Þjóðviljinn - 28.07.1987, Side 16

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Side 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þiómnuiNN Þriðjudagur 28. júlí 1987 162. tölublað 52. árgangur Vi LEON AÐFARSCLLI SKÓIACÖNCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHE Ásgeir Blöndal láfinn r Asgeír Blöndal Magnússon lést á laugardaginn á Borgarspit- alanum, 77 ára að aldri. Ásgeir var fæddur 2. nóvember 1909 í Tungu f Arnarfirði. Hann var einn af frumkvöðlum sósíalí- skrar hreyfingar og liggja eftir hann bæði eigin rit og þýðingar um pólitíska fræðikenningu. Hann starfaði í Kommúnista- flokki íslands og átti sæti i mið- stjórn Sósíalistaflokksins og Al- þýðubandalagsins. Ásgeir var einn fremsti mál- fræðingur landsins. Hann vann við Orðabók Háskólans frá því sú stofnun komst á laggir, var for- stöðumaður hennar síðustu starfsár sín þar, og er kunnur um allt land fyrir hlut sinn að út- varpsþáttunum um íslenskt mál. Ásgeir skrifaði fjölda greina um málfræði, einkum orðfræði, og síðustu æviár sín lagði hann allt kapp á að fullbúa mikla orðsifja- bók, fyrstu orðabók af því tæi um nútímaíslensku. Mun hún nú nær frágengin til prentunar. Ekki er ákveðið hvenær útför Ásgeirs Blöndals verður gerð. Þjóðviljinn kveður traustan fræðimann og góðan samherja, og sendir konu Ásgeirs, Njólu Jónsdóttur, vandamönnum öðr- um og samstarfsmönnum inni- legar samúðarkveðjur. Ritstj. Tölvunámið Stærðfræðingar mótmæla Kemur þjóðfélaginu í koll að fórna langtímahagsmunum fyrir stundar- hagsmuni, segir í ályktun stœrðfrœðiskorar HI um háskóla Verslunarskólans Háskólanám verður að veita þann undirbúning sem nauðsynlegur er til að stunda fræðilegt framhaldsnám og rann- sóknir í viðkomandi grein. Það getur verið stundarhagur að van- rækja fræðilega menntun og rannsóknir, en þegar fram í sækir mun það koma atvinnugreininni og þjóðfélaginu f koll, segir m.a. í ályktun stærðfræðiskorar Há- skóla íslands um tölvuháskóla á vegum Verslunarskólans og áforma um ári styttra B.S.-nám í tölvufræðum en er við Háskóla íslands, eða 2 ár í stað 3. „Stærðfræðiskor mælir gegn því að aðrir hérlendir skólar en Háskóli íslands bjóði B.S.-gráðu í tölvufræði nema tryggt sé að svipaðar kröfur séu gerðar til námsins og við Háskóla íslands," segir í ályktun stærðfræðiskorar og bent er á að niðurskurður á fræðilegri undirstöðu myndi gera nemendur óhæfa til frekara há- skólanáms. Vegna auglýsingar frá Versl- unarskólanum eftir kennurum, þar sem ekki er minnst á kröfur um menntun og rannsóknar- skyldu, tekur stærðfræðiskor H.í. fram að ætlast sé til að við háskóla sé unnið að fræðistörf- um. „Vart getur því verið um „háskóla" í venjulegri merkingu orðsins að ræða“ segir um tölv- uháskóla Verslunarskólans. í ályktun stærðfræðiskorar er á það bent að mikil þörf sé fyrir hagnýtt starfsnám í tölvufræðum eins og það sem Verslunar- skólinn hyggst bjóða uppá, þar sem áhersla er lögð á tækniþjálf- un sem nýtist bæði fljótt og vel atvinnulífinu. „Þetta er mikil- vægt hlutverk en hlutverk há- skóla er annað.“ -rk Knattspyrnumenn á öllum aldri voru að um helgina. Á myndinni skera KR-ingar annað mark sitt gegn Fram í úrslitaleik Pollamótsins. Mynd:E.OI. Sjá nánar íþróttir bls. 9-12. Hollenskir selavinir Hlýddu ekki fyriimælum Yfirdýralœknir: Skilyrði að sleppa selunum á hafi úti að var sett sem skilyrði fyrir innflutningi selanna hingað til lands að þeim yrði sleppt á hafi úti, en samkvæmt fréttum virðist það hafa verið þverbrotið og þeim sleppt í höfninni í Grímsey. Svona framkoma hlýtur að draga úr frekari viðleitni okkar til að gefa grænt Ijós á að komið sé hingað með seli frá Evrópu til að sleppa hér við land, og við mun- um gera okkar athugasemdir við það, sagði Sigurður Sigurðarson, settur yfirdýralæknir, við Þjóð- viljann. Þrem hringanórum og þrem vöðuselum var sleppt í höfnina í Grímsey síðastliðinn laugardag, en þeir komu flugleiðis frá Hol- landi, þar sem þeim hafði verið hjúkrað eftir að þeir höfðu fund- ist nær dauða en lífi við strendur Hollands og Belgíu. Það var hol- lensk kona, Lenie Hart, sem hafði umsjón með selunum, en hún er stofnandi selaspítala sem selaverndunarstofnun Hollands, Zeehonden Creche, rekur. Með í förinni voru frétta- og blaðamenn frá sjónvarpi, útvarpi og blöðum í Hollandi. Að sögn Sigurðar yfirdýra- læknis voru selirnir skoðaðir af dýralækni við komuna hingað, til að ganga úr skugga um heilbrigði þeirra. Sagði Sigurður að það væri bannað að koma með lifandi dýr til landsins, en undanþága Jóhann Hjartarson tapaði í gær skák sinni við Ungverjann Adorjan í áttundu umferð milli- svæðamótsins í Szirak í Ung- verjalandi. Hann er nú í 5.-7. sæti og teflir í dag við Marin frá Rúm- eníu. í 7. umferðinni á sunnudag gerði Jóhann jafntefli við Svíann Andersson. -Hann fór í vitlausa áætlun í miðtaflinu og lenti í óverjandi stöðu, sagði aðstoðarmaður Jó- hanns, Elvar Guðmundsson, í verið gerð í þessu tilfelli með áð- umefndum skilyrðum. Með leyf- isveitingunni hefði einnig verið tekið tillit til fjölmiðla að því leyti að neita ekki um þennan flutning til þess að beina ekki kastljósi er- lendra fjölmiðla að neikvæðri af- Skák gærkvöldi. Elvar sagði að þeir fé- lagar væru þokkalega bjartsýnir þrátt fyrir slæman dag, Jóhann hefði hingaðtil staðið sig mjög vel í keppni við öfluga menn. önnur umferð í 8. umferð voru: Ungverjinn Portisch vann Todorscevic, Flear vann Nunn, Milos vann Allan, Ljubojevic og Beljavskí gerðu jafntefli, sömu- leiðis Salof og Benjamin, Andersson og de la Villa. Staða efstu manna eftir átta stöðu íslenskra yfirvalda, ef neit- að hefði verið samkvæmt bók- stafnum. En sem kunnugt er var Hollendingum neitað um að koma til Noregs, en selimir eru ættaðir frá Jan Mayen. -grh umferðir: 1. Beljavskí (Sovét) 5 Ví vinning og eina frestunarskák (gegn Andersson), 2.-4. Portisch (Ungó), Milos (Brasilíu), Ljubo- jevic (Júgó) 5'/2, 5.-7. Jóhann, Nunn (Engl.), Salof (Sovét) 5 vinninga. Elvar sagði þessa sex til sjö sig- urstranglegasta, þó síst Milos sem þefur teflt vel en á eftir marga sterkustu mennina. Þrír komast áfram í 14 manna áskor- endakeppni. -m ísafjarðarkirkja Stóll og fontur eftir Óljóst hvort gert verður við eða byggð ný kirkja (safjarðarkirkja skemmdist mjög í eldsvoða snemma í gær- morgun. Slökkviliði ísafjarðar var tilkynnt um eldinn klukkan 4,30. Greiðlega gekk að ráða nið- urlögum hans og lauk því á tveimur tímum. Allir innan- stokksmunir kirkjunnar urðu eldinum að bráð, nema prédikunarstóliinn og skírnar- fonturinn. Eldsupptök eru ók- unn. Að sögn Gunniaugs Jónas- sonar, formanns sóknarnefndar ísafjarðarkirkju, er kirkjan illa farin ef ekki alveg ónýt. Hún var byggð 1863 af Hálfdáni Ein- arssyni og er því tæpra 125 ára gömul, en nýlega voru gerðar á kirkjunni miklar endurbætur. Bjóst Gunnlaugur við að það yrði ljóst á næstu dögum hvort ráðist yrði í að byggja nýja kirkju eða hvort gert yrði við þá gömlu. Sóknarprestur á ísafírði er sr. Jakob Hjálmarsson. -grh Slæmur dagur í Szirak Tap fyrir Adorjan íáttundu umferð

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.