Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 15
Skúli Ingvarsson
Fœddur 5. sepíember 1926 - Dáinn 22. júlí 1987
f dag fylgjum við Skúla á
Snaelandi síðasta spölinn. í vor og
sumar glímdi hann í hógværð
sinni og æðruleysi við krabba-
meinið sem heltók hann. Hann
vissi að sú glíma gat ekki endað
nema á einn veg og var
sannfærður um að hann myndi
ekki sjá sól rísa 23. júlí. Slík vitn-
eskja er ekki öllum gefin og það
þarf sérstakt sálarþrek til að bera
hana með æðruleysi. Flestum
þykir nóg að vita að einhverntíma
kemur kallið.
Skúli var borinn og
barnfæddur Hafnfirðingur, þriðji
af fimm börnum hjónanna Ing-
vars Björnssonar trésmiðs, sem
nú er látinn og Valgerðar Brynj-
ólfsdóttur, sem nú dvelst í hárri
elli á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Tvítugur kynntist Skúli bfl-
freyju í Hafnarfjarðarstrætó, El-
ísabetu Sveinsdóttir frá Geitavík
í Borgarfirði eystra, dóttur
Sveins og Guðnýjar er þar bjuggu
en fluttu að Snælandi í Kópavogi
1943 og búa þar enn.
Skúli og Stella, en svo er Elísa-
bet frænka mín jafnan nefnd
meðal kunningja, voru í hópi
þeirra Kópavogsbúa sem bösluðu
við að koma þaki yfir höfuðið um
1950. Að sjálfsögðu byggðu þau í
landi Snælands sem varð byggð-
arhverfi ættar Stellu því þar
bjuggu Halldór og Runólfur Pét-
urssynir, móðurbræður hennar,
Pétur bróðir hennar og síðar tveir
synir, Sigurður og Sveinn.
Á þessum árum var framvinda
húsbygginga mjög komin undir
hjálp og greiðasemi vina og ná-
granna. Mannlífið í Kópavogi,
var þá ekki ólíkt því sem við
Stella ólumst upp við austur á
Borgarfirði, illvígar pólitískar
deilur grasseruðu, en hurfu eins
og dögg fyrir sólu þá daga sem í
nauðimar rak. E>á urðu menn
undantekningarlítið vinir og
vandamenn sem voru óðfúsir að
hlaupa undir bagga hvors annars.
Sumaríð 1951 lenti ég í flokki
þeirra alsleysingja sem voru að
byggja í Kópavogi og þótt ég
hefði nokkrum sinnum hitt þenn-
an spengilega mann hennar
Stellu frænku hafði ég lítið kynnst
honum. Þá leitaði ég til hans með
viðvik og ekki stóð á góðum
undirtektum - þetta var nú bara
sjálfsagt.
Það kom sem sé í ljós þá og
síðar að tengdasonur Snælands-
hjóna var enginn eftirbátur
þeirra í greiðasemi og góðum sið-
um.
Á þeim 40 árum sem Skúli átti
heimili í Kópavogi vann hann tæp
30 ár hjá Kópavogsbæ, fyrst sem
vagnstjóri á strætisvögnum og
síðar húsvörður i íþróttahúsi
Kópavogsskóla. Hann átti
auðvelt með að sinna þessum
störfum því bæði var hann hag-
leiksmaður og í erli slíkra starfa
kom honum vel meðfædd snyrti-
mennska til orðs og æðis.
Þeim Skúla og Stellu varð
þriggja mannvænlegra sona
auðið. Þeir eru: Sigurður skógar-
vörður á Vöglum, hans kona er
Margrét Guðmundsdóttir og eiga
þau 3 börn, Sveinn yngri á Snæ-
landi, verkstjóri, hans kona er
Steinunn Pétursdóttir og eiga þau
3 börn og Skúli yngri, trésmiður á
Grundarfirði, hans kona er Birna
Guðbjartsdóttir og eiga þau 2
dætur.
Ég gat þess áður að Skúli Ing-
varsson var hagleiks- og snyrti-
menni. Skal þeim orðum fundinn
staður.
Þeir sem koma ti Bakkagerðis í
Borgarfirði eystra komast ekki
hjá því að taka eftir gömlum torf-
bæ neðan við Svínalækinn, ein-
asta eintakið austanlands af húsi
tómthúsmanns frá öndverðri
þessari öld, byggt úr torfi, grjóti
og timbri 1912 og ber sitt upp-
runalega nafn Lindarbakki.
Eins og áður sagði er Stella frá
Borgarfirði eystra. Hún á það
sameiginlegt með flestum sem
þar hafa slitið barnsskónum að
bíða þess aldrei bætur. Þótt flúið
sé á heimsenda slitnar ógjarnan
einhver taug sem togar mann og
teygir þangað aftur. Stella teygði
Skúla sinn inn í Borgfirskt samfé-
lag og áður en nokkur vissi var
hann orðinn einn af oss.
1979 keyptu þau tómthúsið
Lindarbakka, löguðu það sem
lúið var og færðu húsið til eldra
horfs. Er Lindarbakki nú að
mínu mati ein meðal merkustu
bygginga austanlands og mun
lengi vitna um handbragð Skúla.
Verður þeim Skúla og Stellu seint
fullþökkuð björgun Lindar-
bakka. Hvert sumar haf þau dval-
ið þar og hefur margur haft
ánægju af að líta þar inn. Innan-
húss er ekkert prjál, þar ríkir ein-
faldleiki hins liðna án keims af
mannlausu varðveisluhúsi.
í vor og sumar hefur Lindar-
bakki staðið auður. Þegar kona
mín heimsótti Skúla á spítalann
fyrir 2 vikum gat hún ekki annað
en dáðst að þeirri ró sem yfir hon-
um var, þótt kvalinn væri og hann
vissi að endalokin voru ör-
skammt undan. Er þau kvöddust
sagði hann að skilnaði: „Jæja
Gína mín, nú kem ég ekki aftur á
Lindarbakka.“
Má vera að hann hafi séð fyrir
sér grasið bærast á veggjunum og
þaki Lindarbakka og getað
minnst ljóðsins „Grasið mitt
græna“ eftir fyrrum nágranna í
Kópavogi, Þorstein Valdimars-
son.
Grasið mitt græna,
gott er að vera til
og finna þig hjúfra
hlýtt sér við il.
Mjúkt muntu strjúka
mér yfir höfuð brátt,
sofnum frá öllu’ í sátt,
grasið mitt mjúka.
Stella og þið öll. Nú er sú stund
þegar orð stoða ekki mikið, en
við Gína sendum ykkur kveðju
með orðum Steina Vald.:
Lát því verða’ að lind
ástvin þinn,
álfadrottning -
gerðu hann að lind
í garði þínum.
Árni Halldórsson
Skólastjóri
Staöa skólastjóra viö Grunnskóla Reyðarfjarðar
er laus til umsóknar. Húsnæöi til staöar. Upplýs-
ingar gefur formaöur skólanefndar í síma 97-
4101 eöa 97-4110.
Skólanefnd
Auglýsing
Óskaö er eftir tilboöum í lagningu hitaveitu frá
Vaðnesi aö Borg Grímsneshreppi.
Útboösgögn veröa afhent á Verkfræðiskrifstofu
Sigurðar Thoroddsen Ármúla 4, Reykjavík gegn
5.000 kr. skilatryggingu.
Tilboö veröa opnuð aö Borg Grímsneshreppi
föstudaginn 14. ágúst kl. 16.00
VERKFRÆOISTOFA SIGUROAR THORODDSEN H.F.,
ÁRMÚLA 4. REYKJAVÍK, SÍMI 84499.
Laus staða
Starf forstöðumanns Listasafns íslands er laust til umsóknar.
Ráðgert er að sett verði í stöðuna til eins árs.
Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa
borist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. ágúst n.k.
Menntamálaráðuneytið
24. júlí 1987
Auglýsið í Þjóðviljanum
Atvinna erlendis
Hér er upplýsingabókin fyrir þig sem ert að leita að vinnu erlendis til
lengri eða skemmri tíma.
Hún inniheldur upplýsingar um störf í málm- og olíuiönaði, við
kennslu, garðvinnu, akstur, á hótelum og veitingastöðum, au-pair,
fararstjórn, ávaxtatínslu í Frakklandi og Bandaríkjunum,
tískusýninga- og Ijósmyndafyrirsætustörf og störf á búgörðum,
samyrkjubúum eða skemmtiferðaskipum.
Bókinni fylgja umsóknareyðublöð. Þetta er bókin fyrir þá sem hafa
hug á að fá sér starf erlendis. Þú færð upplýsingar um loftslag,
aðbúnað í húsnæði, vinnutíma o.fl. Þar að auki færðu heimilisföng
u.þ.b. 1000 staða og atvinnumiðlana. Bókin kostar aðeins 98.- s.kr.
(póstburðargjald innifalið). 10 daga skilafrestur. Skrifaðu til
CENTRALHUS
Box 48, 142 00 Stockholm
Odretelefon: 08 744 10 50
P.S. Við útvegum ekki vinnu!
Þau krefjast réttra viðbragða
ökumanna. Þeir sem að jafnaði
aka á vegum með bundnu slit-
lagi þurfa tima til þess að
venjast malarvegum og eiga
þvi að aká áhæfilegum hraöa.
Skilin þar sem malarvegur
tekur við af bundnu slitlagi
hafa reynst mörgum hættuleg.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
3
>
s
O
VILTU KAUPA
100 ÞÚSUND KRÓNUR
Á RÚMLEGA
75 ÞÚSUND KRÓNUR?
Ef þú kaupir 100 þús. kr. skulda-
bréf Lýsingar hf., sem kostar nú
kr. 75.943,- ( miðað við gengi
þessa viku), færð þú endur-
greiddar kr. 100.000,- eftir 3 ár,
auk verðbóta.
Búnaðarbanki íslands hefur til
sölu örugg skuldabréf Lýsingar
hf. sem er í eigu Búnaðarbanka
íslands, Landsbanka íslands,
Brunabótafélags íslands og Sjóvá
hf. Bréfin eru verðtryggð til 3 ára.
Þau eru seld með afföllum, sem
tryggja kaupendum 36% raun-
virðisaukningu á tímabilinu, eða
10,8% raunvexti á ári.
Söluverð 27.-31. júlí: 75.943,-
í dag er verðmæti hvers bréfs
orðið kr. 102.015,- vegna hækk-
unar lánskjaravísitölu.
BÚNAÐARBANKINN
TRAUSTUR BANKI