t.d.: Philco þvottavél kr. 25 þús. Snowcap ísskápur á 16 þús. kr. IKEA fataskápur á 2 þús. kr. IKEA eldhúsborð á 16 þús. kr. ryksuga á 3.500 kr. kaffivél, brauðrist, ýmis konar búsáhöld, glænýr Britax barnabílstóll fyrir framsæti og ýmis- legt fleira. Verð heima í kvöld og á morgun. Bý á Amtmannsstíg 5, Hjördís, sími 19842. Klassískur gítar (flamenco) til sölu, stórgóður gripur og vel með farinn. Tegund: Hag- ström Isabella. Gott verð. Uppl. í kvöld eftir kl. 19 í síma 79001. ALÞÝÐUBANPALAGIÐ Alþýðubandalagið Vesturlandi Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um verslun- armannahelgina. Fyrirhuguð ferðaáætlun er þannig: Laugardagur 1. ágúst: Brottför frá Skaganesti á Akranesi kl. 9.00 og frá Borgarnesi kl. 10.00. Ekið norður í land og gist í Edduhótelinu á Hrafnagili í tvær nætur. Sunnudagur 2. ágúst: Ekið um Eyjafjörð og farið út í Hrísey. Mánudagur 3. ágúst: Heimferð. Svefnpokagisting og gisting í tveggja manna herbergjum. Skráningu annast: Garðar, Akranesi s. 12567, Halldór, Borgarnesi s. 71355, Skúli, Hellissandi s. 66619, Jóhannes, Ólafsvík s. 61438, Matthild- ur, Grundarfirði s. 86715, Þórunn, Stykkishólmi s. 81421 oq Siqurjóna Búðardal s. 41175. Stjórn kjördæmisráðs Sumarhátíð Alþýðubandalagsins Norðurlandi eystra verður í Bárðardal dagana 7.-9. ágúst. Tjaldað verður við barnaskólann en möguleikar eru á gistingu í svefnpokaplássi eða herbergjum á sumarhóteli sem rekið er í skólanum. Þar er einnig hægt að fá ýmsa aðra þjónustu. Reiknað er með að mótsgestir komi í hlað á föstudag en á laugardag verður dagsferð á rútu (eða rútum) upp á norðanverðan Sprengisand, og verða þá ýmsir markverðir staðir skoðaðir með leiðsögn kunnugra og sögufróðra. Á laugardagskvöld verður svo að venju glatt á hjalla, og á sunnudag, eftir að mótinu lýkur, geta menn skoðað sig um í Bárðardal áður en haldið er heim. ' Það er mjög brýnt að fólk láti skrá sig til þátttöku, og þeir sem það gera ekki geta ekki treyst á að komast með í laugardagsferðina. Eins þurfa þeir sem vilja gistingu innandyra að panta hana sérstaklega. Athugið: Alþýðubandalagsfólk og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins ásamt fjölskyldum er hvatt til að mæta. Gestir úr öðrum kjördæmum og félagar á ferðalagi um norðanvert landið eru boðnir sérstaklega velkomnir. Þátttaka tilkynnist hjá Brynjari og Sigrúnu í síma 22375, hjá Benedikt Bragasyni í síma 22430, og einnig, frá og með 4. ágúst í síma Norðurlands 21875. Stjórn kjördæmisráðs LANDSBYGGÐIN Tímarit Þetta var gott saman Drepið á efni Eiðfaxa Guðmundur frá Eiríksstöðum á Sindra. Undirrituðum hefur borist tímaritið Eiðfaxi nokkuð reglu- lega, þótt eitt og eitt tbl. kunni að hafa borið eitthvað af leið hér innanhúss. Oft hef ég haft löngun til þess að geta blaðsins ýtarlegar en orðið hefur, en á litlu blaði er þröngt í högum og það bitnar gjarnan á góðum áformum. Nú hefég héráborðinuó. tbl. í ár. Þar er úr mörgu að moða. En eins og fyrri daginn verður að fara yfir það á hundavaði líkt og Björn á Löngumýri gerði er hann synti yfir Blöndu forðum daga. Forystugreinina skrifar Sigurð- ur Sigmundsson. Bendir hann þar á álag á dómnefndarmönnum kynbótahrossa vegna tímaskorts og fjölda þeirra hrossa, sem færð eru til dóms, sé orðið óhæfilegt. Segir Sigurður að þegar jafnvel yfir 100 hross séu dæmd á einum- degi, stefni í óefni. Setja þurfi hámarksreglur um fjölda þeirra hrossa, sem dæmd séu yfir dag- inn. Vænt þótti mér að sjá þarna viðtal þeirra Hjalta Jóns Sveins- sonar og Svölu Jónsdóttur við fornvin minn, Guðmund Sigfús- son á Eiríksstöðum. Ég man fyrst eftir Guðmundi í Stafnsrétt fyrir fjöldamörgum árum. Þá vakti hann einkum athygli mína fyrir tvennt: afburða góða söngrödd, - það var mikið sungið í Stafnsrétt í þá daga - og svo það, hvað hann var vel ríðandi. Guðmundur frá Eiríksstöðum var um áratuga skeið einn þekktasti hrossarækt- armaður landsins. í viðtalinu vík- ur hann að sjálfsögðu að ræktun- arstarfi sínu en af þeirri hógværð, sem honum er eiginleg, segir frá ýmsum hesta- og ræktunar- mönnum, sem hann hefur kynnst og skemmtilegum atvikum, sem fyrir hann hafa komið á langri ævi. Við Guðmundur sátum um árabil saman í stjórn Hrossarækt- arsambands Norðurlands. Það var ánægjulegt samstarf. Ekki veit ég hvort Guðmundur sér þessar línur en ég bið að heilsa honum samt. En það segir þarna meira af Húnvetningum. Sigurður Sig- mundsson hefur t.d. tekið sig upp og heimsótt allmarga húnvetnska hestamenn og segir nú frá þeirri för, í máli og myndum. Leggur Sigurður leið sína til þeirra Her- dísar og Indriða í Grafarkoti, Ar- inbjörns Jóhannssonar á Brekku- læk og Jóhanns Albertssonar frá Skógum, sem nú er kennari á Laugabakka. Hann lítur við hjá þeim Sigrúnu Magnúsdóttur og Elísari Guðmundssyni á Stóru- Ásgeirsá, Sigríði Hermannsdótt- ur og Einari Svavarssyni á Hjalla- bakka, Bryndísi og Einari á Mos- felli og Ægi Sigurgeirssyni í Stekkjardal. Sigurður hefur einnig stungið við fótum í Enni, þar sem sá hressi hrossabóndi, Ævar Þor- steinsson, „lætur móðan mása“. Segir hann svo frá upphafinu að hrossarækt sinni „að ég fékk jarpskjótta-hryssu með konunni minni í búið, Ingibjörgu Jósefs- dóttur, framan úr Svartárdal, frá Torfustöðum. Sumir gárungarnir héldu þvf þá fram, að ég hafi gifst merinni en ekki konunni. Ég veit nú ekki hvort það er alveg rétt en ég skal fúslega viðurkenna að þetta var gott saman“. Og þessi jarpskjótta hryssa var dótturdótt- ur Fengs frá Eiríksstöðum svo þarna eru Eiríksstaðahrossin enn á ferð. Og því má svo bæta hér við, að Ingibjörg, kona Ævars, er bróðurdóttir Guðmundar frá Eirkísstöðum. Ævar heldur sig við ættina á hvorn veginn sem er, og mun naumast hafa orðið fyrir vonbrigðum. Víða er komið við í spjalli þeirra Sigurðar og er Ævar ómyrkur í máli að venju. Ég sé nú að farið er að togna úr þessu en margs er þó enn ógetið af efni Eiðfaxa, svo sem frásagna af ýmsum hestamannamótum og sýningum inanlands og utan ásamt fleiru. Á myndirnar þarf ekki að minna. - mhg Frœðslufundur í minningu dr. Halldórs Pálssonar Fundurinn verður 18. og 19. ágúst Dr. Halldór Pálsson er ógleym- anlegur öllum þeim, sem af hon- um höfðu einhver kynni. Gildir þá einu hvort þau kynni tókust í sambandi við störf dr. Halldórs að sauðfjárrækt og öðrum áhuga- og hagsmunamálum bænda eða utan þess vettvangs. Þegar dr. Halldór féll frá, fyrir aldur fram, eins og því miður gerist stundum með þá menn, sem aldrei kunna að hlífa sér, söknuðu margir vin- ar í stað. Nú greinir búnaðarblaðið Freyr frá því, að fyrir „frumkvæði nokkurra velunnara og fyrrum samstarfsmanna dr. Halldórs Pálssonar verður minning hans heiðruð með alþjóðlegum fræða- fundi 18. og 19. ágúst n.k., í tengslum við 150 ára afmæli bún- aðarsamtaka á íslandi“. Jafn- framt verður stofnaður minning- arsjóður um dr. Halldór. Þrír þekktir fyrirlesarar frá Bretlandi og írlandi munu sækja fundinn, auk vísindamanna víðar að. Þá munu og 5 íslendingar flytja erindi. Á fundinum verður fjallað um hinar gagnmerku rannsóknir dr. Halldórs hér Dr. Halldór Pálsson heima en einnig erlendis, enda var hann heimsþekktur vísinda- maður á sviði sauðfjárrann- sókna. Hugmyndin er að á næsta ári komi öll erindin út í bók, ásamt ritgerð um ævi og störf dr. Halldórs og skrá um fræðiritgerð- ir hans. Verður sú útgáfa væntan- lega á vegum Búnaðarfélags ís- lands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Fyrri daginn fer fundurinn fram í Ráðstefnusal á 2. hæð ný- byggingar Bændahallarinnar og lýkur með kvöldverði þar. Dag- inn eftir verður farið upp í Borg- arfjörð. Komið við á Hesti og Hvanneyri en að kvöldi á Land- búnaðarsýningunni í Reykjavík, þar sem m.a. verður sýning á kindakjöti. Ferðin er einkum ætl- uð erlendum þátttakendum. Undirbúningsnefnd fundarins er skipuð þeim Hjalta Gestssyni, Leifi Kr. Jóhannessyni, dr. Olafi R. Dýrmundssyni og dr. Sigur- geiri Þorgeirssyni. Fundurinn er einkum ætlaður þeim, sem vinna við leiðbeining- ar og rannsóknir en er að sjálf- sögðu opinn öllum þeim, sem áhuga hafa á sauðfjárrækt. Al- mennt þátttökugjald fyrir fræðslufundinn 18. ágúst er kr. 3000 en 1500 kr. fyrir búvísinda- menn. Þátttöku skal tilkynna Ólafi R. Dýrmundssyni, Búnað- arfélagi íslands, sem allra fyrst. Gefur hann nánari upplýsingar um minningarfundinn. -mhg 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.