Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 13
Líf landsbyggðarinnar Pað er um það bil sem íbúarnir afklæðast og föt þeirra kuðlast uppá stólbök og rúmgafla að vott verður á, götur og gerði skipta litum, verða dekkri og dýpri, og þó ekki þannig að regn hafi fallið af himni heldur miklu frekar eins og nótt hafi lagst á landið. Og upp af landinu stígur ósýnileg gufa sem er andi þess og séð í gegnum hann sýnast manni fjöllin eldri en þau eru og reynslumeiri. Á ein- hvern hátt eru þau í fullkomnu andlegu jafnvægi og alfjörlega af- slöppuð, frá tindum fjallanna renna hlíðar þeirra í mjúklegum slaka niður á jafnsléttu og á henni hvílir öll þyngd þeirra eins og þegar hross liggur í haga. Og frá þessum fjöllum stafar slíkri öryggiskennd að á athyglisverðan hátt fyllist maður innri hamingju og horfir á húsin í þorpinu gera slíkt hið sama. Húsin í nýja hverf- HALLGRÍMUR HELGASON MYNDLISTAMAÐUR SKRIFAR: inu sem standa uppi á lóðréttum sjávarkambinum, ofan við gil gamla þorpsins. Burstir þeirra eru 100 árum lægri en fyrirmyndir þeirra og líkjast nú meir vænghafi mávanna sem yfir þeim sveima, en þær mynda þó skemmtilegan tígullaga og symmetrískan vínkil við læri kvennanna sem í rúmum húsanna liggja og kreppast um bök bænda sinna. En þessi hús eru rammbyggð og í moldrakri nóttinni er í þorpinu engin hreyf- ing heyranleg, aðeins fuglarnir fljúga hljóðlaust í einkennilegu stressi yfir þessari uppstilltu mynd. Og án þess að nokkur viti af fyllir auðan og yfirgefinn vinnslu- sal frystihússins 3ja daga gömul hljóðupptaka Ríkisútvarpsins sunnan úr Skálholtskirkju á kór- verki eftir Hjálmar H. Ragnars- son sem öðlast þar nýja og óvænta vídd. Raddir Hljómeykis fylla hljómmikinn salinn og um- lykja sérhvert áhald, raða sér í skala eftir færibandinu og smjúga að lokum inn í rafkerfið. Engu er líkara en að allt sé komið á fullt í aflavinnslu í þessu góðæri, jafnvel fuglarnir láta blekkjast og hringa sig yfir aðaldyrunum í bið eftir nýju slori. En hér er þá ann- ars konar „verk“ í gangi sem að dagskrárlokum lýkur og eftir stendur frystihúsið jafn yfirgefið og áður. Næsta morgun fyllist það svo að nýju og fólkið kemur að vinnustað sínum óbreyttum en hefur þó óljósa tilfinningu fyrir því að eitthvað hafi breyst hér, eitthvað er á einhvern hátt öðru- vísi en í gær, en það er því svo óljóst að ekki er einu sinni hægt að hafa orð um það í fyrsta kaffi- tímanum. Síðar um daginn beinist athygl- in að magnþrungnum flutninga- bíl sem gerður er út af frystihús- inu og siglir eftir þjóðveginum eins og bátur, öxulþungur af full- fermi sínu, fiskinum sem heldur vinnslunni gangandi. Bflstjórinn, sem gæti hæglega gengist við gælunafni, reynir að breiða skeggvaxna efri vörina yfir fram- tennurnar sem eru eins og á leið fram úr bflnum, eftir holulegum malarveginum sem hann starir hinsvegar á eins og í hugleiðslu. Hann tekur ekki beint eftir deg- inum yfir þessu fallega héraði en rýnir þess betur í frumlegar beygjur vegarins undir ótrúlega fjölbreyttu skýjavali himinsins. Hann tekur heldur ekki eftir hin- um fagurlitu hrossum sem standa skammt undan rykmekkinum í friðsælum haganum en eru þó í raun óralangt frá hinum óþolandi rafmagnsgítar. Og því síður sér bflstjórinn tvö þeirra taka á rás, hlaupa tignarlega í takt um girð- inguna eins og um sýningu væri að ræða. Enda skiptir sjón þessi í sjálfu sér engu máli, tölt þessara gæðinga er aðeins tilgerðarleg sýndarmennska og dæmi um þá væmni sem alltof áberandi er útí náttúrunni. Hlaup þeirra var hjóm eitt og til þess eins fallið að glepja augu einfaldra ferða- manna sem gjarnt er að falla fyrir „fegurð hinna friðsælu sveita“. Bflstjóri fiskbflsins heldur því ótrauður ferð sinni áfram og líður meir eins og skipstjóra og afla- kóngi, eins og kallinum við hlið sér sem áður starfaði sem slíkur en fær nú að fljóta með af Krókn- um. Samskipti þeirra eru í sól- gleraugnalíki og hinn ungi bfl- stjóri hirðir lítt um þus hins gamla tóbakstaums, allra síst þegar upp úr honum kemur setningin „Hva, er veðrið búið?“ sem hljómar einhvernveginn eins og „Er líf eftir dauðann?" Bflstjóri þegir slíka frumspeki af sér og nennir ekki að útskýra það fyrir honum að hann hlusti ekki á Rás eitt heldur Rás tvö þar sem veður- fregnir víkja fyrir Billy Idol. (Ha! Birni á Æðarhóli?) Stuttu síðar deyr þessi samræða út þegar þumalfingur minn stöðvar þessi þrjátíu tonn af ófrystum afla og sá gamli snýr sér að mér með útskýr- ingar á aðsiglingu Drangeyjar. Hana hafði ég einmitt virt fýrir mér af fjörusteini í fjarðarbotnin- um skömmu áður þegar kvöld- kyrrðin var að æra mig. Sólin gutlaði með geislum sínum í flæðarmálinu, þeim sem hún kom í gegnum lóðréttan reykinn upp af ruslahaugum Sauðkrækinga, og sál mín var að fyllast af friði, þessum versta óvini sérhvers listamanns, þannig að drunur flutningabflsins urðu mér andleg björgun. Á leiðinni „heim á Hofsós“, að loknum vonbrigðum „kaupstað- arferðarinnar" verður manni bet- ur ljóst líf landsbyggðarinnar. Þetta er í raun fullkomið líf. Fólk lifir í sátt við samningana, landið og kaupfélagið. Það lifir í sífelldu jafnvægi sem raskast ekki einu sinni á föstudagseftirmiðdögum þegar hringiðan heltekur borgar- búa. Það er ekki nema þá helst að hin indverska nektardansmær, sem fram kemur í Miðgarði á laugardagskvöldið, geti raskað ró þessa hagsældarhéraðs. Fullkom- ið líf, en þó ófullkomið því það skortir það sem óþarft er til að viðhalda því, það sem þó gefur lífinu gildi. Hofsósi, 19. júlí Hallgrímur Helgason !*w' “ \v 11 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboö- um í frágang á svæði miili Bíóhallar og bílastæða austan Þangbakka 8-10 í Mjódd í Reykjavík. Verkið felur í sér meðal annars hellulagnir, gerð bílastæða o.fl. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000.-, skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 6. ágúst n.k. kl. 14.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Dýrateg- und forðað frá að deyja út Antilópa af tegundinni oryx með afkvæmi sinu. Til sölu Stórt furubarnarúm með dýnu til sölu á 2.500 krónur. Er úr Vörumarkaðinum. Upplýsingar í síma 72072. Fyrir aldarfjórðungi voru antil- ópur af tegundinni oryx algerlega horfnar af eyðimörkum Arabíu, sem verið höfðu heimkynni þeirra, og voru ekki eftir nema mu dýr víðs vegar í dýragörðum. Þá ákvað dýraverndunarfélag í London að grípa til róttækra að- gerða til að forða stofninum frá að verða aldauða. Dýrunum níu var safnað saman í dýragarði í Phoenix í Arisóna og vandlega séð um þau svo að þau tímguðust sem örast. Árangurinn varð framar öllum vonum. Nú eru 400 antilópur af þessari tegund í dýra- görðum víða um heim, aðrar 400 eru í görðum í Arabíu og tveimur hjörðum hefur verið sleppt í eyði- mörkum í Oman og Jórdaníu. Er þetta gott dæmi um það hvemig bjarga má dýrategund, sem virð- ist vera að deyja út.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.