Þjóðviljinn - 24.07.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 24.07.1987, Page 7
Afvopnunarmál Aukafundur í Genf ígœr lögðu Sovétmenn tilboð sitt um eyðingu Asíuflaugaformlegafram í Genf ítreka kröfur um að 72 vestur- þýskum Pershing-A flaugum verði eytt Aaukafundi samninganefnda risaveldanna í Genf í gær lögðu Sovétmenn formlega fram tilboð Mikjáls Gorbatsjofs um eyðingu allra skamm- og meðal- drægra kjarnflauga, í Asíu jafnt sem Evrópu. Fundurinn tók rúma klukku- stund og að honum ioknum sagði fyrirliði Bandaríkjamanna að þeir myndu taka tilboðið til íhug- unar og senda afrit til yfirboðara sinna í Washington. Formaður sovésku nefndar- innar, Alexei Obukhof, ræddi við fréttamenn eftir fundinn og sagði miklar líkur á því að samkomulag næðist bráðlega. „Eg vil leggja áherslu á að þetta nýja tilboð okkar Sovétmanna eykur mjög líkurnar á því að við getum komið okkur saman um drög að samn- ingi um eyðingu allra meðal- og skammflauga." Skömmu áður en fundurinn hófst hafði Obukhof einnig tekið fréttamenn tali og þá hafði hann ítrekað þá afstöðu stjórnar sinnar að hún setti það sem algert skil- yrði samkomulags að 72 Pershing 1-A flaugum Vestur-Þjóðverja yrði komið fyrir kattarnef um leið og bandarískum og sovéskum flaugum í EvrÓDu. 5* . -'3, r 1* V- ¥:} Reagan og Gorbatsjof með túlkum sínum. Sér loks fyrir endann á þófinu? Flaugar þessar eru gamlar og skammdrægar og án kjarnodda sinna en þeir eru geymdir í bandarískum herstöðvum í Vestur-Þýskalandi. Bandaríkja- stjórn neitar að eyða oddunum hvernig sem samningum kann að reiða af og fullyrða að þeir séu eign Bonnstjórnarinnar. En hvort sem þeir eru bandarískir eða þýskir krefjast Sovétmenn þess að þeim verði eytt. Flvort tveggja sé jafn óviðunandi að Bandaríkjamenn skjóti 72 kjarn- oddum undan eða að Vestur- Þýskaland verði kjarnveldi. -ks. George Shultz: Ofursti og aðmíráll lugu George Shultz var í gær yfir- heyrður af þingnefndinni sem kappkostar að komast að hinu sanna í Irans/Kontramálinu. Hann endurtók fyrri fullyrðingar sínar um að hann hefði fyrst kom- ist á snoðir um vopnasölu til Irans þegar hann kveikti á útvarpinu sínu snemma morguns í öndverð- um nóvembermánuði. Shultz sagði engan fót vera fyrir aðdrótt- unum Norths ofursta og Poindex- ters aðmíráls þess efnis að hann hafi vitað það sem hann vildi vita um vopnasöluna og fjórstreymið til Kontraliðanna. Hann kvað hugmyndir um sölu háþróaðra vopna til írans hafa borist í tal síðla árs 1985 en þá hafi hann lýst sig algerlega andvígan henni og taldi síðan málið úr sög- unni. Utanríkisráðherrann greindi ennfremur frá því að síðastliðið haust hefði hann frétt að North ofursti og samverkamenn hans hefðu staðið í makki við íranska ráðamenn og boðið þeim fleiri vopn gegn lausn fimm gísla sem í haldi voru í Líbanon. Og ekki nóg með það. Jafnframt hefðu þeir heitið Persunum því að Bandaríkjastjórn myndi grafa undan stjórnvöldum í Bagdað, reyna að fá stjórnvöld í Kuwait til að leysa 17 hryðjuverkamenn úr haldi og segja Sovétmönnum stríð á hendur ef þeir réðust inní íran. Daginn eftir bar hann Reagan þessar fréttir og „forsetinn var sem þrumu lostinn og ég hef aldrei séð hann j afn reiðan. Hann gnísti tönnum og augun skutu gneistum." -ks. Bangladesh Hörð átök Ekki var þátttaka minni í gær í alisherjarverkfallinu í Bang- ladesh. Allt athafnalíf lá niðri í stærstu borgum og víða um landið sló í brýnu milli stjórnar- andstæðinga og stjórnarsinna og lögreglusveita. Harkan var mun meiri en í fyrradag og munu lög- reglumenn hafa skotið að minnsta kosti átta manns til bana, þar af fimm í höfuðborginni Dhaka. 200 slösuðust. í höfuðborginni búa fjórar miljónir manna og þar var barist í flestum hverfum. I miðborginni voru átökin hvað hatrömmust milli andstæðinga og stuðnings- manna Ershads forseta. Þegar bardaginn stóð sem hæst hófu lögreglumenn skothríð á hóp stjórnarndastæðinga og myrtu fimm. í borginni Khalispur í suðri féll einn og tveir síðla í gærkveldi í borgunum Sirajganj og Chitta- gong. Það var 20 stjórnarandstöðu- flokkar sem boðuðu til verk- fallsins er standa á í þrjá sólar- hringa og er stefnt til höfuðs Ers- had forseta. Landsmenn virðast vera áfram um forsetaskipti því verkfallið er þegar orðið hið víð- tækasta og lengsta í 16 ára sögu Bangladesh. -ks. Líbanon Verkfall gegn örbirgð og óðaverðbólgu Kristnir jafnt sem múslimskir þegnar hlýddu í gær kalli Al- þýðusambands Líbanons og lögðu niður vinnu til að mótmæla gífurlegri fátækt og óðaverð- bólgu. Kennsla lá niðri í skólum, bankar, verslanir og opinberar stofnanir voru lokuð og ekki ein einasta flugvél hóf sig til flugs af flugvellinum í höfuðborginni Beirút. Tólf ára borgarastríð hefur lagt Andrei Gromyko forseti og fyrrum utanríkisráðherra. Sinnir nú ýmsum innanríkismálum af kappi. fyrrum blómlegan efnahag lands- ins í rúst. Líbanska pundið hefur hrapað að verðgildi um 97 pró- sent frá því sem var um miðbik síðasta áratugar og meðal árs- tekjur á mann úr 212 þúsund krónum á ári í 24 þúsund. Vöru- verð hækkar að meðaltali um 200 prósent á ári hverju. Örbirgðin og stríðsþreytan er á svo háu stigi að fjöldi Líbana vill allt til vinna að komast úr landi eða í öllu falli koma börnum sín- um burt. Fayez Awarki, 38 ára gamall bankastarfsmaður, og kona hans eru reiðubúin til að skilja við börn sín þrjú fyrir fullt og allt ef þeim býðst bjartari framtíð er- lendis. „Þau eru stríðsfangar. Þau eru alltaf hrædd og óttast um líf sitt. Það er þeim fyrir bestu að komast á gott heimili einhversstaðar í Evrópu þar sem meiri virðing er borin fyrir mannslífum en hér.“ -ks. Kröfur Krímtatara Gromyko í málið Andrei Gromyko, forseti So- vétríkjanna, hefur verið skip- aður formaður ncfndar sem á að fjalla um vanda Krímtatara. Alkunna er að um 200-250 þús- und Tatarar voru fluttir nauðugir frá Krím til Mið-Asíulýðveld- anna rétt fyrir lok síðari heimstyrjaldar að fyrirmælum Jósefs Stalíns. Stóð hann á því fastar en fótunum að þeir hefðu lagt þýsku nasistunum lið. Að undanförnu hafa þeir hvað eftir annað efnt til mótmæla í Moskvu og krafist þess að fá að flytja aftur á fornar heimaslóðir. Þeir hafa ennfremur vakið at- hygli miðstjórnar kommúnista- flokksins á óskum sínum. Margir þekktir Sovétmenn hafa lagt þeim lið í baráttunni, til að mynda ljóðskáldið Évgeny Évt- ushenko og söngvarinn grúsíski Bulat Okudzhava. Hin stjórnskipaða nefnd sem Gromyko er í forsvari fyrir á „að fara ofaní saumana á öllum þeim vandamálum sem Tatarar hafa vakið máls á og vilja að verði Ieyst“, einsog fram kemur í frétt frá Tass. -ks. Svíþjóð Aukið kynþátta- hatur Ingvar Karlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, hyggst skera upp herör gegn kynþáttahatri sem hann segir hafa aukist veru- lega þarlendis að undanförnu. Hann kveður ýmsum hægri öfga- flokkum og nýfasistasamtökum hafa aukist ásmegin nýverið og gegn þeirri þróun verði að sporna. „Það hefur verið deilt um það uppá síðkastið hvort banna eigi nýfasistasamtök. Þótt tjáningar- frelsi og umburðalyndi séu horn- steinar lýðræðisins þá megum við ekki umbera kynþáttafordóma.“ í Svíþjóð búa fjölmargir flótta- menn frá þriðjaheimslöndum og á síðustu vikum hafa margir þeirra þrásinnis orðið fyrir að- kasti svonefndra „skalla“, of- beldisfullra hægriöfgamanna sem einhverra hluta vegna raka hvert einasta stingandi strá af höfði sér. =ks. íranir Gjalda Ifloi líkt Utanríkisráðherra klerka- stjórnarinnar i Teheran, Ali Akbar Velayati, sagði á blaða- mannafundi í Bonn í gær að íran- ir myndu láta af öllum árásum á olíuflutningaskip á Persaflóa ef Irakar gerðu slíkt hið sama. Að öðrum kosti myndu þeir gialda Iflku lfkt. Velayati sagði ennfremur að Iranir gætu ekki fallist á að slíðra sverðin og hætta styrjöldinni við nágrannann í vestri, einsog Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur krafist, nema þjóðir heims sameinuðust fyrst um að for- dæma Bagdaðstjómina fyrir að hafa átt upptökin að stríðinu. -ks. Föstudagur 24. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.