Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 10
ÍSAFJÖRÐUR Séð yfir fjársterkan ísafjarðarkaupstað, þar sem nóg er um atvinnu, en vantar fólk og húsnæði. fsafjörður Húsnæðisskortur setur strik í reikninginn Mikil atvinna í boði á ísafirði, en um leið manneklavegna húsnæðisskorts. Haraldur Haraldsson bæjarstjóri segirað atvinnuástandið bjóði upp á um 10% fólksfjölgun. Bygging kaupleiguíbúða leysir vandannaðhlutatil. Fjársterkur kaupstaðurstendurístórframkvæmdum Hér er mikið um framkvæmdir og mikil atvinna. Fjárhagslega stendur ísafjarðarkaupstaður mjög vel að vígi miðað við mörg önnur sveitarfélög. Mikil atvinna á staðnum og nokkuð góð laun gera það að verkum að bærinn hefur rffandi tekjur, sagði Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri á ísafirði í samtali við Pjóðviljann. Það er ekki ofsögum sagt hjá Haraldi að ísfirðingar standa í stórræðum, einkum ef borið er saman við ýmis önnur bæði stærri og minni sveitarfélög, þar sem framkvæmdafé er mjög af skornum skammti og lítt fyrir iðnaðarmenn að starfa. Á ísafirði er hins vegar slegist um hvern þann iðnaðarmann sem sést þar á ferli, hver svo sem iðnin er. Ástandið er þó ekki algott að sögn Haraldar, því nokkur skortur er á vinnuafli í bænum. „Við eigum við mikinn húsnæðis- vanda að etja. Það væri hægt að fylla í að minnsta kosti 100 stöður í öllum starfsgreinum ef húsnæði væri fyrir hendi fyrir allt þetta fólk. Átvinnuástandið býður upp á verulega fólksfjölgun í bænum, allt að 10%, en húsnæðisskortur í bænum stendur þeirri þróun fyrir þrifum. Við vitum að fólk vill flytja til ísafjarðar, en getur það ekki þar sem það fær ekki hús- næði. Hér getur fólk eiginlega unnið eins mikið og það vill. Unnið er í rækju á vöktum allan sólarhringinn og það er athyglisvert að rækjuvinnsla er ekki minni þáttur í atvinnustarfsemi í bænum en önnur fiskvinnsla. Félagslíf í bænum er með ágætum og menntunarmöguleikar eru eins góðir og hægt er að ætlast til á svona stað. í»að mælir því Við vitum að fólk vill flytja til ísafjarðar, en getur það ekki vegna húsnæðisskorts, segir Haraldur Haraldsson bæjarstjóri. ýmislegt með því að fólk flytji hingað. Við gerum okkur vonir um að hægt verði að leysa húsnæðis- vandann í bænum að hluta til með byggingu kaupleiguíbúða. Við höfum rætt þennan möguleika við félagsmálaráðherra og höfum sent húsnæðismálastjórn umsókn um lán til þess að byggja 40 kaupleiguíbúðir fyrst um sinn. Samkvæmt könnun sem gerð var á vegum bæjarins vantar 110 leiguíbúðir á ísafirði og ég held að ástandið sé hvergi eins slæmt. “ Þröngt í höfninni „Af þeim framkvæmdum sem nú eru í gangi ber fyrst að nefna framkvæmdir við nýja vöruhöfn. Þar verður framkvæmt fyrir 35-40 milljónir króna á þessu ári. Það er óhætt að segja að mikill skortur sé á viðleguplássi og athafnasvæði við ísafjarðarhöfn. Skipakomum hefur fjölgað um yfir 100% á sama tíma og viðlegupláss hefur lengst einungis um nokkra tugi metra, þannig að það segir sig sjálft að það er oft þröng á þingi í höfninni. Nýi hafnarkanturinn er okkar aðalframkvæmd í ár. Einnig er unnið að tengibygg- ingu milli barnaskólans og gagnfræðaskólans, en eftir sameiningu skólanna í grunnskóla vantar 40% upp á að skólahúsnæðið uppfylli þau norm sem sett eru. f nýju byggingunni, sem kostar 10 milljónir á þessu ári, verður aðstaða fyrir félagsstarf og kennara auk þess sem þar verða kennslustofur. Menntamálaráðuneytið hefur skrifað undir samning við ísa- fjarðarkaupstað um byggingu nýs íþróttahúss og var hafist handa við jarðvegsskipti í vor. Samkvæmt samningnum við ríkið, sem fjármálaráðherra hefur að vísu ekki enn skrifað undir, er gert ráð fyrir að byggingunni verði lokið árið 1992. Það má segja að Vestfirðir séu eini landshlutinn sem ekki getur státað af fuilkomnu íþróttahúsi, en við höfum lengi barist fyrir byggingu slíks húss. íþróttahúsið sem við notumst við nú er nær hálfrar aldar gamalt og alls ekki fullnægjandi. Eins og ég sagði skrifaði fyrrverandi menntamálaráðherra undir samning um bygginguna, en Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, sá ekki ástæðu til þess að gera slíkan samning og það olli okkur verulegum *\ 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 12. ágúst 1987 vonbrigðum. Við eigum hins vegar fund með nýja fjármálaráðherranum fljótlega og gerum okkur vonir um að hann muni staðfesta samninginn." Barn í bala „Við erum einnig að vinna að því að koma stofnunum bæjarins í varanlegt húsnæði. Við erum með bæjarskrifstofurnar í leiguhúsnæði sem stendur, en við erum aðilar að byggingu stjórnsýsluhússins, sem á að vera tilbúið næsta vor, þannig að við komumst væntaníega í eigið húsnæði næsta sumar. Það er gert ráð fyrir að stjórnsýsluhúsið kosti alls um 200 milljónir króna, en þar af borgar bærinn 19%. Gamla áhaldahús bæjarins verður rifið í haust og þá ætlum við að vera búnir að byggja nýtt hús í þess stað. Bærinn er aðili að Byggingar- samvinnufélaginu Hlíf, sem nú er að byggja söluíbúðir fyrir aldraða, en frá árinu 1982 hafa verið byggðar 30 leiguíbúðir fyrir aldraða á vegum bæjarins. Við stefnum einnig að því að taka nýja fjórðungssjúkrahúsið í notkun fyrir áramót, en aðstaðan í því gamla er alls ófullnægjandi. Þrengslin þar eru slík, að þegar það gerðist nýlega að fjögur börn fæddust samdægurs, þurfti að búa um eitt þeirra í bala. Sú gagnrýni á hins vegar rétt á sér, að nýja sjúkrahúsið er heldur stórt. Það er íhugunarvert að nýja sjúkrahúsið hefur verið 14 ár í byggingu, en það tók 18 mánuði að byggja það gamla á sínum tíma. Mánuðirnir hafa þannig orðið ár. Auk þessa má nefna gatna- gerða'rframkvæmdir, gangstéttarlagnir og þess háttar, þannig að við sitjum ekki auðum höndum þepsa dagana,“ sagði Haraldur Haraldsson. -gg v. ÍSAFJÖRÐUR Bæjarskrifstofurnar leigja hjá Kaupfélaginu enn um sinn, en næsta sumar er gert ráð fyrir að þær flytji í stjómsýsluhúsið ásamt fjölda annarra stofnana. Húsnæðismál grunnskólans taka miklum stakkaskiptum þegar tengibyggingin verður tekin í notkun. sfirðingar gera sér vonir um að hið nýja og glæsilega fjórðungssjúkrahús verði tekið í notkun á jessu ári, en í viðtalinu fellst Haraldur á að það sé heldur í stærra lagi. Sjúkrahúsið hefur verið 14 ár í byggingu, en það tók aðeins 18 mánuði að reisa það gamla. Skipakomum til (safjarðar hefur fjölgað verulega á síðustu árum og það er því oft þröng á þingi í (safjarðafhöfn. Þessi nýi viðlegukantur, sem er aðalframkvæmd Isfirðinga í ár, mun leysa að nokkru úr þessum vandkvæðum. VASMIMy Flateyri Sími: 94-7751 TAPAÐU EKKI AF VAGNINUM ÞVÍ VAGNINN BÝÐUR sælgæti — samlokur — kaffi — hamborgara — franskar — pylsur — skyndirétti — ís. GISTIHEIMILI — VIDEÓLEIGA — BILLJARD næst þegar þú ferðast innanlands Tíminn er takmörkuö auðlind. Flugið sparar tíma og þar með peninga. Flugleiðir og samstarfsaðilar í lofti og á láði tengja yfir 40 þéttbýliskjarna innbyrðis og við Reykjavík. Með þaulskipulagðri og nákvæmri áætlun leggjum við okkur fram um að farþegum okkar nýtist tíminn vel. Þannig tekur ferð landshorna á milli aðeins stutta stund efþú hugsar hátt. FLUGLEIDIR Jffl& Mlðvlkudagur 12. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.