Þjóðviljinn - 09.08.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 09.08.1987, Qupperneq 8
SUNNUDAGSPISTIIJL Er guð íhalds- maður? Um heittrúarsöfnuði, peninga, pólitík og fleira Tammy og Jim Bakker: guð tekur mark á bæn þinni, sagði hann, og ef þú biður hann um nýjan bíl skaltu taka það fram hvaða tegund og lit þú viljir.... Sögu eina heyrði ég ekki alls fyrirlönguaf vakningarsamkomu í Vestmannaeyjum. Inn ísalinn hafði borið mann nokkurn sem var við skál og var hvíldar þurfi - settist hann á aftasta bekk og sofnaði þar. Prédikarinn verður hans var, gengur aftur í salinn, tekur vinsamlega í öxl hans og spyr: Ertu þú líka kominn til að leita að Jesúm, Jón minn? Jón hrökk við með nokkru feimtri ogspyrámóti: Er hann nú týndur eina ferðinaenn? Við segjum sögur Kannski höfum við, þessir kaldlyndu Mörlandar, til- hneigingu til að afgreiða vakning- arsamkomur, endurfæðingu í Kristi, tungutal, bókstafstrú og kraftaverkatilburði einmitt eins og að ofan greinir: með því að segja sögur. Sem gera allt saman skoplegt, án þess að beinlfnis sé verið að fjandskapast við það fólk sem leitar sér trúarlegrar fullnægju utan við hinn breiða og einatt óljósa þjóðveg ríkiskir- kjunnar. Afstaða okkar er blendin: við hugsum sem svo - ekki er þetta neitt fyrir okkur og jeminn, en það ofstæki! Á hinn bóginn höf- um við enn dálítið góða til- hneigingu til að hafa samúð með minnihlutahópum. Og við erum viss um að fólkið í „sértrúars- öfnuðunum" (öll trúarbrögð voru fyrst „sértrúarsöfnuður", að minnsta kosti þau sem við getum brugðið Ijósi sögunnar yfir), það meini það sem það segir. Sem er meira en hægt er að segja um suma og hina. Og svo framvegis. Því tökum við því með heldur velviljaðri forvitni þegar sagt er að nú séu að rísa nýir söfnuðir þar sem menn faðma að sér guð- spjöllin af meiri krafti og innileik en við eigum að venjast. Og þeg- ar til dæmis vinstrimannablað eins og Þjóðlíf fór á stúfana um daginn og heimsótti nokkra ís- lenska heittrúarsöfnuði, þá fór í þeirri skýrslu sem sett var saman ekkert fyrir áleitnum spurning- um, hvað þá óþægilegum. Þótt svo minnst væri í byrjun á illvígar deilur, persónuníð, frjármálap- retti og margháttaða spillingu sem syndir upp undan gljáandi yfirbragði hinnar bandarísku heittrúarvakningar þessi misser- in. Við erum alltaf fremur góðvilj- uð og bjartsýn. Okkar heittrúar- menn eru náttúrlega miklu skárri en þeir amrísku, þótt þeir sæki þangað sínar fyrirmyndir. Og við skulum vona að það sé rétt. Sœlir eru fötœkir En merkur sjónvarpsþáttur, sem sýndur var á þriðjudags- kvöldið um vanhelga samtvinnun heittrúarvakningar og rammrar hægristefnu í bandarískum stjórnmálum, hlýtur að vekja upp nokkrar miður elskulegar spurningar um fyrirbæri af þessu tagi. Ekki svo að skilja: það er engin ástæða til að efast um að heittrú- arsöfnuðirnir standi djúpum og traustum rótum í vitund fólks og uppfylli þarfir mikils fjölda fyrir huggun og öryggi í vondslegum heimi. Eins og við gátum rifjað upp með þessum sjónvarpsþætti, þá eru vakningarsöfnuðir upphaf- lega trúflokkar hinna fátæku og þá ekki síst þeirra sem lifa í af- skekktum byggðum sem standa höllum fæti gegn þeim Sódómu- freistingum sem stórborgirnar flíka til að lokka til sín unga fólk- ið. Það hefur líka verið upp- reisnarandi í þessum trúflokkum, andóf gegn því að virðulegri kir- kjur eru orðnar of fínar og sett- legar, rökvísar og leiðinlegar. Það er iíka mjög auðvelt að skilja og finna til með nýfrelsuðu fólki sem hefur háð grimman slag við áfengi og eiturlyf, við mis- þyrmingar og nauðganir frá blautu barnsbeini: þá væri illa komið fyrir Kristi ef hann laðaði ekki til sín hina allslausu og ör- væntingarfullu. Það er heldur ekki undarlegt þótt heittrúar- söfnuðir vinni ný lönd: millistétt- arfólk sem sefur ekki á nóttinni fyrir angist og ótta um að sam- keppnin kapítalíska kippi stóln- um undan tilveru þess í einu vet- fangi. Fólk sem þolir ekki dauðakvíða ellinnar, einsemdina í afskiptalausum stórborgum, sjálfan tilvistarkvíðann sem hefur hlaupið í spik með atómsprengj- unni. Þetta er semsagt allt mjög skiljanlegt. Og væri sá heldur illa innrættur sem ekki hefði samúð með leit þessa fólks að hjálp, andlegri næringu. Að selja Krist Hitt er svo öllu dapurlegra: þetta fólk fær steina fyrir brauð. Merkilegur andskoti reyndar þessi amríski kapítalismi. Hvern- ig honum tekst að breyta öllu í varning og selja hann með mikl- um hagnaði. Hann getur selt ofát um leið og megrun, vændi og skírlífi, mengun og náttúruvernd og lætur sér hvergi bregða. Og vitanlega getur hann selt Krist fyrir þrjátíu silfurpeninga, nei fyrirgefið, fyrir þrjátíu miljónir dollara. Eða meir. Sjónvarpsþátturinn sýndi vel og ítarlega ríki hjónanna Tammy og Jims Bakkers, sem hafa átt stóran hluta af því kristilega sjón- varpsveldi heittrúnaðarins, sem ræður um 220 rásum í Bandaríkj- unum og amk fjórtán miljónir manna horfa á reglulega. Og undir þetta ríki fellur heil borg með kristilegum sundlaugum, kristilegum leikföngum og kristi- legu fóðri í stórmiklu Disney- landi þar sem spilað er á söknuð manna eftir jjeirri Amríku sem aldrei var til, en menn vilja gjarna að hefði verið til, og verð- ur áreiðanlega gististaður rétt- látra í næsta lífi. Svindlið og hrœsnin Við sáum líka svindlið í öllu saman: húsið sem fatlaði dreng- urinn sjónvarpaði frá undir því yfirskyni að Bakkershjónin ætl- uðu að búa til Paradís fyrir fötluð börn (og komu aldrei fleiri börn í þá höll). Tammy tárvot undir gerviaugnhárum, biðjandi um peninga fyrir Jim sinn svo hann mætti gjöra gott, og sjálfboðalið- ar sem lofa gömlum konum tafar- lausri Himnaríkisvist strax í nótt í skiptum fyrir rýran ellilífeyri þeirra. Allt var þetta í meira lagi viðbjóðslegt, - eins þótt menn vissu ekki þegar þátturinn var gerður, að einmitt þetta par, sem kunni svo listilega að formæla „efnishyggju" og öðrum and- legum óskunda, mundi fljótlega lenda í hinum verstu málum og sæta hörðum ákúrum frá öðrum trúarforingjum. Eins og t.d. Jerry Falwell, einkavin Reagans, sem kallar bróður Jim Bakker hórkarl, homma og fjárglæfra- mann - og fær að heyra það í staðinn að hann sjálfur, Falwell, sé þjófur og svikari. Fréttir af Bakkershjónum hafa komið við í blöðum mánuðum saman. Vegna þess að upp komst að Jim hafði varið 265 þúsundum dollara til að múta ungri konu sem hann hafði gott ef ekki dóp- að og nauðgað. Vegna þess að þau Tammy tóku 1,6 miljónir dollara í laun í fyrra til að reka villur sínar, bát, Rollsrojs og loftkældan hundakofa með meiru. Vegna þess blátt áfram að aðeins um 5% af því fé sem safn- að var með sjónvarpssendingum þeirra Bakkershjóna og öðrum ráðum var varið til góðra verka - allt hitt fór í „kostnað" og ævin- týralegar fjárfestingar í Disney- landinu kristilega, sem kallast Heritage USA, Bandarísk arf- leifð. Umburðarlyndi? Menn taki og eftir öðru. Halda mætti að við uppljóstranir af þessu tagi hefði það sjónvarps- veldi sem Bakkershjónin höfðu byggt upp hrunið. Óekkí. Jim Bakker hefur að vísu orðið að segja af sér. En starfið heldur áfram og aðsóknin að lúxushótel- unum í Heritage USA hefur stór- aukist. Hinir trúuðu fara létt með að fyrirgefa leiðtoga sínum. Þeir eru kannski tilbúnir til að brenna á báli kennslubækur þar sem sagt er frá þróunarkenningu Darwins, en þegar komið er að gírug- heitunum í Jim og Tammy, þá setja þeir upp evangelískan svip og segja: Hver er ég að ég kasti fyrsta steininum í syndarann? Eða: Ég gef guði peningana mína en ekki Jim. Hann verður svo að gera upp við guð. (Þótt undarlegt megi virðast er engu líkara en að fyrirmyndin að viðbrögðum íslendinga við Al- bertsmálum og fleiri skyldum sé sótt til Bandaríkjanna eins og margt annað nú um stundir.) Kommúnismi út um allt En látum nú vera þótt kristni hinna fátæku lendi i höndum ó- prúttinna spekúlanta. Slíkt hefur alltaf gerst, því miður. Hitt er svo óhugnanlegra í atómheimi, að stjórnmálarefir á hægrikanti hafa séð sér leik á borði - þeir vilja virkja heittrúnaðinn í sína þágu. Þeir vilja ekki aðeins brenna kennslubókum í líffræði og fé- lagsfræði og reka kennara sem ekki eru nógu biblíufastir. Þeir vilja taka af hommum og öðrum minnihlutahópum þau réttindi sem þeir hafa fengið. Þeir vilja kveða niður ávinninga kvenna- hreyfingarinnar og svo friðar- hreyfinguna. Þeir beita útsmogn- um aðferðum til að korna því inn hjá heittrúuðum að venjulegt skólakerfi sé kommúnismi, það skásta í amrískum bókmenntum siðspilling og hver sá laumuagent andskotans sem ekki vill meiri kjarnorkuvígbúnað, stuðning við kontraskæruliða í Nicaragua og Stjörnustríð. Húmanismi er ■ skammaryrði og Demókrata- flokkur Roosevelts, Kennedys og Carters ókristileg svikamylla. Guð er íhaldssamur repúblíkani og Reagan er spámaður hans. Og kannski er ekki einu sinni hann nógu góður - einn prédikarinn sagði sem svo, að vel gæti verið að guð þyrfti að skapa harðstjóra sem ekki færi að lögum og sið- venjum til að svíða syndina á brott úr þjóðarlíkamanum. Tillögur til ályktana Þetta er nú allt meira en dapur- legt. En það er alltaf ómaksins vert að reyna að láta sér fljóta nokkurt hunang, jafnvel af hundasúrum, - með öðrum orð- um: vera jákvæður í ályktunum. Hver sem aðdragandi þeirra er. Af því sem að ofan greinir má læra, að því minni svip sem trú- arlíf og söfnuðir taka af banda- rískum fyrirmyndum, þeim mun betra. Ekkert Faðirvor er svo öflugt að stórbisnessinn geti ekki snúið því upp á andskotann. Fáar blöndur eru verri en heittrúnaður og stjórnmál - þann stjórnmálamann sem ber guðs vilja fyrir sig þegar hann rétttlætir verk sín er brýnt að afskrifa sem fyrst. Guð er annarsstaðar. ÁB. Dagheimilið Steinahlíð Óskum eftir starfsfólki, helst í fullt starf. Uppeldis- menntun og/eða reynsla æskileg. Hafðu sam- band í síma 33280. Þúsundþjalasmiður óskast ’ Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar eftir að ráða mann til nýsmíða og viðhalds að Keldna- holti. Trésmíðaverkstæði á staðnum. Aðstoð við rannsóknastörf eftir þörfum. Upplýsingar í síma 82230. Rannsóknastofnun landbúnaðarins 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.