Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.07.1987, Blaðsíða 7
bqriuí Gu6mundur Steinsson: Kominn til liðs við Framliðið sem nú er sennilega sterkast allra á pappírnum. En það dugir ekki alltaf til Verðlaunamynd eða fornsaga? SlgurAur Gunnarsson: Leikur á (slandi næsta vetur. Atvinnumennirnir snúa heim í auknum mæli og er það mjög ánægjuleg þróun fyrir íslenskan handknattleik. Petta hefði getað verið þema úr bandarískri verðlaunamynd eða minni úr fornsögunum. Að- alpersónan verður fyrir miklu áfalli, allir telja hana af, en hún rís sem Fönix úr öskunni og stendur að lokum uppi sem sigur- vegari. Eftir ólympíuleikana 1984 var Vésteinn Hafsteinsson dæmdur í átján mánaða keppnisbann vegna misnotkunar lyfja. Það er langur tími á skömmum ferli íþróttamanns og ekki á allra færi að sitja það af sér. Vésteinn kom mjög hreinlega fram í málinu. Hann baðst afsökunar á mistök- um sínum og tók síðan út sinn dóm. Gleymdist flestum á meðan og athyglin beindist að öðrum. En Vésteinn var staðráðinn í að hreinsa nafn sitt. Hann mætti tvíefldur til leiks og um síðustu helgi sló hann í gegn með glæsi- legu íslandsmeti sem skipar hon- um á bekk með fremstu kringlu- kösturum heims. Óvæntur árang- ur og enda þótt Vésteinn hefði sýnt að hann væri vel frambæri- legur á alþjóðlegan mælikvarða bjóst maður ekki við þessu. Von- andi lætur hann ekki hér við sitja. Einar Vilhjálmsson rétti veru- lega hlut sinn í Róm á miðviku- dagskvöldið þegar hann vann sinn fyrsta sigur í ár á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambands- ins. í»ar með er hann kominn í fimmta sæti í stigakeppninni og ætti að vera öruggur um að kom- ast í úrslitin í Róm í haust. Með þessum sigri ætti Einar að hafa öðlast sjálfstraustið á ný eftir ó- farirnar á stúdentaleikunum í vikunni þar á undan. Handknattleiksáhugamenn eru farnir að líta með vaxandi eftirvæntingu til næsta vetrar. Nú ekki bara til að fylgjast með landsliðinu, heldur vex 1. deildarkeppninni sífellt ásmegin. Sigurður Gunnarsson leikur nokkuð örugglega með Víking- um í vetur og Einar Þorvarðarson segist líka vera á heimleið. Áður var Atli Hilmarsson kominn, og í viðtali í vikunni lýsti sjálfur landsliðsfyrirliðinn, Þorgils Óttar Mathiesen, því yfir að hann hefði ekkert til annarra landa að sækja. Hann næði sínum stærstu mark- miðum með því að leika heima á íslandi. Þetta er mjög ánægjuleg þróun og með þessu áframhaldi verður íslenska 1. deildin það sterk að okkar landsliðsmenn þurfa ekki að leita annað, nema þá þeir sem hyggja á framhalds- nám erlendis. Þorgils Óttar sagði ennfremur að sú staða væri að koma upp að greiða þyrfti landsliðsmönnum full laun, með öðrum orðum að þeir yrðu hreinir atvinnumenn. Miðað við þær kröfur og vænt- ingar sem gerðar eru til íslenskra handknattleiksmanna, ekki síst fyrir næstu ólympíuleika, er þetta staðreynd sem horfast verður í augu við, hvort sem mönnum lík- ar betur eða verr. Gamla áhuga- mennskuhugsjónin á ekki lengur við. Að þessu leyti stendur handknattleikurinn á ákveðnum tímamótum, annaðhvort er að stíga skrefið til fulls og taka upp hreina atvinnumennsku eða slá af metnaðinum og bakka í fyrra horf. Menn verða að gera uppvið sig hvort þeir vilja. Knattspyman hefur verið með líflegasta móti undanfarna viku og nóg að gerast. Hver óvæntu úrslitin ráku önnur í 10. umferð, FH vann á Akranesi, Fram steinlá gegn Þór, Völsungur vann í Keflavík og Víðismenn héldu jöfnu við Val. Aðeins KR fór að settum reglum og vann KA, og er þar með á toppnum. Þeir sem gerst til þekkja segja að í ár sé að duga eða drepast fyrir Vesturbæjarliðið. Vinni KR ekki 1. deildina í ár geti orðið bið á því. Þrír lykilmenn hverfi á braut eftir þetta keppnistímabil og skilji eftir sig of stór skörð til að þau verði fyllt. Framliðið er að verða eitt það sterkasta á pappírnum, ekki síst þar sem Guðmundur Steinsson er nú orðinn löglegur. En það er ekki nóg að hafa eintóma lands- liðsmenn, hrapalleg mistök tveggja slíkra kostuðu Framara einmitt tvö mörk gegn Þór og 1-4 skell í annars jöfnum leik. Vals- menn fá heldur ekki úrslit miðað við mannskap þessa dagana, fjór- ir leikir í röð án sigurs varpa stóru spurningarmerki yfir þetta ann- ars sigurstranglegasta lið deildar- innar. Valur skorar bara varla mörk þessa dagana, tvö í síðustu fjórum deildarleikjunum, og það eru ekki meistarataktar. Þar af leiðandi er 1. deildin orðin galop- in, ekki einvígi tveggja einsog flestir áttu von á. Þó Víðismenn hafi enn ekki unnið leik í 1. deild lögðu þeir KR-inga í Mjólkurbikarnum og eru komnir í undanúrslit í fyrsta skipti. Þar eru einnig Valur, Fram og Þór, og vafalítið vonast margir eftir þvf að sjá Val og Fram leika til úrslita. En það væri gaman að sjá Þór eða Víði, jafnvel bæði, ná svo langt í fyrsta skipti. Ölafsfirðingar vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga - af undrun og ánægju yfir velgengni sinna knattspyrnumanna. Hver hefði trúað því í upphafi móts að Leiftur yrði í efsta sæti 2. deildar seinni part júlímánaðar? Ekki einu sinni Ólafsfirðingar sjálfir. En þeir mega gæta sín einsog önnur lið í deildinni. Öll liðin, og Leiftur líka, eru í mikilli fall- hættu, og öll nema ísafjörður eiga góða möguleika á að komast uppí 1. deild. Það lið sem tapar 3-4 af næstu fimm leikjum sínum er mjög illa statt, en það sem sig- rar 3-4 sinnum er á grænni grein. Hver hefði heldur trúað því að Breiðablik ætti yfir höfði sér fall- baráttu í 2. deild, með sinn ágæta mannskap sem ekkert kemur útúr? Sama má segja um Vík- inga, sem hafa dalað mjög eftir góða byrjun, ÍBV og Þrótt. Ekk- ert þessara félaga hefur leikið í 3. deild - og þau sem þangað lenda komast að raun um að það er þrautin þyngri að losna þaðan aftur. Og í kvennaboltanum er Breiðablik líka í vandræðum. Þar er ástandið orðið mun svartara en hjá körlunum, stórveldið í ís- lenskri kvennaknattspyrnu situr kyrfilega límt við botn 1. deildar og 2. deildin blasir við, að öllu óbreyttu. Á meðan eru meistarar Vals að rífa sig í gang á ný, dýr- mætir sigrar á skæðustu keppi- nautunum, ÍA og Stjömunni, hafa komið Valsstúlkunum á beinu brautina á nýjan leik. ÍÞRÓTTASPEGILL VÍÐIR SIGURÐSSON Sunnudagur 26. júlf 1987 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.