Þjóðviljinn - 08.08.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 08.08.1987, Qupperneq 5
Er kalda stríðinu að Ijúka? Bandaríska vikuritið Time var að skrifa um Gorbatsjov, leið- toga Kommúnistaflokksins so- véska, á dögunum og sagði sem svo, að Gorbatsjof hafi að undan- förnu borið fram hugmyndir um afvopnun og sambúð risaveld- anna svo ótt og títt að Hvíta húsið hafi ekki haft við að hafna þeim. Sem betur fer er þetta ekki alveg rétt. Þeir í Hvíta húsinu hafa að sönnu verið oftar en ekki tortryg- gnir og neikvæðir þegar leiðtog- inn sovéski hefur verið að gera þeim þann snjalla grikk, að taka m.a. upp ýmsar afvopnunarhug- myndir, kenndar við núlllausnir eða jafnvel tvöfaldar núlllausnir. Snjallan köllum við þann grikk vegna þess, að ofangreindar hug- myndir um niðurskurð á kjarn- orkuvígbúnaði og útrýmingu vissra tegunda eldflauga höfðu áður komið frá Bandaríkjamönn-' um sjálfum - sem meintu kannski ekkert með þeim en báru þær fram vegna þess að þeir vissu að á þeirri stundu voru Sovétmenn ekki reiðubúnir til að samþykkja þær. En semsagt: þótt lið Reag- ans hafi verið tvístígandi, þá hef- ur samt dregið saman með risun- um og æ fleiri taka undir þá skoðun, að sú þróun sem vonandi komst á nokkurn skrið í Reykja- vík í haust leið muni fljótlega leiða til samkomulags um raun- verulegan niðurskurð á kjarnork- uvígbúnaði. Og menn vitna gjarna í annað dæmi nýlegt um að stórveldin geti sýnt samstöðu í stórmálum - þá er átt við að þau standa saman á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna að hugmyndum um vopnahlé og friðargerð í Pers- aflóastríðinu. Það er ekki langt síðan að undirskrift beggja undir áskoranir af því tagi hefði þótt mjög undarleg. Þessi tíðindi og ýmisleg fleiri sem þeim tengjast eru þörf áminning um að það kaldastríðs- ástand, sem mannfólkið hefur búið við mestallan þann tíma sem liðinn er síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk, þarf ekki að reynast einskonar óumflýjanlegt dóms- orð örlaganna. Sá sem ekki er með mér Eins og margir muna er hugar- heimur kalda stríðsins eitthvað á þessa leið: í heiminum fer fram mikil barátta milli hins góða lýð- ræðis og kommúnísks alræðis (eða: milli þeirrar framtíðarvon- ar sem sósíalisminn er og hnign- andi og um leið stórhættulegs auðvalds). í þessari baráttu mæð- ir mest á forysturíkjum hvors afls um sig, Bandaríkjunum og So- vétríkjunum. Og hvort sem mönnum líkar betur eða ver verða þeir að taka afstöðu í þessu uppgjöri eftir þeirri formúlu, að sá sem er ekki með mér er á móti mér. Ef þú ert á Vesturlöndum og ert óþekkur við Kana, þá ertu handbendi Rússa og laumu- kommi. Ef þú vilt öðruvísi sósíal- isma en sovétkerfið, þá ertu að hella vatni á myllur auðvaldsins. Og svo framvegis. í þessum hug- arheimi er erfitt, ef ekki ómögu- legt að meta ríki, flokka og menn eftir málefnum, það er alltaf spurt: hvorum eru tíðindi í hag, Bandaríkjunum eða Sovétríkjun- um? Á undanhaldi Þessi heimsmynd hefur að sönnu verið á undanhaldi. Hún varð til að mynda fyrir meirihátt- ar skakkafölllum þegar upp kom magnaður ágreiningur á miili So- vétríkjanna og Kína. Fyrst á þeirri forsendu að Kínverjar töldu sig hina einu sönnu komm- únista en Sovétmenn eins og hvert annað endurskoðunar- pakk. Síðar snerist dæmið við - Kínverjar gengu á undan grönnum sínum einmitt í endur- skoðun á „alræði öreiganna“. En hvernig sem það nú var: menn urðu að viðurkenna að. heimskommúnisminn (sem í kaldastríðsheimspeki er Samsær- ið Mikla gegn Lýðræðinu) var eitthvað annað en menn héldu. Kannski var hann ekki til. Það skipti ekki öllu að bæði í Moskvu og Peking sóru menn Marx og Lenín hollustueiða - í raun skipti það meiru að ríkin áttu í landa- mæraerjum, að hagsmunir þeirra fóru ekki saman í mörgum grein- um, að í raun áttu Kínverjar auðveldara með að semja við Bandaríkin um viðskipti og fleira en við svokallaðan pólitískan frænda sinn í norðri. Samdráttur Og nú hefur semsagt dregið talsvert saman með þeim ríkjum sem aðalhlutverkum gegndu í kalda stríðinu og notuðu það ó- spart til að hafa aga á banda- mönnum og skjólstæðingum. En um þessi ríki hafði því reyndar verið spáð sextíu árum fyrir rússnesku byltinguna, að „Rúss- land og Bandaríkin virðast til þess kvödd samkvæmt einhverri leynilegri áætlun forsjónarinnar að ráða hvort um sig örlögum hálfs heimsins" (Alexis de Tocq- ueville). Það er verulegur skriður kominn á afvopnunarviðræður sem fyrr segir: Bandaríkjamenn hafa kinkað kolli yfir fleiri niður- skurðarhugmyndum en þeir ætl- uðu sér, Sovétmenn eru ekki eins harðir á því og í fyrrahaust að gera svonefnda Stjörnustríðsá- ætlun að forsendu fyrir samkomuiagi um einstaka þætti vígbúnaðar. Þar með eru ekki all- ir birnir af velli lagðir nátttúrlega. Til dæmis að taka halda risaveld- in sem fyrr uppi harðri skothríð hvort á annað fyrir útþenslu- stefnu og heimsveldabrölt í þriðja heiminum og eru þá Nicar- agua og Afganistan efst á blaði. Samt er eins og mestallur trúð- boðsákafi sé úr stórveldunum - þau munu að sjálfsögðu halda áfram að bítast um áhrif í þriðja heiminum, en frekar í gömlum stórveldaanda en í anda þess trú- boðs sem heimtar að breiða út sitt eigið pólitfska mynstur. Og gáum að því að Sovétmenn hafa sýnt lit á að koma sér út úr Afganistan og að ævintýramennska Reaganliðs- ins í Nicaragua hefur orðið fyrir skakkaföllum. Og sem fyrr segir: að einhverju leyti eru risaveldin samstíga í Persaflóastríðinu og báðir veita þessir aðilar nú aðstoð stjórninni í Mósambik, sem áður var stimpluð sem einskonar er- inddreki Moskvuvaldsins í Afr- íku. Að því er varðar viðskipti og efnahagslegt samstarf, þá hafa Sovétmenn m.a. lýst áhuga á að- ild að GATT og Alþjóða gjald- eyrissjóðnum og ýmislegt fleira hangir á þeirri spýtu. Margt hjálpast að Það er margt sem ýtir undir þessa þróun. Ronald Reagan hef- ur að vísu margt sagt og gert sem réttlætir að hann sé kallaður harðasti andkommúnisti á forset- astól um langan aldur. En rás at- burða, eigin mistök og innbyrðis ágreiningur í Hvíta húsinu, sem kemur m.a. mjög rækilega fram í vitnaleiðslum um íransævintýrin, hafa lagst á eitt um að draga úr Reagan kaldastríðsvfgtennurnar, eða amk losa um þær. Það er svo sjálf innanlandsþróunin í Sovét- ríkjunum sem þar ýtir undir já- kvæða þróun sambúðar við Bandaríkin. Það vantar reyndar ekki að harðir hægrimenn þar vestra sjái heimskommúnískan fláttskap einnig í umbótastarfi Gorbatsjofs. En þær raddir eru þó miklu sterkari sem telja að einmitt þörf og vilji sovéskra ráðamanna til að hressa upp á so- véskt efnahagslíf og lífskjör í landinu renni öflugum stoðum undir samkomulagsvilja þeirra um afvopnun og frið. í annan stað má benda á það, að Bandaríkin og Sovétríkin eru að því leyti ólík öðrum keppi- nautum, að ekki er um verulega hagsmunaárekstra þeirri í milli að ræða á mörkuðum. Þá er og rétt að hafa það í huga, að frá því kalda stríðið stóð sem hæst hafa þær breytingar orðið í heiminum, að risaveldin geta ekki skipað öðrum ríkjum fyrir í þeim mæli sem áður var. Kjarnorkuvald þeirra hefur ekki sömu áhrif á heimsmálin og áður blátt áfram vegna þeirrar þversagnar, að það er ekki hægt að beita kjarnorku- vopnum án þess að allur heimur farist. Og að því er varðar hlut- deild þeirra í heimsframleiðslu og viðskiptum, þá hefur hún rýrnað verulega. Hin smœrri ríki Sú þróun sem hér er gerð að umtalsefni er vitanlega mjög já- kvæð fyrir flesta aðra en þá sem græða á að höndla með vopn. Hún er enginn endanlegur sigur skynseminnar vitanlega, margt er enn á kreiki sem gæti leitt til nýs kuldaskeiðs í sambúð risavelda. Og það hlýtur að vera hagsmuna- mál smærri ríkja að fylgjast sem best með þeim háska og beita áhrifum sínum í smáu sem stóru til að vinna gegn honum. Því vit- anlega hafa þau margt að vinna við undanhald þeirra sambúðar- hátta sem kalda stríðið mótaði. Með því losna æ fleiri ríki og pól- itískar hreyfingar úr nauðhyg- gjunni sem áðan var lýst með orð- unum „sá sem ekki er með mér er á móti mér“. Með því skapast aukið svigrúm til að menn geti á eigin forsendum glímt við sósíal- isma, markaðsbúskap, lýðræði og annað það sem sagan og að- stæðurnar hafa lagt á vinnuborð manna. Árni Bergmann. Laugardagur 8. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.