Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 12. ágúst 1987 194 tölublað 52. árganqur Kjarnorkuvopn í Norðurhöfum Komin til að vera Engin hernaðaráœtlun til um útrýmingu kjarnorkuvopna í Norðurhöfum segir bandariskurflotaforingi Mér þykir ieitt að valda ykkur vonbrigðum, en bandarísk hernaðaryfirvöld hafa ekki gert neina hernaðaráætlun sem miðar að því að útrýma kjarnorkuvopn- uðum kafbátum úr Norður- höfum, sagði Linton F. Brooks, flotaforingi og yfirmaður Varn- armálaáætlunar Þjóðaröryggis- ráðs Bandaríkjanna á hádegis- verðarfundi sem Menningar- stofnun Bandaríkjanna bauð blaðamönnum til í gær. Bridge íslendingar r nk i oom sæfi Úrslit í 18. umferð urðu þau að íslendingar gersigruðu Tyrki 25- 2. Eftir þennan sigur er ísland komið í 2. sæti með 322 stig. Svíar leiða enn með 349,5 stig, og á eftir landanum koma Bretar með 318 stig, Frakkar með 313, og ísraelar með 309 stig. f dag leika okkar menn við ísraela og Frakka. Tveir hörkuleikir. Ríkisstjóm mín trúir því að við munum ekki lifa þann dag að ekki verði til nein kjarnorku- vopn, sagði flotaforinginn, auk þess sem kjarnorkuvopnin mynda hornstein að vörnum NATO og bandaiagið er andvígt útrýmingu þessara vopna. Brooks sagði að styrkur Bandaríkjanna fælist í að þau væru flotaveldi, og því þyrftu þau athafnafrelsi á höfunum. Þess vegna væm þau mjög mótfallin öllum hugmyndum um að loka ákveðnum höfum fyrir kjarn- orkuvopnuðum skipum eins og gert hefði verið á Indlandshafi og rætt hefði verið um í sambandi við Noregshaf. „Við lítum efas- emdaraugum á allar slíkar hug- myndir, og teljum þær óvitur- legar, þar sem við teljum þær jafnframt vera óframkvæman- legar,“ sagði Brooks. Brooks sagði jafnframt að hin nýja stefna Bandaríkjanna að stórauka umsvif bandaríska flot- ans fyrir norðan og austan ísland, allt upp að Noregsströndum og norðurundir Kolaskaga, hefði ekki verið formlega samþykkt innan NATO, en hins vegar Iiti hann svo á að þessi stefna væri eðlileg afleiðing þeirra óska sem NATO hefði sett fram við banda- ríska flotann. Þar sem Brooks er háttsettur maður í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna var hann einnig spurður hvort starfsmenn ráðsins hefðu unnið samkvæmt vilja Bandaríkjastjórnar í íranmálinu. „Þessir menn töldu sig vinna samkvæmt vilja forsetans," sagði Þjóðviljinn Þráinn hættir ritstjórastörfum Þráinn Bertelsson: Sný mér aftur að kvikmyndunum, stórt verkefni áprjónunum. Uppstokkun, endurnýjun og víðtœka samstöðu í hreyfingunni \ Þráinn Bertelsson ritstjóri Þjóðviljans hefur ákveðið að hætta störfum á blaðinu í haust og hefur hann þegar tilkynnt það stjórnarformanni Þjóðviljans og samstarfsmönnum á ritstjórn. Þráinn hóf störf sem ritstjóri 1. september í fyrra og hefur því verið rétt ár í starfi um næstu mánaðamót. Þráinn sagði í spjalli við blaða- mann í gær að ástæður fyrir því að hann segði nú upp störfum væru ekki flóknar. „í fyrsta lagihefég áhuga á að halda áfram kvik- mýndagerð, .og nú finnst inér kominn tími til að láta á það reyna hvort ég fæ stuðning Kvik- myndasjóðs til að ráðast í stórt og~ mikilvægt verkefni sem ég hef á prjónunum. Þess vegna vil ég gjarna geta snúið mér að undir- búningi þess, og jafnframt ætla ég Brooks, „en það reyndist ekki Linton F. Brooks er staddur rétt og því hafa þeir verið leystir hér á landi til þess að kynna hina frá störfum. Ég er hins vegar ekki nýj u flotastefnu B andaríkj a- viss um að aðgerðir þeirra geti manna, sem mjög hefur verið til talist lögbrot, en dómstólar eiga umræðu að undanförnu. eftir að skera úr um það.“ -ólg að fullgera vandaða umsókn til úthlutunamefndar. í öðru lagi sé ég fyrir mér mikil- væga endurnýjun í pólitísku starfi vinstrimanna," sagði Þráinn, „bæði í Alþýðubandalaginu og á Þjóðviljanum. Þessi endurnýjun er að mínu viti nauðsynleg, og með uppsögn minni vil ég gjarna sýna fram á að mér sé alvara þeg- ar ég tala um nauðsynlega endur- nýjun, uppstokkun og vfðtæka samstöðu.“ ' Þráinn sagði að það væri óút- kljáð samkomulagsatriði sitt og útgáfustjórnar hvenær uppsögnin tæki gildi, en hann vænti þess að komast frá uppúr næstu mánaða- mótum og vonaði að það gæti far- ið saman við hagsmuni blaðsins, því að þá sæi fyrir endann á sumarleyfistíma á ritstjórninni. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins í íbúðinni við Snorrabratu 35. (Mynd: Sig.) Snorrabraut Maður fórst í eldsvoða Þrítugur maður lést í gær þegar kviknaði i íbúð á þriðju hæð að Snorrabraut 35. Móðir hans var flutt á slysadeild Borgar- spítalans vegna brunasára. Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt að húsinu rétt fyrir klukkan hálff- jögur í gærdag og var þá töluverð- ur reykur og eldur í íbúðinni. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni. Ekki er vitað um eldsupptök er málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. grh ísafjörður Siggi Sveins á sjó Skipasmíðastöð Marselíusar sjósetti nýtt rœkjuveiðiskip r Ísfirðingum bættist nýtt rækju- veiðiskip í flota sinn í gær- kvöldi, þegar Siggi Sveins ÍS 29 var sjósettur á flóðinu. Skipið er í eigu fyrrverandi eigenda Rækju- verksmiðjunnar í Hnífsdal og kostar 66 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að það fari á veiðar í september. Siggi Sveins var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Marselíusar hf. á ísafirði. Skipið er 140-150 brútt- ólestir að stærð og 26 metra langt. Það er ekki búið frystitækjum. Sævar Birgisson, fram- kvæmdastjóri Skipasmíðastöðv- arinnar, sagði í samtali við Þjóð- viljann að þetta nýja skip væri fyrsta nýsmíðin hjá fyrirtækinu síðan árið 1982. „Nú þegar þessu verkefni er lokið er ekki um annað að ræða fyrir okkur en að taka til við að smíða 9,9 tonna báta. En á sama tíma er verið að kaupa eða láta smíða 30-40 skip erlendis. Fisk- veiðasjóður hefur pungað út með 2-3 milljarða í kaup og smíði er- lendis nú á nokkrum mánuðum. Þetta er alveg gegndarlaus vit- leysa,“ sagði Sævar. -gg Sjá viðtöl og myndirfrá ísafirði á síðum 7-13 Hringormar Leitað með Ijósi og hljóði Erlingur Hauksson sjáv- arlíffræðingur: Rann- sóknir og tilraunir til að auðvelda leitina. Miðast við aukna sjálfvirkni í vinnslunni ,JÞær rannsóknir sem gerðar eru hér á landi til að auðvelda leit að ormum í flski eru fyrst og fremst á bylgjulengd Ijóss. Þegar Uósið flnnur orminn f fiskholdinu sendir það boð til nema sem kem- ur síðan fram á sjónvarpsskermi hvar í flskholdinu ormurinn ná- kvæmlega er. Einnig er unnið að rannsóknum með hljóðbylgjur til að framkalla myndir. Báðar þess- ar rannsóknir miðast við meiri sjálfvirkni f hraðfrystihúsunum en nú er,” segir Erlingur Hauks- son sjávarlíffræðingur í samtali við Þjóðviljann. Að sögn Erlings hafa Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og Sjáv- arafurðadeild Sambandsins styrkt þessar rannsóknir. Ein- hver tími mun líða þangað til far- ið verður að nota þessa tækni í húsunum, þar sem hún er enn á rannsókna- og tilraunastigi. grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.