Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 2
nSPURNINGIN-l
Kvíðir þú skattseðlin-
um?
Haraldur Gunnarsson
sendibifreiðastjóri:
Viö sem höfum lítil sem engin
laun þurfum tæplega aö kvíöa
skattseðlinum. Það er fjandak-
ornið ekkert sem við getum greitt
af.
Björn S. Baldursson
sendibif reiðastjóri:
Nei aldeilis ekki. Það er alltaf
viss ánægja sem fylgir því að
greiða til ríkisins.
Ásdís Runólfsdóttir
símastúlka:
Nei, ekki get ég sagt það. En
það fylgir því heldur engin sér-
stök tilhlökkun.
Eyþóra Elíasdóttir,
vinnur í Landsbankanum:
Já ég er nokkuð áhyggjufull.
Áhyggjufyllri en vanalega. Það
verður verra að borga skattana
nú en oftastnær áður.
Halldóra Ottósdóttir
húsmóðir:
Nei. Heimavinnandi húsmæð-
ur hafa ekki heyrt til þeirra tekju-
hæstu fram að þessu, svo þær
þurfa vart að hafa mikla áhyggj-
ur.
FRÉTTIR
Jafnréttismál
Jóhanna hefst handa
Félagsmálaráðherra sendir ráðuneytum, ríkisstofnunum og fyrirtœkjum bréfum
að átak verði gert íjafnréttismálum. Könnun verði gerð á ástandinu.
Jóhanna Sigurðardóttir: Kann að verða gripið til tímabundinna aðgerða
til að bæta stöðu kvenna
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra hefur sent
öllum ráðuneytum, stofnunum og
fyrirtækjum ríkisins bréf þar sem
því er beint til þeirra að átak
verði gert til þess að ná settum
markmiðum ríkisstjórnarinnar í
jafnréttismálum.
í starfsáætlun ríkisstjórnarinn-
ar er kveðið á um að áhersla verði
lögð á jafnrétti kynja og að áhrif
kvenna í þjóðlífinu verði aukin.
Þá er kveðið á um að störf k venna
hjá hinu opinbera verði endur-
metin og við endurmatið verði
m.a. höfð hliðsjón af mikilvægi
umönnunar- og aðhlynningar-
starfa og starfsreynslu á heimili.
Loks er í starfsáætlun nkisstjórn-
arinnar lögð áhersla á að stuðlað
verði að jafnrétti í launakjörum
og hlunnindagreiðslum hjá rík-
inu.
Jóhanna Siguðardóttir sagði í
samtali við Þjóðviljann, að bréf-
inu yrði síðar fylgt eftir með
könnun á stöðu jafnréttismála
hjá ríkinu. Þá sagði Jóhanna að
það gæti komið upp sú staða að
skoðaður yrði af alvöru sá mögu-
leiki að nýta ákvæði í jafnréttis-
lögum sem kveða á um það að
sérstakar tímabundnar aðgerðir
til að bæta stöðu kvenna teljist
ekki brot á jafnréttislögunum.
Með þessu ákvæði er t.d. átt við
að sæki kona og karl um sama
starf og séu þau metin jafnhæf út
frá starfsreynslu og menntun er
konan látin ganga fyrir við ráðn-
ingu.
Loks sagði Jóhanna að á þessu
stigi málsins muni hún óska eftir
viðræðum við fjármálaráðherra
um hvernig staðið verði að fram-
gangi endurmats á störfum
kvenna hjá hinu opinbera og
stuðlað að jafnrétti í launakjör-
um og hlunnindagreiðslum.
—K.Ól.
Hjördís I einu gróðurhúsanna sinna: skipti yfir I paprikur vegna offramleiðslu á tómötum I landinu. (Mynd Ari)
Garðyrkja
Bústnar paprikur
Stutt spjall við Hjördísi Ásgeirsdóttur garðyrkjubónda á
Laugarvatni um paprikurœkt
r
ALaugarvatni búa hjónin Hjör-
dís Ásgeirsdóttir og Pétur
Þorvaldsson og eru garðyrkju-
bændur. Þjóðviljinn var á ferð
um Laugarvatn ó dögunum og
tókum við Hjördísi tali er hún var
að snyrta f kringum paprikurnar
sínar í einu af fimm gróðurhúsum
og tveim plasthúsum sem þau eru
með.
í augum leikmanns virtust
paprikurnar bústnar vel og lá því
beinast við að spyrja hvernig
uppskeran væri.
Hjördís sagði uppskeruna
góða og harmaði það að við
fengjum ekki að sjá nema grænar
paprikur í þetta skiptið því hún
væri nýbúin að tína allar þessar
rauðu og gulu og senda frá sér.
„Það þykir mjög góð uppskera
að fá sextán kfló á fermetrann og
við erum ekkert að kvarta hér,
þetta gengur bara ágætlega. Við
erum líka með dálitla kálrækt en
þó aðallega papriku. Þetta er
reyndar fyrsta sumarið sem við
ræktum papriku í svona miklum
mæli, vorum áður með tómata en
vegna offramleiðslunnar á tó-
mötum í landinu skiptum við yfir.
Það er ekki eins mikil offram-
leiðsla á papriku. Annars eigið
þið náttúrlega ekki að vera að
taka blaðaviðtal við garðyrkju-
bændur, við erum svo vont fólk
eða það segir DV að minnsta
kosti. Við sem hendum grænmeti
bara á haugana í stað þess að gefa
það bágstöddum.“ Hjördís glott-
ir um Ieið og hún snýr sér að því
að lagfæra strengina sem halda
uppi paprikuplöntunum.
Hún segir okkur að ræktunin
sé nú farin að ná saman nokkurn
veginn yfir allt árið, plönturnar
eru teknar niður í nóvember og
nýjum sáð strax í desember og
upp skorið þrisvar á ári. Aðspurð
hvar þau selji afurðirnar segir
Hjördís að þær fari allar til
Reykjavíkur. „Við vorum með
heimasölu hérna síðast liðið ár en
það borgaði sig ekki svo við hætt-
um því og nú fer öll salan fram í
gegnum milliliði í Reykjavík.“
Gróðrarstöð þeirra Hjördísar
og Péturs er eina gróðrarstöðin á
Laugarvatni og þess má geta að
hún er ein elsta gróðrarstöðin á
landinu. Hún var stofnsett fyrir
1940 af Ragnari Ásgeirssyni og
hefur verið starfrækt samfellt síð-
an.
-ing
Verslunarmannahelgi
Fjölskyldu-
mót
á
Klaustri
Klausturlíf‘87. Kyn-
slóðabilið brúað á
Kirkjubæjarklausti
Ungmennafélagið og við krakk-
arnir á staðnum göngumst
fyrir hátíðahöldunum, sagði
Hjörtur Freyr Vigfússon einn að-
standenda „Klausturlífs ‘87“ -
fjölskyldumóts, sem fram fer á
Kirkjubæjarklaustri um verslun-
armannahelgina, en slíkt mót hef-
ur ekki fyrr verið haldið á
Kirkjubæjarklaustri um verslun-
armannahelgi.
Fjölmargt verður um að vera á
Klaustri í tengslum við
mannsöfnuðinn um verslunar-
mannahelgina. Sérstök rækt
verður lögð við að hafa ofan af
fyriryngstu kynslóðinni. Pollam-
ót verður haldið í kanttspyrnu og
að loknu móti verða allir þátttak-
endur verðlaunaðir með gullpen-
ingi. „Minigolf", hestaleiga og
lukkumiðahappdrætti verða
einnig á dagskrá Klausturlífs.
-Meðal þess sem boðið verður
uppá fyrir eldri kynslóðina, er
ævintýrasigling niður Skaftá og
gönguferðir um söguslóðir í fylgd
staðkunnugsfylgdarmanns. Kyn-
slóðabilið verður svo brúað með
fjölskyldudansleikjum, útigrilli,
varðeldi og söngvakeppni, sagði
Hjörtur F. Vigfússon.
Aðstandendur hátíðarinnar
búast við um þúsund manns
mótsdagana.
-rk
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. júlí 1987