Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar peysunum heima Frammistaða íslensku skák- mannanna á erlendri grundu hef- ur verið í sviðsljósinu að undan- förnu. Á síðustu árum hafa ís- lenskir skákmenn sífellt látið meira til sín taka á stórmótum er- lendis. Áhugi almennings fyrir skákinni hefur líka aukist og þátt- taka yngstu kynslóðarinnar verð- ur meiri með hverju árinu. Ungir sem gamlir hafa fylgst með okkar mönnum í keppni við þá bestu í heiminum og fullyrða má að skákmenn þessarar fámennu þjóðar koma fulltrúum stórþjóð- anna ekki lengur á óvart. íslensk- ir skákmeistarar eru ekki van- metnir af fremstu skákmönnum heimsins í dag. Fulltrúi yngstu kynslóðarinnar hefur vakið mikla athygli en hann er Héðinn Steingrímsson, 12 ára, nýkrýndur heimsmeistari í ald- urshópi 10-12 ára. Foreldrar Héðins eru þau Steingrímur Baldursson og Fríða Ásbjörns- dóttir sem fór með syni sínum í ferðina. Héðinn er nýkominn heim úr þessari frægðarför og við spurðum hann: Hvernig líður heimsmeistara í skák þegar heim er komið? „Mér líður ansi vel. í>að er yndislegt að vera kominn til þessa fallega lands aftur. Á íslandi er best að vera.“ Hvar var þetta skákmót? „Það var á Puertó Ricó í Kara- bíska hafinu. Þarna var ansi mik- ill hiti en hellirigndi oft á milli.“ Hvernig leið þér þarna? Var aðstaðan góð? „Mér leið ágætlega og það var gott að fá tvo daga fyrir mótið til að venjast þessu. Á keppnisstað var loftkælingin svo mikil að mér var stundum jafnvel kalt. Maður gleymdi peysunum heima eða datt allavega ekki í hug að hafa þær með sér út. Maturinn var ágætur en mér fannst kjöt- skammturinn alltof lftill. “ Var þetta erfitt mót? „Svona - ekkert sérstaklega held ég. Þó voru þarna nokkrir erfiðir andstæðingar eins og Ga- briel Zalsmann frá Rúmeníu, Dharsan Kumara frá Englandi og Eran Liss frá ísrael sem varð í öðru sæti á mótinu. Ég tók bara hverja skák fyrir sig, hugsaði um þá skák sem ég átti að tefla hverju sinni en ekki um það hvort ég ynni mótið. Það gekk upp.“ Hvernig bar það til að þú fórst að tefla og hvað varstu gamallþá? „Ég var í ísaksskóla og skóla- stjórinn, Anton Sigurðsson, var með skákæfingar eftir skólann. í byrjun horfði ég bara á og fylgdist með. Þannig lærði ég heilmikið. Ég var 7-8 ára þegar ég byrjaði að tefla. Svo tefldi ég mikið við afa minn sem heitir Baldur Stein- grímsson. Mig minnir að þetta hafi gengið bara nokkuð vel frác byrjun.“ Hefur þú unnið marga titla á ferlinum? „Ég varð íslandsmeistari í yngsta flokki í fyrra. Nú, svo hef ég þrisvar orðið Norðurlandam- eistari, fyrst í 10 ára aldurshópi og síðan tvisvar í 11-12 ára aldur- shópi.“ En hver er besti árangur þinn að þínu mati? „Besti árangur minn er 5. sætið á skákþingi Reykjavíkur í fyrra. Það er mér mjög minnisstætt mót.“ Hvað er núframundan hjá þér? Ætlarðu að hvíla þig á skákinni? „Ætli ég fari bara ekki í sveitina. Ég hef verið í sveit í þrjú sumur í Efri-Tungu í Örlygshöfn við Patreksfjörð og mig langar að fara þangað aftur. Það er gott að vera í sveit og hjálpa til við bú- störfin," sagði þessi yfirlætislausi og efnilegi skákmeistari að lok- um. -GíS LEIÐARI Gott og vont í Veslurheimi Bandaríki Norður-Ameríku eru skrítin skepna, jafnvel fyrir okkur íslendinga sem höf- um mátt una nauðungarsambýli við þarlendan her hátt á fimmta áratug, jafnvel fyrir þær kyn- slóðir sem með tilstyrk Marshall-aðstoðar og engisaxnesks menningarþrýstings hafa verið fóðraðar svo á Bandaríkjunum, til dæmis í kvik- myndum og sjónvarpi, að mörgum finnst þeir þekkja bandarískar stórborgir út og inn þótt þeir hafi aldrei vestur farið. Þessi framandleiki Bandaríkjanna í augum íslendinga stafar af því öðrum þræði, að þrátt fyrir allan ameríkanisma er íslenskt samfélag rammevrópskt, og íslendingar þrátt fyrir sér- stöðu sína Evrópumenn í öllu sköpulagi. Afstaða manna hér á Fróni hefur mótast nokkuð af þessum framandleika. Pólitík hefur lengstaf skipt um íslenska ímynd Bandaríkj- anna þeim sköpum að menn hafa þóst sjá í vestri annaðhvort allt hvítt eða allt svart. Og er þó bandarískt samfélag eitt hið marg- brotnasta og flóknasta í heimi, hvort sem athug- uð er landafræði, samsetning þjóðar, menning- arblær, manneðli eða pólitík. Samfélag sem virðist vaðandi í þversögnum, þjóðfélag himin- hrópandi óréttlætis um leið og réttarkerfi er þar eitt hið virkasta af öllum, land þarsem milljónir dragafram lífið neðan hungurmarka, og hafa þó Bandaríkjamenn skapað þróttmikla og lifandi menningu, sem við hérmegin Atlantshafs þurf- um síður en svo að skammast okkar fyrir að hnusa af. Þetta er undarlegt ríki; þeir drepa sjálfir höfr- unga í milljónatali og telja sig þó þess umkomna að veifa hótunarvísifingri að okkur sem drepum þó ekki nema 120 hvali á ári. Þeir standa leynt og Ijóst í því að velta lýðhylltum ríkisstjórnum í öðrum löndum en eru heimafyrir svo fullir sið- gæðisvitundar að forsetaframbjóðandi dregur sig í hlé vegna þess að honum hlekktist á í hjónabandinu. Þau tíðindi vestra sem nú ber hæst í fjölmiðl- um vekja jafnblendnar tilfinningar hjá íslenskum Evrópumönnum og aðrar uppákomur í þessu voldugasta ríki veraldar. Yfirheyrslur þing- nefndar vegna írans-kontra-málsins hafa leitt í Ijós að á vegum Bandaríkjastjórnar starfar lið sem vinnur að því skipulega að fara í kringum þá utanríkisstefnu sem opinberlega er kynnt. Á vegum stjórnarinnar hafa íransmenn verið látnir hafa vopn í skiptum fyrir gísla og til að liðka um fyrir bandarískum áhrifum, þótt opinberlega sé talinn versti glæpur að afhenda vopn til ajatoll- anna í Teheran. Á vegum stjórnarinnar hefur streymt fé til uppreisnarliðs sem Bandaríkja- menn hafa skipulagt í Nicaragua, og var aldrei meira en þegar slíkur stuðningur var beinlínis bannaður af þinginu. Böndin hafa borist að forseta landsins, sem getur fagnað því að einn helsti samstarfsmaður hans tók banasótt í miðju uppnáminu og getur því ekki sagt til um hvort forsetinn vissi eða vissi ekki. Sem raunar skiptir litlu máli nema form- legu. Annaðhvort vissi forsetinn af atburðum og er þá hinn versti skúrkur, sem raunar var vitað áður, eða hann vissi ekki af atburðum vegna þess að hann vildi ekki vita af atburðum þótt hann vissi fullvel að atburðir ættu sér stað, og stendur Ronald Reagan uppi jafnmikill skúrkur, - sem flestir vissu sumsé áður. í þessum yfirheyrslum, sem sjónvarpað er í beinni útsendingu um öll Bandaríkin þykir einn helsti delinn, Oliver North, sem uppvís er að margvíslegu atferli ólöglegu, hafa staðið sig svo vel, að um Vesturheim gjörvallan fer alda sam- úðar og hrifningar. Og er farið að tala um hann sem hugsanlegan forsetaframbjóðanda Repú- blikana. Hver skrattinn er að í svona samfélagi? Og þrátt fyrir það svínarí sem yfirheyrslurnar í Washington hafa leitt í Ijós getur Evrópumaður ekki annað en dáðst í aðra röndina að þeim heiðarleika sem er einn af mörgum þversagn- arkenndum máttarstólpum í bandarísku stjórn- kerfi. Heiðarleika sem sprottinn er af þeirri grundvallarhugsun borgaralegs lýðræðis í Bandaríkjunum að eftir allt saman sé ríkisstjórn- in til fyrir þjóðina, og ekki þjóðin fyrir ríkisstjórn- ina. Þar af leiðir að þeir sem ríkisstjórnin þiggur vald sitt frá hafa rétt til að vita hvað ríkisstjórnin gerir, og hafa rétttil að segja ríkisstjórninni hvað hún má ekki gera. Þetta er mjög einfalt, þótt hákapítalísku heimsveldi gangi brösullega að halda þessar reglur sínar í heiðri. Hérlendis, - og reyndar víðar í Evrópu -, er hinsvegar einsog þessi hugsun sé bara til í yfir- lýsingunum. Leyndin skal ríkja, þögnin geymir best hina myrkari kafla í sögu stjórnkerfisins. Nýleg innlend dæmi má taka úr meðferð Haf- skipsmálsins, eða leynivörslu herskjalanna frá 1951. Og sennilega stafar þetta af því að þótt lýð- ræði sé hér játað í orði hafa stjórnvöld og emb- ættismenn ekki ennþá vanið sig af því að þjóna einvöldum konungum gegn þjóðum og fólki. - m Sunnudagur 26. júlf 1987 i ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.