Þjóðviljinn - 24.07.1987, Blaðsíða 5
■ ; •
Hún Melkorka Sigurðardóttir er fimm ára og búin að koma í
Sumarbúðirnar í fjögur ár. „Það er gaman hér og ég fór í sund
áðan og í gær fór ég á bát út á vatnið stóra og ég sá fisk og við
vorum alveg að drukkna, en ég var ekkert hrædd og skældi
ekkert og báturinn fór bara alveg niður og ég er alltaf á stuttbux-
um og svo fór ég líka í heita pottinn." Ekkert aðskafa utan af því
sú stutta.
Ólafur Eggert Guðmundsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir eru í fimmta sinn á Laugavatni og sagði Eggert þetta vera þestu
vikuna á árinu. Þorbjörg vildi nú ekki alveg fallast á það. „Það er bara af því að hún fer oftar í svona frí heldur en ég, hún fer
nefnilega líka í húsmæðraorlof," sagði Eggert og gaf henni olnbogaskot. Þau sögðu veðrið auðvitað ráða miklu um
dvölina og væri það búið að vera gott það sem af væri þó að komið hefði ofurlítil rigning á mánudeginum. „Yfirleitt taka
allir þátt í þeirri dagskrá sem boðið er upp á og fólk hefur alltaf verið mjög ánægt eftir dvölina hér.“ Þau sögðust bæði
mundu koma aftur að ári ef heilsan leyfði.
Sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugavatni
Gufa og gönguferðir í góðu veðri
Hátt í 90 manns, börn
ogfullorðnir, eru á
Laugavatni, allir
önnum kafnir við
afslöppun og
skemmtan
Það var hress og fríður hópur
sem var að leggja af stað í göngu-
ferð þegar blaðamaður Þjóðvilj-
ans og Ijósmyndari komu á
þriðjudaginn til að heimsækja Al-
þýðubandalagsfólk í sumarbúð-
um á Laugavatni.
Hátt í níutíu manns er í búðun-
um í sumar og fyllir sá fjöldi Hér-
aðsskólann og þrjú nærliggjandi
hús. Hafa sumir komið nánast á
hverju ári þau sex ár sem Alþýðu-
bandalagið hefur starfrækt búð-
irnar. Allir aldurshópar eiga þar
fulltrúa og sögðu þær Margrét
Frímannsdóttir og Sigríður
Karlsdóttir, umsjónarmenn búð-
anna, að eldra fólk og fjölskyldu-
fólk væri í meirihluta og nokkuð
væri um að afar og ömmur væru
með barnabörnin með sér.
Á Laugavatni er paradís fyrir
börnin, þau eru í gufu og sundi
alla daga og stundum oft á dag,
reyna sig á seglbrettum og fara út
á vatn á bátum, snúsnú, bolta-
leikir og flugdrekar er vinsælt og í
veðri eins og var á þriðjudaginn
sjást þau ekki í húsi fyrr en langt
er liðið á kvöld.
Vikudvöl í góðu yfirlæti
Blaðamanni og ljósmyndara
var boðið í kaffi með hópnum að
gönguferð lokinni og virtist eng-
inn skortur á bakkelsinu, sama
hvað menn röðuðu í sig. Létt var
yfir fólki enda búið að ganga um
allan staðinn undir leiðsögn
Hreins Ragnarssonar kennara á
Laugavatni.
Sumarbúðirnar á Laugavatni
er vikudvöl í Héraðsskólanum en
um hann sjá Elísabet Jensdóttir
og Rúnar Hjaltason og mátti
sumarbúðafólk vart mæla fyrir
aðdáun á þeim hjónum hvað
varðaði góðan mat og aðbúnað
allan. Mikil dagskrá er í boði fyrir
Ásta Kristjánsdóttir hefur verið fjórum sinnum á Laugavatni og sagði að eitt af
því besta við dvölina væri hve ellin og ungdómurinn tengdist vel þessa viku.
Annars sagðist hún fyrstu árin hafa komið sem krati en væri nú komin með
réttan pólitískan lit. „Hér er ekki farið í manngreinarálit eftir pólitík og maður er
ekki látinn gjalda þess ef maður er ekki á réttum stað. En svo geta þessar
sumarbúðir alveg tvímælalaust stuðlað að aukningu flokksins eins og dæmi
mitt sannar."
sumarbúðafólk þessa viku sem framámennflokksinsíheimsókn,
dvölin er bæði fyrir börn og full- halda fyrirlestra og spjalla við
orðna, þar á meðal koma ýmsir fólkið. Von var á Kristínu Á. Ól-
Verið að leggja af stað í gönguferð um staðinn. Hreinn Ragnarsson kennari
leiðsegir hópnum um sögu staðarins en hann stendur við flaggstöngina.
afsdóttur sem ætlaði að spjalla og
syngja og Guðrúnu Helgadóttur
sem ætlaði að ræða um og útskýra
tryggingamál og réttindi fólks í
þeim geiranum. Ásmundur Stef-
ánsson var búinn að koma og tala
um kjaramál og gerðu menn góð-
an róm að, köstuðu fram stökum
til Ásmundar en í hópnum er hag-
yrðingur einn góður, Eyjólfur R.
Eyjólfsson af Hvammstanga.
Sagði hann blaðamanni sögu af
því er hann var eitt sinn rukkaður
tvisvar fyrir Þjóðviljann, en gat
rekið seinni rukkunina til baka
því kvittunina fyrir þá fyrri hafði
hann geymt.
Ég fyrir greiðann gerði skil
því glöggt til haga er haldið.
En blessunin hún tók sig til
og tvöfaldaði gjaldið.
Eyjólfur var á Laugavatni í
fyrra líka og kvartaði yfir því að
menn héldu litlum tengslum eftir
sumarbúðadvölina. Því orti hann
þessa vísu:
Vináttan í vaskinn fer,
velgjörð árin blinda.
Þó að ennþá ylji mér
eldur fornra synda.
Ferðir, bingó og bridge
Ýmsar ferðir eru farnar á með-
an á dvölinni stendur, ferð til
Stokkseyrar og Eyrarbakka með
leiðsögumanni, svo og göngu-
ferðir um nágrenni Laugavatns.
Þeir sem vilja komast upp á hross
og eru börnin þar ekki eftirbátar
hinna fullorðnu. Félagsvist er
spiluð á kvöldin og barnabingó
og góð verðlaun í boði, en einnig
eru forfallnir bridgespilarar í v
hópnum sem jafnvel fórna guf-
Föstudagur 24. júlí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5