Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 7
Jón Páll Halldórsson fyrir framan Faktorshús, þar sem Jón Sigurpálsson safnvörður Byggða- safns Vestfjarða býr. Isumareru 10ársíð- an endurbygging Neðstakaupstaðar hófst. Búist við að endurreisn hiðytra Ijúki að mestu næsta sumar, enfrágangi innanhússíTurnhúsi ogTjöruhúsiólokið. Sjóminjasafn opnað í Turnhúsi næsta vor. Jón Páll Halldórsson formaður húsafriðun- arnefndar: Almenn- ingursýnirverkinu æ meiri áhuga % ''M Meriair menningamrfur endurheimtir fyrri reisn Endurbygging dönsku verslunarhúsanna í Neðstakaupstað er nú langt komin og er búist við að henni verði að mestu lokið hið ytra næsta sumar. Þó er talsvert starf óunnið innandyra í Turn- húsi og í Tjöruhúsi. Verkið hófst árið 1977, tveimur árum eftir að ákveðið var að friða húsin og færa þau í uppruna- legt horf. Neðstikaupstaður var aðsetur dönsku einokun- arverslunarinnar á ísafirði og voru húsin öli fjögur byggð áður en einokun var aflétt árið 1786. „Húsin voru illa farin þegar tekin var ákvörðun um að frið- lýsa þau,“ sagði Jón Páll Hall- dórsson formaður húsafriðunar- nefndar ísafjarðar í samtali við Þjóðviljann, en nefndin hefur haft yfirumsjón með endurbygg- ingunni. Jón Páll bauð blaðamanni Þjóðviljans í stofu í Faktorshúsi, sem að mestu leyti er íbúð safnvarðar Byggðasafns Vest- fjarða, en bærinn hefur aðgang að stofunni fyrir gesti. Jarðýtumafur eða menningararfur „Það var um tvennt að ræða. Annað hvort að fara með jarðýtu á þetta allt saman og gleyma því, eða að friðlýsa þessi hús og endurbyggja þau. Það voru skiptar skoðanir um þetta meðal ísfirðinga á sínum tíma, en almenningur hefur sýnt þessu starfi æ meiri áhuga eftir því sem verkinu hefur miðað og nú held ég að flestir séu sammála um að það var rétt ákvörðun að varðveita þessi hús. Augu margra hafa eflaust opnast fyrir því hvað hér er að gerast þegar haldið var ball í Turnhúsi á 200 ára afmælinu ífyrra. Húsafriðunarnefnd ákvað strax í upphafi að líta á þetta sem langtímaverkefni og reyna að vanda vel til verksins og ég tel að þetta hafi tekist vonum framar,“ sagði Jón Páll. Hann sagðist ekki geta sagt glögglega til um hvað endurbyggingin hefur kostað á núvirði, en sagði bæjarstjórnir hafa sýnt þessu mikinn skilning og lagt fé til verksins eins og hægt væri að ætlast til. Auk þess hafa Húsafriðunarsjóður, Þjóðhátíð- arsjóður og Byggðasjóður styrkt þessar framkvæmdir. Húsin fjögur, Faktorshús, Turnhús, Krambúð og Tjöruhús, voru einu húsin sem stóðu í Neðstakaupstað þegar einokun lauk. Tjöruhús er þeirra elst, var byggt árið 1734. Þar geymdu danskir einokunarkaupmenn veiðarfæri og fleira sem viðkom útgerð verslunarinnar, auk þess sem þar var seglagerð. Gert er ráð fyrir að viðgerð Tjöruhúss að utan verði lokið næsta sumar. í Krambúðinni, sem talið er að hafi verið byggð árið 1757 eða 1761, var verslun, en húsið hefur um langt skeið verið haft til íbúð- ar og býr bókavörður þar nú. Viðgerð Krambúðar verður lokið í sumar. Faktorshúsið var byggt árið 1765 og var eins og nafnið ber meö sér íbúðarhús faktorsins og hyskis hans. Faktorshús var ein- na verst farið húsanna fjögurra þegar endurbygging hófst, en viðgerð þess er nú lokið og býr Jón Sigurpálsson safnvörður þar ásamt konu sinni. Sjóminjasafn í Turnhúsi Turnhúsið, sem var byggt rétt fyrir lok einokunarverslunarinn- ar dönsku, mun gegna merku hlutverki í framtíðinni. í Turn- húsi var áður fiskverkun og vöru- lager, en nú er að sögn Jóns Páls fyrirsjáanlegt að þar verði opnað sjóminjasafn næsta vor. Að sögn Jóns Páls hefur sjó- minjum á ísafirði og víðar verið safnað í nær hálfa öld. Þeir hafa verið geymdir í Byggðasafni Vestfjarða, en verða fluttir í Turnhúsið á komandi vetri. „Það er að mínu mati mjög á- ríðandi fyrir stað eins og ísafjörð að eiga sjóminjasafn. Þegar sjóð- akerfí sjávarútvegsins var lagt niður fékk sjóminjadeild Byggð- asafnsins eina milljón króna af eftirstöðvum úreldingarsjóðs og það fé verður notað til þess að koma þessu safni upp. Fyrsti gripurinn sem komið var í geymslu var sexæringur sem Bárður G. Tómasson skipaverk- fræðingur beitti sér fyrir að yrði byggður og fékk bátasmið úr Bol- ungarvík til þess að sjá um smfð- ina. Báturinn var sjósettur 17. júní árið 1943,“ sagði Jón Páll um þetta atriði. Hér er ekki vettvangur til þess að rekja sögu Neðstakaupstaðar í smáatriðum en þó er rétt að geta þess að staðurinn var í eigu ým- issa aðila á 19. öldinni, en veldi hans var mest á 1. áratug þessarar aldar, þegar Ásgeirsverslun, sem á sínum tíma var talin stærsta fyrí irtæki landsins, hafði þar aðsetui* sitt. Þá var uppgangur mikill ál ísafirði, sem m.a. má ráða af því að um aldamótin bjuggu þar 1000 manns, en tíu árum síðar voru íbúarnir orðnir 1850. Til saman- burðar má geta þess að íbúar ísa- fjarðar eru nú rúmlega 3000. Hinar sameinuðu íslensku verslanir eignuðust Neðstakaup- stað þegar Ásgeirsverslun hætti í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri, en eftir að Hinar sameinuðu liðu undir lok eignaðist hafnarsjóður Neðstakaupstað. Vagga saltfiskverkunar Talaðhefur veriðum að Neðsti- kaupstaður hafi verið vagga saltfiskverkunar á íslandi og er sagt að ísafjörður hafi löngum. lyktaðaf saltfiski. Veldi Neðsta- kaupstaðar hnignaði því veru- lega eftir að saltfískmarkaðir lok- uðust í síðari heimsstyrjöldinni og eftir það er að sögn Jóns Páls varla hægt að tala um samfelida atvinnustarfsemi í Neðstak- aupstað. Staðurinn komst að lokum í eigu bæjarsjóðs og eins og áður sagði var ákveðið að friðlýsa þennan merka menningararf ís- firðinga árið 1975. En þótt þessi einstæðu hús hafi endurheimt sína fyrri reisn hvað ytra útlit snertir, er talsvert starf óunnið í Tjöruhúsi og í Turnhúsi. Auk þess er ýmsum frágangi á lóðinni ólokið. „Þessi hús eru hluti af menningar- og atvinnusögu stað- arins sem okkur ber að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Ég vona að hér verði í framtíðinni vin, sem bæjarbúum mun þykja vænt um,“ sagði Jón Páll Halldórsson. -gg I sumar hefur verið unnið að endurbótum á Krambúð, þar sem áður var verslun, en nú bústaður bókavarðar. Jón H. Hreinsson, Jón Ottó Gunnarsson og Nanný Guðmundsdóttir vinna verkið. Miðvikudagur 12. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.