Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 15
____________ERLENPAR FRETTIR______________________ Persaflói Tundurduflaslæðarar í massavís Að minnsta kosti 17tundurduflaslœðarar eru á Persaflóa eða á leið þangað. Auknar loftárásir íraka á olíuvinnslustöðvar aukahœttuá árásum írana á olíuflutningaskip „Stolt siglir fleyið mitt...“ Risaolíuflutningaskip og bandarísk vemdargnoð. » ÖRFRÉTTIR “■ Lítil flugvél hrapaði í gær á veitingahús nærri Múnchen í Vestur-Þýskalandi með þeim afleiðingum að sex menn biðu bana og að minnsta kosti fjórtán slösuðust alvarlega. Veitingahúsið er í eigu hamborg- arakeðjunnar McDonalds og sátu 20 menn þar að snæðingi þegar slysið varð. Tveir þeirra fórust og allir sem voru um borð í flugvélinni, fjórir að tölu. Kommúnistaflokkur Búlgaríu mun taka miklum breytingum á næstunni að sögn fréttastofu ríkisins BTA. Sam- kvæmt áætlunum Todors Zhivk- ofs og félaga mun þing landsins leysa flokkinn af hólmi sem æðsta valdastofnun í landinu og ekki loku fyrir það skotið að ýms félagasamtök fái ákvörðunarvald um mörg þau málefni sem fram að þessu hafa heyrt undir hann. Ennfremur á að leggja af allskyns prjál og seremóníur á vegum flokksa. 42.000 ára gömlum mammút, sem veiðimaður nokk- ur fann einhversstaðar í Síberíu síðastliðið haust, hefur allsekki verið sýndur sá sómi sem vert væri að mati málgagns Sovét- stjórnarinnar, Izvestiu. Veiði- maðurinn hefði fært yfirvöldum skögultönn úr gripnum sem vís- indamenn hefðu verið sammála um að varðveist hefði ótrúlega vel. Síðan hefði átt að koma til kasta sérfræðinga, að mati blaðsins, en þá hefði hver hand- vömmin rekið aðra. Ekki var farið að leita að dýrinu fyrr en í vor og hafi leitarflokkurinn farið af stað án nokkurs vísindalegs útbúnað- ar og þegar síðast var vitað hafði ekki tekist að finna fornaldar- gripinn á ný. ísraelskir þingmenn urðu ævareiðir þegar þeir fréttu f gær að öfgarabbíninn og arabahatarinn Meir Kahane hefði komið upp búðum þar sem 60 táningar fá þjálfun í meðferð háþróaðra vopna. Þingmennirnir kröfðust þess að lögreglan tæki skipuleggjendur vopnaæfing- anna höndum þegar í stað þar sem engum er heimilt að veita unglingum þjálfun í vopnaburði utan her landsins. Kahane sagð- ist-hinsvegar ekki sjá neitt at- hugavert við að unga fólkið dveldi í búðunum og fengi jöfnum höndum tilsögn í vopnaskaki og lestri helgra bóka gyðinga. Kólombíumaður nokkur reyndi að smygla rúmum þrem kílógrömmum af kókaíni inn í Belgíu nýverið. En á flugvellin- um í Br§ssel komust tollverðir á snoðir um fyrirætlun hans og hann á snoðir um vitneskju þeirra. Hann gerði sér því lítið fyrir og gleypti allt heila klabbið, 78 smápoka! Vinurinn var í snar- hasti fiuttur á nærliggjandi sjúkrahús þar sem skurðlæknar hófu aðgerð. í gær hafði þeim tekist að endurheimta 34 poka úr iðrum mannsins en hver þeirra inniheldurum40grömm. Talið er að fyrir rúm þrjú kíló af efni þessu sé unnt að fá um 600,000 banda- ríkjadali á strætum Br§ssel. Blessuð sólin elskar allt og auk þess er hún 1,400 miljón árum yngri en fram að þessu hefur verið talið að sögn indverskra vísindamanna. Það var prófessor Badanawal Shrikantan sem tjáði kollegum sínum á ráðstefnu í Moskvu ný- skeð að röðullinn væri fjarri því 6 milljarða ára heldur aðeins og eingöngu 4 milljarða ára gamall. Stjórnir Bretlands og Frakk- lands ákváðu í gær að senda tundurduflaslæðara til Persaflóa. Ef það gengur eftir munu að minnsta kosti 17 slíkir verða við störf á flóanum innan nokkurra vikna og eru þó þessháttar fley stríðsaðilanna, írana og íraka, ekki talin með. Þá munu Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn, Sovétmenn og Saudiarabar eiga tundurdufla- slæðara á flóanum en auk þess hafa Bandaríkjamenn átta þyrlur á svæðinu sem hannaðar eru gagngert til höfuðs tundurdufl- um. Tundurduflum hefur fjölgað mjög á Persaflóa að undanförnu og gruna menn írana um græsku einsog fyrri daginn. Og ekki nóg með það. Skipverjar á einu her- skipa Ómana komu auga á nokk- ur tundurdufl sem lónuðu allt í kringum olíuflutningaskip skammt frá Fujairahhöfn á Óm- anflóa sem fram að þessu hefur verið talinn öruggt siglingasvæði. Vera kann að bandaríski flotinn verði að finna nýtt at- hafnasvæði í grennd Persaflóa sökum hættunnar af fjölgun du- flanna þótt ekki sé um auðugan garð að gresja þar um slóðir. Bandaríkjamenn virðast nokk- uð spenntir því á laugardag var skotið flugskeyti frá einu orrustu- skipa þeirra í átt að íranskri flug- vél sem talið var hugsanlegt að Hið víðtæka verkfall náma- manna í Suður-Afríku hefur nú staðið í rúma tvo sólarhringa, lengur en nokkur önnur vinnu- stöðvun í gull- og kolanámum Suður-Afríku. í gær færðist harka í leikinn og var einn verfallsbrjótur myrtur fyrir að hlýða ekki kalli félaga sinna. Maðurinn vann í Trans Natal kolanámunni og fannst látinn í starfsmannabústað steinsnar frá Witbank austan Jó- hannesarborgar. Framkvæmda- stjóri námunnar kvað lögregluna hafa rannsókn málsins með höndum. Fórnarlambið hefði verið einn af aðeins sex verka- mönnum sem neituðu að leggja niður vinnu í námunni en þar starfa allajafna 1,200 manns. í gær gengu ásakanir á víxl milli leiðtoga Landssambands námu- manna og yfirmanna gull- og kolanáma og báru þeir hverjir öðrum á brýn óþarfa hörku. Tals- menn námumanna kváðu 14 verkfallsmenn hafa slasast í fyrra- kvöld er skarst í odda með þeim og öryggisvörðum og 15 félagar í verkfallsnefndum voru hand- teknir um sama leyti. Aðalritari Landssambands námamanna, Cyril Ramaphosa, sagði í gær að svo kynni að fara að starfsmenn Rand gullvinnslu- stöðvarinnar nálægt Jóhannesar- borg legðu ennfremur niður vinnu. í Rand stöðinni er allt gull Suður-Afríkumanna brætt og mótað í stangir. Stöðvist vinnsla þar er hætt við að saxast taki skjótt á gullbirgðir landsins. Ramaphosa sagði 300 starfsmenn vinnslustöðvarinnar ætla að greiða um það atkvæði mjög myndi gera árás. Skeytið missti marks. Á þriðjudag sigldi önnur lest kúvaítískra olíuflutningaskipa undir bandarískri vernd heilu og höldnu í heimahöfn eftir að hafa tafist í 36 klukkustundir vegna ótta manna við tundurdufl. Sem kunnugt er sigldi risaolíuflutn- ingaskipið Bridgeton á dufl í síð- asta mánuði en það var í fyrstu skipalestinni sem Bandaríkja- menn tóku að sér að vernda. Bresk stjómvöld fullyrtu í gær að fjórir tundurduflaslæðarar sínir ættu að slást í för með her- skipum hennar hátignar sem gæta olíuflutningaskipa er sigla undir bráðlega hvort fella ætti niður vinnu. Talsmenn sambandsins sögðu ennfremur að til átaka hefði komið við námur nærri Welkom, suðvestan Jóhannesarborgar, þar sem verkfallsbrjótar beittu höggsveðjum í slagsmálum við verkfallsverði og öryggisverði. Deiluaðilum ber ekki saman um hve margir námamenn eru í verkfalli. Talsmenn verkamanna segja um 340 þúsund hafa lagt niður vinnu og lamað vinnslu í 44 námum þótt í upphafi hafi aðeins verið gert ráð fyrir að 200 þúsund færu í verkfall. Yfirmenn nám- anna fullyrða að verkfallsmenn séu 230 þúsund talsins og að ekk- ert sé unnið í 31 námu. Landssamband námamanna er stærsta stéttarfélag í Suður- Afríku. Leiðtogar þess krefjast 30 prósent launahækkunar til handa umbjóðendum sínum auk áhættuþóknunar. Þeir hafa strengt þess heit að aflýsa ekki verkfallinu fyrr en gengið hefur verið að kröfum þeirra. Námastjómendur bjóða allt að 23,4 prósent hækkun sem myndi minnka töluvert launabilið milli hvítra og blakkra námumanna en langt í frá eyða því. Þótt útflutningur gulls og kola afli um helmings þjóðartekna Suður-Afríku hefur ríkisstjórnin enn sem komið er tekið þann pól- inn í hæðina að hafast ekki að. Hið eina sem ráðamenn hafa látið frá sér fara er yfirlýsing um að þeir muni reyna að tryggja ör- yggi námamanna sem ekki taka þátt í verkfallinu. Það virðist hinsvegar ekki hafa tekist sem skyldi. -ks. breska fánanum. „Fréttir sem okkur hafa borist á síðustu tveim sólarhringum um aukinn fjölda tundurdufla á Persaflóa færa okkur heim sanninn um að að- stæður séu nokkuð breyttar á svæðinu," sagði háttsettur undir- maður Margrétar Thatchers. írakar hafa að undanförnu stóraukið loftárásir á olíuvinnslu- stöðvar írana og segjast ekki munu linna þeim látum fyrr en klerkastjórnin fer að fyrirmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna og samþykkir vopnahlé. Talið er að Iotfárásirnar stórauki líkumar á því að íranir láti til skarar skríða gegn olíuflutninga- skipum á Persaflóa. -ks. Suður-Afríka Atökin harðna Verfallsbrjótur var myrtur í gœr og 14 verk- fallsmenn slösuðust íátökum við öryggislög- reglu á öðrum degi vinnustöðvunar ígull- og kolanámum Dagheimilið Steinahlíð Óskum eftir starfsfólki, helst í fullt starf. Uppeldis- menntun og/eöa reynsla æskileg. Hafðu sam- band í síma 33280. Lögreglustöð á Selfossi Tilboð óskast í að reisa og fullgera lögreglustöðv- arbyggingu á Selfossi sem er 1 hæð og kjallari. Hvor hæð um 430 m2. Verklok 1. mars 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg- artúni 7, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri föstu- daginn 28. ágúst 1987 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Dvalarheimilið Lundur Hellu Tilboð óskast í framkvæmdir við 3. áfanga við ofanritað dvalarheimili. Innifalið í verkinu er að skila fokheldri 1 hæðar byggingu sem er um 430 m2. Kjallari að stærð um 140 m2 er undir hluta hússins og er hann upp- skiptur. Auk þess skal setja þak á hluta af 2. áfanga og skila sýnilegri steypu tilbúinni undir málningu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg- artúni 7, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðju- daginn 25. ágúst 1987 kl. 11.30. ''ns"1 Mlftvlkudagur-12. ágúst 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15 INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7. simi 26844

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.