Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 4
Enn um Njósna- fangarann Bók Peter Wright, fyrrum háttsetts starfs- manns MI5, einnar af stofnunum bresku leyni- þjónustunnar, olli miklu írafári innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrr á árinu. En í henni greinir Wright frá ýmsum óþokkabrögðum leyniþjón- ustunnar. í síðasta Sunnudagsblaði var greint frá því, þegar helmingur MI5 var kominn á kaf í sam- særi sem miðaði að því að koma Harold Wil- son, formanni Verkamannaflokksins og for- sætisráðherra, úr embætti. Hér er greint frekar frá uppljóstrunum Wrights um bresku leyniþjónustuna: samsæri um launmorð á Nasser, leiðtoga Egypta, sem sjálfur Eden, formaður íhaldsflokksins og for- sætisráðherra Breta, lagði samþykki sitt við. Einnig njósnum um róttæka sósíalista, sem annar formaður íhaldsflokksins og forsætis- ráðherra, Edward Heath, fyrirskipaði, hlerun- um á samskiptum de Gaulle og öðrum mis- indisverkum bresku leyniþjónustunnar. Njósnað um villta vinstrið Leyniþjónustan og yfir- menn hennar verða ævinlega að halda sjálfstæði sínu frá þeirri ríkisstjórn sem ríkir hverju sinni. Þetta mistókst hins vegar yfirmanni MI5 á síðustu árum Peter Wrights í þjónustunni, með þeim afleið- ingum að kröftum M15 var að dómi hans „sóað“ í snuðr og upplýsingasöfnun um villta vinstrið í Bretlandi. \ Af bók Wrights, Njósna- veiðaranum, má skilja að það hafi verið taugaveiklun Edwards Heath, formanns íhaldsflokksins og forsætisráðherra Breta 1970- 1974 sem því olli. Námumenn höfðu háð sigur- sælt verkfall 1972 og í kjölfarið fylgdu fleiri verkföll í iðnaðar- geiranum. Þetta hafði þau áhrif á ríkisstjórn Heaths, að hún fór fram á að MI5 hæfi umfangsmikl- ar njósnir um harðlínumenn og '‘S Vanessa Redgrave, leikkonan fræga, hefur meðal annars setið í framkvæmdastjórn Workers Revolutlonary Party, sem er flokkur róttækra sósíalista, sem eru hlynntir kenning- um Leons Trotskýs, fyrrum yfirmanns Rauðahersins, sem útsendari Stalíns drap í Mexíkó um 1940. MI5 fylgdist mjög ítarlega með WRP að forskrift Edwards Heath, forsætisráð- herra Breta, upp úr 1970. Edward Heath, formaður breska Ihaldsflokksins og forsæt- isráðherra um skeið, var mjög taugaveiklaður yfir ötulu starfi róttækra sósíalista á Bretlandseyjum. Vegna þessarar taugaveiklunar forsætisráðherrans var MI5 misbeitt í þágu Ihaldsflokksins til stórfelldra njósna um róttæklinga. flokksbrot á vinstri vængnum. Njósnir og eftirlit með þessum aðilum urðu forgangsverkefni í stað þess að elta uppi útsendara erlendra stórvelda. Wright greinir frá því að hler- anir og skoðun bréfasendinga hafi orðið mjög umfangsmikil, og De Gaulle það hafi einkum verið félagar í Socialist Workers Party, sam- tökum trotskískra harðlínu- manna og öðrum trottasam- tökum, Workers Revolutionary Party - sem leikkonan fræga Vanessa Redgrave er í - sem sættu þessu mikla eftirliti. En fé- lagar úr CND, fjöldasamtökum sem berjast gegn kjarnorkuvopn- um í Bretlandi, urðu líka að sæta pftirliti hleraður Forseti Frakka, de Gaulle hershöfðingi, reyndi allt hvað af tók að koma í veg fyrir að Bretar gætu gengið í Evrópubanda- lagið. Á árunum 1960 -1963 stóð hörð rimma milli Breta og hans fyrir hönd Frakka. Eitt af meistaraverkum MI5 á þessum árum var að sögn Peter Wright, að hlera allt sem fór á De Gaulle hershöfðingi, forseti Frakka, var ákveðinn í að koma í veg fyrir að Bretar gætu gengið í Efnahagsbandalagið. Breska leyniþjónustan hleraði öll sam- skipti hans við franska sendiráðið ÍLundúnum. millum franska sendiráðsins í Lundúnum og de Gaulle í Frakk- landi. Hvert skref sem Frakkar stigu til að tálma inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið var þannig á vitorði Breta um leið og það var tekið. Orðrétt afrit af skeytum de Gaulle til sendiráðsins voru þannig lesin samstundis af breska utanríkisráöherranum, sem taldi þau geysilega þýðingarmikil. Wright greinir frá því, að ráð- uneytisstjórinn hafi sent eftir honum til að óska honum til ham- ingju með þennan góða árangur, - sem einsog allt annað sem þessi stofnun leyniþjónustunnar innti af höndum var kolólöglegt! Yfirmenn MI5 töldu nauðsyn- legt að kosta miklu til þessa eftir- hts, því það þurfti að þeirra dómi aðallega að fara fram með hler- unum, innbrotum til að afla heimilda um félaga, og þess kon- ar eftirliti. Pað væri nefnilega ekki hægt, að þeirra sögn, að ætl- ast til þess að starfsmenn MI5 smeygðu sér inn í raðir þessara flokksbrota. Félagar í þeim lifðu nefnilega vafasömu og jafnvel siðspilltu lífemi. Þeir væru fjöl- lyndir í ástum og jafnvel starfs- menn MI5 gætu ekki fært þær fórnir sem þyrfti til að geta sam- lagast lífi fólks í þessum sam- tökum! Með þessu staðfestir Wright auðvitað það sem róttækir sósíal- istar í Bretlandi hafa löngum haldið fram, - að íhaldsflokkur- inn skirrist ekki við að misnota stofnanir ríkisins til að halda uppi eftirliti með róttæklingum. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.