Þjóðviljinn - 28.07.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Side 7
Þorvaldur Garðarsson úti á miðjum tanki með nokkra nýreista að baki. Aftasttil hægri sér í húsin í Þorlákshöfn. „Við bindum vonir við bleikjuna í framtíðinni," sagði Þorvaldur. Mynd ÖS. Fiskeldi Meikileg tilraun með bleikjueldi Bleikja úr Eldvatninu og Soginu vex tvöfalt tilþrefalt hraðar en laxaseiðin. Sjóbirtingurinn vex hins vegar hœgt. Fyrirhugað aðfram leiða upp í400 tonn afsláturlaxi í tönkum á landi í Þorlákshöfn hafa þrír bræður ásamt föður sínum reist fiskeldis- fyrirtækið Smára hf. Eldið er tví- skipt: inní þorpinu er seiðafram- leiðslan í sérstöku húsi, en utan við þorpið sjálft, úti á Hafnar- berginu, er búið að reisa stöð til að ala matfiskinn. Þorvaldur Garðarsson er framkvæmdastjóri Smára hf en bróðir hans Valdim- ar sér um matfiskeldið útá berg- inu. Bleikjutilraun Ég er feykilega ánægður með hversu vel bleikjan vex og ég verð að segja að það kemur mér virki- lega á óvart“, sagði Þorvaldur, þegar Þjóðviljamenn spjölluðu við hann í síðustu viku. „Bleikjan er í vatni sem er ekki nema 6,5 gráðu heitt, en vex samt tvö- til þrefalt hraðar en laxaseiði á sama aldri. Okkur finnst líka merki- legt, að sjóbirtingur sem er hafð- ur með í tankinum vex miklu síður en bleikjan. Það er að vísu óvíst, hversu gott verð er hægt að fá fyrir bleikjuna", sagði Þor- valdur, „en þessi góði árangur gerir að verkum að við höfum fullan hug á að reyna bleikjueldið til þrautar". Þess má geta, að bleikjan er ekki höfð nema í um 9 prómill seltu en laxinn er hins vegar hafð- ur í fullsöltum sjó. Sigurður St. Helgason, lífeðlisfræðingur og reyndur fiskeldismaður, hefur hins vegar löngum haldið fram þeirri kenningu, að fiskur sem er hafður í svipaðri seltu og er í blóði fisksins, - eða svipaðri og bleikjan hjá Smára hf - myndi vaxa betur en fiskur í hærri seltu. Það er mögulegt, að þetta kunni að valda hinum góða vexti bleikjunnar hjá fyrirtækinu. Sog og Eldvatn Þorvaldur sagði okkur jafn- framt, að þeir væru með litla til- raun í gangi, sem miðaði að því að kanna hvor yxi hraðar, bleikjan úr Eldvatninu eða Sog- inu. „Klakbleikjur úr þessum ám báðum voru kreistar í nóvember í fyrra, og klakið á sama tíma. Seiði beggja voru sett á nákvæm- lega sama tíma í tankinn, mjög svipuð að stærð þá. Við hins veg- ar uggaklipptum Sogsbleikjuna, og getum því þekkt hana frá Eld- vatnsbleikjunni. Þegar við svo slátrum þeim í fyllingu tímans kemur í ljós hvor stofninn vex betur.“ Sambýli sjó- birtings og bleikju Þorvaldur sagði, að unnt væri að framleiða um 300 þúsund laxa- seiði í klakstöðinni inní þorpinu og kvað þá bræður mjög ánægða með árangurinn til þessa. Þegar við komum útá bergið í fylgd með Þorvaldi var augljóst, að miklar framkvæmdir voru í gangi. Búið var að reisa tíu 530 rúmmetra tanka og tveir rísa innan tíðar.í nokkrum voru lax- ar, senn komnir í sláturstærð og rýndu forvitnir gegnum kýraugu á tankhliðunum á gestina. Kýr- augun eru annars mjög hagnýt, því gegnum þau er auðveldlega hægt að fylgjast með hegðun fisk- anna, sjá hvernig þeir taka og hvort þeir eru hrjáðir af umferð- arpestum. í einum tanknum voru bleikjurnar, gljáandi fagrar og feitar vel. Alls eru í tanknum um 8 - 9 þúsund bleikjur, í kringum hálft pund að þyngd. Gegnum kýraugun mátti þó glitta í nokkr- ar sem voru komnar á fjórða pund, og hefðu sennilega verið kallaðar sex- til sjöpundarar væru þær veiddar á stöng. Þær voru þegar slegnar roða á kvið og komnar með hvíta rönd á raufar- og eyruggana, ótvíræð merki þess að kynþroskinn væri í nánd. Með bleikjunum í tankinum eru um 18 þúsund sjóbirtingar. Útflutningur Þorvaldur kvað stöðina vera hannaða með það fyrir augum að geta alls framleitt um 400 tonn af sláturfiski í 20 stórum tönkum. Sjónum, sem notaður er til eldis- ins, er dælt úr jörðu og er þá um 8 gráðu heitur. Ymsir myndu telja, að það væri tæpast nógu heitt til að ala lax á arðvænlegan máta, en Þorvaldur bara brosir þegar hann Noregur Nýjar eldistegundir Norðmenn áforma nú að hefja eldi á nokkrum nýjum tegundum, en þegar hafa þeir náð ótrúlega góðum árangri í eldi laxfíska. Efst á blaði hjá þeim nýrra tegunda er lúðan, en þegar er hafið samnor- rænt verkefni um lúðueldi sem Is- lendingar taka þátt í. Lúðan Hlutur íslendinga verður að kanna vöxt og viðgang smálúðu, en Norðmenn hafa á sinni könnu rannsóknir sem lúta að klaki lúðuhrogna og eldi þeirra fram- yfir myndbreytingu. , Þess má geta, að Skotar hafa sömuleiðis hafið rannsóknir á lúðueldi í Ardtoe rannsóknar- stöðinni og tekist að ná upp nokkrum tugum lúðuseiða. Þeir munu því án ef veita Norð- mönnum og íslendingum harða samkeppni, því ekki eru nema tvö ár frá því Norðmenn voru í sömu sporum og Skotar nú. Óþekkt krabbategund Aðrar tegundir, sem eru nú þegar aldar í smáum stíl í Noregi, eða eru í tilraunaræktun eru til að mynda þorskur. Að auki er sandhverfa, ættingi lúðunnar og mjög dýr matfiskur í Bretlandi og Frakklandi, í tilraunaeldi í Nor- egi, steinbítur er kominn í hóp- inn, og svo auðvitað bleikjan. Fyrir utan eiginlegar fiskateg- undir eru Norðmenn sömuleiðis farnir að íhuga eldi á skeldýrum og kröbbum. Þegar er umfangs- mikið kræklingaeldi í suðurhluta Noregs, en auk þess er áformað að kanna eldi á hörpudiski, hum- ar og þess utan torkennilegri krabbategund úr djúpum Bar- entshafs. Þessi tegund hefur sér það til ágætis að vaxa vel við mjög lágt hitastig, og hér ætti því einnig að vera komin tegund sem kynni að henta íslendingum vel. -ÖS er inntur eftir því og segist ekki kvarta. í síðustu viku fóru 40 þúsund sjógönguseiði í skip, og voru flutt til Noregs. „Við vonumst til að eiga góð viðskipti þangað áfram“, sagði þessi geðþekki fiskeldismaður og var fullur af bjartsýni._____________-QS Sæðis- banki fýrir fisk- eldi l Cambridge hafa framtaks- samir vísindamenn stofnað sæðis- banka fyrir fisk. Svii eru fryst við 197 stiga frost, og til þessa hefur gengið vel að frysta svii sjávar- fiska. Miður hefur gengið með svil úr ferskvatnsfiskum á borð við lax og bleikju, en bankastjór- arnir telja þó skammt í að þau vandamál leysist. í framtíðinni er einnig fyrir- hugað að reyna að frysta frjóvguð hrogn og jafnvel seiði á frumstigi. Frá sjónarhóli náttúruverndar mun bankinn nýtast til varðveislu gena úr sjaldgæfum stofnum, eða stofnum sem eru í hættu. Fiskeld- ismenn munu hins vegar geta nýtt sviljafrystinguna til að eiga hæ- gara með að notfæra sér kyn- bætta stofna, spara sér að við- halda hængurn í klakstofni, og auk þess mun frysting svilja gera mun auðveldara fyrir eldismenn að koma sér upp hreinum hrygnustofnum eða geldstofnum. - -ÓS ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.