Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 3
ÖRFRÉTTIRi Bera Nordal hefur veriö setlur forstööumaður Listasafns íslands til bráðabirgða eftir fráfall Selmu Jónsdóttur. Bera er 32 ára listfræðingur og hefur verið safnvörður við Lista- safnið frá 1980, og var áður við nám í Svíþjóð og Englandi. Bera er dóttir Jóhannesar Seðla- bankastjóra, gift Sigurði Snævari hagfræðingi. Öldrunar- lækningadeildir Landspítalans í Hátúni eru nú þremur sjónvörpum ríkari. Rauðikrossinn afhenti sjónvörpin í síðustu viku, og eru þau á háum hjólaborðum, ætluð einkum til áhorfs inná sjúkrastofum þeim sjúklingum sem ekki geta notið sjónvarps í setustofunni. Sjón- vörpin eru afrakstur af samvinnu Rauðakrossins og Bylgjuút- varpsins um síðustu jól, þegar hlustendum gafst kostur á að senda jólakveðjur gegn vægu gjaldi. Söfnuðust þá tæpar 100 þúsund krónur. Togveiðibannið útaf Austfjörðum er ekki lengur í gildi. Það var sett á í febrúar, og rýmkað fyrir stuttu. í síðustu viku könnuðu veiðieftirlitsmenn sjáv- arútvegsráðuneytisins svæðið og komust að þeim niðurstöðum að smáfiskur er genginn af svæðinu og því engin ástæða til að hefta þar veiðar. Allt eða ekkert segja Kreditkort og Ríkisútvarpið um nýgerðan samning sinn um greiðslu útvarpsgjalds með Evró- kortum. Það er víst ekki hægt að greiða einstaka reikninga með kortinu og aðra með peningum eða alls ekki, heldur verða greiðendur að tilkynna öðrum hvorum um að þeir ætlist til að héðan í- frá greiði þeir alla út- varpsgjaldsreikninga gegnum Evró. Kúlubréf kallar SPRON ný verðtryggð skuldabréf sem samtals eru að nafnverði 50 milljónir og eru seld í 100 þúsund króna einingum. Þau sem skemmst gilda hafa gjald- daga í mars ‘88 og þau sem lengst gilda í mars ‘91. Skulda- bréfin eiga að tryggja kaupend- um 9,7% ársávöxtun. Húsnœði Langt í loforðin Engar líkur eru á því að farið verði að afgreiða lánsloforð frá Húsnæðismálastofnun á ný fyrr en samkomulag við lífeyris- sjóðina hefur verið endurskoðað eftir væntanle^a vaxtahækkun spariskirteina ríkissjóðs. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann að nú væri verið að bíða eftir niðurstöðum athugunar á húsnæðiskerfinu, áður en kerf- ið yrði endurskoðað. Hún sagði að sér virtist ekki síst mikiivægt að afnema „sjálfvirknina" í kerf- inu, sem gerir öllum kleift að fá lán á fimm ára fresti óháð aðstæð- um og eignum. -K.ÓI. ____________FRÉTTIR_____________________ Félagsdómur Verkfall nær til allra Dómur Félagsdóms í deilum verkfrœðinga leggur grunn að nýrri reglu um þátttöku í verkfalli. Verkfallsboðun nœr út fyrir raðir félagsbundinna Félagsdómur hefur með dómi sínum í verfræðingadeilunni sem felldur var 30. júní sl. lagt til grundvallar stefnumótun varð- andi til hverra boðað verkfall verkalýðsfélags skuli ná. Sam- kvæmt dómnum er öllum þeim sem starfa í þeirri starfsgrein sem verkalýðsfélagið nær til gert að taka þátt í verkfallinu og þá eru meðtaldir þeir sem ekki eru skráðir í félagið. Einungis þeir sem eru skráðir í stéttarfélag vinnuveitenda eru undanskildir. í kjaradeilum verkfræðinga fyrr í sumar kom upp sú staða að verkfræðingar sem eru hluthafar í Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen og starfandi þar, neituðu að leggja niður vinnu í boðuðu verfalli Stéttarfélags verkfræð- inga. Verkfallsverðir reyndu að hindra að þeir gætu stundað vinnu vegna meints verkfalls- brots. Málið hafnaði í Félags- dómi þar sem Félag ráðgjafar- verkfræðinga, sem er félag vinnu- veitenda, krafðist þess fyrir dómi að Stéttarfélaginu yrði skylt að þola það að eigendur stofunnar, eða hluthaffir, sem ekki eru fé- iagar í Félagi ráðgjafarverkfræð- inga fengju að vinna í verfallinu. Þá kröfðust þeir einnig að að- gerðir Stéttarfélagsins væru dæmdar ólögmætar. Reglan almennt hér á landi, og á hinum Norðurlöndunum, hefur verið sú að stéttarfélag geti ekki látið verkföll sín ná til annnarra en þeirra sem eru félagsbundnir. Af þessum sökum vekur dómur Félagsdóms sérstaka athygli, en hann kemst að þeirri stórmerku niðurstöðu að verfallið skuli ná til allra sem ekki eru beinlínis fé- lagsbundnir í Félagi ráðgjafar- verkfræðinga. í dómnum segir m.a.: „Verk- fall hins stefnda stéttarfélags beinist að viðsemjanda þess, fulltrúaráði Félags ráðgjafar- verkfræðinga. Eins og aðild fé- lagsmanna í Félagi ráðgjafar- verkfræðinga að fulltrúaráði fé- lagsins er háttað, verður að telj- ast óeðlilegt að telja þeim skylt að taka þátt í verkfalli Stéttarfé- lags verkfræðinga. Hins vegar verður ekki faliist á með stefn- anda að allir hluthafar á Verkf- ræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. vinni verkfræðistörf í löglegu boðuðu verkfalli stefnda, þar sem hlutafjáreign ein og sér verð- ur ekki taiin veita hluthöfum stöðu vinnuveitanda.“ -K.Ól. Verðlag Bensín hækkar Bensínverð hækkar um 2% frá núgildandi útsöluverði, vegna afnáms sérstakra afsláttarreglna sem gilt hafa um bensínkaup frá Sovétríkjunum. Nokkur bót er þó í máli að blýinnihald bensínsins lækkar og verður því útblástur bifreiða ekki jafn baneitraður og verið hefur. Sökum ákvæðis í samningi við Sovétmenn um olíukaup lækkar blýmagn þess bensíns sem hingað er fengið frá Sovétrikjunum, úr 0,40 gu á lítra í 0,15 grömm, en það mun vera sama blýinnihald og tíðkast almennt í Vestur- Evrópu. Jafnframt lækkar okt- antala venjulegs bensíns úr 93 oktönum í 92, en oktantala „gæð- abensíns“ verður áfram óbreytt. Olíufélögin báru upp mótmæli við Sovétmenn vegna lækkaðs oktanmagns, en seljandinn bar við tæknilegum örðugleikum, segir í fréttatilkynningu olíufél- aganna. Að jafnaði hefur lægri oktant- ala engin áhrif á gang bflvéla, en þó er hugsanlegt að einstaka bifr- eiðaeigendur kunni að hafa ein- hvern ama af. Lendi bifreiðaeig- endur í erfiðleikum með gang far- artækja sinna, er þeim bent á að gaumgæfa vel hvað handbækur, sem með bflum fylgja, segja um oktanþörf vélarinnar. ^ Þjóðhátíð Stanslaus skemmtun Búist við miklu fjölmenni í Eyjum ár, sagði Ómar Jóhannsson. - Skemmtiatriðin á Þjóðhátíð- inni þetta árið verða ekki af lak- ari endanum. Hljómsveit Magn- úsar Kjartanssonar, Greifarnir og Eyjamenn leika fyrir dansi og skemmtikraftarnir Halli og Laddi, Ómar Ragnarsson, Pálmi Gunnarsson, Björgvin Halldórs- son, Magnús Ólafsson og Jó- hannes Kristjánsson munu láta öllum illum látum og létta mönnum lífið, sagði Ómar Jó- hannsson. Fyrir og meðan á Þjóðhátíð stendur munu flugsamgöngur verða tíðar til Eyja og Herjólfur mun ganga eftir „þjóðhátíðará- ætlun“ milli lands og eyja. -rk Hér verður íslenska skemmti- kraftalandsliðið um verslun- armannahelgina. Valinn maður í hverju rúmi, sagði Ómar Jó- hannsson, félagi í Knattspyrnu- félaginu Tý I Vestmannaeyjum, sem sér um Þjóðhátíð Eyjamanna þetta árið. - Herlegheitin hefjast á föstu- daginn klukkan tvö og hátíðinni verður slitið seint á mánudag. Við þurfum að selja um 4000 manns inn svo að hátíðin standi undir kostnaði. í fyrra keyptu sig inn 7000 manns, eða rúmlega það, en allt í allt taldist okkur svo til að 12000 manns hafi verið á Þjóðhátíðinni. Við gerum okkur vonir um að það verði ekki færra í Málfundur í miðbænum. Torgið, „agora", skipti miklu máli í fornmenningu Grikkja. Þar komu frjálsir menn saman til samræðna, verslunar og ráðagerða ýmiss konar, þaðan var höfðingjum steypt af stóli, og þar var hin eiginlega vagga lýðræðis í grísku borgríkjunum. Miðbærinn í Reykjavík hefur ekki ósvip- að hlutverk á suðvesturhorninu, þótt okkur þyki ólíklegt að á málfundinum hér á myndinni hafi verið lagt á ráðin gegn hinum háu herrum í stjórnarráðinu. (mynd: E.ÓI.) Lax Þurrkar tálma veiði Nœr 600 laxar veiddir í Elliðaám, 700 laxar í Norðurá í Borgarfirði. Minniveiði en gertvar ráð fyrir. Þurrkumkennt Það hefur hvergi verið neitt stórt að gerast í veiði það sem af er sumri, þrátt fyrir að sér- fræðingar voru búnir að lofa góðu Iaxasumri. En við eigum hönk upp í bakið á Veðurstofunni fyrir þurrkana sem hafa verið eindæma miklir hér á iandi í sumar og það er vafalítið ástæðan fyrir því að hið góða laxasumar gengur ekki eftir, sagði Friðrik Stefánsson framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur í samtali við Þjóðviljann. um Að sögn Friðriks eru komnir á land úr Elliðaánum um 550-600 laxar, úr Norðurá í Borgarfirði um 700 laxar, en var mun meira á sama tíma í fyrra. í Alviðru í Sogni eru komnir um 60 laxar á land og í Ásgarði hafa veiðst um 40-50 laxar. í Breiðdalsá fyrir austan hafa veiðst um 50 laxar, en um miðja vikuna veiddust í ánni 16 laxar á einum degi, sem þykir mjög gott þar eystra. „Þrátt fyrir að veiðin sé ekki eins mikil og vonast var til að hún yrði, þá eru veiðimenn ekkert bangnir við að reyna. Á meðan einhver fiskur er í á, þá standa menn vaktina þolinmóðir og láta engan bilbug á sér finna. Enda veiðileyfi ódýr sem við seljum. Það er hægt að komast í ágætis laxveiðiá hjá okkur fyrir allt að tvö þúsund krónur fyrir eina stöng yfir daginn. Það kallast bara nokkuð gott miðað við ýmis- legt annað verðlag sem þekkist í dag,“ sagði Friðrik Stefánsson. -grh. Selfoss Innbrot í KÁ Aðfaranótt mánudags var brotist inn í Vöruhús KA á Sel- fossi. Nokkrar skemmdir voru unnar, afgreiðslukassi brotinn upp og skiptimynt stolið. Þá stálu þjófarnir sendibifreið sem var geymd inni i húsinu, og fannst hún um miðjan dag í gær í Breið- holtinu. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn innb- rotsins og varðist hún allra frétta í gær um rannsókn málsins. Þó nokkuð annríki var um helgina hjá lögreglunni á Sel- fossi. Ellefu ökumenn voru kærð- ir fyrir meinta ölvun við akstur og nokkrir tugir ökumanna voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Að sögn Tómasar Jónssonar lögregluþjóns virðast sumarbú- staðagestir áberandi við ölvunar- aksturinn. - grh. Þriðjudagur 28. júlí 1987 jÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.