Þjóðviljinn - 24.07.1987, Page 15

Þjóðviljinn - 24.07.1987, Page 15
Knattspyrna Mútur á Halíu Empoli sein leikur í 1. deild á Ítalíu byrjar með fimm stig í mín- ús þegar kcppni hefst á Ítalíu. Þá var Triestina, sem leikur í 2. deild dæmt til sömu refsingar. Forsetar beggja liða voru dæmdir í bann í þrjú ár. Þeir reyndu að semja um að láta leik liðanna, fyrir tveimur árum, enda með jafntefli. Em- poli vann annan leikinn og Trie- stina hinn og hafa bæði liðin neit- að þessum ásökunum. Þetta sama ár vann Empoli sér sæti í 1. deild. f fyrra var Udinese dæmt til að hefja keppni með níu stig í mínus. Það reyndist félaginu ofviða og það hafnaði í neðsta sæti 1. deildar. -Ibe/Reuter 2. deild Enn tapa Víkingar Fjórða tap Víkinga í röð Víkingur-UBK 0-2 (0-2 ) ★ * Blikar unnu sigur á slöku liði Víkinga á Valbjarnarvellinum 2- 0 í miklum baráttuleik. Víkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og fyrstu tíu mínút- urnar fór leikurinn eingöngu fram á vallarhelming Breiða- bliks. Jón Bjami Guðmundsson fékk sendingu innfyrir vörn Breiðab- liks á 6. mínútu, en náði ekki valdi á boltanum og skaut fram- hjá. Blikar skoruðu á 16. mínútu þvert gegn gangi leiksins. Það var Jón Þórir Jónsson sem skoraði með hörkuskoti sem Páll Guð- mundsson átti ekki möguleika á að verja. Blikar hresstust mjög við þetta mark og leikurinn fór hægt og síg- andi að færast meira og meira yfir á vallarhelming Víkinga. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Ingvaldur Gústafsson annað mark Breiðabliks með góðu skoti úr teignum eftir sendingu frá Rögnvaldi Rögnvaldssyni. Víkingar hófu síðari hálf- leikinn með miklum látum og á 7. mínútu síðari hálfleiks átti Trausti Ómarsson gott skot beint úr aukaspyrnu að marki Breiða- bliks, en Sveinn Skúlason náði að bjarga í horn. Víkingar sóttu nær látlaust í síðari hálfleik án þess þó að ná að skapa sér nein virkilega hættuleg færi. Maður leiksins: Rögnvaldur Rögnvaldsson Breiðabliki. -Ó.St Staðan f 2. deild karla Leiftur.. Víkingur Þróttur.. UBK... Selfoss. Einherji (R.... KS.... Markahsastir: HeimirKarlsson, (R...............10 Trausti Ómarsson, Víkingi..........9 HafþórKolbeinsson, KS..............7 Jón Gunnar Bergs, Selfossi.........6 Sigfús Kárason, Þrótti.............5 SigurðurHallvarðsson.Þrótti........5 Kristján Daviðsson, Einherja.......5 BergurÁgústsson, IBV...............5 Heimir Bergsson, Selfossi..........4 páll Rafnsson (R...................4 Óskar Ingimundarson, Leiftri.......4 10 7 1 2 15-7 19 11 6 1 4 19-17 19 10 5 1 4 21-17 16 115 15 12-12 16 10 4 3 3 19-19 15 10 4 3 3 11-14 15 10 4 2 4 18-15 14 10 4 2 4 18-19 14 10 3 4 3 15-17 13 10 1 0 9 12-23 3 Eitt af ótal dauðafærum Vals. Birgir Skúlson bjargar á línu frá Njáli Eiðssyni. Á innfelldu myndinni tryggir Ingvar Guðmundsson Valsmönnum sigur úr síðustu vítaspyrnunni. Mynd:E.ÓI. Knattspyrnal bikar 101 leið til að skora ekki! Valsmenn klúðruðu fjölda dauðafæra ogsigruðu í vafasamri vítaspyrnukeppni Það var ótrúlegt hverning Vals- mönnum tókst að komast hjá því að skora gegn Völsungum. Þrátt fyrir að hafa verið í nánast stans- lausri sókn í 120 mínúturtókst þeim ekki að skora. Þeir náðu þó að knýja fram sigur í vítaspyrn- ukeppni, 4-3, og eru því komnir í undanúrslit. Fyrri hálfleikurinn var líklega með því leiðinlegasta sem sést hefur á Valsvellinum. Valsmenn spiluðu þokkalega sín á milli, en þegar komið var að vítateig Völsunga fór allt í vaskinn. Valur Valsson átti gott skot í stöng úr þröngu færi á 8. mínútu og var það nánast eina færi fyrri hálf- leiks. Sævar og Valur áttu þó ágæt skot, en Þorfinnur varði. Síðari hálfleikuirnn var blátt áfram ótrúlegur. Valsmenn sóttu látlaust, en tókst á yfirnáttúru- legan hátt og komast hjá því að skora. Þorfinnur átti stórleik í marki Völsunga og þrívegis björguðu varnarmenn á línu. Valur átti gott skot sem Þorfinn- ur varði mjög vel. Skömmu síðar mátti þó ekki miklu una að Völ- sungar næðu forystunni. Sigurð- ur Illugason komst einn í gegn og skaut að marki. Guðmundur Baldursson sló boltann yfir sig og hann stefndi inn, en á síðustu stundu tókst Guðmundi að bjarga í horn. Það sem eftir var af síðari hál- ffeik fór að mestu fram á vallar- helmingi Völsunga. Ingvar átti gott skot beint á Þorfinn, Magni með þrumuskot rétt yfir og Eirík- ur Björgvinsson bjargaði svo á línu frá Hilmari. Þorfinnur varði mjög vel frá Jóni Grétari og skömmu síðar bjargaði Birgir Skúlason á línu. Það væri of langt mál að telja upp öll færi Valsmanna. Völs- ungar komust einu sinni nálægt því að skora. Þorgrímur Þráins- son ætlaði að gefa á Guðmund í markinu, en sendingin ónákvæm. Guðmundi tókst þó að bjarga á síðustu stundu. Framlengingin var Valsmanna í orðsins fyllstu merkinu. Ingvar átti skot í stöng og Guðni var aleinn á markteig, en skaut yfir og skömmu síðar björguðu Völs- ungar á línu. Þá var komið að vítaspyrnu- keppninni. Jónas Hallgrímsson tók fyrstu spyrnu fyrir Völsung og skoraði af öryggi. Næstur var Hilmar fyrir Valsmenn, en hann skaut yfir. Björn Olgeirsson skoraði svo fyrir Völsunga. Þá var komið að Guðna Bergssyni Það er engu líkara en að Vfðis- menn hafi tök á KR-ingum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í undanúrslitum með sigri gegn KR-ingum í gær, 2-0 í skemmtilegum leik. Víðismenn voru með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og nýttu sér það mjög vel. KR-ingar fengu þó fyrsta tæki- færið. Það kom á 14. mínútu þá átti Gunnar Skúlason þrumuskot í þverslá Víðismarksins. Víðismenn sóttu nú mjög stíft að marki KR og á 38. mínútu var Grétar Einarsson öllum að óvörum staddur fyrir innan vörn KR-inga með boltann og gat hreinlega ekki gert annað en skorað hjá Páli Ólafssyni. KR- ingar vildu nú halda því fram að Grétar hefði verið rangstæður, en svo var nú ekki. Víðismenn bökkuðu nú aðeins eins og þeir byggjust við að KR- fyrir Valsmenn. Þorfinnur varði frá honum, en Friðgeir Hall- grímsson lét endurtaka spyrnuna og þá skoraði Guðni. Nokkuð vafasamt því að Guðmundur varði næstu spyrnu frá Helga Helgasyni og ekki að sjá að hann hefði hreyft sig minna en Þorfinn- ur. Helgi fékk þó ekki annað tæk- ifæri. Sævar jafnaði fyrir Valsmenn úr næstu spyrnu og Skarphéðinn náði foruystunni að nýju fyrir Völsunga, 2-3. Ólafur Jóhannes- son skoraði úr næstu spyrnu fyrir Val og Guðmundur varði svo frá Birgi Skúalsyni. Það var svo Ing- var Guðmundsson sem tryggði ingar mundu strax ná að jafna, en það skeður iðulega ef Víðismenn komast yfir að andstæðingurinn jafnar. Þegar KR-ingar virtust ekki ætla að nýta sér það sóttu Víðismenn þó í sig veðrið og sóttu að marki KR-unga en náðu þó ekki að skapa neina hættu. Víðismenn hófu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og á 47. mínútu átti Vilberg Þorvaldsson gott skot að marki KR, en einn vamarmannana náði að bjarga á marklínu. KR-ingar tóku nú öll völd á vellinum og á 55. mínútu fengu þeir aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Víðis. Pétur Pétursson renndi boltanum aðeins til hliðar á Andra Marteinsson sem skaut föstu skoti rétt yfir markið. Skömmu síðar var Andri nán- ast á sama stað með gott skot að marki Víðis, en þá varði Jón Örv- ar Arason glæsilega. Valsmönnum sigur í síðustu spyrnunni. Valsmenn áttu sigurinn skilið. Þeir voru betri aðilinn í leiknum, en vítaspymukeppnin var vafa- söm. Þó er erfitt að segja að lið eigi skilið að sigra, sem tekst ekki að skora úr svo miklum fjölda dauðafæra. Það má kalla Völsunga „mór- alska sigurvegara". Þó að legið hafi á þeim gáfust þeir aldrei upp og börðust mjög vel. Þá vantaði ekki mikið uppá að stela sigrin- um, en það hefði líklega verið ó- sanngjarnt þegar á heildina er litið. Lánið lék svo sannarlega ekki við KR-inga því á 70. mínútu tók Jón Örvar útspark sem hafnaði beint á Gunnari Skúlasyni sem óð upp völlinn og skaut föstu skoti að Víðismarkinu sem fór í stöng og barst út í vítateiginn, þar varð j mikill darraðardans, en inn vildi boltinn ekki. Víðismenn bættu svo við öðm marki úr skyndisókn á 88. mín- útu. Þá var það Grétar Einarsson sem lék upp kantinn fór framhjá tveimur KR-ingum gaf góða sendingu inn í vítateig KR-inga. Þar var Hlíðar Sæmundsson staddur og átti hann ekki í neinum vandræðum með að skalla boltann í netið. Leikurinn var skemmtilegur og áhorfendur í Garðinum vel með á nótunum, enda í fyrsta sinn sem Víðismenn ná í undanúrslit. -SÓM/Suðurnesjum -Ibe Knattspyrna/bikar KR lá í Garðinum Föstudagur 24. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.