Þjóðviljinn - 24.07.1987, Page 2

Þjóðviljinn - 24.07.1987, Page 2
^SPURNÍNGIN-n :innst þér umferðin hafa Dyngst? (Spurt á Hreyfli.) Guðbjartur Guðmundsson leigubílstjóri: Já, hún er orðin mjög þung og verður mun þyngri í haust þegar skólarnir byrja. Gatnakerfið er orðið algjörlega úrelt. Það þarf betri gatnamót og það þarf að vera hægt að aka bæði undir og yfir þau, eins og í öðrum sið- menntuðum löndum. ísólfur Pálmarsson leigubíl- stjóri: Það er engin spurning um það að hún hefur þyngst að mun og gatnakerfið tekur engan veginn við umferðar- þunganum. Til að létta á því þarf að byggja brýr og göng yfir og undir stærstu gatnamótin. Haraldur Sigfússon leigubíl- stjóri: Já, hún hefur þyngst og það verður örugglega óhemju umferðarþungi á götunum í haust þegar skólarnir byrja. Gatnakerfið ber þetta engan veginn og það þarf að gera brýr og göng undir og yfir aðalumferðaræð- arnar til að auðvelda alla umferð. Óskar Grímsson leigubíl- stjóri: Já, mjög mikið og þó aðallega á síð- asta ári þegar tollar voru lækkaðir á bílum. Bílafjöldinn hefur aukist gífur- lega. Gatnakerfiö annar þessu ekki og því er nauðsynlegt að fjölga slaufum og breikka þær götur sem hægt er. Gfsli Jónsson leigubílstjóri: Já að mun. Bílarnir eru orðnir miklu fleiri og þeim hefur fjölgað mest á síðasta ári. Það þarf að gera róttækar breytingar á gatnakerfinu með fleiri slaufum, breikkun gatna og göngum og brúm yfir og undir helstu gatna- mótin. FRÉTTIR Búskapur Kanínubúskapur á Skeiðum Tvær og hálfkanína gefa afsér afurðir á borð við meðalá, segirJón Eiríksson ritari Félags kanínubænda r AVorsabæ á Skeiðum býr Jón Eiríksson oddviti og ritari í Félagi kanínubænda. Jón hefur komið sér upp myndarlegum stofni af loðkanínum, og hefur nú 80 fullorðin dýr og 60 unga á fóðr- um. Blaðamenn komu að Vorsabæ í vikunni í boði bændasamtak- anna og fengu að skoða kanínubú Jóns. Sagði hann horfur nú vera góðar með kanínubúskap og fátt því til fyrirstöðu að hann væri tekinn upp í auknum mæli sem hliðarbúgrein. Kanínuullin er nú unnin af verksmiðjunni Fínull á Álafossi og er hún notuð í nær- fatnað og annan fatnað þar sem léttleiki ullarinnar og góð ein- angrun nýtur sín. Jón sagði að vel hirt kanína gæfi af sér um 1 kg af ull á ári, og væri verð á henni til bænda um 2000 kr. fyrir kflóið. Kosturinn við kanínuræktina er að hún krefst lítillar fjárfestingar og er ekki plássfrek, auk þess sem Jón sagði þetta vera þægilega vinnu fyrir menn sem eru komnir á efri ár og vilja minnka við sig stærri búrekstur. Kanínurnar þurfa ekkert innflutt fóður, en lifa mestmegnis á grasi, og sagðist Jón slá ofaní þær jafnóðum með orfi sínu. Mikilvægasta atriðið við kanínuræktina er að gæta þrifnaðar og hafa góð búr, sagði Jón, en kanínuullin verður verð- lítil ef hún er skítug. Kanínurnar eru klipptar á þriggja mánaða fresti. Úllin er skjannahvít, enda eru dýrin öll sérræktaðir albí- nóar, sem hafa engin litarefni í húðinni. Ástæðan fyrir því hversu verðmikil kanínuullin er er sú að kanínuhárið er holt að innan og því bæði létt og vel ein- angrandi. Eina dýrahárið sem hefur sambærilega eiginleika er af hreindýrum og moskusuxum. Nær öll framleiðsla Fínullar hf. fer á Þýskalandsmarkað. Fyrir utan ullina er kjötið af kanínum fyrirtaksmatur, og þyk- ir hollara en annað kjöt meðal annars vegna þess hve fitulítið það er. Sem kunnugt er eru kan- ínur mikið borðaðar í sunnan- verðri álfunni og þykja herra- mannsmatur. Nú eru hér á landi á milli 100 og 200 aðilar sem leggja fyrir sig kanínurækt sem aukabúgrein. -ólg. Jón Eiríksson í Vorsabæ með fimm mánaða gamla loðkanínu. Ijósm. ólg. Hrafniim krankar Dagskrárstjóri Sjónvarpsins fœr gúrku dagsins fyrir frumlegar hugmyndir við dagskrárgerð: Samtal við starfsmenn ífríi Hrafn Gunnlaugsson: Gúrkutíminn herjar ekki bara á blöðunum. Gúrkuefnið er vin- sælt líka á útvarpi og sjónvarpi, þótt ekki sé hönd á festandi einsog hjá okkur „prentmiðla“-fólki. Gúrku dagsins fær að þessu sinni Sjónvarp allra landsmanna, nán- ar tiltekið yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar, fyrir góðar dag- skrárhugmyndir. Ekki nóg með að nú er farið að sýna norska þætti um garðyrkju um miðnæturbil í sjónvarpinu, heldur hefur verið tekið upp á því að kanna hvað starfsmenn sjón- varpsins gera í fríunum sínum. Fremstur meðal jafningja á sjón- varpinu er auðvitað Hrafn Gunn- laugsson og í kvöld hefur Egill Eðvarðsson, staðgengill Hrafns Gunnlaugssonar, ákveðið að sýna heimildarmynd um kvik- myndagerð Hrafns Gunnlaugs- sonar. Þátturinn heitir auðvitað í skugga Hrafnsins. Sjálfsögð gúrka! Skúmur Sláturfélag Suðurlands Öryggi neytenda tryggt Engin salmonellafundistmeð- alstarfsmanna. Svínogbúí skoðun Vegna salmonellusýkingar sem fannst í svínakjöti frá Sláturfélagi Suðurlands á Laugum í Dalasýslu hafa allir starfsmenn félagsins, sem meðhöndluðu ofangreint svínakjöt verið heilbrigðisskoð- aðir með tilliti til salmonellusýk- ingar. Enginn starfsmaður hefur reynst sýktur, segir í frétt frá Sláturfélagi Suðurlands. í samráði við yfirdýralækni er verið að rannsaka sýni frá öllum svínabúum sem skipta við SS og verða engin svín tekin til slátrun- ar fyrr en gengið hefur verið úr skugga um að þar finnist ekkert. Ennfremur verður í samráði við svínabændur reglulegt eftirlit með heilbrigði þeirra dýra sem tekin verða til slátrunar. Með þessum aðgerðum telur SS að ör- yggi neytenda sé tryggt eins og frekast er unnt. grh Og hvað gerðist í þessu hvalamáli í Washington? Enn einn stórsigur sendinefndinni. Við höldum áfram að veiða? Nei, en þeir lofa | að segja ekkert ef við höldum áfram að hætta -við. Og næst hættum við við að 1 halda áfram að hætta _viö, og síðan. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.