Þjóðviljinn - 08.08.1987, Page 6

Þjóðviljinn - 08.08.1987, Page 6
Kennarar - Kennarar Kennara vantar að Gagnfræðaskóla Selfoss: Kennara í samfélagsfræði - heil staða - og kenn- ara í erlendum málum - heil staða. Upplýsingar gefa Óli Þ. Guðbjartsson í síma 99- 1178, Jón Ingi Sigurmundsson í síma 99-1273 og Sigríður Matthíasdóttir í síma 99-2409. Skólanefnd Þroskaþjálfar Missið ekki af einstæðu tækifæri til fjölbreyttra þroskaþjálfastarfa við skemmtilegar aðstæður. Laus er til umsóknar staða þroskaþjálfa við með- ferðarheimilið Lambhaga á Selfossi. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 99-1869. Meðferðarheimilið Lambhagi Lambhaga 48, Selfossi Frá Grunnskóla Njarðvíkur Laus er staða kennara við grunnskóla Njarðvíkur næsta skólaár. Óskað er eftir kennara í raun- greinum en annað kemur þó til greina. Skólinn er aðeins í 40 km fjarlægð frá Reykjavík og er þægi- legt að fara á milli daglega. Fargjöld verða greidd. Upplýsingar veitir Gylfi Guðmundsson skólastjóri í heimasíma 92-14380 eða í skólanum í síma 92-14399. Skólastjóri £ Leyfi til daggæslu í heimahúsum SÍNE félagar athugið! Sumarráðstefna. Sumarráðstefna SÍNE verður haldin í Félags- stofnun stúdenta v/Hringbraut laugardaginn 8. ágúst kl. 14.00. MÆTUM ÖLL Stjórnin Félagsmálaráð vekur athygli á að leyfi til dag- gæslu í heimahúsum eru veitt á tímabilinu 1. ágúst til 15. október ár hvert. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er að viðkomandi sæki námskeið á vegum Félagsmálastofnunar sem haldin eru árlega. Ennfremur þarf að skila læknis- og sakavottorði og samþykkt húsfélaga ef um slíkt er að ræða. Upplýsingar um starfið veitir umsjónarfóstra í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs REYKJKJÍKURBORG JíctuMVi Stodun- Dagvist barna í Reykjavík tilkynnir opnun leyfis- veitinga fyrir daggæslu á einkaheimilum ' á tímabilinu 1. ágúst til 31. október. Nánari upplýsingar veita umsjónarfóstrur með dagvist á einkaheimilum á skrifstofu Dagvista í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, s. 27277. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dagvista. Lausar stöður dýralækna 1. Embætti héraðsdýralæknis í Norðausturlands- umdæmi. 2. Embætti héraðsdýralæknis í Barðastrandar- umdæmi. 3. Staða dýralæknis hjá Sauðfjárveikivörnum á Keldum. Laun eru samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist landbúnaðarráðuneytinu fyrir 20. september 1987. Landbúnaðarráðuneytið 6. ágúst 1987. Kennari góður Við grunnskóla Vestmannaeyja vantar nokkra almenna kennara og kennara á sviði líffræði, mynd- og handmenntar, tónmenntar (mikið starf t.d. við tónlistarskólann á fiðlu og þverflautu), enskukennara og sérkennara. Margs konar fyrir- greiðsla svo sem flutningur á búslóð til Vestmannaeyja, útvegun húsnæðis og barna- og leikskólaaðstöðu. Uppl. í símum: Barnaskóli 98-1944, 98-2586, Hamarsskóli 98-2644, 98-2703, skólafulltrúi 98- 1088. Starfsmaður við íþróttamannvirki Starfsmaður óskast að íþróttamannvirkjum Kópavogs. Starfið felst m.a. í umsjón með kvennaböðum. Vaktavinna. Upplýsingar hjá tómstunda- og íþróttafulltrúa í síma 45700 milli kl. 9 og 10 eða rekstrarstjóra í síma 42230 milli kl. 12 og 13. Umsóknum skal skila í Félagsmáiastofnun Kópa- vogs, Digranesvegi 12 ekki síðar en 21. ágúst á eyðublöðum sem þar fást. Auglýsing Laus staða Staða skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, qreiðslu- og eignasviði, er laus til umsóknar. Askilin er viðskiptafræði-, hagfræði- og/eða lög- fræðimenntun, Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1987. Fjármálaráðuneytið, 31. júlí 1987 TTTT Kennarar - kennarar Okkur vantar enn nokkra kennara á Akranes. Við Grundaskóla: Kennara yngri barna, sérkennara og kennara á bókasafn. Upplýsingar veita skólastjóri, Guð- bjartur Hannesson, sími 93-12723 og Ólína Jónsdóttir, yfirkennari, sími 93-11408. Við Brekkubæjarskóla Sérkennara við deild fjölfatlaðra. Upplýsingar veita yfirkennari, Ingvar Ingvarsson, sími 93- 12820, heimasími 93-13090, og formaður skóla- nefndar, Elísabet Jóhannesdóttir, sími 93-12304. Við aðstoðum við útvegun húsnæðis. Skólanefnd BÚ’87 Níræð jarð- vinnsiutæki Margt gamalt og gott á landbúnaðarsýningunni Gamlar búvélar skipa virðu- legan sess á landbúnaðarsýning- unni. Þeirra á meðal verða herfí og plógur, sem smíðuð voru í Bændaskóíanum í Ólafsdal um aldamótin síðustu. Þá verða þarna tvær dráttarvél- ar frá þriðja áratugnum, af gerð- inni International WF, önnur á járnhjólum. Ennfremur: International 10/20, frá 1930, eitt besta eintak sem til er hér- lendis. Caterpillar beltadráttarvél frá 1936. Hestasláttuvél og önnur hesta- tæki, þar á meðal tékknesk snún- ingsvél, sem hét því táknræna nafni „Hænan“ - og sparkaði aft- ur fyrir sig. Landrover með blæju, frá 1948, einn sá fyrsti, sem hingað kom. Sennilega elsti Willys-jeppi landsins. John Deere dráttarvél frá 1946. Fróðlegt er að bera þessar vél- ar saman við þær nýjustu, sem nú eru til sýnis og sölu. -mhg BÚ’87 Fyrsta, annað og þriðja... Hestamarkaður í Reiðhöllinni Einn þáttur þeirrar starfsemi sem gert er ráð fyrir að fram fari í Reiðhöllinni á komandi árum eru hestamarkaðir. Til hins fyrsta verður efnt nú á landbúnaðarsýn- ingunni. Hver landshlutadeild Félags hrossabænda sendir tvö hross á uppboðið eða 14 alls. Tilboðum skal skilað í innsiglaðan kassa í húsinu, þar sem hrossin verða geymd. Seljendur eru skuld- bundnir til að taka einu af þremur hæstu tilboðum. Þau verða síðan opnuð sunnudaginn 23. aprfl, kl. 21.30. Einhver ætti að geta farið vel ríðandi heim. Umsjón með hestamarkaðin- um hafa þeir sr. Halldór Gunn- arsson í Holti og Þórir ísólfsson, Lækjamóti. -mhg Listabraut Nýljós í dag kl. 14.00 verða tekin í notkun ný umferðarljós á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar og gatnamótum Listabrautar og Kringlunnar. Ljósin voru tengd fyrir nokkru og látin blikka gulu til að vekja athygli vegfarenda á hinum nýju umferðarljósum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.