Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 5
MENNING ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Myndlist Fólk með abstrakt blóð Arngunnur Ýr sýnir í Nýlistasafninu. Olíumálverk, grafik og teikningar Á föstudagskvöldiö kemur opnar Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistar- sýningu í Nýlistasafninu við Vatns- stíg. Arngunnur sýnir þar tuttugu olíu- málverk og um tuttugu grafikmyndir og teikningar. Blaðamaður kom að Arngunni í Nýlistasafninu þar sem hún var í óða önn að taka utan af myndum sínum nýkomnum frá San Fran- cisco en Arngunnur lauk BFA prófi í listmálun frá San Francisco Art Institute vorið 1986 og hefur verið búsett þar síðan. Olíumál- verk Arngunnar eru flest stór og mörg þeirra dálítið græn. Hún segir þessa sýningu hér þannig tilkomna að hún hafi ver- ið hér á landi í fyrra og þá hafi komið til tals milli hennar og for- ráðamanna Nýlistasafnsins að hún héldi hér sýningu. „Þá var ég farin að undirbúa sýningu úti sem ég hélt síðan í vor og ákvað að gera þessar sýningar að eins konar systursýningum, þ.e. að hafa sum verkin á báðum sýningunum og önnur með á sitt hvorri. Svo fékk ég styrk frá menntamálaráðuneytinu til að koma sýningunni upp hér heima og mikía aðstoð hjá Flugleiðum og Cargolux og nú er sýningin sem sagt komin hingað heim. Upphaflega áttu systursýning- arnar að verða þrjár, líka ein í Kanada, en það varð bara of mikið, þetta hefðu orðið svo mikil ferðalög og þvælingur með myndirnar. En þessir þrír staðir, hér heima, Kanada og San Fran- cisco eru þeir staðir þar sem ég hef málað aliar þessar myndir sem eru á sýningunum og þær bera hverjum stað mjög skýr merki. Ég var í Kanada í vetur og í myndunum sem ég gerði þar er miklu meiri kuldi og þunglyndi. Það er greinilega léttara yfir mér bæði hér heima og í San Fran- cisco þó á mjög mismunandi máta sé. En mér finnst mjög gott að mála hér heima. Það hefur mikil áhrif á það hvernig og hvað ég mála hvar ég er. Að mála er fyrir mér mjög tengt umhverfi mínu ásamt því sem gerist innra með mér og þetta blandast sjálf- sagt mikið saman í myndunum mínum.“ Hver eru þá helstu viðfangs- efnin í myndunum þínum? „Ég veit það eiginlega ekki. Þetta er eitthvað sem gerist dá- lítið sjálfkrafa. En ég reyni að tjá það sem er ofarlega í tilfinninga- lífinu hverju sinni, það sem mér finnst mest virði á hverjum tíma. Ég hef engar ákveðnar reglur, mér leiðast þær. En oft er það þannig að ég tek eitthvert efni fyrir, kannski í ár eða svo, og vinn úr því þangað til mér finnst ég komin að ákveðnum endi, vera búin að finna einhverja niður- stöðu. Kannski eru þetta allt of persónulegar myndir, ég veit það ekki. Maður málar bara eins og maður málar og ræður þvt að tak- mörkuðu leyti. En það er mikið um fólk í myndunum mínum og hefur alltaf verið þannig. Svo er mis- mikið abstrakt blóð í þessu fólki í myndunum, ég leik mér svolítið á þessum landamærum." Aðspurð að því hvort hún sé endanlega sest að erlendis segir Arngunnur: „Það veit enginn og allra síst ég sjálf. Eins og er bý ég í San Francisco en ég lifi bara frá degi til dags. Ég vonast til að búa sem víðast og prófa sem flest. En ég fer út aftur um mánaðamótin og reikna með að vera í San Fran- cisco í vetur. Ég verð líklega ekki með neinar sýningar alveg á næst- unni aftur vegna þess að mig langar að endurskoða svolítið það sem ég hef verið að gera og reikna með að nota veturinn í það, vera bara í friði og ró að mála. Það eru sem sagt engar stórar ákvarðanir í gangi, ég ætla bara að leyfa lífinu að koma fyrir mig.“ Hvað er helst að gerast í mynd- list í Ameríku í dag? „Þú ætlast þó ekki til þess að ég geti skilgreint það! New York er auðvitað þungamiðjan og það er viss tilhneiging hjá öðrum stöð- um í Ameríku að miða við það sem er að gerast þar og apa eftir þaðan. En það kennir allra grasa í myndlist í Ameríku í dag og mjög erfitt að segja eitthvað um það finnst mér. Þó er áberandi mikið um svokallaða hugmyndalist, - video, performance og slíkt. Og svolítill skætingur í gangi hjá Arngunnur Ýr bar Venus út í sólina á Vatnsstígnum. Til glöggvunar má geta þess að Venus er hárauð að lit og Arngunnur er með appelsínugult hár. (Mynd Sig). þeim sem eru að fást við það út í hina sem eru í málverkinu. Það þykir gamaldags. En það eru auðvitað margir sem mála og lín- an í því finnst mér vera stílíser- aðri en áður, svona einföld og fáguð. En eins og ég sagði þá kennir allra grasa þarna og það er gott að vera í slíku umhverfi, ég þrífst að minnsta kosti mjög vel.“ -ing Tónleikar ungs tónlistarfólks verða í Bústaðakirkju á sunnudagskvöld. Meðal annars verður flutt verkið Oktett eftir Hróðmar Sigurbjörnsson, Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar hljómsveitinni en þeir stunda báðir nám við Tónlistarhá- skólann í Utrecht í Hollandi. (Mynd Sig.) Tónlist Oktett og lýrískur Stravinsky Tónleikar ungs tónlistarfólks í Bústaðakirkju á sunnudagskvöld. Flestir hljóðfæraleikaranna í námi og sameinast um þessa tónleika í sumarleyfi sínu Á sunnudagskvöld kl. 20.30 verða haldnir tónleikar í Bústaða- kirkju þarsem hljómsveit skipuð ungu tónlistarfólki leikur þrjú verk: Oktett eftir Hróðmar I. Sig- urbjörnsson, fiðlukonsert nr. 5 í A-dúr, k-219 eftir Mozart og bal- letttónlistina Appollon Musaget- es eftir Stravinsky. Einleikari á fiðlu verður Auður Hafsteinsdóttir en stjórnandi hljómsveitar Guð- munduróli Gunnarsson. Hróðmar og Guðmundur Óli sem báðir stunda nám við Tón- listarháskólann í Utrecht í Hol- landi, Hróðmar í tónsmíðum en Guðmundur í hljómsveitar- stjórn, sögðu hljóðfæraleikarana vera ungt fólk sem flest væri í tón- listarnámi erlendis og væri nú statt hér heima í sumarleyfi. „Það er lítið að gerast í tónlistarlífi hér yfir sumarið og ef maður vill gera eitthvað verður maður að standa fyrir því sjálfur,“ sagði Guð- svo ég held ég megi segja að það sé orðið fullgert núna. Það er mjög gaman að fylgjast með æf- ingunum á því núna, gott fólk sem spilar það og ég er ánægður með flutninginn. Þetta er verk í síðrómantískum stíl, en eftir að ég samdi það urðu nokkur þátta- skil hjá mér og því er það nokkuð ólíkt því sem ég er að fást við núna.“ Fiðlukonsertinn sögðu þeir fé- lagar hafa verið valinn vegna þess að einleikarinn Auður Haf- steinsdóttir væri að stúdera þetta verk hjá kennara sínum í Boston þar serp hún er við nám í fiðluleik og hún hafði áhuga á að spila þetta verk hér heima. Balletttónlistin Appollon Mus- agetes eftir Stravinsky er síðasta verkið á tónleikunum og hefur þetta verk ekki verið flutt opin- berlega hérlendis áður. Guð- mundur og Hróðmar sögðu strengjasveit Tónlistarskóla Reykjavíkur hafa farið með þetta verk til Aberdeen 1983 en það hefði aldrei verið flutt hér heima. „Verkið er skrifað fyrir strengja- sveit árið 1928 en kom út í endur- skoðaðri mynd 1947 og það má segja um þetta verk að það sé lýrískasti Stravinsky sem maður heyrir,“ sagði Guðmundur Óli. Alls taka 26 rnanns þátt í flutn- ingi tónleikanna en þeir verða bara í þetta eina sinn þar eð hljóðfæraleikararnir fara að tvístrast hingað og þangað strax eftir helgina. -ing mundur Óli en hann hefur aðal- lega staðið í að smala hópnum saman. „Ástæðan fyrir því að ég stend fyrir þessu er nú aðallega sú að ég get ekki æft mig heima í stofu, ég er verkfæralaus ef ég hef ekki fólkið sem fremur hljóðin. En það er mjög gaman að koma þessu á laggirnar og ég held að náðst hafi saman allir þeir sem eru hér heima í sumarleyfi eins og er. Mikið af fólkinu var saman í Tónlistarskóla Reykjavíkur og spilaði þar saman en hefur síðan farið út um hvippinn og hvappinn í nám og það eru miklir fagnaðar- fundir á æfingunum." Um verk sitt, Oktett, sagði Hróðmar það vera fyrir fimm blásara og 3 strengjaleikara og hafa verið samið sem lokaverk- efni sitt við Tónlistarskóla Reykjavíkur vorið 1984 og frum- flutt af hóp í skólanum undir stjórn Atla Heimis Sveinssonar. „Síðan lagði ég það fram við skólann í Utrecht og þar var það flutt í fyrra eftir að ég hafði gert á því ákveðnar endurbætur. Nú á að flytja það í þriðja sinn og enn er ég búinn að flikka upp á það,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.