Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 3
FRETTBR Evrópumótið í bridge íslendingar ítopp- baráttu Islendingar sigruðu Dani í 16. umferð á Evrópumótinu í bridge með 24-6 og töpuðu naum- lega fyrir fv. ólympíumeisturum, Pólverjum, í 17. umferð, með 14-16. Eftir 17 umferðir var staða efstu þjóða þessi: Svíþjóð 334.5, Bretland 300, ísland 297, Noregur 296, ísrael 291.5 og Frakkland 289. í gærkvöld spiluðu okkar menn við Tyrki, sem eru neðstir á mót- inu. Alls eru spilaðar 23 umferðir og eiga okkar menn eftir að spila við Israela, Frakka, Portúgali, Grikki og Breta í síðustu umferð á föstudaginn. Liðið skipa þeir: Guðlaugur R. Jóhannsson, Örn Amþórsson, Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson, Ásgeir P. Ásbjörnsson og Aðalsteinn Jörg- ensen. Fyrirliði er Hjalti Elíasson. Stjarnan r Olafur útvaips- stjórí Horft í átt til svæðisins þar sem leikvöllurinn umdeildi verður gerður. Hús Byggingarfélagsins Breiðabliks fyrir miðri mynd. Mynd Sig. Nýr miðbœr Amast við leiksvæði Ólafur Hauksson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri þjá Stjörn- unni, en þar var áður útvarps- stjóralaust. Ólafur var áður framkvæmdastjóri Sam- útgáfunnar, sem meðal annars gefur út Samúel, var þaráður blaðamaður á Vísi. -m Byggingafélagið Breiðablik: Nálœgð leiksvœðisins veldur ónæði og óþægindum. Borgaryfirvöld halda sínu striki Deildar meiningar eru um ný- hafnar framkvæmdir við leikvöll í nýja miðbænum. Með bréfi til Borgarráðs hafa íbúar Efstaleitis 10 til 14 mótmælt þess- um framkvæmdum, en margir íbúar hverfisins eru á öndverðum meiði. „íbúðir í húsinu nr. 10 til 14 við Efstaleiti eru sérstaklega ætlaðar öldruðu fólki. Er allur frágangur íbúða, sameignar og lóðar mið- Bókaútgáfa Gul bók í metupplagi Svart á hvítu gefur út Gulu bókina íoktóber. Upplagið er 125þúsund eintök. Heildarkostnaður 15-17 milljónir í október verður Gulu bókinni Að sögn Kristins Sigurðssonar, dreift á hvert heimili í landinu og umsjónarmanns Gulu bókarinn- emmg i öll fyrirtæki landsins. Upplag bókarinnar verður 125 þúsund eintök og þar af 15 þús- und eintök á ensku. Það er út- gáfufyrirtækið Svart á hvítu sem stendur í þessum stórræðum. ar, er símaskráin eina bókin sem hefur komið út í stærra upplagi. Heildarkostnaður við útgáfuna er nærri 18 milljónir að sögn Kristins. Það er Póstur og sími sem mun Söngbókavœringar Tökum iagið (traustataki) Bubbi Morthens íhugar málssókn. Ýmsir textahöfundar telja að lög um höfundarrétt hafi verið á þeim brotin í formála söngbókarinnar eru öllum þeim færðar þakkir Adögunum kom út söngbókin „Tökum lagið“ og eru ýmsir höfundar texta ekki par hressir með framtakið, þar sem þeir telja að höfundarréttarlög hafi verið á þeim brotin. Meðal þeirra sem telja sig eiga um sárt að binda í þessum efnum er Bubbi Mort- hens. Málið er til athugunar hjá lög- fræðingi, og hefur hann staðið í samningaviðræðum fyrir hönd Bubba við útgefendur bókarinn- ar. Stutt mun í að það skýrist hvort sættir takast eða af máls- sókn verður. sem hafa lagt hönd á plóginn við út- gáfuna, og síðan segir: „Einnig þökkum við þeim höfundum sem lagt hafa til efni bókarinnar, svo og þeim höfundum sem ekki hef- ur náðst til og þá í þeirri trú að þeirra efni hefði góðfúslega verið látið í té.“ Það er þarna sem hnífurinn stendur í kúnni. „Þeir sem ekki náðist í“ vilja meina að aðstand- endur bókarinnar hafi fráleitt of- reynt sig við eftirgrennslanirnar, og fyrir því stendur í stappi. HS sjá um dreifingu bókarinnar en ensku eintökunum verður dreift til þeirra sem hafa samskipti við landann erlendis frá, auk þess sem ferðamenn geta nálgast hana. Gula bókin er framhald af Borgarskránni, aukið og endur- bætt. Auk höfuðborgarsvæðisins eru þéttbýlisstaðir á Suðurne- sjum nú með, ásamt Hveragerði, Selfossi, Akranesi og Akureyri. Sagði Kristinn að í bókinni væru götukort af öllum þessum stöðum og hefði kortagerðin hamlað því að ekki eru fleiri þéttbýlisstaðir með. í framtíðinni er hinsvegar stefnt að því að flestallir þéttbýl- isstaðir landsins verði í bókinni. Nú stendur yfir lokaátak í skráningu fyrirtækja í bókina, en henni lýkur í lok næstu viku. í bókinni verður tekin upp sú nýj- ung að fyrirtæki verða skráð í götu- og númeraskrá. Þá er einn- ig tekin upp sú nýjung að vera með upphafs- og endanúmer allra gatna og númer við hver gatnamót. Gula skráin verður í svipuðu broti og síðast en heldur stærri. Við útkomu bókarinnar mun fyr- irtækið bjóða upp á ókeypis síma- þjónustu. „Markmið okkar er að kenna íslendingum að nota Gulu bók- ina, því í henni er fjöldinn allur af upplýsingum, sem hvergi annars- staðar eru á einni hendi,“ sagði Kristinn að lokum. -Sáf aður við þarfir aldraðra og reynt að vanda sem mest til alls. Við fögnum gerð gangstíga og fegrun- ar reits þess sem framkvæmdir eru hafnar á, en mótmælum ein- dregið gerð sparkvallar og upp- setningu girðingar á reitnum. Vegna nálægðar leiksvæðis við hús okkar væri óhjákvæmilegt að af slíku leiddi verulegt ónæði og óþægindi fyrir íbúana.“ Þessi klausa er hluti af bréfi sem Byggingarfélagið Breiðablik hf. sendi Borgarráði í júlílok, og undirritar Óttarr Möller bréfið fyrir hönd félagsins. í framhald- inu segir að eigendur Efstaleitis 10 til 14 fari þess á leit við Borg- arráð að horfið verði frá fyrirhug- aðri gerð sparkvallar og í þess stað komi gróðurreitur. Á aukafundi Borgarráðs á föstudaginn var lagt fram bréf frá íbúum í nýja miðbænum, og þar er þess farið á leit við ráðið að fast verði staðið við upphaflegt skipu- lag með leiksvæði á opna svæðinu milli bygginga sem standa við göturnar Efstaleiti, Miðleiti og Neðstaleiti. Um það bil hundrað ibúar í hverfinu undirrita bréfið og benda þeir á að svæði þetta sé hið eina sem upphaflega virðist vera gert ráð fyrir sem athafnasvæði barna í nýja miðbænum. Að sögn Þorvalds S. Þorvalds- sonar, forstöðumanns Borgar- skipulags, samþykkti Skipulags- nefnd á fundi fyrr í vikunni bókun þess efnis að staðið verði fast á því að þarna verði leikvöllur fyrir yngri börn. Jafnframt var Þor- valdi falið að ræða við forráða- menn Ríkisútvarpsins um afnot af hluta lóðar stofnunarinnar við Efstaleitið fyrir eldri krakka, og er fýrirhugað að þar komi bolta- völlur fyrir þau með tilheyrandi mörkum. Að sögn Þorvalds hafa útvarpsmenn tekið vel í þessa málaleitan. Borgarráð staðfesti samhljóða á fundi sínum í gær bókun Skipu- lagsnefndar. Jafnframt bókaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista, að hún gæti fallist á þessa afgreiðslu, enda yrði í skipulagi leiksvæðisins gert ráð fyrir aðstöðu til boltaleikja fyrir yngri börn. HS /■11 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Innanhússfrágangur Tilboö óskast í innanhússfrágang á þrem hæðum í byggingunni Laugavegur 118D í Reykjavík. Hver hæö er um 400 m2. Múrverki og hitalögnum er lokið. Innifaliö er allt annað er þarf til að fullgera hæðirnar. Verklok sé 15. des. 1987 en hluta byggingarinnar sé skilað mánuði fyrr. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 25. ágúst 1987 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.