Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 15
eru tæmanlegar. Aðrar er hægt að endumýja ef vel er að gáð. Og þó vel hafi gengið á forðann, breytir það ekki þeirri staðreynd að með sama framhaldi eyðist lífið á jörðinni fyrr en námurnar. - En. Mengun er veldisvaxandi. Veldisvöxtur helst tryggilega í hendur við hagvöxt og þess vegna eru liðir einsog: Fólksfjöldi, matvælaframleiðsla, iðnvæðing, notkun tæmanlegra og ótæman- legra orkugjafa - og mengun, veldisvaxandi að sama skapi. Allt vex ár frá ári eftir reglum veldi- svaxtar. Og hér má segja að hundurinn liggi grafinn. „Tiltekin stærð vex samkvæmt veldislögmáli (fer veldisvaxandi) þegar hún eykst um fastan hundraðshluta af heildinni á ákveðnu tímabili“. Ofantaldir þættir fá því að vaxa vel og vandlega vegna þess ójafnvægis sem maðurinn hefur skapað. Rekja má sérstakt ferli frá iðnbyltingunni gömlu, uppúr 1700; þá gerðust allir hlutir mjög hratt. Þaðan í frá. Eftir að staðn- að landbúnaðarskipulag hafði verið við lýði í margar aldir, má líkja iðnbyltingunni við stökk- breytingu. Sem mannkynið hefur einfaldlega ekki ráðið við. Ekki enn. Lögmál veldisvaxtar á sér að sjálfsögðu einnig sín takmörk. Nærtækt dæmi er bakteríustofn, þar sem bakteríur fjölga sér á 20 mín. millibili; ef þær fá að fjölga sér óáreittar og umhverfi veitir þeim engin mótöfl, stígur kúrfa stofnsins stöðugt uppá við og get- ur eytt öðru lífi. (Tökum sem dæmi óþekktar nýjar bakteríur.) Að lokum er ekkert æti fyrir þær lengur. Voðinn vís. Slík skil- greining á mismunandi ástandi stofna er til í líffræði og skiptist í þrennt. Geislavirkur hvalur á postulínsdisk Þannig á mengun sín takmörk. Svokölluð efri mörk mengunar eru enn ókunn og mest vegna þess hve mengun getur verið lengi að dreifast um heiminn. En það segir sína sögu að: 20% vatna í Svíþjóð eru steindauð; blý- magnssýni sem tekin hafa verið á Grænlandsjökli finnast á æ meira dýpi; börnum sem búa í grennd við kjarnorkuver er hættara við hvítblæði; skógar í Tékkóslóvak- íu eru sviðnir af mengun, svo ekki sé talað um iðnaðarsvæði í mörg- um löndum t.d. Þýskalandi; DDT finnst í neyslukjöti í fryst- ikistunum; súrefnismagn minnk- ar stöðugt í Eystrasalti og þannig mætti lengi telja. Mengunarvamir bera ekki alltaf árangur sem skyldi og oft er þeim einfaldlega ekki sinnt af stjórnvöldum. Gróðasjónarmið eru ofan á. í mörgum tilvikum þarf að veita gífurlegu fé tii að stemma stigu við mengun. Umhverfismálaráð Bandaríkj- anna stakk upp á 42% af iðnað- arframleiðslu, sem raunhæfri tölu, til fyrirbyggjandi aðgerða og lausnar á þeim vanda sem orð- inn er. En uppástungan fékk ekki himinhrópandi móttökur, þar eð hagvaxtarþjóðfélag eins og USA notar oft hærri tölu til að halda iðnaðinum gangandi. Allt að 80%. En þessar stærðir: 42% og 80% sýna að róttækar breytingar eru ekki fráleitar. Getur lífið dáið? Þessi atriði em hnotskurn í þær aðferðir sem er talið eiga að geta bjargað heiminum. Ásamt dág- óðum slatta af siðferðisþreki, sjálfsafneitun, aðlögunarhæfni og náungakærleik: - Nýjar aðferðir til að safna saman úrgangi, draga úr mengun og nýta úrgangsefni að nýju. - Betri aðferðir til endurnýt- ingar svo ekki gangi eins ört á auðlindaforða. - Betri hönnun á vörum svo þær endist betur og hægar verði að gera við þær, þannig að fym- ing fjármunastofns sé haldið í lág- marki. - Hagnýting sólarorku sem berst til jarðar en hún er sú orku- lind sem veldur hvað minnstri mengun. - Aðferðir til að halda í skefjum með náttúrlegum hætti sjúkdómum og annarri óáran sem herjar á nytjajurtir og dýr. Slíkar aðgerðir verði byggðar á dýpri skilningi á vistfræðilegu samhengi en nú ríkir. - Framfarir í læknavísindum til að lækka dánartölu. - Framfarir í getnaðarvörnum sem auðveldi mönnum að halda fæðingartölu í jafnvægi við lækk- andi dánartölu. Fyrir u.þ.b. tíu árum varð mikil hreyfing í umhverfisvernd- armálum. Síðan hafa verið haldn- ar margar ráðstefnur með það að markmiði að finna lausnir á vand- anum. Og gera grein fyrir hon- um. Við hringborðið hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að óyggjandi sannanir eru fyrir því að mannkynið er svo gott sem búið að leggja snöru um háls sér. Með því að hafa gengið svo á birgðir náttúrunnar án þess að gefa nokkuð í staðinn, yrðu menn að horfast í augu við þá staðreynd að lífið gæti dáið. Um aldur fram. í framhaldi af hinum heimsendakenndu niðurstöðum, hafa menn leitast við að búa ráð til bjargar. Fjöldahreyfingar hafa litið dagsins ljós og í sumum ríkj- um hafa þingflokkar verið stofn- aðir með umhverfisvernd að meginmarkmiði. Skyld samtök eru Greenpeace og önnur dýra- verndunarsamtök. Er hœgt að byggja brú? Eftir sólarmerkjum að dæma er það mál sem hér um ræðir svo þungt og viðamikið, að hægt er að jafna því við lífheiminn í fjöl- breytilegustu mynd, með þeim ótal vistkerfum sem fléttast hvert inní annað þvers og kruss. Eftir ákveðnum leiðum. Lögmálum. Þannig er málið vaxið. Þannig eru það tveir heimar sem rekast á. Með firna ólík „lögmál" að grunntóni. Annar heimurinn hef- ur skilyrði til að endurnýjast; Iifa af. Hinn heimurinn hefur skilyrði til að staðna; til tortímingar. Svo hrikalegar andstæður hljóta að leiða af sér mikla tog- streitu sem þegar er komin í ljós. Samkvæmt öllum upplýsingum er um líf eða dauða að tefla. Styrr- inn stendur um það hvaða að- ferðum sé hægt og skuli beita. Nú hafa menn hátt um það hvemig skuli bjarga heiminum, en allar þær tillögur ber mjög að sama brunni. Meira hljótt er um hinar róttækari sem kveða á um breytt þjóðskipulag, en þó hafa menntaðir menn í umhverfis- og mengunarmálum komist að þeirri niðurstöðu að annað sé óhugsandi. Því allar tillögumar era sama merkinu brenndar og miða að því í höfuðdráttum að viðhalda því skipulagi, sem þegar er við völd, lækna það, og þó þær tillögur séu góðra gjalda verðar, verður að hafa það hugfast að þar era marg- ir meinbugir á. Talað er um hug- arfarslega stökkbreytingu eins og ekkert sé. Ef eitthvað verður gert, verður það að koma frá fjöldanum. í húmanískum greinum er til kenn- ing sem þykir viðmið í að maður- inn hafi náð merkilegum þroska, þegar sjóndeildarhringur hans nær til annarra manna og til upp- byggingar umhverfis síns; frá því að hugsa fyrst og fremst um eigin þarfir. Þannig einstaklingur sprettur vitanlega ekki allsgáður og al- skapaður út úr morgundeginum. Önnur viðmiðunarhæf kenn- ing segir frá því að maðurinn læri ekki nema af eigin reynslu. Lær- dómur er háður reynslu. Það er því eitt af lykilatriðun- um þegar góð ráð þykja dýr, að taka verður tillit til þess hve reynsla manna er misjöfn. Heimar einstaklinga/hópa/þjóða eru jafn fjöibreyttir og þeir tveir heimar sem fyrr era komnir til sögunnar. Er flrringln sjálfhverf? Þegar lagt er til að mannkynið taki sér tak, er ekki hægt að gera það eingöngu með áróðri. Reynslan sýnir að ófrjósemisað- gerðir í vanþróuðu löndunum hafa ekki borið árangur sem skyldi. Fólk skilur þær ekki og kemur sér undan þeim, setur þær ekki í samband við vandamál heimsins, á meðan upplýst vísi- tölufjölskyldan kreistir uppþ- vottalöginn niður í pípulögnina. Þess vegna er hugarfarsleg stökkbreyting alveg út í hött og jafn varasöm og flestar aðrar stökkbreytingar. Fólk verður að vera í tengslum við náttúrana. Þá má benda á þær undirtektir sem umhverfisverndarsamtök hafa hlotið. Gert er góðlátlegt grín að öllu saman, sbr. viður- nefnið grasrótarhreyfing, um leið og pólitískar ákvarðanir úr innsta hring leiða til þess að tæki þeirra eru sprengd í loft upp, með þó nokkurri áhættu. Sem sýnir að málið er alvarlegra en svo. Ef til vill er þetta angi af vand- amálinu: veiðihvötin, sem enn hefur ekki verið útrýmt, þrátt fyrir fyllstu viðleitni stjórnvalda að gera fólk að heilaþvegnum húsdýram. Þar sem einangran og misræmi ríkir hvarvetna og helst í þeim samfélögum sem eiga að heita iðnvædd og þróuð og eftirtilvill ekki enn búið að finna firringunni samastað, nema að hún hafi tekið sér bólfestu í „sjálfhverfunni“, sem er nýjasta tískuorðið, og annarsstaðar, þar sem hungur er meira vandamál en firring, - þá finnst fólki það vanmáttugt, ófært um að breyta nokkra og missir áhúga á því um leið og spennan sem þarf að vera í lífi hvers manns, miðar ekki að því að byggja upp og kappkosta að upplifa takmarkaleysi endumýj- unarinnar. Hringrás með takmarkalausu litrófi. Þá leitar fólk pennunnar annarsstaðar og áby m gengur í samband við firrin a. Meng- un af þess konar vöidum gæti heitið afskiptaleysi. Einmana sól Niðurstaðan er semsagt sú að það þjóðskipulag sem nær alla tíð hefur verið við lýði frá því sögur hófust, og byggir á því að fáir stjórna fleiram, er gengið sér til húðar. Spurningin stendur um það hvort maðurinn ætli að gerast svo djarfur að flýta örlögum sínum - eða að jörðin fái að snúast ósvið- in þangað til hinni rauðu risasól þóknast að gleypa hana á hinum efsta degi. Með öllum þeim ævintýralegu mannkynssögubókum sem þá verða uppi í hillu, dunokkru áður brannar til ösku. Sunnudagur 26. júlf 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.