Þjóðviljinn - 08.08.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 08.08.1987, Page 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 10ÐVILJI Lauoardagur 8. ágúst 1987 171. tölublað 52. ároangui LEON AÐFARS€LLI SKÓLACÖNCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Frystihúsin Bamavinna landlæg Runólfur Gíslason, Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja: Krakkarnirfá vinnu vegna flótta úr atvinnugreininni r Eg held þetta sé svipað hér og annars staðar; vinna barna og unglinga í fískinum er orðin landlæg, sagði Runólfur Gíslason hjá Verkalýðsfélagi Vestmanna- eyja í spjalli við blaðið í gær. í Alþýðublaðinu á miðviku- daginn er viðtal við Guðmund J. Guðmundsson, formann Verka- mannasambandsins, um mann- ekluna hjá fiskvinnslunni. Þar segir Guðmundur að vinnuálagið sé víða orðið langt umfram vel- sæmismörk og í mögum tilfellum um hreinan barnaþrældóm að ræða, þar sem börn og skóla- krakkar vinni frá klukkan fjögur eða sex á morgnana og fram á kvöld. „Ég held að þetta sé alveg rétt hjá Guðmundi,” sagði Runólfur. „Fiskvinnslan er orðin þannig iðngrein að það flýjá hana allir. Síðan er málið sett upp þannig að það sé verið að gera krökkunum greiða með því að lofa þeim að vinna.” Að sögn Runólfs er breytingin mikil frá þeim tíma er krakkar fengu frí úr skóla dag og dag til að bjarga verðmætum eins og það var kallað. „Núna eru þau í þess- ari vinnu vegna flótta úr atvinnu- greininni,” segir hann. „En það eru tvær hliðar á þessu máli, krökkunum finnst náttúr- lega gott að vinna sér inn pening og stöðvarnar eru notaðar sem barnaheimili svo að allir geti ver- ið í vinnu. Þetta er væntanlega góðærið í raun,” sagði Runólfur, „það hefur ekki komið í heiin- sókn til þessa fólks, svo mikið er víst.” HS BÚ87 Kalli refur mætir Kalli platínurefur frá Hólum í Hjaltadal mun heiðra landbúnað- arsýninguna með nærveru sinni. Móðir Kalla heitir Hófí og er silf- urrefalæða, mikið augnayndi. Kalli gistir fyrstu nóttina í virðulegu skrifstofuhúsnæði í höfuðborginni. Fær síðan til um- ráða tveggja hólfa svítu í loðdýra- húsinu á landbúnaðarsýning- unni, líkt og Sæmundur á Galta- læk í Norðurlandarútunni. Þar verður Kalli til sýnis 1 klst. á dag. - mhg Mosfellssveit Kaupstaður r a Páll Guðjónsson sveitar- stjóri: Hér er bœði þétt- býli og dreifbýli en íbú- afjöldinn orðinn það mikill að kaupstaðarétt- indi eru orðin nauðsyn r Asunnudag verður mikið um dýrðir í Mosfellssveit því þá mun sveitarfélagið öðlast kaupstaðaréttindi. Vænta Mos- fellingar sér mikils af breyting- unni og ekki síst í fógeta- og lög- gæslumálum. Páll Guðjónsson sveitarstjóri segir fjölgun íbúa hafa verið geysilega mikla á síðustu árum og eitt árið hafi íbúafjöldi sveitarfé- lagsins tvöfaldast. „íbúar í Mos- fellssveit eru nú orðnir 3777 og er þessi hreppur nú tvöfalt fjöl- mennari en sá sem næstur kemur. Þessi staðreynd olli því að ákveð- ið var að nýta lagaheimildina frá síðasta ári en þar er ákvæði sem gerir sérstaka lagasetningu um kaupstaðaréttindi óþarfa. Þess- um réttindum fylgir aukin hag- ræðing í öllum rekstri sveitarfé- Jagsins og því var ekki eftir neinu að bíða.“ Hátíðin á sunnudaginn hefst kl. 9 um morguninn þegar merki Páll Guðjónsson sveitarstjóri fylgist með unglingunum sem eru í óða önn að snyrta og fegra umhverfið fyrir hátíðahöldin á sunnudag. (mynd Sig) Mosfellsbæjar verða afhjúpuð hátíðahöldunum lýkur um kvöld- Verður þar ýmsilegt til við mörk bæjarins og Reykjavík- ið með því að hin nýbakaða bæj- skemmtunar ogloks varðeldur og urborgar. Sérstök hátíðadagskrá arstjórn býður öllum íbúum til flugeldasýning. verður í íþróttahúsinu kl. 14 og grillveislu fyrir utan Hlégarð. -ing Millisvœðamótid Að duga eða drepast Jóhann gegn lægsta manni mótsins í dag, á mánudag gegn skák- meistara Sovétríkjanna. Nunn vann biðskákina Englendingurinn Nunn komst upp að hlið Jóhanns Hjartar- sonar f gær með því að vinna bið- skák sína við Kanadamanninn Allan, sem áður þótti jafnteflis- leg. Næstsíðasta umferð milli- svæðamótsins í Szirak í Ung- verjalandi verður tefld í dag og hefur Jóhann svart gegn hinum sama Allan, lægsta manni mót- sins með 1 Vi vinning. Vinnist sú skák eru allar líkur á að Jóhann verði meðal þeirra þriggja sem komast áfram í á- skorendakeppnina, en í síðustu umferð á mánudag hefur Jóhann hvítt gegn hinum öfluga Rússa Beljafskí, núverandi skák- meistara Sovétrikjanna, og gæti sú skák ráðið úrslitum. Staðan fyrir næstsíðustu um- ferð er þannig að Jóhann og Nunn eru jafnir og efstir með 11 vinninga, næstir Salof og Portisch með 10 Vi, þá Beljafskí með 9 Vi, Andersson með 9 og Ljubojevic með 8 Vz. Þeir eiga allir fræði- legan möguleika á einu af þremur efstu sætum, en möguleikar Anderssons og Ljubojevic eru nær eingöngu fræðilegir. Næstur þessum er Christiansen með 7 Vz. í dag beinist athyglin væntan- lega helst að skák Portisch og Nunn, en aðrar eru þessar helst- ar: Allan-Jóhann, Ljubojevic- Adorjan, Milos-Andersson, Salof-De la Villa, Beljafskí- Velimirovic. í síðustu umferð tefla meðal annars Ljubojevic- Marin, Andersson-Benjamin, Salof-Bouaziz, Jóhann-Belj- afskí, Portisch-Velimirovic, Nunn-Christiansen. ~m Sjá grein Helga Ólafs- sonar og „Nafn vikunn- ar“ í Sunnudagsblaðinu Öskjuhlíðin Lækurínn þuir - Reykvíkingar nota það lítið af vatni að við höfum ekkert af- fallsvatn aflögu til að setja í læk- inn, sagði Arnar Snorrason, vél- stjóri hjá Hitaveitu Reykjavfkur, um heitavatnslækinn í Óskjuhlíð. En sólardýrkendur við Nauthóls- vfkina hafa í góðviðrinu undan- farið gripið í tómt, þegar þeir hafa hugsað sér gott til glóðarinn- ar og flatmaga í læknum. Það er eiginlega borin von þessa sólardaga að vatn renni um lækjarfarið. Það er engu líkara um þessar mundir en að Reykvík- ingar séu hættir að kynda og fara í bað, nema þá í kalt bað. Heita- vatnsnotkunin hefur verið það lítil, sagði Arnar Snorrason. -rk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.