Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 6
MENNING Ég leyfði mér ekki að deyja Gabríel Garcia Marquez. Saga afsæháki. Guðbergur Bergsson þýddi. Uglan 1987 Þessi litla bók Marquezar, sem Kiljuklúbbur MM hefur gefið út er ekki skáldsaga. Við erum orðin svo ánetjaðir töfrum hins mikla nafns, að við erum til í að gefa út á bók meira en þrjátíu ára gamlar blaðafrásagnir eftir Nóbels- skáldið kolumbíska. Sjálfur skopast Marquez í skemmti- legum formála að þeim útgáf- uærslum sem elta „tísku- höfund" eins og hann. En það er engin ástæða til að kvarta. Saga af sæháki er ágæt frá- sögn sem miklu betra er að hafa lesið en án að vera. Svoeinfalterþað. Gabríel Garcia Marquez. LEIGUFLUG INNANLAND5 OG UTANLANDS BÍLALEIGA Á ÍSAFJARÐARFLUGVELLI GÓÐIR BÍLAR E R N 'J9 H Alhliða flugþjonusta Mm. r Áætlunar-, leigu-, tragt- og sjúkratlug IfTUftVAL V ISAFIRÐI - SÍMI9U200 SK9GGNST UNPU& ’F/NBONP/P Einn lidur i þeirri þjónustu Hamþidjunnar að midla upplýsingum um eiginieika og notkun veidarfæra, er útvegun og dreifing myndbanda. Nú bjódum vid sjö áhugaverð myndbönd á kostnaðarverði. 1. í TUMUNATANKINUM \ 2. F/SkUN íT1ZOUI _ 3. HSKAP M£P PPAGNÓT | 4. PO&SKAMBT mMTþorsmnÉth 5. TOGVeiPA&Æ&P KHT 6. LINUVEIPAP VIPALASKA ■ ?. HUMAP- OG FISKITPOU Nánari upplýsingar veitir söludeild Hampiðjunnar. HAMPIÐJAN Box 5136, 125 Reykjavík, sími28533 Sæhákurinn er Lúis Alejandro Velasco, sem árið 1955 var ungur sjóliði á tundurspilli í flota Kól- umbíu. Skipið hafði verið í við- ÁRNI $&• / BERGMANN i i gerð í Bandaríkjunum og var á heimleið, ofhlaðið ýmislegu skrani. í veltingi miklum tók út af skipinu átta menn, leit að þeim var í skötulíki eins og og annað í heimalandi Marquezar og Vel- ascos og mennirnir fljótt taldir af. En tíu dögum síðar komst sjólið- inn ungi við illan leik á land af fleka á eyðiströnd í Kolumbíu. Hann varð þjóðhetja fyrst, en þegar Marques hafði skrifað sögu hans í stjórnarandstöðublað fengu stjórnvöld pólitíska timb- urmenn. Sjóliðinn varð að fara úr flotanum, blaðinu var lokað innan tíðar og allt væri nú gleymt ef ekki hefði svo viljað til að það var einmitt Gabríel Garcia Marq- uez sem færði í letur frásögn þess sem mátti þola miklar raunir í hafi. Til eru æsilegri heimildir um hrakninga á fleka, ekki síst ef fleiri en einn hafa upp á slíkan farkost komist og þurfa að draga fram lífið lengi á mjög naumum vatnsskammti og einni kjötdós, og kannski er stungið upp á að einum sé slátrað og hann étinn. Aðstæður þeirra hrakninga sem hér lýsir eru einfaldari ef svo mætti segja. Lúis Velasco kemst einn á flekann, en sér fjóra félaga sína drukkna, og á flekanum er ekkert matar- eða drykkjarkyns. Hann getur ekki gert öngul úr beltissylgju sinni til að veiða fisk, hann hefur ekkert bitjárn til að skera sundur skóna sína og tyggja þá. Lítill mávur sem hann snýr úr hálsliðnum verður honum lítill fengur og þegar hann getur rotað stóran fisk sem stekkur upp í bát- inn á flótta undan hákarli, þá nær hann ekki nema tveim bitum af holdi hans. Hann missir fiskinn í hákarlskjaft í andvaraleysi og er það atvik eitt saman furðu magn- að og ekki síður eftirminnilegt en útsmogin listræna Hemingways í sögunni um Gamla manninn og hafið: hann missti og sinn mikla feng í hákarla. Kostur þessa kvers er vel lukk- uð samvinna efnilegs höfundar, sem Marques hefur verið, og sjó- liðans unga. Það er hvergi brugð- ið á einhverskonar óþarfa skraut eða tilþrif. Allt er fyrst og síðast trúverðugt, ekki síst allt það sem segir af pendúlsveiflum lífslöng- unar og uppgjafar sem eiga sér stað í geði sjómannsins, stundum skýru, stundum trufluðu. Trú- verðugt og eðlilegt, hetjutilburð- ir, væmni eða heimspekileg inn- skot hvergi nærri. Tökum þétta dæmi hér: „Það andartak kemur að mað- ur finnur ekki lengur fyrir kvölum. Næmleiki manns hverf- ur og hugurinn sljóvgast þangað til maður hættir að skynja tíma og rúm. Ég lá á grúfu í flekanum, lagði armana á borðstokkinn og hvíldi hökuna á þeim og fann í fyrstu hvernig sólin beit mig með geislum sínum miskunnarlaust í bakið. Mér sýndist loftið vera al- sett skínandi deplum klukku- stundum saman. Að síðustu lok- aði ég augunum örmagna, en sól- in var þá hætt að brenna á líkam- anum. Ég fann hvorki fyrir þorsta né hungri. Ég fann ekki fyrir neinu nema algeru áhugaleysi á lífinu og dauðanum. Það hvarfl- aði að mér að ég væri að deyja. Og sú hugmynd fyllti mig af ein- kennilegri og óljósri von.“ Þegar gripið er til samlíkinga eru þær einfaldar og bundnar sögumanni: þegar Lúis Velasco lýsir fögnuði sínum yfir því að hafa loksins séð land, þá verður hann fflefldur eins og hann hefði borðað „tvö steikt egg, kjötbita, kaffi með mjólk og brauð“. Og það er líka athyglisvert, að þótt þessi kaþólski piltur vilji alls ekki týna meni með mynd helgrar meyjar, þá biðst hann aðeins einu sinni fyrir svo lesandinn viti. Og honum kemur ekki til hugar að ætla að guð hafi bjargað honum sérstaklega, tekið hann fram yfir félaga hans sem drukknuðu fyrir augum hans. (Því miður fylgja slíkar vangaveltur nær alltaf ís- lenskum björgunarsögum.) Nei. Og hann segir að hetjudáð sín hafi ekki verið önnur en sú „að ég leyfði mér ekki að deyja“. í þýðingunni má finna hnökra, ítrekanir og orðfæri sem ber óþarflega annarlegan keim, en hún er einkar læsileg þegar á heildina er litið. -ÁB Fyrsta Ijóðabók ungs skálds Útgáfufélagið Hálfljóð hefur gefið út ljóðabókina Mars eftir Halldór Olafsson. í fréttatilkynningu segir að þetta sé fyrsta bók Halldórs. Á tuttugu síðum er birt úrval ljóða hans frá því hann hóf að yrkja. Halldór hefur, segir þar, dvalist um skeið meðal frumstæðra þjóðflokka. Útgáfufélagið Hálfljóð er nýtt af nálinni, þessi útgáfa er fyrsta framtak þess, en félagið hyggst í framtíðinni standa að útgáfu hvers kyns skáldskapar. Lokaorð þessa kvers eru á þessa leið: La Udór Ólafsso mars Þessvegna höldumst við í hendur þegar þú segir nei og ég já og biðjum ekki um athugasemdir þótt gleðin kipri sig saman og stökkvi síðan beint fram í dags- Ijósið í sömu mund og við vöknum af svarthvítum draumi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.