Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 14
Óskilgreind þrá orðin að skilgreindum losla ELÍSABET K. JÖKULSDÓHIR SKRIFAR Líf jarðarinnar lýtur sterkum lögmálum og sérhæfðri hringrás; þar sem hver lífvera er annarri háð að meira eða minna leyti. Lífheimur jarðar er gerður úr ótal vistkerfum. Líffræðin skil- greinir hugtakið þannig: „Þær líf- verur og það ólífræna umhverfi sem er að finna á ákveðnu svæði og öll innbyrðis tengsl á því svæði... Vistkerfi er opið, hefur inn- og útstreymi. Allar lífverur er lifa í sama vistkerfinu mynda samfélag þess.“ (!) Á vogar- skálum vistkerfisins eru annars vegar hinir lífrænu þættir: Fram- leiðendur, neytendur, rotverur, og hins vegar ólífrænir þættir sem heita efni og orka. Vel má orða það svo að „ógn- arjafnvægi" ríki í náttúrunni. Þar lifir hver á öðrum, bæði til að halda sér og sínum á lífi, og öðr- um í skefjum. Manninum hefur nú tekist að raska jafnvægi náttúrunnar, þannig að til vandræða horfir. Sumir fullyrða að yfir vofi ekkert nema tortíming og dauði. Þær götur síðan maðurinn tók tæknina í þjónustu sína og vísind- in, sem nánast hafa tekið á sig guðlega mynd því að þau eiga að vera óskeikul, hefur maðurinn umbylt svo lífkeðjunni, sem áður fór sína braut, einsog staðföst stjarna kringum sól. Það ógnarjafnvægi sem áður var atvinnuleyndarmál náttúr- unnar, hefur maðurinn heimfært upp á stjórnmál sín. Þykist stjórna þannig jörðinni. 50 ár tilað fœgja silfrið Spár, heimildir og rannsóknir sem hafa gefið sig að lífsmáta mannkynsins og afleiðingum þess, hafa komist að því að við eigum í mesta lagi fimmtíu ár til stefnu, miðað við sama áfram- hald. Ein neikvæðasta hlið máls- ins er: Mengun og afleiðingar hennar. Orsakir og afleiðingar meng- unar eru nátengdar þeim þáttum sem að þjóðfélagshálsinum snúa. Þannig hefur maðurinn skapað sér sérstakan heim, sem að innri gerð er líkt farið og með þátta- skilgreiningu vistkerfis. Nema allt sýnist með öfugum former- kjum. Maðurinn og viðfangsefni hans krefjast fyrst og fremst orku. Þannig hefur verið dekrað við þátt orkunnar á kostnað annarra þátta sem gætu heitið: Viðhald, jafnvægi, nýting - og mannleg samskipti. Orkan brennur og gef- ur frá sér úrgangsefni, sem skila sér í litrófsspannandi myndum út í andrúmsloftið, hafið og jörðina. Þau þjóðfélög sem við eigum heima í, krefjast stöðugt orku til að fullnægja þeim þjóðfélagslög- málum sem ríkjandi eru; þar byggist allt á hagvexti. „Það eru einkum þrír þættir sem valda aukinni orkuþörf. Þeir eru aukning fólksfjölda, framfar- ir í þróunarlöndunum og áfram- haldandi iðnvæðing þróaðra landa.“ (2) Og hljóta þar með að vera lykilatriði þegar unnið er að rannsóknum og lausnum á mál- um mannkynsins; jarðarinnar. Hvað er mengun? Mengun er margs konar. í framhaldi af því er gott að vita hvað mengun er. í stuttu máli er mengun: Röskun. Á jafnvægi. Jafnvægi er eðlisfræðilegt hugtak sem stjómast af „lögmáli“. Lögmál eru í sjálfu sér takmörk. Það hefur alltaf fylgt manninum óskilgreind þrá eftir takmarka- leysi. Skortur á þekkingu og virð- ingu fyrir manninum og náttúr- unni, hefur átt sinn þátt í því að þessi óskilgreinda þrá er orðin að skilgreindum losta. Því hefur einnig verið fleygt að maðurinn hafi tilhneigingu til að reyna að yfirvinna náttúruöfl- in/lögmálin. Kannski er það bara óttinn við náttúruna og heitir á öðru máli sjálfsbjargarviðleitni. Sem sakir standa er einsog þessi sama viðleitni hafi snúist í and- hverfu sína - og geti orðið mann- inum að fjörtjóni. Málverk af landslagi Víkjum nú að bláköldum staðreyndum mengunar og síðar verða sumar málaðar meira bláar en aðrar. „Loftmengun í þéttbýli af völdum útblásturs bifreiða í formi koloxíðs (kolsýrings), köfnunarefnisoxíða og blýsam- banda, svo og mjög heilsuspil- landi agnir frá asfalti og hjólbörð- um; mengun vegna brennslu kola og olíu —á iðjuverum og kyndi- tækjum uúsa, en meðal úrgang- sefna eru brennisteinsoxíð sem falla til jarðar með úrkomu og valda sýringu ferskvatns og jarð- vegs oft langt frá upptökum, fyrir utan tæringu á munum og mann- virkjum; skolun áburðarefna, köfnunarefna, fosfórs, úr jarð- vegi út í ár og vötn, og getur sú mengun leitt til vatnadauða, þ.e. eyðingar alls lífs í ferskvatni nema gerlagróðurs; olíumengun úthafa og strandsvæða með gífur- legri súrefniseyðingu í kjölfarið auk beinna áhrifa á fuglalíf og strandlífsvistir; mengun fersk- vatns og sjávar með skólpi frá íbúðarhúsum og frárennsli frá iðjuverum; áhrif geislavirkra efna á lífverur, ekki síst dýr ofar- lega í fæðupýramídanum, með beinni sýkingu og háskalegum arfgengum breytingum; hita- mengun frá kælivatni kjarnorku- vera; hávaði í þéttbýli og sálræn áhrif vaxandi fólksmergðar, fá- tæktar og umhverfiseyðingar á manninum.“ (3) Enn eru ótalin þrjú afbrigði mengunar sem eiga það sam- eiginlegt að safnast fyrir í vefjum og valda skemmdum, auk ann- arra skaðvænlegra áhrifa. Það eru DDT, kvikasilfur og kjarn- orka. Af framansögðu er ljóst að það er vandlifað í þessum heimi. Vefur um vef Vefjabölvaldarnir fá hér sér- staka umfjöllun. Það liggur í hlut- arins eðli að afleiðingar þeirra eru ekki eins sýnilegar og margar aðrar tegundir mengunar, ekki eins augljósar og blár reykurinn úr verksmiðjunni eða ófiskurinn sem er dreginn upp úr Signu á frönskum sunnudögum. Þó er það svo um flesta meng- un að afleiðingar hennar eru lengi að koma í ljós og ekki enn vitað um allar afleiðingar. Það á V---------------------------- 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. júlf 1987 sérstaklega við um kjarnorkuna sem er ein splúnkunýjasta orkan. Orkugjafi. Helsta vitneskja um tilgreind efni er hér sett upp til glöggvunar. DDT: Hvað er: Tilbúið. Lífrænt. Skordýraeitur. Til hvers notað: Gegn skordýr- um. í landbúnaði. Áhrif: Safnast fyrir í vefjum. Fituvef. Lifur. Talið valda lifrar- skemmdum og krabbameini. Hindrar myndun kalksambanda í eggjaskurni. Hefur sambærileg áhrif á vatnafiska. Dreifing: í einhverjum mæli um allan heim. Dæmi: Móðurmjólk í USA, mörgæsir á Suðurheimskauti, neyslukjöt. Pýramídatrappa: Mest lífverur í efri lögum. Séreinkenni: Skordýrin hafa myndað mótefni gegn eitrinu sem gerir það enn hættulegra. Kvikasilfur: Hvað er: Jarðefni. Lífrænt. Eiturefni. Til hvers: Sem orkugjafi í sam- bandi við bfla, eyðingarlyf í land- búnaði og orkugjafi við iðjuver. Áhrif: Safnast fyrir í vefjum. Getur eyðilagt taugakerfið. Dreifmg: Kvikasilfurssambönd berast út í ferskvatn og heimshöf- in. Sum sambandanna skila sér aftur með úrkomu til jarðar, eftir að hafa blandast andrúmsloftinu. Maðurinn leggur til jafn mikið af kvikasilfri og náttúran gerir við veðrun, en kvikasilfursmengun af mannavöldum verður víða staðbundin. Ekki nema 18% nýt- ast á nýjan leik. Dæmi: Hefur fundist nær um allan heim samkvæmt mælingum. Sjávarmið í Japan eru mjög illa farin. Fiskur illa kvikasilf- ursmengaður. Svíar bönnuðu notkun þess 1966. Pýramídatrappa: Leggst mest á dýr ofarlega í pýramídanum. Séreinkenni: Minamataveikin. Kennd við Japan. Sýkir fyrst taugakerfi og dregur auðveldlega til dauða. Kjarnorka: Hvað er: Orka sem losnar við klofnun atóms. Lífrænt. Til hvers: Stórtækur orkugjafi við iðjuver, raforkuver ofl. Einn- ig eru til geislalækningar. Notað í hernaði. Áhrif: Geislavirk úrgangsefni hafa áhrif á sýrustig í loftslagi, valda vefjaskemmdum í mönnum. Geislavirkni getur valdið stökkbreytingum, húð- krabba og hvítblæði, en geisla- virkni sest að í beinvef þar sem hvítu blóðkornin verða til. Veld- ur loftslagsbreytingum í kringum stórborgir og gerir veður af- brigðileg. Myndar „varmaeyjar". Dreifing: Ekki verið gerð ná- kvæm úttekt á allsherjardreif- ingu, en geislavirkni gætir mjög víða í heiminum og finnst langt frá upptökum sínum sem flest mengun. Hlutfallslega mikið magn getur drepið eða eyðilagt á styttri tíma en önnur mengun. T.a.m. ef slys verður við kjarn- orkuver eða í kjarnorkustríði. Dæmi: Yfir Los Angeles kvos- inni sem er 10 þús. ferkm. að flatarmáli er nú sleppt úrgangs- varma sem nemur um 5% sólar- orkunnar sem yfirborð svæðisins tekur til sín. Ef úrgangsvarminn eykst sem hingað til, verður hann orðinn 18% sólarorkunnar árið 2000. Varminn sem myndast, hvenær sem þessi orka er fram- leidd, er þegar farinn að segja til sín í loftslagi á staðnum. Átakan- legt dæmi geislavirkni eru fórnar- lömb Hírósímasprengjunnar. Af- komendur þeirra sem eftir lifðu eru taldir bera merki vansköpun- ar ofl. galla. Geislavirkum úr- gangsefnum er oft komið fyrir á djúpsævi og er talið stórhættulegt lífríki sjávar. Séreinkenni: Geislavirkur úr- gangur eyðist mjög hægt. Kjarn- orka er mikið notuð í pólitískum tilgangi. Sem þýðir að afleiðingar geislavirkni eru látnar heita „hemaðarleyndarmál". Um veldisvöxt Það sem áður var ekki vitað, stendur nú svart á hvítu: Margar náttúruauðlindir og orkugjafar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.