Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 10
Eg á eftir
að hlaupa
lengi enn!
Það eru fáirstjórnmálamenn
jafn umdeildir og Jón Baldvin.
Hann tekur enda einatt stórt
uppí sig um hlutverk sitt í
stjórnmálum. Kosningarnar í
vor voru fyrsta alvöru prófið
hans. Og hvort sem mönnum
líkar betur eða verr stóðst
hann það með miklum ágæt-
um. Flestir þekkja síðan eftir-
leikinn: Frumkvæði hansí
stjórnarmyndunarviðræðum
við Sjálfstæðisflokk og Fram-
sókn sem kom við kaunin á
mörgum vinstrimanninum. En
nú er Jón Baldvin orðinn fjár-
málaráðherra og unir glaður
við.
Okkur Jóni kom saman um að
það væri fyllilega tímabært að
hafa við hann viðtal í Þjóðvilj-
ann. Og Jón lét ekki flensu aftra
sér frá því að tala við blaðamann
frá því blaði sem sjaldan hefur
vikið góðu orði að formanni Al-
þýðuflokksins. „Óvæntur heið-
ur,“ sagði hann og glotti.
„Ég hef ekki veikst síðan ég var
kosinn formaður,“ segir hann og
er áhyggjufullur. „Ég vona að
viðtal við Þjóðviljann slái á pest-
ina.“
- Sjáum til með það. En byrjum
á pólitíkinni. Er ástandið þar í
einhverri líkingu við það sem þú
sást fyrir þér þegar kosningabar-
áttan var að hefjast?
„Nei,“ segir hann afdráttar-
laust, „það gerðust mjög óvæntir
atburðir á lokastigi kosningabar-
áttunnar sem gerbreyttu hinu
pólitíska landslagi. Ég er ekki í
nokkrum minnsta vafa um það að
ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði
hangið saman, hefði árangur Al-
þýðuflokksins orðið mun meiri
og nær því sem spáð var í skoð-
anakönnunum lengst af. Pólitísk
vígstaða okkar er þannig lakari
en ég gerði ráð fyrir. En það er
hinsvegar mat mitt að við höfum
haldið vel á spilum.“
- Pannig að þið lítið ekki á ykk-
ur sem varadekk í þessari stjórn
eins og sumir vondir menn hafa
sagt?
„Ég hafi nú gaman af því, út af
þessu þríhjólsviðurnefni, að eitt
af fyrstu verkum mínum var að
setja svo háan toll á fjórhjól að
sala á þeim er að engu orðin.
Þetta var gert á þeim forsendum
að þau ynnu landsspjöll og
mönnum er nú Ijóst að þetta eru
hin varasömustu tæki.“
- En það er þríhjólið ykkar
ekki, eða hvað?
„Nei.“ Hann hugsar sig um.
„Annars verður enginn með orð-
um veginn og ég held að við ætt-
um að láta okkur nægja að kveða
upp dóma að leikslokum. Við
náðum því að tryggja öllum höf-
uðmálum Alþýðuflokksins
brautargengi í þessari ríkisstjórn,
en svo er það spurningin um
framkvæmdina.“
Áhuginn kviknaði
í móðurkviði
- En hvernig líst þér á að taka
við fyrirtceki sem er rekið með gíg-
antískum halla og meiri en dæmi
eru til um?
„Ég geng auðvitað ekkert að
því gruflandi að þetta er ekkert
sældarbrauð - þetta er auðvitað
erfiðasta ráðuneytið. Bæði vegna
umfangs verkefna og svo þess að
fjármálaráðherra á að hafa aga á
hinum og kunna að segja nei.
Hann verður að vera harður á
prinsippum. Pólitískt séð er þetta
erfitt ráðuneyti vegna þess að það
er ekki beinlínis til þess fallið að
afla vinsælda." Fjármálaráðherr-
ann tekur sér málhvfld. „En
þarna eru auðvitað mikil völd -
og maður sem sækist eftir völdum
á ekki að kveinka sér undan því,“
viðurkennir hann fúslega.
- Víkjum nú að öðru. Hvenœr
hófst þinn pólitíski ferill?
„Ef spurt væri hvenær minn
pólitíski áhugi kviknaði þá væri
svarið líklega að það hefði verið í
móðurkviði. Ég man ekki eftir
mér öðruvísi en logandi af áhuga
á pólitík.
Að loknu mínu námi í út-
löndum hafði ég mikil afskipti af
stjórnmálum, svona á árabilinu
1964-’70. Viðleitnin var augljós-
lega sú að breyta flokkakerfinu.
Þær tilraunir mistókust.
Að því er mig persónulega
varðaði, var alveg ljóst, að það
var ekki pláss fyrir okkur báða í
pólitíkinni, karl föður minn og
mig. Ég sætti mig við það og fór í
pólitíska útlegð vestur á firði í tíu
ár. í þeim skilningi má segja að ég
hafi ekki byrjað afskipti af
stjórnmálum, eða landsmálum
eins og þeir kalla það, fyrr en ég
tók við ritstjórn Alþýðublaðsins
árið 1979. Að vísu var þessi pólit-
íski áhugi minn svo ódrepandi að
ég var ekki fyrr kominn vestur en
ég var kominn á kaf í bæjarstjórn-
armál. Og seta í bæjarstjórn og
vinna að sveitarstjórnarmálum er
besti skóli sem ég hef fengið í
pólitíkinni. Að vissu leyti er
sveitarstjórn og viðfangsefni
hennar breiðari þverskurður af
pólitík en nokkurt annað
stjórnvald, t.d. miklu víðtækari
en hjá okkru ráðuneyti - nema ef
vera skyldi fjármálaráðuneyt-
inu...“
Hugmyndafrœði-
legt gjaldþrot
sósíalismans
- Þú sagðist hafa farið í pólit-
íska útlegð af því ekki var pláss
fyrir ykkur feðga báða. Afhverju
var það?
Jón Baldvin hugsar sig lengi
um. „Þetta er lítið þjóðfélag,"
segir hann svo og ætlar að láta þar
við sitja. Heldur svo áfram: „Ég
og mínir samstarfsmenn á þess-
um árum höfðum sett okkur það
markmið að endurskipuleggja
fylkingar vinstra megin í íslenskri
pólitík á nýjum hugmyndagrund-
velli. Við vorum þeirrar skoðun-
ar að það væri ekki lengur verj-
andi að slá á frest að gera upp við
líkið í lestinni: Eða hugmynda-
fræðilegt gjaldþrot þess sem
menn kalla stundum Stalínisma
eða með öðrum orðum íslenskan
sósíalisma eins og hann var
mótaður af Kommúnistaflokki
og Sósíalistaflokki.
Um þetta hafði ég mjög
ákveðnar hugmyndir og skrifaði
linnulaust um þetta í ágætt viku-
blað sem þá kom út og hét:
„Frjáls þjóð“. Þetta voru um-
deildar skoðanir og harkalega
fram settar. Ég tamdi mér auðvit-
að þau vinnubrögð ungra manna
að vera ekkert að hirða um mál-
amiðlanir, heldur bera sannleik-
anum vitni umbúðalaust. Ég
eignaðist marga fjandmenn, þótti
ákaflega ódiplómatískur, en um
leið var því haldið fram að ég væri
handbendi eða taglhnýtingur
föður míns, en ekki maður eigin
skoðana. Það var reyndarfmikill
misskilningur, því okkar pólit-
íska samband var nú ekki mjög
náið. Og kjarni málsins er sá að ef
ég hefði verið óvenslaður þessum
manni - sem reyndar var forystu-
maður í Alþýðubandalaginu - þá
hefði mínum hugmyndum verið
öðruvísi tekið. Sjálfsagt hefði
framgangsmáti minn líka verið
allur annar. Það er nú svo, oft á
tíðum, þegar afkomendur pólit-
íkusa reyna að hasla sér völl - að
þeim reynist það erfiðara en öðr-
um... En þetta er að vísu löngu
liðin tíð og skiptir ekki máli úr
þessu“.
- En þú fórst semsagt vestur á
firði. Er það ekki rétt hjá mér að
þú hafir þótt heldur harðurskóla-
stjóri?
„Jú, ég held það. Það átti nú að
heita svo að suður í Evrópu hafi
átt sér stað einhver stúdentabylt-
ing og ýmsir hér á landi hafa verið
dubbaðir upp í nafni nýrra hug-
mynda „’68-kynslóðarinnar“,
sem sumir eru að reyna að kenna
við lýðræðiskynslóð. Að vísu er
það nú svo að þessar hugmyndir,
innihaldslitlar sem þær voru,
komust seint og illa til skila í okk-
ar þjóðfélagi og þá helst í því
formi að menn vildu afnema aga í
skólum; fannst að nemendur ættu
að njóta aukins frjálsræðis og
hafa meira um það að segja t.d.
hvað þeir lærðu. Síðan var þess
krafist, í nafni atvinnuiýðræðis,
að nemendur yrðu virkir stjórn-
endur í skóium. Ef ég hefði tekið
þessar hugmyndir trúanlegar þá
hefði þessi skóli minn aldrei orð-
ið fugl né fiskur. Hann hefði ekki
orðið annað en letigarður og
drykkjubæli og aðsóknin að lok-
um engin orðið.
Þetta gerði ég mér fljótlega
ljóst enda hafði ég allt aðrar hug-
myndir um skólahald en þessar.
Og ég fór eftir þeim hugmyndum.
Til þess að fá menn til að nýta
hæfileika sína þurfa þeir ákveðið
lágmark af ytri aga. Við búum í
þjóðfélagi þar sem seinni kyn-
slóðir hafa að mestu gengið sjálf-
ala - fjölskyldan er komin í rúst.
Og það vitlausasta sem hægt er að
gera ungu fólki er að taka það
gott og gilt. Segja: gjöriði svo vel,
gangið sjálfala! Þá væri enginn
skóli og engin þjónusta - ekki
neitt nema andskotans uppgjöf
og aumingjaskapur!"
Krappur
verstöðvardans
„Ég hugsa að það sé ekki hægt
að komast í krappari dans en að
byggja upp skóla í verstöð með
ungum Islendingum sem hafa
það vegarnesti að vita ekki hvað
sjálfsagi er,“ segir Jón Baldvin
sannfærandi. „Þessvegna verður
að ganga nokkuð hart fram í því
að setja þennan ytri aga, en um
leið auðvitað að haga mann-
legum samskiptum þannig að
fólk sé virt og metið og tekið tillit
til þeirra sjónarmiða. Ég held
enn góðu vináttusambandi við
marga af nemendum mínum,
ekki síst þá sem stóðu stutt við -
af því að ég rak þá! Það að breyta
skólum í vöggustofur, dekur-
stofnanir og drykkjubæli, það er
aldeilis forkastanleg „menning-
arpólitík“.“
- En hvað með þín eigin
menntaskólaár?
Það sljákkar aðeins í gamla
skólamanninum. „Já, ég var
hérna í gamla M.R. sem var firna
íhaldssamur skóli, og ég man
ekki til þess að hann hafi skipt sér
af mér eða ég skipt mér af hon-
um. Það er mikill misskilningur
að þetta hafi verið strangur eða
erfiður skóli, það voru allt of litl-
ar kröfur gerðar til nemenda. Ég
fór a.m.k. í gegnum námið án
þess að sinna þeim.“
- Hvað varstu þá að gera?
„Fyrri tvo veturna var ég að
stúdera pólitík og lesa Marx. í
fimmta bekk sagði ég mig úr
skóla og lærði á píanó um haustið
og las síðan íslensk fræði á vor-
misseri. Ég gat ekki fundið að
þetta hefði nein áhrif á skóla-
gönguna - en M.R. var náttúr-
lega svo léttur í sínum námskröf-
um að það var ekki vansalaust.
Auðvitað átti að taka í lurginn á
mér og aga mig til náms!'“
- Og hvort fannst þér svo
skemmtilegra: Marx eða músík-
in?
„Hvorttveggja var nú gott,“
segir Jón og glottir við. „En það
sem eftir lifir af marxisma í mér er
það, að mér þykir alltaf vænt um
gamla manninn. Sá sem hefur
kynnst hans fræðum og tekið
ástfóstri við hann verður fyrir
áhrifum sem hann losnar aldrei
fyllilega við. Tilraun Marx til að
brjóta þjóðfélagið til mergjar og
hafa það allt undir einni smásjá er
stórbrotin. Ungur maður sem er
að leita að lífsskoðun er að leita
að svona lausnum. Honum duga
engar smáskammtalækningar -
hann vill fá sjókortið allt klárt.
Hitt er svo annað mál að það hef-
ur reynst mörgum manninum of-
viða að losna út úr þessu og ég
veit fátt dapurlegra en menn sem
hafa ánetjast þessu hugmynda-
kerfi, sem er auðvitað úrelt. Og
fara svo með slitrur úr því eins og
páfagaukar, sem reyndar er ákaf-
lega ómarxísk aðferð.
En það sem varð til þess, að ég
fór að endurskoða þessar hug-
myndir var annarsvegar bók eftir
Djilas sem ég las í fimmta bekk
og heitir „Hin nýja stétt“; hins-
vegar bréfaskriftir sem ég átti í
við Amór bróður minn, sem var
við nám í Moskvu á þessum tíma,
trúlega fyrsti Vesturlandabúinn
sem utskrifaðist úr sovéskum há-
skóla eftir stríð. Arnór er að því
leytinu til óvenjulegur maður að
hann á ekki til heigulshátt; og er
mjög miskunnarlaus í þeirri
kröfu til sjálfs sín að bera
sannleikanum vitni. Það hefði
aldrei hvarflað að honum, í nafni
einhverrar hagkvæmni eða
flokkshollustu, að stinga sann-
leikanum undir stól og hvíslast
baraá um hann í fylleríum, einsog
urðu örlög þeirrar kynslóðar sem
við getum kennt við SÍ A. Manna
eins og - á ég að nefna nöfn?“
- Ef þú vilt.
„Hm... Æ, það tekur því ekki.
Þetta er hin raunverulega „glat-
aða kynslóð“. Þetta eru menn
sem raunverulega vissu betur
vegna óvenjulegrar lífsreynslu
sinnar: margra ára nám í Austur-
Evrópu. En þeir steinþögðu um
það nema í leynibréfum og
leynisamtölum, á þeirri forsendu
að pöpullinn væri ekki nægilega
andlega þroskaður til að taka
sannleikanum. Þetta eru sígiidar
röksemdir þeirra sem fara með
lygar í nafni trúarbragða. Þetta
gerði það auðvitað að verkum að
þessi kynslóð er ómerk og geld og
dæmd fyrir þann andlega
óheiðarleika að ætla að viðhalda
ósannindum í nafni einhverrar
pólitískrar hagkvæmni...“
Framsókn
er þingdeild SÍS
- Víkjum nú að ykkur félögum,
þér og Alþýðuflokknum. Þútókst
við ritstjórn Alþýðublaðsins 1979
eftir tveggja ára veru íflokknum.
Síðan bauðstu þig fram gegn
Kjartani Jóhannssyni, formanni
BBUMII
flokksins, 1984. Áttirðu vonáþví
að ná kjöri?
„Ekki var því nú spáð af þeim
sem áttu að hafa vit á. Ég tók bara
áhættuna. Undir lokin var ég að
vísu farinn að ffla niðurstöðuna
slíka sem hún varð. En ég taldi
aldrei hausa.“
- Það loðir við Alþýðuflokkinn
að foringjarnir eru oftar en ekki
felldir úr sessi. Hvað heldurðu að
valdi þessu?
„Já, þetta er nú að vísu meðal-
talsútreikningur hjá þér, því sú
var tíð að menn sátu lengi á for-
mannsstóli í Alþýðuflokknum.
Jón Baldvinsson var í aldarfjórð-
ung og Stefán Jóhann í 14 ár, ef ég
man rétt...“
- Ogþá felldur af Hannibal...
„Jú, jú, það er rétt. En for-
mannsskipti hafa verið tíð sér-
staklega seinni árin. En ef maður
er spurður um skýringar, þá kann
ég þær helstar að Alþýðuflokkur-
inn er ekki þrautskipulagður
kerfisflokkur, t.d. eins og Fram-
sóknarflokkurinn, þar sem for-
mannshollusta er mikil og kerfið
allt þrautskipulagt. Framsókn-
arflokkurinn er raunverulega
þingdeild SÍS, rétt eins og skipa-
deild eða innflutningsdeild...
Þetta er kerfi þar sem fjármagnið
heldur hlutunum saman. Sjálf-
stæðisflokkurinn er að ýmsu leyti
sambærilegur en gengur ekki eins
langt, - því Framsóknarflokkur-
inn er byggður upp eins og
kommúnistaflokkur. Þetta heitir
„demókratískur sentralismi“ hjá
Lenín, en „félagshyggja hjá
Framsókn. Énda minna sum
framsóknarplássin mig á Austur-
Þýskaland.
Alþýðuflokkurinn er einmitt
ekki svona flokkur. Sósíaldemó-
kratískur flokkur er samkvæmt
skilgreiningu kerfisflokkur,
þ.e.a.s. ef hann er ráðandi í
verkalýðshreyfingunni. Alþýð-
uflokkurinn er þvert á móti hug-
myndaflokkur, honum vegnar
vel ef hann er með réttar hug-
Jón Baldvin
Hannibalsson í
helgarviðtalinu
myndir, sem eru bomar fram af
einstaklingum sem gera það af
þeim krafti að þær veki athygli.
Fylgissveiflur Alþýðuflokksins
staðfesta líka, að það eru gerðar
meiri kröfur til hans en annarra
flokka.“
- Áttu von á því að þér verði
lengur veert á formannsstóli en
forverum þínum?
„Já,“ segir hann og hóstar: „Ef
mér endist líf og heilsa!“ (Hér er
samtalið tmflað af blaðamanni
Tímans, sem þarf að fá staðfest-
ingu fjármálaráðherrans á ein-
hverri bráðsniðugri tollafrétt.)
- Einhverntíma sagðir þú í
blaðaviðtali að hjörðin myndi að
lokum snúast gegn þér...
„Jú, jú, hún gerir það að lok-
um...“
- Er það hlutskipti stjórnmála-
foringjans?
„Já,“ segir hann dræmt og
hugsar sig um. „Hverfulleiki er
einkenni á pólitík okkar tíma.
Veður geta skipast svo snarlega í
lofti að það sér enginn fyrir. Það
er hinsvegar ekki vísindaleg spá-
sögn þótt ég hafi það á tilfinning-
unni að ég endist eitthvað lengur í
þessu starfi en forverar mínir hin-
ir næstu þar á undan. Hins vegar
held ég að eðli stjórnmálanna
hafi verið að breytast hin síðari
ár, sem kemur m.a. fram í stór-
auknu návígi við fólk, ekki síst í
gegnum fjölmiðla. Það leiðir
m.a. til þess að endingartími
stjórnmálamanna mun styttast.
Ef við berum það saman við kalla
eins og Eystein, Ólaf Thors eða
aðra kalla þeirrar tíðar þá virtust
þeir lifa eilíflega og ekkert fékk
haggað þeim. Það var ekki einu
sinni spuming um að þjóðin fengi
leiða á þeim - sem hún hefði
kannski fengið ef þeir hefðu verið
í sjónvarpinu þrisvar í viku...“
Fjölmiðlarnir
- fjórða valdið
- Varðandi fjölmiðlana. Hvað
finnst þér um þátt þeirra í pólitík-
inni nú til dags?
„Um það er margt að segja. f
fyrsta lagi finnst mér fjölmiðla-
fárið hafa orðið til þess að „tríví-
alísera" pólitík. Gera hana yfir-
borðskenndari: Aukaatriðunum
er hampað á kostnað aðalatrið-
anna. Óg fréttamat fréttamanns-
ins byggist ekki á forsendum
stjórnmála: Hann erbara að selja
vöm sem heitir frétt. Og hvað
heldur hann að veki athygli
fólks? Hvað er fréttnæmt? Nú sér
í lagi ef það er eitthvað persónu-
legt: Hnútkast, vel úti látið
kjaftshögg, það að beygja af í
beinni útsendingu...“
(Nú hringir síminn aftur. Af
óminum má ráða að hinu megin
línunnar sé vígreifur rannsóknar-
blaður af Mogganum. Jón Bald-
vin hlustar lengi vel og segir svo:
Og þetta ætlar þú að birta á morg-
un? Getur það ekki beðið í einn
dag? Jæja, þú um það, blessuð.)
- Verður þú aldrei þreyttur á
þessu? Nú hafa þrjú blöð setið að
þér síðustu tvo tímana.
„Jú, en þetta staðfestir það
sem ég sagði áðan. Tímarnir em
að breytast og samskipti við
pressuna em nauðsynleg til að
auðvélda henni að nálgast upp-
lýsingar. Það er sífellt verið að
vinna með upplýsingar í ráðu-
neytum og oft á tíðum er það til-
viljunum háð hvað berst út og
hvað ekki. Dæmi: Fyrstu aðgerð-
ir ríkisstjómarinnar em að miklu
leyti fólgnar í skattheimtu. Skatt-
heimta er óvinsæl. En ég verð að
iýsa furðu minni á því að um-
ræðan sjálf var öll í skötulíki. Það
komu upp einhverjar svona full-
yrðingar að matarskattur - óvin-
sæl aðgerð, og það vom birt eilíf
mótmæli. En hvaða rök em á bak
við þessa skattlagningu? Þama
var þörf á því að frá þeim aðila
sem ákvörðunina tók, kæmi ræki-
leg greinargerð. Við sendum
hana að vísu út, en pólitískur
skotgrafahernaður þýðir að
Mogginn einn birti hana, en
stj órnarandstöðublöðin ekki... “
- Stjórnarandstöðublaðið.
„Nú? Er það bara eitt? Jæja,
það birti hana ekki. Það lætur sér
nægja uppslætti um mótmæli
hinna og þessara. Mótmælin
komu reyndar aðallega frá
atvinnurekendasamtökum, en
það er annað mál. En fjölmiðlar
eru semsagt orðnir þetta fjórða
vald og það verður að gefa sér
tíma til að informera þá.“
Hleyp lengi enn!
- Víkjum nú að öðru. Hvaða
áhugamál áttu önnur en pólitík?
„Onnur áhugamál?” segir Jón
Baldvin eins og dálítið hissa. „Já,
þú segir nokkuð. Síðan ég var
kjörin formaður hef ég unnið
sleitulaust og núna er vinnudag-
urinn niðrí ráðuneyti þannig að
frá klukkan átta á morgnana til
sjö á kvöldin er ekki vinnandi
fýrir allskyns erindum og kvabbi.
Þannig að ég vinn á kvöldin og
um helgar. En önnur áhugamál...
Ég held nú að það sé fyrst og
fremst bara lestur, þó ég lesi
reyndar alltof lítið núorðið. En
lengi vel las ég mikið: Auðvitað
pólitík og ökonómíu og pólitíska
teoríu. Öðruhverju tek ég svo
tarnir við að lesa ljóð og fagur-
skáldskap.
Ég er núna til dæmis að lesa
Isabellu Allende, sökkti mér í
hana úr því að ég veiktist í tvo
daga. Það kemur fyrir að ég fæ
svona bækur sem heilla mig al-
veg... Að öðru leyti hef ég mikið
til vanið mig af því að lesa svo-
kallöaðar fagurbókmenntir mik-
ið - mér finnst þær oft svo helvíti
ómerkilegar. Ég held ég sé dálítið
kröfuharður á þetta dót.“
- Þú fœrð fáar og stopular frí-
stundir frá pólitíkinni; lest aðal-
lega um pólitík - ertu barasta póli-
tíkus út í gegn?
Jón hlær glaðlega. „Nei, það
held ég nú satt að segja ekki! Ég
spretti oft almennilega af mér
reiðingnum í góðra vina hópi. Ég
á kannski ekki fjölmennan kunn-
ingjahóp, en nokkra mjög góða
vini. Og þegar ég finn þörf fyrir
að gera mér dagamun þá geri ég
það rækilega og hispurslaust!"
- Þérfyndist ég sjálfsagt vera að
bera í bakkafullan lœkinn að
biðja þig um að lýsa sjálfum þér?
„Já.“ Honum geðjast ekki að
spurningunni.
- En ég geri það nú samt.
„Ég hugsa að ég færist eindreg-
ið undan því. Það verða aðrir að
gera.“ Það kemur löng þögn. Svo
heldur hann áfram: „Ég hafði
gaman af því að það er upprisinn
með þjóðinni stjörnuspekingur
og hann bjó til stjörnukort fyrir
mig í Helgarpóstinn. Myndin sem
hann dró upp af mér útfrá
fræðum sínum var sú að ég væri
mikill tilfinningamaður og list-
rænn að upplagi og hrifnæmur.
Hinsvegar fullyrti hann að ég
væri líka hvikull, óstöðuglyndur
og þollítill. “
- Og skrifar þú undir þetta?
„Ég spyr á móti: Ef ég hefði
ekkert af eiginleikum langhlaup-
arans, væri þá ekki líklegt, eftir
fremur brösóttan stjórnmálafer-
il, að ég væri fyrir löngu búinn að
leggja árar í bát?“
- Heldurðu að þú eigir eftir að
hlaupa lengi enn?
„Já,“ segir Jón Baldvin, „já, ég
held það.“
lý.
ííat'íteÉiiSiii
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. júlí 1987
Sunnudagur 26. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11