Þjóðviljinn - 08.08.1987, Síða 3

Þjóðviljinn - 08.08.1987, Síða 3
FRÉTTIR BM Vallá í Bolungarvík Steypan stóriækkar KristinnH. Gunnarsson: Steiniðjan hf. á ísafirði grœddi 14-1500 krónurfyrirhvernseldan steypurúmmetra ífyrra. Samkeppnin kemur íbúðabyggjendum til góða Með tilkomu steypustöðvar- innar frá BM Vallá hingað til Bolungarvikur hefur verð á steypu lækkað um eitt þúsund krónur á rúmmetra, úr 6.902 krónum í 5.900 krónur. Mögu- leiki er á því að verðið iækki um annan þúsundkall á vori kom- anda, segir Kristinn H. Gunnars- son, bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins í Bolungarvík. Mikill hvellur varð á ísafirði um miðjan júní síðastliðinn þegar steypubílar frá Steiniðjunni hf. meinuðu uppskipun á steypu- stöðinni frá BM Vallá í ísafjarð- arhöfn. Töldu menn að með til- komu hennar væri vegið að ís- firskri steypuframleiðslu. Að sögn Kristins var löngu kominn tími til að Steiniðjunni hf. á ísafirði yrði veitt einhver samkeppni í steypunni, því sam- kvæmt heimildum hans var gróði Steiniðjunnar á síðasta ári hvorki meiri né minni en 14-1500 krónurj af hverjum seldum rúmmetra af1 steypu. Ennfremur hefur hátt verð á steypu hingað til gert það að verkum að íbúðabyggjendur þar vestra auk annarra sem þurft hafa að kaupa steypu frá Steiniðj- unni hafa þurft að borga mun meira í byggingarkostnað heldur en eðlilegt hefur mátt telja. Einn- ig ber að hafa það í huga að við- skiptavinir Steiniðjunnar hf. voru svo til eingöngu á ísafjarð- arsvæðinu. Nágrannabyggðar- lögin í kring keyptu ekki steypu af Steiniðjunni vegna þess að hún þótti of dýr. Meðal þeirra byggð- j arlaga voru Súðavík, Suðureyri við Súgandafjörð og Fiateyri við Önundarfjörð. Þingeyri hefur haft sína eigin steypustöð og Bol- víkingar hrært sína steypu með steypuhrærivél. Á þessum stöð- um sem keyptu ekki steypu frá Steiniðjunni hefur verið notast við steypuhrærivélar upp á gamla móðinn. „Þegar allt kemur til alls þá hafa launþegar hagnast á til- komu BM Vallá og það er fyrir mestu,” sagði Kristinn að lokum. grh BÚ 87 Síðustu bolamir Tvö fullorðin naut á landinu Fyrir svona þremur áratugum, hvað þá ef lengra er litið, þótti ómissandi að næstum því hvert nautgriparæktarfélag ætti sitt eigið naut. Skyldi nokkur hafa trúað því þá að á því herrans ári 1987 fyrirfyndust aðeins tvö full- orðin, íslensk naut á öllu landinu? Tæplcga. Engu að síður er þetta nú orðið staðreynd og einnig hitt að þeir eru nú orðnir fáir landarnir sem nokkru sinni hafa augum litið þann tilkomumikla skapnað sem fullorðið íslenskt naut óneitan- lega er. Nú eru naut naumast látin lifa nema í tvö ár, en þá hef- ur verið tekið en þá hefur verið tekið úr þeim sæði sem endist í 10-20 ár. Á síðuatu stundu áttuðu glöggir menn sig á því að ekki gæti heil þjóð látið það um sig spyrjast að hún ætti ekki í fórum sínum fullvaxið naut. Þess vegna var tveimur þyrmt. Eru þau geymd á Hvanneyri og heita Spori og Stakkur. Þessir myndar- legu gripir verða nú til sýnis á BÚ 87 og dregur það væntanlega ekki úr aðsókn að sýningunni. -mhg Fiskfœlni Pjóðverja Veröhmnið áfram Síðari sala Ögra RE í gœr. Fékk 24.22 krónur fyrir kílóið afúrvals karfa. Þýskirfisk- kaupendur uggandi um sinn hag. Breiðistfisk- fælnin út? Síðari sala togarans Ögra RE fór fram í Þýskalandi í gær. Voru þá seld 162 tonn af úrvals karfa og var meðalverðið sem fékkst fyrir hann 24.22 krónur fyrir kflóið. í fyrradag seldi Ögri 152 tonn af karfa og fékk þá 26 krónur fyrir kflóið. Að öllu jöfnu hefði meðalverðið átt að vera helmingi hærra fyrir hvert kfló, um 50-60 krónur. Karfínn fór all- ur til frystingar. Ástæðan fyrir þessu verðhruni á fiskmakaðinum í Vestur- Þýskalandi er vegna sjónvarps- þáttar sem sýndur var þar í landi í síðustu viku um orma í marine- raðri sfld frá Danmörku. í kjöl- farið hefur fýlgt fjölmiðlafár sem hefur gert það að verkum að Þjóðverjar setja allan fisk, hvað- an sem hann kemur, undir sama hatt. Samkvæmt fréttum frá Þýska- landi er lítið framboð af fiski um þessar mundir og Þjóðverjar al- mennt búnir með sín sumarleyfi, sem þýðir að undir venjulegum kringumstæðum ætti fiskneysla þeirra að vera með meira móti en yfir hásumartímann. Meðal- neysla Þjóðverja á fiski hefur aukist um 3 kfló í ár og er hún komin upp í 13 kfló á ári. Hrun fiskmarkaðarins í Þýska- landi hefur valdið hagsmunaaðilum þar miklu hug- arangri og var í gær boðaður fundur meðal fiskkaupenda og landbúnaðarráðherra landsins til að ræða ástandið og hvað væri hægt að gera í framhaldi af því. Ekki er talin hætta á því að fisk- fælni Þjóðverja breiðist til ann- arra landa EBE svo sem Bret- iands. Ef sú staða kæmi upp væri það mjög alvarlegt fyrir ferskfisk- sölu okkar þangað. grh Ullariðnaðurinn Verðið ásteytingarsteinn Óskar Hallgrímsson framkvœmdastjórifatadeildarA lafoss: Fastgengisstefna stjórnarinnar undanfarin tvö ár hefur valdið erfiðleikum Verðspurningin hefur í mörg ár verið ásteytingarsteinn milli þessara fyrirtækja”, segir Óskar Hallgrímsson framkvæmdastjóri fatadeildar Alafoss um þau um- mæli Reynis Karlssonar hjá Landssamtökum sauma- og prjónastofa í gær að stóru fyrir- tækin í útflutningi á ullarvörum, Álafoss, Sambandið og Hilda, ráði mestu um verðið og stilli þar með litlu fyrirtækjunum upp við vegg. „Undirverktakarnir sem við köllum svo, prjóna-, sníða- og saumastofur, kaupa hráefnið af okkur og við kaupum síðan unnar vörur af þeim. Spurningin snýst um innlaupsverðið, eða með öðr- um orðum söluverð þeirra,” sagði Óskar. „Það eru markaðs- aðstæðumar sem ráða verðinu að 99 prósentum. Við getum ekki hækkað verðið í erlendri mynt vegna þess að verðbólgan í okkar viðskiptalöndum er langt frá því að vera sú sama og hjá okkur. Síðan hefur þetta verið samspil milli verðbólgu innanlands og gengisbreytinga.” „Undanfarin tvö ár hefur fastgengisstefna ríkisstjórnarinn- ar skapað mun á milli, þar sem kostnaðarhækkanir í ullariðn- aðinum hafa verið mun meiri en sú gengisaðlögun sem hefur átt sér stað á sama tíma. Það verður engin tekjuaukning meðan kostnaðurinn stígur og þar af leiðandi er ekki svigrúm hjá útflutningsfyrirtækjunum til að hækka innkaupsverðið frá saumastofunum í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem hafa í raun átt sér stað í iðnaðinum.” Að sögn Óskars hefur verið mun betra samstarf undanfarin misseri milli útflutningsfyrirtækj- anna og þeirra framleiðenda sem þeir skipta við um þessi mál. „Enda byggist það á þeim grund- velli að þetta sé alit einn og sami iðnaðurinn,” sagði Óskar. HS ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3 Rannsóknarlögreglan Myndbandastríðið dregst Myndbandaeigendur langeygir eftir úrslitum Þeir settu fram kröfur um að við tækjum málið úr höndum lögrcglu, en það getum við augljóslega ekki gert þar sem þetta er opinbert mál, sagði Frið- berí Pálsson, formaður Félags rétthafa myndbanda, þegar Þjóð- viljinn forvitnaðist um stöðu mála í myndbandastríðinu svo- nefnda sem injög hefur dregist á langinn. „Við höfum þó sýnt samnings- vilja og erum reiðubúnir til að falla frá kröfum um bætur til okk- ar sjálfra,” sagði Friðbert. Samkvæmt upplýsingum Ön- undar Jónssonar hjá lögreglunni í Reykjavík lauk efnisflokkun í mars síðast liðnum á myndbönd- um þeim sem gerð voru upptæk og er málið nú í höndum rannsóknarlögreglunnar. Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins er verið að vinna í málinu, en sú úrvinnsla reynist tafsöm vegna sumarleyfa. „Eins og er höfum við ekki mannskap til að sinna nema því nauðsynleg- asta sem til okkar berst,” sagði Sigurbjörn. „Mér finnst ótækt þegar yfir- völd í landinu ryðjast inn í fyrir- tæki eins og mitt á vægast vafa- sömum forsendum og láta greip- ar sópa um verðmæti svo hundr- uðum þúsunda og jafnvel milljónum skiptir,” sagði Þór- oddur Stefánsson í Vídeóhöllinni um þessar væringar. „Þá finnst mér ótækt að ekki skuli koma op- inber rannsókn í kjölfarið strax og þá dómur, því að þama er um að ræða gífurleg verðmæti fyrir þá sem stunda þennan rekstur. Ég hef gengið milli Heródesar og Pflatusar í þessu máli, en það er eins og enginn geti svarað neinu. Hjá mér vom 1300 myndir gerðar upptækar en engin þeirra var á bannlista lögreglu,” sagði Þóroddur. HS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.