Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 3
Kratapósturinn? Samtryggingin ferðast víða. Áður fyrri auglýsti Hetgar- pósturinn sig sem blað óháð stjórnmálaflokkum, en nú er engu líkara en blaðið sé orðið nokkuð dyggur þjónn Alþýð- uflokksins. Kratabroddar fá þannig mjög jákvæða umfjöll- un í slúðurklausum blaðsins, og engu líkara á stundum en í gegn gægist sama hönd og sést stundum stýra fjaðurstaf skrifara Alþýðublaðsins, - hönd Jóns Baldvins. Ekki hafa heldur tengsl flokks og blaðs versnað við það að Helgi Már Artúrsson, fyrrum frambjóðandi Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, er nú orðinn ritstjóri Helgarpóstsins.B íslensk fiskeldisfrægð Ólafur Skúlason á Laxalóni er einn af færustu fiskeldis- mönnum á íslandi, enda lærður hjá föður sínum, kempunni Skúla Pálssyni, einum af frumkvöðlum fi- skeldis á íslandi. Færni Laxal- ónsmanna hefur flogið víða, einsog mátti sjá f síðasta hefti Fish Farming International, alþjóðlegri biblíu fiskeldis- manna. Þar er viðtal við dr. Ivar Warrer-Hansen, Dana sem rekur þrjár fiskeldi- sstöðvar á Irlandi. Doktorinn lætur þess getið í viðtalinu, að mest af því sem hann hafi lært um laxeldi hafi hann lært af nánum vini sínum Ólafi Skúla- syni á Laxalóni á íslandi, „ein- um af reyndustu laxeldis- mönnum í Evrópu". Þess er jafnframt getið, að Skúli, faðir Ólafs, hafi 35 ára reynslu af öllum tegundum eldis og frá honum sé komin sú drýgsta heimspeki eldismannsins, að „hafa hlutina einfalda og hugsa fyrst og fremst um þarf- ir fisksins“.B Hvítur lax Þess má raunar geta, að Lax- alónsmenn eru ekki við eina fjölina felldir í eldismálum. Uppi í Hvammsvík í Hvalfirði hafa þeir rekið sjóeldi með miklum árangri. Nú ætla þeir hins vegar að færa út kvíarn- ar. í landi þeirra uppí Hvalfirði er nokkuð stórt sjávarión. Þar hefur Ólafur Skúlason íhug- að að setja út stóran regnbog- asilung og leyfa mönnum síð- an að koma og veiöa í lóninu og greiða þá tyrst og fremst í hlutfalli við veiðina. Þannig tyrirkomulag tíðkast víða er- lendis. Til að auka aðdráttar- afl svæðisins hyggst Ólafur jafnframt búa til golfvöll á svæðinu, enda er hann þrautreyndur og margverð- launaður golfleikari. Ólafur hefur aö auki tromp á hendi, sem mun slá út öllum viðlíka veiðisvæðum erlendis. Hann hefur nefnilega yfir að ráða hvítum laxi, albínóa, eina stofninum sem þekktur er í heiminum. Nú þegar hefur Ólafur komið sér upp nokkr- um tugum þúsunda hvítingja, og hefur jafnvel komið til tals að sleppa nokkrum þeirra í lónið. Það yrði þá eini staður- inn í heiminum þar sem menn geta veitt hvítan lax...B Sú Ellen á toppinn! Eins og dyggum lesendum þessa dálks er kunnugt hefur Sú Ellen heldur betur gert það gott að undanförnu með nýju plötunni sinni. í tyrstu viku skaust lagið Símon beint í fjórða sæti vinsældalista rás- ar tvö og nú er það komið á toppinn; á undan bæði A-ha og Stuðmönnum. Annars eru hvorki fleiri né færri en tíu íslensk lög á topp- tíu rásarinnar. Auk Sú Ellen og Stuðmanna eiga Greifarn- ir, Sverrir Stormsker, Stuð- kompaníið, Skriðjöklar og Bubbi Morthens lög á nýja list- anum. Það er greinilegt að landinn er að komast í verslunar- mannahelgarskaplB l’m from The Times! Nú í vikunni var boðað til blað- amannafundar af því tilefni að sovésk sendinefnd frá þar- lendum æskulýðssamtökum kom að heimsækja fslenska kollega sína, Æskulýðssam- band íslands. Fundurinn var haldinn á veitingastaðnum Gauki á Stöng og komu fulltrúar frá flestum dagblaðanna. (Hér skal tekið fram að í samræmi við stefnu Mikaels Gorbasj- ovs var einungis boðið upp á kaffi.) Starfsmaður úr sovéska sendiráðinu tók á móti blaða- mönnum með hinum mestu virktum, og þegar inn snarað- ist ung blaðakona spurði hann vitanlega hvaðan hún væri. Og hún svaraði að bragði „l’m from The Times!” Talsvert fát kom á sendi- ráðsmanninn sem átti ekki ' von á því að heimspressan sýndi fundinum slíka athygli. Svo áttaði hann sig; „Oh! You mean Tíminn...“B Dýr myndi Búkolla öll Helgarpósturinn skartaði á forsíðu nú í vikunni einhverju stærsta tyrirsagnarletri sem nokkurt íslenskt blað hefur notað fyrr og síðar. „ísland dýrasta land í heimi” stóð þar á styrjaldarletri. Og inni í blaðinu útskýrði Jónína Leósdóttir málið: Mjólk og mjólkurafurðir eru dýrari á íslandi en í öðrum löndum og vitnaði hún þó bæði til Svíþjóðar og Spánar. Úttekt Helgarpóstsins var semsagt hin forvitnilegasta og nú geta Neytendasam- tökin tekið málið að sér. En það var hinsvegar myndskreytingin við þessa grein sem stal senunni. „Dýr dropinn úr Búkollu" var fyrir- sögnin yfir stæðilegum bola- kálfi sem þakti hálfa síðuna...B Tákn Heyrst hefur að á útgáfufé- laginu Tákn sf standi breytingar tyrir dyrum. Guð- mundur Árni Stefánsson bæj- arstjóri í Hafnarfirði mun vera að draga sig út úr fyrirtækinu en hann rak það ásamt séra Önundi Björnssyni. Önundur mun halda áfram rekstrinum og til umræðu mun vera að Sigmundur Ernir Rún- arsson fyrrverandi ritstjórnar- fulltrúi á Helgarpóstinum og Matthías Viðar Sæmundsson lektor við Háskólann komi inn í tyrirtækið sem nýir eignarað- ilar. Sigmundur mun að vísu ekki starfa þar, þar sem hann er að hefja störf sem frétta- maðurá Stöð tvö í haust. Tákn sf gef ur út hin vinsælu hefti Sígildar sögur og mun hafa í bígerð að gefa út við- talsbók við Guðmund J. Guð- mundsson í haust. Er talað um að Guðmundur Árni Stef- ánsson skrifi bókina. Óttar Felix hafði ekki stigið á svið í 18 ár þegar hann yljaði „týndum" um hjartað með gömlum og góðum númerum í Hollywood. Með Óttari á myndinni má sjá Rúnar Júlíusson og Björgvin Halldórsson. (Mynd Sveinn Rúnar) „Hann kenndi okkur alla stœlana" Undanfarna mánuði hefur veitingastaðurinn Hollywood staðið fyrir leit að svokallaðri „týndu kynslóð” með því að endurvekja þær hljómsveitir sem voru vinsælar á árunum 1965- 1975, hljómsveitir eins og Svan- fríði, Ævintýri og Dúmbó og Steina. Þeir Hollywood-menn virðast vera búnir að fínkemba ísland í leit að gömlum poppur- um, því að um síðustu helgi fengu þeir mann frá Kaupmannahöfn og kynntu hann sem „Mr. Sixties Himself”, enda bar mikið á hon- um á þeim áratug. Hann spilaði í hljómsveitunum Sonet og Pops, en var þó kannski þekktari sem týpa en sem hljómlistarmaður. Hann var þekktasti bítill á íslandi, eitt tyrsta Stones-fríkið og tyrsti hippinn. Hér er auðvitað átt við Óttar Felix Hauksson, sem nú býr með fjölskyldu sinni í Kaup- mannahöfn og nemur matvæla- tæknifræði, en um síðustu helgi brá hann sér í poppgallann og söng nokkur af uppáhaldslögum sínum frá 7. áratugnum. Þjóðviljinn hitti einn gamlan poppara í Hollywood, sem hafði farið oft að hitta gamla félaga og stjörnur. Hann sagði að stemmningin hefði aldrei verið jafn góð og þetta kvöld, þegar Óttar tróð upp með slatta af fyrstu Rolling Stones lögunum (Not Fade Away, Mercy, You Better Move On, It’s All Over Now, Johnny B Good), auk Do Wah Diddy, The Weight, I’m a Beliver og Wild Thing, en í síðast nefnda laginu kom Pétur Krist- jánsson upp á sviðið og tók ó- gleymanlegt „sjó“ með Óttari. Kvintett Rúnars Júlíussonar sá um undirleikinn, en auk þeirra lék Birgir Hrafnsson á gítar, eins og sjálfur Keith Richards væri mættur, og Björgvin Halldórsson blés munnhörpu og tók undir í söngnum. Björgvin hitti naglann á höfuð- ið í einni kynningunni, þegar hann sagði: „Óttar er þekktari í bransanum heldur en í Moggan- um. Þessi náungi kenndi okkur alla stælana.“ Áhorfendur, sem voru á öllum aldri frá tvítugu til fertugs, fengu líka óspart að sjá stælana, því að Óttar túlkaði öll lögin með miklu látbragði um leið og hann söng, enda iðaði allt dansgólfið. Við spurðum Óttar eftir kons- Spjallað við einn fulltrúa „týndu kynslóðarinnar“ Óttar Felix Hauksson ertinn, hvort hann vissi hvað átt væri við með hugtakinu „týnda kynslóðin“. Hann sagðist ekki hafa orðið var við að menn af hans kynslóð hefðu týnst. „Kann- ski voru veitingahúseigendur farnir að sakna þeirra á börunum og vildu fá þá aftur að fá sér einn tvöfaldan”. Óttar sagðist enn hlusta á suma tónlist frá 7. ára- tugnum, t.d. fyrstu Stones og Dylan plöturnar og margs konar soul-tónlist, en hann hlustar líka á nýbylgju og djass - alls konar tónlist. Óttar hefur ekki komið fram með hljómsveit í 18 ár enda sagði hann að hann hefði bæði kviðið fyrir hlakkað til. „Galdurinn er bara sá að hafa trú á að maður geti þetta og að vera hress og upplagður.“ Koma lögin og sviðsframkom- an af sjálfu sér? „Maður verður náttúrlega að vinna þetta upp og æfa það, en ég held að það sé með rokk’n’roll eins og skák og fótbolta: ef þú kannt þetta einu sinni, þá týnir þú því ekki niður.“ Sérðu eftir að hafa ekki haldið áfram á þessari braut? „Nei, ég var aldrei það góður. Ég sakna ekki þessara tíma neitt sérstaklega, en þetta voru góðir tímar.“ Hvenær komstu fram fyrst? „Ég kom reyndar fram sem einsöngvari með barnakór árið 1962 og söng þá í útvarpinu á að- fangadagskvöld lagið „Sjá himins opnast hlið“, en svo byrjaði ég að koma fram með Sonet árið 1966. Við spiluðum í tvö ár, en eftir það var ég aðstoðarmaður hjá Hljóm- um í eitt ár og spilaði svo með Pops í eitt ár. I árslok 1969 hætti ég í þessum bransa.“ Hvernig voru viðtökumar eftir öll þessi ár? „Fyrra kvöldið voru viðbrögð- in eins og ég átti von á, en seinna kvöldið fór það fram úr öllum vonum. Annars vissi ég það - ekki að ég næði í gegn, heldur að lögin næðu í gegn. Ég veit alveg hvað er góð músík, og ef svona músík hreyfir ekki við fólki, þá er eitthvað að. En að viðbrögðin hafi orðið svona meiri háttar, það kom mér náttúmlega skemmti- lega á óvart.“ Hefurðu komið eitthvað fram í Kaupmannahöfn? „Nei, enda hefur maður ekki tíma til þess. Það er helst að ég syngi milliraddir á þorrablóti með hljómsveit þeirra Óla Sig. (úr Pops) og Svein Arvé (úr Haukum).“ Við spurðum Óttar að lokum hvort hann hygðist koma fram aftur, og sagði hann að þeir Hollywood-menn vildu gjarnan fá sig aftur, en hann væri ekki viss um að hann gæti tekið sér frí frá náminu í haust. K.Ól. Frá menntamálaráðuneytinu LAUSAR STÖÐUR VIÐ FRAMHALDSSKÓLA: Umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu skólastjóra við nýstofnaðan Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, Nesjaskóla, er framlengdur til 1. ágúst nk. Ennfremur eru lausar kennarastöður við Nesjaskóla. Meðal kennslugreina eru danska, þýska, stærðfræði, raungreinar og samfélagsgreinar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og tyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, tyrir 10. ágúst. Menntamálaráðuneytlð Sunnudagur 26. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.