Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 5
Umhverfismál í ólestri Þjóöviljinn mun á næstunni birta greinaflokk um umhverfismál eftir Hjörleif Guttormsson þingmann Austfirðinga. Hjörleifur hefur um langt skeið unnið að náttúruverndar- málum og árið 1974 gaf Mál og Menning út bók hans, Vistkreppa eða náttúruvernd. Hann hefur jafnframt látið þennan málaflokk mjög til sín taka á Alþingi og í ríkisstjórn meðan hann átti þar sæti. Hjörleifur var for- maður NAUSTS, Náttúruverndars- amtaka Austurlands frá stofnun þeirra til ársins 1979. Hann var fulltrúi í Náttúruverndarráði frá 1972 - 1978, og fulltrúi AB á Umhverfisráðstefnu SÞ í Stokkhólmi 1972. Vakning víða um lönd Hvergi á Norðurlöndum eru umhverfismál að náttúruvernd meðtalinni jafn illa stödd og hér- lendis. Sjónir manna víða um heim, almennings og síðan stjórnvalda, beindust að þessum málaflokki um 1970 og á árunum þar á eftir. Þá varð mönnum á Vesturlöndum ljósara en áður, hvern toll menn greiddu í rýrn- andi náttúrugæðum vegna hömlulítillar iðnvæðingar. Ör fólksfjölgun og sultarkjör í þró- unarríkjum gengu með svipuðum hætti að náttúru og umhverfi í þriðja heiminum. Þessi mál voru sett í alþjóðlegt samhengi á Um- hverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi 1972. f fjglda bóka og ritgerða var vakin athygli á í hvert óefni stefndi, nema brugðist væri við aðsteðj- andi vá á mörgum sviðum sam- tímis. Stjórnvöld í flestum ríkjum Vestur-Evrópu brugðust við með því að endurskoða stjórnkerfi heima fyrir í ljósi þessara nýju viðhorfa. Helstu málaflokícar sem tengdust umhverfissviðinu voru færðir saman í sérstök ráðu- neyti. Umhverfisráðuneytin urðu brátt mikilvæg við hlið efnahags- og atvinnumála í stjórnum land- anna. Ráðherrar umhverfismála í Evrópu tóku upp skipulegt samráð sín á milli og alþjóða- samningum um umnverfisvernd fjölgaði ár frá ári. Dapurleg stöðnun hérlendis Hér á íslandi hefur hinsvegar ríkt dapurleg stöðnun, sem sting- ur mjög í stúf við þróunina í ná- grannalöndum. Engin breyting hefur orðið á opinberri stjórn- sýslu í þá átt að veita umhverf- ismálunum þann sess sem þeim ber. Fjárveitingar til einstakra þátta umhverfismála hafa verið skornar niður og rýrnað að raun- gildi nú um árabil. Það á jafn við um fjárveitingar til náttúruvernd- ar, mengunarvarna og land- græðslu. Sjálfri „þjóðargjöfinni" frá 1974 hefur í engu verið þyrmt. Ríkisstjórnin sem sat á síðasta kjörtímabili þóttist í upphafi ætla að reisa merkið, en allt kostaði það niður í minna en ekki neitt. Ráðherrar í stjórn Steingríms Hemannssonar virtust í sam- HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON SKRIFAR keppni um að rýra hlut umhverf- ismálanna, hver á sínum vett- vangi. Þó var hlutur Sjálfstæðis- manna þar enn herfilegri en Framsóknar, Matthías Bjarna- son þar undanskilinn að vissu- marki. Verða orð að efndum Ný ríkisstjórn undir forsæti Þorsteins Pálssonar hefur sett nokkur atriði varðandi umhverf- ismál inn í stefnuyfirlýsingu sína VIÐHORF og starfsáætlun. Þar er m.a. talað um, að „ríkisstjórnin mun sam- ræma aðgerðir stjórnvalda að umhverfisvernd og mengunar- vörnum... sett verði almenn lög um umhverfismál og samræming þeirra falin einu ráðuneyti." Jafnframt er boðað „frumvarp að nýjum lögum um Stjórnarráð fs- lands ásamt drögum að nýrri reglugerð um verkaskiptingu ráðuneyta." - Þessi orð geta vak- ið vonir um bætt tök í opinberri umsýslu á sviði umhverfismála. í ljósi reynslu fyrri ára hljóta menn þó að hafa fyrirvara og bíða eftir efndunum. Þær áþreifingar sem fram fóru um nýskipan Stjórnar- ráðsins í aðdraganda stjórnar- myndunar lofuðu ekki góðu varðandi þennan málflokk. Umh verfisráðuneyti lykill að árangri Er andvaraleysið í umhverf- ismálum hér til komið vegna þess að ástandið hjá okkur sé betra en víða erlendis? Því er ekki hægt að svara játandi. Á þessu sviði sem öðrum er hér við stórfelld og sér- tæk vandamál að stríða, auk þess sem að okkur berst utan að. Stærsta viðfangsefnið á landi er gróðureyðingin, í hafinu er það nýting fiskistofna og mengunar- hættan, ekki síst af kjarnorku. Vaxandi umferð fólks um landið, ekki síst í óbyggðum, hefur þegar markað sín spor og setur marga úrvalsstaði í hættu. Allt kallar þetta á bætta stjórnun, fjármagn, fræðslu og gott skipulag. Það ætti ekki að þurfa að rök- styðja í löngu máli þörfina fyrir sérstakt umhverfisráðuneyti til að veita forystu og samræma tök í umhverfis- og skipulagsmálum. Margt af verkefnum á þessu sviði ætti jafnframt að fela sveitar- stjórnum og aðilum í landshlut- unum. Algjört lágmark er að nú þegar verði stjórnun helstu þátta umhverfismála sameinuð í einu ráðuneyti. Það er lykill að úrbót- um og má ekki dragast lengur en orðið er. Andmælendur slíkra breytinga reyna að gera þær tor- tryggilegar með því að verið sé að auka við „báknið". Slíkt er öfug- mæli. Stjórnkerfi sem ekki lagar sig að breyttum aðstæðum er sannanlega bákn og til trafala. Tilkostnaður í stjórnkerfinu þarf ekki að vaxa við tilkomu slíks ráðuneytis, sem tæki við verkefn- um sem nú eru dreifð á flest þau ráðuneyti sem fyrir eru. Óháð því er þörf á auknu fjármagni til náttúruverndar- og umhverfis- mála til að bæta úr langri og til- finnanlegri vanrækslu. Um einstaka þætti umhverf- ismálanna mun ég ræða nánar í nokkrum pistlum hér í Þjóðvilj- anum næstu vikur. Hjörleifur Guttormsson Að vera Það kann mörgum að sýnast undarlegt, að nokkur nenni að skrifa grein um þjóðmál, nú þeg- ar umræðan um ýmis atriði stjórnmála hefur heltekið samfé- lagið mánuðum saman. Kosning- ar, kosningaúrslit, stjórnarmynd- un og það sem er hvati þessara skrifa, umræðan um Álþýðu- bandalagið. Ástæðan fyrir þess- um skrifum er þó einföld. Að svo miklu leyti sem mér hefur tekist að fylgjast með um- ræðunni um Alþýðubandalagið, hef ég ekki séð skýr merki þess að menn takist á við spurningu sem orðuð er í heiti þessarar greinar. Spurningin er einföld. Vilja menn vera í litlum flokki með lenínískt stjórnkerfi og höndla þar það vandasama hlutverk að klappa á réttum stöðum fyrir leiðtogunum eða vilja menn hasla sér völl í lýðræðislegri fjöldahreyfingu er gefur öllum rúm til áhrifa í hreyfingunni? Þessarar spurningar hef ég ekki heyrt spurt og þaðan af síður heyrt við henni svar. Mig langar hér að skýra nokkuð við hvað ég á með þessum tveimur valkost- um. Hér á ég fyrst og síðast við mis- munandi hugsunarhátt, mismun- andi viðhorf til samfélagsins; annars vegar er áherslan á sterka og vitræna forystu er leiði sauðina, en hins vegar er um að ræða virðinguna fyrir valdi og viti fólksins og einlægan vilja til að láta það ráða fyrir sig. Þeir sem aðhyllast fyrri val- í litlum flokki eða fjöldahreyfingu? Árni Páll Árnason skrifar kostinn leggja óhemjumikið upp úr því að ná yfirráðum yfir ríkis- valdinu og hagsmunasamtökum, til að vera þess umkomnir að deila út valdi, fé og áhrifum. í framhaldi af því kviknar svo ótti litla glóru í því að fáeinir, meira og minna sjálfkjörnir skósveinar valdsins haldi með helgreip sinni um hagsmunasamtök, sem og fjárhirslur sameiginlegra sjóða landsmanna, í réttu hlutfalli við „Spurningin ereinföld: Vilja menn vera ílitlumflokki með leníniskt stjórnkerfi og höndla þarþað vandasama hlutverk að klappa á réttum stöðumfyrir leiðtog- unum eða vilja menn hasla sér völl í lýðrœðislegrifjöldahreyfingu er gefur öllum rúm til áhrifa í hreyfingunni?“ við fjöldahreyfingu, því hún ein gæti ógnað hlutaskiptum stjórn- málaflokkanna. Til að sporna við slíkri þróun reyna þeir að fela stjórnmálin inni í óskiljanlegum umbúðum, tala t.d. sýknt og heil- agt um efnahagsmál (Rétt eins og þau séu aðalatriði í pólitík) með löngum og óskiljanlegum fræði- orðum í hagfræði, sem enginn maður með vitglóru nennir að leggja á sig að læra. Þeir sem aðhyllast síðari val- kostinn líta á það sem æskilegt markmið að efla þátt borgaranna í ákvarðanatöku, jafnt í ríkiskerfi og í atvinnulífi, stuðla að eign starfsmanna á framleiðslutækj- um og auka íhlutunarvald þeirra í stjórnun fyrirtækjanna. Þeir sjá þingstyrk flokkanna. Fólk sem skilur á þennan veg gildi fjölda- hreyfingar reynir líka að tala um stjórnmál, um hvernig fólk vilji stjórna landinu, dreifa valdinu, kjósa sér fulltrúa, byggja upp menntakerfi, upplýsingakerfi, svo dæmi séu tekin. Það sem hér er að framan talið er svo sem hvorki nýtt né á neinn máta í nýju samhengi. Þetta er í raun það sama og Vilmundur Gylfason var eilíflega að reyna að koma flokkseigendafélaginu í Al- þýðuflokknum í skilning um, með litlum árangri. Þetta er stór þáttur í þeirri lífssýn er skóp Kvennalistann og gerði tals- mönnum hans kleift að tala um stjórnmál og aðalatriði, en ekki þrautleiðinlegt hagfræðibull og smáatriðaspeki. Og síðast en ekki síst er þetta líkt flestu af því sem margir Alþýðubandalags- menn hafa látið frá sér fara síð- ustu ár. Það má því að líkindum skrifa á hinn stóra reikning giftu- leysis íslenskra vinstrimanna, að ráðandi öfl skuli aldrei hafa botn- að í því hvert allt þetta fólk var í raun að fara. Hvora leiðina viljum við? Ég get einungis svarað fyrir mig er ég segist velja starf í fjöldahreyf- ingu, kannski helst af því að það er skemmtilegra að starfa með fólki en annaðhvort undir eða ofan á því. Ef við veljum að starfa á fjölda- hreyfingu þá er um leið flestum spurningum undanfarinna vikna svarað. Af því að í fjöldahrey- fingu vinna menn öðruvísi en í lenínískum smáflokki. Tökum nokkur dæmi: í fjöldahreyfingu sem inniheld- ur margbreytileg viðhorf og virð- ingu fyrir þeim, sofa menn rólegir þótt Þjóðviljinn skrifi öðruvísi um mál en þeir helst kjósa, mest af því að innan fjöldahreyfingar er engin Sögustofnun ríkisins sem gefur út „Sannleikann" í tölusett- um eintökum fyrir útvalda. í fjöldahreyfingu rembast menn ekki eins og rjúpur við staur við að „finna konur“ til að setja á framboðslista, vegna þess að í fjöldahreyfingu er tillit til kvenna og viðhorfa þeirra svo sjálfsagt og eðlilegt að þær eru í sjálfs sín nafni og umboði þess umkomnar að fara eða fara ekki á framboðslista, allt eftir því hvað þær sjálfar vilja. í fjöldahreyfingu þurfa menn ekki að sveitast við það dag og nótt að sækja styrk í verkalýðs- hreyfinguna eftir fyrirfram mörk- uðum leiðum hlutaskipta stjórn- málaflokkanna, því fjöldahreyf- ing sem stendur í sambandi við samhengi við fjöldann, sér um að breytast eftir sínum reglum og viðmiðum. Skipulagsleg tengsl við fámennan og einangraðan forystuhóp ákveðins hluta verka- lýðssamtaka gera þar lítið, til eða frá. Þetta val er framundan. Ef við berum gæfu til aö sameinast um að byggja upp fjöldahreyfingu, getum við snúið okkur að því að skapa á íslandi siðvætt jafnréttisþjóðfélag. Þar er mikið verk að vinna. Árni Páll Árnason er laganemi Þriðjudagur 28. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.