Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRÉTTIR Frakkland „Hundurinn sagði ekki ég, kötturinn sagði ekki ég...“ Enginn afstórlöxumfranskra stjórnmála hefur enn gefið út yfirlýsingu um framboð sitt íforsetakosningum að ári. Þeir óttast hin fornu spádómsorð um að „hinir síðustu muni verða fyrstir og þeirfyrstu síðastir“ Jacques Chirac forsætisráðherra og Francois Mitterrand forseti. Sá síðarnefndi þegir og er hafinn yfir gagnrýni. Hinn fyrrnefndi lætur móðan mása og er fyrir vikið skotspónn hægri, mið og vinstrimanna. Francois Mitterrand kveðst alls ekki viss um að hann gefi að nýju kost á sér í embaetti forseta Frakklands en flestir telja hann fyrir löngu vera búinn að taka ákvörðun um að bjöða sig fram. Sömu sögu er að segja af tveim helstu keppinautum hans, þeim Raymond Barre, fyrrum forsæt- isráðherra, og Jacques Chirac nú- verandi forsætisráðherra. Þeir tvístíga enn og hiksta þegar talið berst að framboðsmálunum en öruggt er að þeir ætla sér í slaginn. Onefndur þingmaður Sósíalistaflokksins tekur svo til orða um yfirlýsingafælni líkleg- ustu frambjóðendanna: „Þeir eru fullvissir um að sá þeirra sem fyrstur greini frá framboði sínu renni á rassinn í kosningunum.“ Einsog sakir standa hefur Mitterrand öll tromp á hendi. Eftir stjórnarskiptin í fyrra hefur hann ekki þurft að vasast í dag- legum rekstri þjóðarbúsins og þarf því ekki sýknt og heilagt að ganga í ábyrgð fyrir því sem mið- ur fer. Hann er nánast hafinn yfir gagnrýni. Mitterrand stendur nú á sjö- tugu en engu að síður verður hann æ vinsælli í Frakklandi og þorri manna vill að hann sitji ann- að sjö ára kjörtímabil í embætti. Keppinautar hans eiga mjög bágt með að koma höggi á hann og fyrrnefndur ónefndur þingmaður gefur honum ráð: „í hreinskilni sagt þarf Mitterrand ekki að gera annað en halda að sér höndum og hafa hljótt allt þar til hann gefur út yfirlýsingu um framboð sitt sex vikum fyrir kosningar." Barre nýtur einnig þeirra hlunninda að vera laus við hvunndagslegt argaþras innan- ríkismálanna því hann vildi á sín- um tíma hvergi koma nærri stjórn Chiracs. Skoðanakannanir benda til þess að hann gæti hæg- lega greitt forsætisráðherranum rothögg í fyrri umferð forseta- kjörsins og orðið mótframbjóð- andi forsetans í þeirri síðari. Þótt það sé mál manna í Frakk- landi að „sambúðin", það er að segja sú staða að forseti skuli vera sósíalisti en forsætisráðherra hægri maður, hafi tekist vonum framar er staða Chiracs veik. Hann hefur til að mynda miklar áhyggjur af fylgisaukninga ný- fasistans Le Pens en samkvæmt viðhorfskönnunum getur hann gert sér vonir um að hreppa 20 af hundraði atkvæða í fyrri umferð forsetakjörs. Það eru málefni innflytjenda sem hanga á spýtunni og forsætis- ráðherrann hefur í örvæntingu reynt að endurheimta fylgi öfga- fullra hægrimanna með loforðum um hömlur á innflutning fólks. En með því skapað sér andúð frjálslyndra afla innan eigin stjórnar. Það virðist því einu mega gilda í hvorn fótinn Chirac stígur, hann treður ávallt ein- hverjum um tær. Einsog sakir standa þarf margt að breytast í Frakklandi á einu ári eigi hann að geta gert sér minnstu vonir um að verða næsti forseti Frakklands. -ks. Evrópa Mislyndir veðuiguðir Gífurlegur hiti verður fjölda Grikkja og ítala aðfjörtjóni en í Norður-Evrópu muna menn ekki aðra eins vætutíð Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hjúkrunarfræðingar Staða deildarstjóra við Geðdeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. september nk. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en 1. októ- ber 1987. Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga við hinar ýmsu deildir sjúkrahússins. Vert er að minna á hin nýju ákvæði í samningum varðandi 80% starf og 60% næturvaktir. Allar nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri Ólína Torfadóttir og hjúkrunarframkvæmda- stjórar Sonja Sveinsdóttir og Svava Aradóttir. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa við öldrunardeild í Seli F.S.A. strax eða 1. september. Um er að ræða vaktavinnu og einnig fastar vaktir, s.s. morgunvakt frá 7.30-13.00, kvöldvakt frá 16.30-20.30 og fastar næturvaktir. Einnig vantar sjúkraliða á Lyflækningadeild strax. Nánari upplýsingar eru gefnar hjá hjúkrunar- stjórn F.S.A. kl. 13.00-14.00, daglega. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Að minnsta kosti 700 manns hafa látið lífið og 1,500 þurft að leggjast á sjúkrahús í Grikk- landi af völdum ógnþunginnar hitabylgju sem skall yfir Suður- Evrópu fyrir rúmri viku. Hita- stigið í Aþenu hefur mælst allt að 47 gráður á selsíus og fullyrða þarlendir veðurfræðingar að ekki sé kuls að vænta fyrr en eftir viku. Það er einkum eldra fólk sem á við hjarta- og lungnasjúkdóma að glíma sem orðið hefur fyrir barðinu á veðurplágunni. Ríkis- stjórn landsins lýsti yfir neyðar- ástandi um helgina og öllum starfsmönnum útfararstofnana er gert að vinna yfirvinnu! Að minnsta kosti ein miljón Aþeninga hefur flúið hið forna höfuðból og leitar mildara veður- fars uppí fjöllum, við strendur eða útí eyjum. Jafnvel flækings- kettir láta lítt á sér kræla á götum og bykir annálsvert. A Suður-Ítalíu hafa fimmtíu manns dáið af völdum hitans og þar er vatn víða skammtað um þessar mundir. Hitastigið hefur mælst um 40 gráður og þrásinnis hefur eldur kviknað í skógum. í borginni Catanzaro reistu um 500 manns vegartálma í mótmæla- skyni vegna skorts á drykkjar- vatni. Á sama tíma og ástandið er slíkt í suðri rignir sleitulaust í norðri. í Feneyjum og nágrenni hefur gengið á með regnskúrum og hagléljum uppá síðkastið og hefur hitinn sjaldnast farið yfir 18 gráður. Það er ýmist of eða van hjá ítölum nú um stundir. Menn flýja unnvörpum úr hinni fomu háborg vestrænnar menningar. Frakkar fara ekki varhluta af hitasvækjunni og í suðaustri loguðu miklir eldar í skógum um helgina. 800 slökkviliðsmenn börðust af hörku við vágestinn og höfðu sigur en þá voru 1,800 hektarar skóglendis orðnir að sviðinni jörð. Veðurfræðingar í Lundúnum kváðu hitabylgjuna eiga upptök sín í Saharaeyðimörkinni, sunn- anvindar bæru hana yfir Norður- Afríku og Miðjarðarhafið en engar líkur væru á því að hún bærist alla leið norður yfir Erm- arsund. Um miðbik Evrópu verða skil. íbúar í norðanverðri álfunni muna ekki aðra eins sumarkulda, nær daglega hafa grá regnský hul- ið himin og skvett úr sér yfir rétt- láta og rangláta. Aldrei hefur verið jafn mikil eftirspurn eftir ferðum á suðlægari slóðir þó það kunni að breytast nú eftir að fréttir tóku að berast af hitabræl- unni miklu. í Briissel, höfuðborg Belgíu, voru færri sólarstundir í júnímán- uði en nokkurn tíma áður á þess- ari öld og þurfa þeir að leita allt aftur til ársins 1887 til að fá sam- anburð. Sömu sögu er að segja af frændum vorum Dönum. Þar seljast „sólarlandaferöir" fyrir metfé á svörtum markaði. í ger- vallri Skandínavíu mældist með- alflitinn 10-16 gráður á selsíus í síðasta mánuði. Sænska heilbrigðisráðuneytið hefur varað landsmenn við því að halda suður til Miðjarðarhafs- landa sér til dægrastyttingar vegna hitanna, einkum eru eldri borgarar og lasburða hvattir til að fara hvergi. Jóhann nokkur Sten- beck gefur ferðamönnum eftir- farandi ráð: „Ferðamenn ættu að halda sig innandyra meðan hitinn er mest- ur á daginn og drekka mikið, allt annað en áfengi sem þeim er fyrir bestu að snerta ekki.“ -ks. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þri&judagur 28. júli 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.