Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 2
“SPURNINGIN“ Líst þér vel á Laugaveg- inn eftir andlitslyfting- una? ritari: Já, Ijómandi vel, þetta gerir mannlífið skemmtilegra. Mér líst líka vel á að fá frían strætó niður í bæ. Þorgeir Gestsson, læknir: Já, ég held hann verði skemmti- legur. Mér bregður nú reyndar við að koma út á fallega götu eftir þessa þrjá mánuöi sem fram- kvæmdirnar hafa staðið. Rut Þorgeirsdóttir, vinnur við afgreiðslu: Mjög vel. Það er miklu betra að koma hingað og fallegra um að litast. Sveinn Egilsson, sundlaugarvörður: Já, svona í aðalatriðum. En mað- ur er nú ekki búinn að sansa þetta alveg. Berglind Helgadóttir, blaðberi: Já. Það er miklu betra að labba niður Laugaveginn núna. FRÉTTIR Húsnœðismálin Prófsteinn á krata ífyrsta skiptifer sami flokkur með öll ráðuneyti sem skipta húsnœðis- málin einhverju máli Áfellisdómur Jóhönnu Sigurð- ardóttur, félagsmálaráðherra, yflr húsnæðiskerfinu, hefur að vonum vakið mikla athygli og við- brögð manna verið mismunandi. Fæstir hafa þó dregið í efa niður- stöðu fréttatilkynningarinnar nema þeir Alexander Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ. Það virðist því svo að augu flestra hafl opnast fyrir því að þarna sé á ferðinni gífurlegt vandamál, sem verður að leysa. íhaldið vildi sjálfvirknina Það sem kerfið er einkum gagnrýnt fyrir er sjálfvirknin í því. Kerfið byggir á því að allir hafi sama rétt til lána hafi þeir verið í lífeyrissjóði í tvö ár eða lengur. Þannig eru dæmi um að einstaklingur sem átti fimm skuldlausar íbúðir fyrir hafi feng- ið lánsloforð fyrir sjöttu íbúðinni. Björn Björnsson, hagfræðing- ur ASÍ, hefur gagnrýnt þessa sjálfvirkni, en fram til þessa hefur forysta Alþýðusambandsins ekki viljað gangast við göllum kerfis- ins. Þrátt fyrir það hefur Þjóðvilj- inn heimildir fyrir því að Alþýð- usambandið hafi strax frá byrjun verið andvígt þessari sjálfvirkni en Sjálfstæðisflokkurinn, með fjármálaráðuneytið og forystu VSÍ, setti það sem skilyrði að allir ættu að eiga sama rétt á lánum. Nú virðist þó jafnvel íhaldið vera farið að átta sig á því að þetta gengur ekki lengur svona, því í leiðara Morgunblaðsins á laugar- dag er tekið undir það sjónarmið að stemma beri stigu við ásókn í kerfið og að hinn gullni meðal- vegur verði fundinn. Þá skrifaði Jónas Kristjánsson leiðara um húsnæðismáli í DV um helgina þar sem hann hvetur til þess að þeir sem fái lán í fyrsta skipti fái þau á niðurgreiddum vöxtum en aðrir fái þau á raunvöxtum. Tíminn hefur hinsvegar ekki séð ástæðu til að tjá sig um hús- næðislánakerfið eftir fréttatilk- ynningu félagsmálaráðuneytis- ins. Það skyldi þó aldrei fara svo að Framsókn og VSÍ verði þeir einu sem verja kerfið í núverandi mynd? Sé Alexander Stefánsson opinber talsmaður Framsóknar um þann málaflokk virðist svo vera. Kratar einir með húsnœðismálin Það sem er þó athyglisverðast varðandi frekari framvindu þessa málaflokks og hvernig tekst að greiða úr klúðrinu, er að öll ráðu- neyti sem einhverju skipta varð- andi húsnæðismálin eru nú á hendi eins flokks, Alþýðuflokks- ins. Félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið eru mikil- vægustu ráðuneytin varðandi húsnæðismálin en auk þess skiptir viðskiptaráðuneytið tölu- verðu máli. Undir viðskiptaráðu- neytið heyra bankar og fasteigna- viðskipti, en aðild banka og fast- eignasala að húsnæðismálum hef- ur verið gagnrýnd mikið. Jón Sigurðsson er alls ekki stikkfrí í húsnæðismálunum. Bankar og fast- eignasalar heyra undir viðskipta- ráðuneytið. Það eru ekki húsnæðislánin sem hafa verið að sliga fólk, held- ur miklu frekar skammtímalán í bönkum á háum vöxtum. Þá hef- ur verið margbent á þá staðreynd að með því að Iækka útborgunar- hlutfall í íbúðum t.d. í 50% og lengja eftirstöðvarnar í t.d. 20 ár, væri tekið stærra skref í áttina að manneskjulegu húnæðiskerfi en var tekið með tilkomu nýju hús- næðislánalaganna. Jón Sigurðs- son er því alls ekki stikkfrí í þessu máli. Húsnæðismálin verða próf- steinn á Alþýðuflokkinn. Tekst þeim að greiða úr flækjunni eða verða mismunandi hagsmunir fjármálaráðuneytis og félags- málaráðuneytis til þess að ekki tekst að finna skynsamlega lausn? Jón Baldvin hefur þegar gripið til aðgerða sem virðast ætla að gera hnútinn enn verri en áður með því að hækka vexti á ríkis- skuldabréfum en Jóhanna Sig- urðardóttir hefur lagt spilin á borðið. Verði ekki þegar gripið til aðgerða er ljóst að kerfið er strand. Gerist ekkert strax „Það eru margir búnir að inna mig eftir því hvað er til úrbóta í kerfinu. Það er eðlilegt að þessi spurning brenni heitt á vörum fólks. Það er þegar hafin vinna hér í ráðuneytinu í samstarfi við starfsmenn Húsnæðisstofnunar við að finna leiðir til úrbóta. Það er ljóst að ýmsar leiðir koma til álita,“ sagði Jóhanna við Þjóð- viljann en vildi ekki frekar úttala sig um málið. Það er hinsvegar ljóst að ekk- ert gerist á næstu dögum. Áfram verður unnið að því að kanna hina ýmsu kosti. Vissir ljósir punktarerusjáanlegir, t.d. ervit- að að ráðstöfunarfé lífeyrissjóð- anna er mun meira en áætlað var þó það umframfjármagn nægi engan veginn til að anna þeirri eftirspurn sem er eftir lánum. Hagsmunaárekstrar Reiknað er með því að eftir- spurn eftir lánum verði um 7,5 milljarðar á ári þegar kerfið er komið í jafnvægi en innstreymi fjármagns frá lífeyrissjóðunum og ríkissjóði er um 4,3 milljarðar í ár. Enn vantar því 3 milljarða auk þess sem kúfurinn sem varð á síðasta ári er enn óleystur. Vandi húsnæðismálalánanna er engan veginn auðleysanlegur. Þar rekast á hagsmunir þriggja aðila þó stundum fari þeir saman, Jón Baldvin Hannibalsson hefur þeg- ar gripið til aðgerða, sem gera hnút- inn enn illleysanlegri en fyrr með hækkun vaxta á spariskírteinum ríkis- sjóðs. það er félagsmálaráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins og lífeyris- sjóðanna. Lífeyrissjóðirnir vilja fá sem hæsta vexti af sínu fjár- magni. Segjast þeir þannig gæta best hags sinna sjóðfélaga. Reyndar eru það sjóðsfélagarnir sem fá lánin og þurfa því að greiða vextina verði samningarn- ir sem nú eru í gangi á milli líf- eyrissjóðanna og ríkisins til þess að vextir af húsnæðislánum hækki. Lífeyrissjóðirnir verða því að svara þeirri spurningu hvort þannig sé hag sjóðsfélag- anna best borgið. Annars er tímasetning frétta- tilkynningarinnar íhugunarefni útaf fýrir sig. Ljóst er að með því að leggja spilin á borðið núna er Jóhanna að undirbúa jarðveginn fyrir þá samninga sem nú eru í gangi við lífeyrissjóðina. A meðan á öllu þessu gengur er ekkert gert í hinum félagslega þætti húsnæðismálanna, en þar er stórt og mikið vandamál á ferð- inni sem verður að bregðast við sem fyrst. í mars hafði 150 manns verið hafnað af Húsnæðisstofnun vegna of lágra tekna. Hvert eiga þeir að leita? -Sáf 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.