Þjóðviljinn - 23.07.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRETTIR
Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir
MaíIkMlah í
Reykjavík
ífyrri hluta viðtalsins, sem birtist í dag, rœðir Miah um
ástandið á Indlandi. Síðari hlutinn verður birtur á morgun
Eftirfarandi viðtal við Malik
Miah, fyrrverandi ritstjóra viku-
blaðsins Militant, var tekið í
Reykjavík 2. júlí s.l. Militant er
gefið út af Sósíalíska verkalýðsf-
lokknum í Bandaríkjunum og
hefur komið út í 51 ár. Starf Ma-
liks felst nú einkum í umsjón með
dreifingu blaðsins.
Lesandinn kannast e.t.v. við
Sósíalíska verkalýðsflokkinn af
því að greint var frá því í Þjóðvilj-
anum meðal annars í haust er leið
að hann hefði unnið mál fyrir Al-
ríkisdómstól í Bandaríkjunum
gegn FBI (bandarísku alríkislög-
reglunni). Málið var höfðað 1975
vegna endurtekinna innbrota,
þjófnaða á skjölum og erindreka
FBI í flokknum. Markmiðið var
að verja borgaraleg rétíindi
verkafólks gegn vaxandi geðþótt-
aákvörðunum valdastéttarinnar
um hvað erindrekar hennar gætu
leyft sér þegar „öryggi ríkisins“
væri annars vegar.
í viðtalinu er fjallað um Ind-
land, ástandið í Bandaríkjunum,
nýlega afstaðið þing Kommúnist-
aflokksins á Kúbu og um stefnu
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna.
Indland: Heild en
ekki þjóðríki
Malik, þú varst nýlega á Ind-
landi. í Þjóðviljanum um daginn
var stutt grein um Indland eins og
reyndar - um Shika og
mannskœð átök. Hvað sást þú á
Indlandi og hvaða augum líturþú
þessi átök?
Ég held að það væri gagnlegt
að byrja á að skýra frá nokkrum
staðreyndum, svo hægt sé að
skilja aðstæðurnar. Á Indlandi
búa næstum 800 milljónir. Þetta
er annað fjölmennasta landið í
heiminum, næst á eftir Kína. Allt
frá því er landið hlaut sjálfstæði
frá Bretum 1947 hefur indverska
stjórnin fylgt þeirri stefnu að vera
óháð. Hún var meðal stofnenda
Samtaka óháðra ríkja snemma á
sjöunda áratugnum. í grundvall-
Sikhar í átökum við hindúa í höfuðborginni Nýju-Delhi. Landeigendur og kapítalistar
úr hvorum tveggja tnjhópnum kynda undir.
aratriðum hefur pólitísk afstaða
hennar verið vinsamleg í garð So-
vétríkjanna og annarra verka-
lýðsríkja á sama tíma og efna-
hagstengsl hafa einkum þróast
við Bandaríkin.
Önnur mikilvæg staðreynd
sem maður kemur strax auga á er
að Indland er landbúnaðarland.
Um 70% íbúanna búa í sveitum.
Ætli þeir hafi ekki verið um 75%
þegar landið varð sjálfstætt, svo
miklar breytingar hafa ekki orðið
á 40 árum. Þetta er fremur
óvenjulegt vegna þess að í mörg-
um þriðjaheimslöndum flyst fólk
til borganna, það hrekst úr
sveitunum um leið og iðnaður
þróast í landinu. Á Indlandi hef-
ur þróast iðnaður, en afstæður
milli þéttbýlis og sveita hafa lítið
breyst. Að þessu leyti er Indland
einstakt.
Það er líka sérstakt við Indland
að þar hefur orðið til heimamark-
aður. Landið leggur áherslu á að
halda markaði sínum óháðum
heimsvaldastefnunni. Þettahefur
gefið því ráðrúm til að þróa eigin
framleiðslu, - Indland er eitt
fárra landa þar sem ekki eru
mörg kóka-kóla skilti eða önnur
merki um áhrif heimsvaldasinna.
Indverjar eiga sín eigin staðbund-
DJÓÐVIIJINN
m
limimi
68 18 66
.* 68 63 00
Blaðburður er
ZMI3MML
LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR:
Bakkagerðl
Steinagerði
Skálagerðl
Stekkir
Eskihlíð
Mjóahlíð
Hvassaleiti
Háaleltisbraut 68
Akurgerðl
Grundargerði
Búðargerði
Sogavegur 2-70
Sogavegur101-212
Borgargerði
Rauðagerði
Austurgerði
Síðumúla
Bræðratunga
Hrauntunga 2-48
Vogatunga
Háteigsvegur
Langahlíð
Flókagata
68 13 33
in fyrirtæki sem framleiða alls
kyns vörur, þar á meðal bfla. Sum
þeirra eru tengd heimsveldalönd-
unum en í grundvallaratriðum er
þetta staðbundinn iðnaður. En
nú þarf þessi iðnaður vestræna
tækni til áframhaldandi þróunar.
Þetta er gjörólíkt Sri Lanka eða
Pakistan, þar sem mikið er um
vörur frá Japan og öðrum
heimsvaldalöndum. Það endur-
speglar sterka indverska þjóð-
ernisstefnu, einhvers konar hug-
mynd um að Indland sé fyrir sig.
Á hinn bóginn hefur Indland í
vissum skilningi aldrei orðið að
Indlandi: Það er að segja ind-
verskri þjóð. Indland hefur aldrei
sameinast og rutt sér braut sem
þjóðríki:
Á Indlandi eru 15 tungumála-
flokkar að undanskildri ensku
sem er mál menntamanna. Það er
afar erfitt fyrir fólk í ólíkum
landshlutum að ræða saman.
Hindí er hið opinbera tungumál,
en meirihluti landsmanna talar
það ekki, heldur staðbundið
tungumál síns landshluta. Þú sérð
að þetta er erfiður hjalli í tilurð
Indlands sem sameinaðs þjóðrík-
is.
Annar vandi sem stafar ekki af
ólíkum tungumálum og þjóðern-
islegri skiptingu, er aðgreining
vegna trúarbragða. Yfir80% íbú-
anna eru hindúar, 11% múslimar
og 2% shíkar, en þeir búa einkum
í Punjab. Þá eru 3-4 aðrir trúar-
bragðahópar. Þessi aðgreining er
staðreynd. Það er mikilvægt að
átta sig á því að munurinn á hind-
úum og múslimum stafar af því að
þegar Indland varð sjálfstætt
1947 hvöttu Bretar til þess að
landinu væri skipt milli Pakistan
og Indlands. Flestir í Pakistan
voru múslimar, en þetta var allt
sama fólkið, því var bara skipt
upp eftir trúarbrögðum.
Það skortir þjóðareiningu.
Þegar ég var á Indlandi kom ég í
héraðið Gujarat, sem er heima-
hérað Mahatma Gandhis. Þar
voru árekstrar milli múslima og
hindúa, það sem kallað er trúar-
bragðaerjur (communalism),
trúarleg sérhyggja. Fólk berst og
drepur hvert annað vegna trúar-
bragða. Stjórnmálaflokkar not-
færa sér þessa skiptingu, þennan
skort á einingu til eflingar eigin
hag. Hægrisinnar, þjóðernissinn-
aðir hindúar hvetja fátæka hind-
úa, verkafólk til að skella skuld-
inni á múslima í stað vinnu-
veitanda síns. Það er erfitt fyrir
stjórnina að leysa þetta því pólit-
ísk og félagsleg vitund er á afar
lágu stigi.
Indland var og er landbúnaðariand. 70% íbúanna búa í sveitum.
Malik Miah.
Yfirstéttin notfærir
sér trúarbragðaerjur
Hvers vegna erfélagsleg vitund
á svona lágu stigi?
Ég held að hluti skýringarinnar
sé, að þama hefur aldrei þróast
verkalýðshreyfing, laus við ein-
angrunarstefnu. Verkalýðshreyf-
ingin var veikburða og sérstak-
lega eftir að landið varð sjálfstætt
notfærði ríkisstjórnin sér þjóð-
ernissinnuð trúarsamtök hindúa
til þess að koma ár sinni betur
fyrir borð, þótt hún segðist vera
andsnúin þeim. Verkalýðshreyf-
ingin var of veikburða til þess að
standast slíkan þrýsting.
Stjórnmál tóku á sig þetta form
trúarbragða.
Formlega er ríkisstjórnin and-
snúin trúarbragðaerjum, en
raunin er sú að Kongressflokkur-
inn, sem er eini flokkurinn á Ind-
landi sem nýtur stuðnings í öllum
héruðum, færir sér þær í nyt.
Báðir kommúnistaflokkarnir
hafa snúist gegn þessu, en þeir
hafa ekki beitt sér. Þeir beygja sig
stundum undir staðreyndina því
þeir em umbótasinnaðir, þeir eru
ekki í sókn.
í Punjab til að mynda eru á-
rekstrar milli shíka og hindúa.
Punjabar eru þjóðernishópur
sem talar punjabí. Þegar Indland
varð sjálfstætt hafnaði helmingur
Punjab innan Pakistan. Múslim-
ar sem töluðu punjabí fóru til
Pakistan en shíkar og hindúar
urðu eftir á Indlandi. Ef við hefð-
um fyrir framan okkur þrjá punj-
aba, þ.e. múslima, hindúa og
shíka, sæjum við engan mun á
þeim. Þeir tala sömu tungu og
tilheyra jafnvel sömu stétt. Það
er ekki fyrr en shíkinn setur upp
höfuðfat að munur kemur fram.
Þannig er það reyndar með öll
trúarbrögð.
Þar fyrir utan er vandamálið í
Punjab sú sögulega arfleifð að
shíkar nutu vissra forréttinda.
Þeir gegndu ákveðnum hlutverk-
um í embættismannastétt og
hernum. Það var einkennandi
fyrir nýlendustjórn Breta að taka
trúarlegan eða þjóðernislegan
minnihlutahóp og búa til úr hon-
um forréttindahóp.
Shíkar hafa orðið fyrir misrétti
vegna þess að ríkisstjórnin beygir
sig undir þjóðrembu hindúa, því
shíkar hafa fylgt hagsmunamál-
um sínum eftir. Uppruni árekst-
ranna er pólitísks eðlis. Þetta eru
stéttaátök þar sem trúarbrögð
eru notuð til að ýta undir
hagsmuni. Meðal árásargjörn-
ustu shíkanna eru hreintrúaðir
sem áður gerðu ekki annað en
boða trú. Landeigendur meðal
shíka notfæra sér þá til að virkja
lágstéttarshíka til andstöðu við
ríkisstjórnina. Landeigendur og
kapítalistar meðal hindúa eru
ósáttir við þetta og safna liði
meðal hindúa. Það er pólitískt
vandamál að ekki skuli vera til
verkalýðsstétt, sjálfstæð verka-
lýðshreyfing óháð sérhyggju
shíka og hindúa, sem er fær um
að setja fram sameinaða stefnu.
í Punjab eru flestir shíkar fylgj-
andi því sem kallað er Khalestan,
sjálfstætt ríki shíka. Þetta er með
öðrum orðum trúarlegt fyrirbæri.
Shíkar hafa orðið fyrir miklu mis-
rétti sem þeir nota í þágu þessarar
afturhaldssömu hugmyndar.
Khalestan er engin lausn á vand-
amálum shíka fremur en Pakistan
var lausn á árekstrum múslima og
hindúa á Indlandi, og ekki frem-
ur en ísrael var lausn á erflið-
leikum gyðinga í Evrópu.
Marxistar á Indlandi eru and-
snúnir slíkri lausn og telja að
stjórnin eigi að reyna að leysa
vandamál shíka eins og þau eru.
Ráðastéttin á Indlandi er af
mörgum þjóðernum og trúar-
bragðahópum, þótt hindúar séu
fjölmennastir. Forsetinn er shíki!
Én það er ekki málið. Ríkis-
stjórnin er kapítalísk og svör
hennar við vandamálunum mark-
ast af því. Lausnirnar sem hún
setur fram eru lausnir ráðastétt-
arinnar, ekki lausnir í hag vinn-
andi stétta eða þjóðernisminni-
hluta.
Vandamálið er fyrst og fremst
óstöðugt ástand innanlands. Það
er vegna þess að undanfarið hef-
ur mátt merkja ögranir við landa-
mæri Pakistan og Kína. Það
mundi ekki koma mér á óvart að
það héldi áfram í þeim tilgangi að
sameina fólk á Indlandi gegn er-
lendu valdi, vegna erfiðleika inn-
anlands. Ráðastéttin er að reyna
að hræra upp í þjóðernishyggj-
unni til að leysa innanlandsmálin.
10 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Flmmtudagur 23. júlí 1987