Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 8
Grímur Valdimarsson: Það má kannski deila um hvort ekki væri æskilegt að við gæfum okkur meiri tíma til beinnar þekkingarleitar. Það er hins vegar mín skoðun að það sé mjög jákvætt að vinna svo mikið
með fyrirtækjunum sem raun ber vitni. Það skaþar mjög góð tengsl milli fyrirtækjanna og stofnunarinnar. Myndir E.ÓI.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
Sjáum fram á tækni-
byttingu í fiskviimslu
Þjóðviljinn rœðir við Grím Valdimarsson, forstjóra Rannsóknastofnunarfiskiðnaðarins: Verðum að
taka okkur á efvið ætlum að vera ífremstu röð íþessari atvinnugrein. Forsvarsmenn fiskvinnslunnar
jákvœðir gagnvart rannsóknum ogþróunarstarfi. Opnirfyrir nýjungum og fljótir að tileinka sér þœr
í öðru lagi veitum við fyrir-
tækjunum ýmsa ráðgjöf og störf-
Sem fiskveiði- og fiskvinnslu-
þjóð verða íslendingar að vera
framarlega á tæknisviðinu og sem
stendur erum við það. En það er
spurning hversu lengi við höldum
þessu forskoti og ég tel að við
verðum að herða okkur verulega
á næstunni ef við ætlum að halda
okkur í framvarðarsveitinni,
segir Grímur Valdimarsson, for-
stjóri Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins gegnir margþættu og mikil-
vægu hlutverki í íslenskri fisk-
vinnslu og er raunar mikilvægur
þáttur í allri umræðu um fram-
þróun í fiskvinnslu hér á landi.
„Það er auðvitað geysiiega
mikilvægt að í þessari atvinnu-
grein eigi sér stað endurnýjun og
þróun og það má segja að okkar
hlutverk sé að vera alltaf feti
framar en iðnaðurinn sjálfur.
Hluti af þeirri starfsemi felst í
rannsóknum á hlutum sem
kannski nýtast í atvinnugreininni
í náinni framtíð. Og ég held að
við séum á réttri leið,“ segir
Grímur þegar minnst er á þetta
hlutverk stofnunarinnar.
Aftur til 1934
„Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins rekur sögu sína allt aftur til
ársins 1934, er sett var á stofn
rannsóknarstofa Fiskifélags ís-
lands. Árið 1965 var tekin
ákvörðun um að aðskilja rann-
sóknir við H.í. frá rannsóknum
fyrir atvinnuvegina. Þá urðu til
þessar rannsóknarstofnanir at-
vinnuveganna og R.f. er ein
þeirra. Nú á síðari árum hefur
samstarf Háskólans við atvinnu-
vegina verið að aukast á ný.
Hjá okkur vinna rúmlega 50
manns, ef með eru taldir starfs-
menn útibúanna fjögurra, á ísa-
firði, á Akureyri, í Neskaupsstað
og í Vestmannaeyjum. Háskóla-
menntað fólk er í meirihluta
meðal starfsfólksins, efnafræð-
ingar, matvælafræðingar, verk-
fræðingar, tæknifræðingar, líf-
fræðingar og örverufræðingar.
Starfsemin hér við Skúlagöt-
una skiptist í 5 deildir, efnafræði-
deild, snefilefnadeild, vinnslu- og
vöruþróunardeild, örverudeild
og tæknideild.
Starfsemi stofnunarinnar má
hins vegar skipta í þrjá megin-
þætti. Þar má í fyrsta lagi nefna
þjónustumælingar, sem byggjast
á þjónustu við fyrirtæki í fisk-
iðnaði. Þetta starf felst í grein-
ingu sýna sem okkur eru send.
Fyrirtækin borga sjálf fyrir þessa
þjónustu og ég áætla að um helm-
ingur okkar tíma fari í að sinna
þessum þætti.
um að skammtímaverkefnum t
samráði við þau.
Síðast en ekki síst er hér unnið
að eiginlegum rannsóknaverk-
efnum á ýmsum sviðum og í það
fara 40-45% af okkar tíma.“
Fyrirtœkin
inni á gólfi
„Það má kannski deila um
hvort ekki væri æskilegt að við
gæfum okkur meiri tíma til
beinnar þekkingarleitar. Er-
lendis er algengast að stofnanir í
ætt við okkar stundi nær ein-
göngu beinar rannsóknir.
En það er hins vegar mín
skoðun og margra annarra að það
sé mjög jákvætt að hafa fyrir-
tækin ( þessari atvinnugrein svo
mikið inni í gólfi hjá okkur og
raun ber vitni. Það skapar góð
tengsl milli stofnunarinnar og
fyrirtækjanna. Með þessu er ég
þó ekki að segja að við myndum
ekki kjósa að geta stundað rann-
sóknir í ríkari mæli.
Það er rétt að geta þess að okk-
ur er ekki skylt að sinna eftirliti
eins og Ríkismat sjávarafurða og
við höfum engan lagalegan rétt til
þess að loka frystihúsum sem
ekki uppfylla kröfur.
Þó er ákvæði í reglugerð um
eftirlit okkar með lagmetisiðn-
aði. Hvað þá grein varðar höfum
við raunverulega tveimur hlut-
verkum að gegna. Annars vegar
veitum við fyrirtækjum í lagmet-
isiðnaði ráðgjöf á ýmsum svið-
um, en hins vegar getum við lent í
þeirri stöðu að þurfa að stöðva
útflutning frá þessum fyrirtækj-
um. Þessu teljum við að þurfi að
breyta og viljum að Ríkismatinu
verði falið þetta eftirlit.“
Líftœkni
í fiskvinnslu
Þú minntist á rannsóknir sem
hugsanlega gætu nýst iðnaðinum
þegar fram líða stundir.
„Rannsóknir á sviði líftækni
eru gott dæmi um þetta. Það hafa
verið gerðar tilraunir með notk-
un ensíma í fiskiðnaði og þar
erum við að byggja upp þekkingu
sem iðnaðurinn gæti síðar fært sér
í nyt, en það er hugsanlegt að
notkun ensíma verði tekin upp
áður en langt um líður.
Á þessu sviði hefur ýmislegt at-
hyglisvert komið í ljós og ýmsir
möguleikar hafa opnast. Við höf-
um lagt áherslu á notkun prótein-
niðurbrjótandi ensíma við að
fjarlægja himnur, roð og fleira af
hráefninu.
Við höfum til dæmis komist að
raun um að unnt er að fjarlægja
roð af tindaskötu (tindabikkju)
með því að leggja hana í en-
símbað og skola roðið síðan af
með vatni. Það hefur ekki reynst
vel að roðfletta skötu með vélum
og við teljum okkur þarna hafa
fundið raunhæfa leið til að leysa
þetta vandamál. Ég held að
það verði hægt að nota þessa að-
ferð í vinnslunni áður en langt um
líður og með þessu gætu opnast
ýmsir möguleikar. Það er áætlað
að veiðist um 2000 tonn af tinda-
bikkju sem aukaafli á hverju ári,
en henni er yfirleitt hent. Þetta er
þó mjög góður matfiskur og það
er mikill markaður fyrir hann í
Evrópu.
Afhreistrað
með ensímum
„Við höfum einnig gert tilraun
með notkun ensíma við af-
hreistrun á fiski. Þær aðferðir
sem nú eru notaðar geta farið illa
með hráefnið, en við teljum að
hægt sé að afhreistra fisk með því
að setja hann í ensímabað og
skola hreistrið síðan af. Einnig
mætti nefna verkefni sem miðar
að því að himnufletta lifur með
ensímum, en það verkefni er nú á
lokastigi.
Það er með þessa hluti eins og
allt annað að það er að mörgu að
hyggja, en þetta er framtíðarsýn,
raunhæf framtíðarsýn.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. júlí 1987