Þjóðviljinn - 26.07.1987, Side 12

Þjóðviljinn - 26.07.1987, Side 12
REYKJHJÍKURBORG Aau&zn, Stötuvi Dagvist barna óskar að ráða: 1. FÓStrur óskast til starfa nú þegar eöa eftir nánara samkomulagi á eftirtalin dagvistar- heimili Reykjavíkurborgar: - Laufásborg v/Laufásveg, sími 14796 - Bakkaborg v/Blöndubakka, sími 71240 - Hólaborg v/Suðurhóla, sími 76140 - Staðarborg v/Háagerði, sími 30345 - Sunnuborg v/Sólheima, sími 36385 Um er að ræða heils- og hálfsdags störf. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn við- komandi heimila eða umsjónarfóstrur í síma 27277. 2. Forstöðumenn óskast til starfa frá og með 1. ágúst á eftirtalin dagheimili Reykja- víkurborgar: - Fálkaborg og Hólakot. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Da- gvista og umsjónarfóstrur í síma 27277. 3. Dagvist barna óskar að ráða um- SÍÓnarfÓStru með dagvist á einkaheim- ilum. Nánari upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir deildarstjóri í síma 27277. 4. Ritari óskast til almennra skrifstofustarfa. Upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir, deildar- stjóri í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. DAGVIST BARNA í REYKJAVIK tilkynnir af- greiðslu leyfisveitinga fyrir daggæslu á einka- heimilum á tímabilinu 1. ágúst til 31. október. Nánari upplýsingar veita umsjónarfóstrur með dagvist á einkaheimilum á skrifstofu Dagvistar í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dagvistar. Kennarar Kennara vantar að Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar næstkomandi skólaár. Meðal kennslugreina: Enska, íslenska, íþróttir og kennsla yngri barna. Húsaleigu- og flutningsstyrkur. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 97-5159 og formaður skólanefndar í síma 97-5110. Skólanefnd Ástkær eiginmaður minn Árni Gíslason Ásbúðartröð 9 Hafnarfirði lést á heimili sínu þann 23. júlf sl. Ester Kláusdóttir Eiginmaður minn, sonur, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, Skúli Ingvarsson húsvörður Nýbýlavegi 50 sem lést á Borgarspítalanum þann 22. júlí s.l. verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 28. júlí, kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða minningarspjöld Bakkagerðiskirkju, sem fást í Bókav. Vedu. f.h. vandamanna Elísabet Sveinsdóttir Hare Krishna Jæja, þá er kominn tími til að draga fram gula sloppinn, raka á sér höfuðið og kirja hina miklu aflausnarþulu: Hare Kirshna Hare Krishna Krishna Krishna Hare Hare, Hare Rama Hare Rama Rama Rama Hare Hare. Þá er sjálfsagt að klína nokkr- um merkjum á nef og enni með leir úr hinu heilaga Yamuna- fljóti á Indlandi. Ennfremur ætt- um vér að hætta neyslu kjöts, fisks, eggja, áfengis, tóbaks, vímulyfja, kaffis og tes. Forðast ber oss óleyfilegt kynlíf og fjár- hættuspil. Með því áð kirja Hare Krishna-möntruna myndast and- legar sveiflur sem leysa oss úr við- jum efnisins og færa oss nær hinni upprunalegu og tæru Krishna- vitund, sem er hin náttúrulega frumorka hinnar lifandi sálar. Óll erum vér einhvern veginn lifandi sálir ef marka má Drottin Bra- hma, sem aftur hafði þetta eftir Drottni Krishna í Bhagavad-gita og öðrum vedabókum fyrir um það bil fimm þúsund árum. Hin ódauðlega, alvitra, alls staðar ná- læga, almáttuga og al- tilkomumikla Persóna Guð- dómsins og frjóvgandi faðir allra lífvera er ekkert að draga dul á tilbeiðslufíkn sína og krefst þess að menn helgi Sér alfarið allt þeirra líf, starf og hugsun. Annars getum vér barasta haldið áfram hinni eymdarlegu hringrás fæðingar og dauða eða sálnaflakki sem stundum er nefnt. Á stefnulausu eða afvega- leiddu rölti voru milli tilveru- skeiða gætum vér því allt eins vaknað upp við vondan draum í gervi salmonellubakteríu í saursýni einhvers ágæts Dala- manns og má um það deila hvers- lags hegðun framkallar slíka endurholdgun. Nei, þá er betra að hverfa aftur heim til Guðdómsins, þar sem vér eigum hvort sem er ætt vora og óðul, og ástunda þar einungis ævarandi sæluríkar athafnir í kærleiksríkri þjónustu við Kris- hna. Alls staðar eru hinir æðri vitsmunir að verki án tilviljunar og geta hinir efnishyggjusinnuðu vísindamenn nútímans etið það sem úti frýs ef þeir afneita hinni al-tilkomumiklu Persónu og þjónustu við Hann. En með því að tóna áðurnefnda möntru, dansa og neyta prasadam (sem er jurtafæða sem áður hefur verið færð Krishna að fórn) getur jafnvel stórsyndugt fólk fengið „gott Karma“, orðið hreint og fundið til unaðslegrar elsku á Honum. Þessi sankirtan-aðferð er í rauninni eina leiðin til þess að leysa heiminn undan hinu ban- væna áhrifavaldi Kali-tímans, sem er vort tímabil, tími sundr- ungar og hræsni og deilugirni í fjölmiðlum. Oss Kali-tímamönn- um er svo hætt við truflunum að vér getum hvorki náð fullkomnun með hugleiðslu né jóga. Ef vér reynum að vera lengi í sömu stellingunum fer fljótlega að fara illa um oss og ef vér reynum að kyrra hugann algjör- lega verðum vér sífellt fyrir trufl- unum af veraldlegum hugsunum. Þó skyldum vér öll breyta heimil- um vorum í musteri og útbúa oss snotur altari, færa Krishna svo- lítið prasadam, tóna Hare Kris- hna með fjölskyldunni kvölds og morgna og halda uppi þroskandi og fjörugum samræðum um helg- iritin og þá helst Bhagavad-gita og Srimad Bhagavatam sem er prýðislesning. Ekki skyldum vér agnúast út í Varnashram þjóðfélagskerfið sem var hreinlega skapað til þess að hver og einn geti glatt Krishna með því að gefa Honum upp- skeru erfiðis síns, hvort sem hann er prestur, konungur, kaupsýslu- maður, bóndi eða verkamaður. „Rauðsokkahreyfingin" er hins vegar skilgetið barn síns Kali-tíma og virðist hafa verið stofnuð af karlmönnum sem vildu njóta félagsskapar kvenna án þess að þurfa að vera ábyrgir fyrir þeim. Ekki megum vér gleyma blessuðum kúnum sem með sinni móðurlegu hlýju eru einkar hjartfólgnar Krishna og framleiða hina guðdómlegu Mjólk sem stuðlar að uppbygg- ingu hinna fíngerðari hluta heil- ans sem aftur eykur möguleika vora til að öðlast betri skilning á andlegum efnum. Sri Srimad A.C. Bhaktive- danta tókst einum síns liðs að koma fótum undir Alþjóðlega Krishna-vitundarfélagið þegar hann sjötugur að aldri og aura- laus hélt til New York árið 1965. Frá þeim tfma og þar til hann yfir- gaf þennan heim 14.11.1977 stofnaði hann yfir hundrað and- leg samfélög og skrifaði um hundrað bækur og eignaðist milljónir fylgismanna. Þarf því engan að undra þótt kenningar hans berist nú um síðir hingað norður í fásinnið. Guðm. SJÚKRAHÚSIÐ PATREKSFIRÐI Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið óskar að ráða í eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga: 1. Hjúkrunarforstjóra. Um er að ræða afleysing- arstarf, til tíu mánaða. 2. Hjúkrunarfræðing til afleysinga eða í fasta stöðu. Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri eða framkvæmdarstjóri í síma 94-1110. Sjúkrahúsið Patreksfirði Grunnskólinn á Raufarhöfn Óskar eftir kennurum. Meðal kennslugreina eru íþróttirog kennslayngri barna. Ódýrt húsnæði og barnaheimili til staðar. Upplýsingar gefur Líney Helgadóttir skólastjóri í símum 96-51225 og 96- 51131. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.