Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 14
Húsgögn til sölu vegnaflutninga. Eldhúsborðog stólar, stofuborð, sófi, hægindastólar og fleira. Selst ódýrt. Upplýsingar veita Garðar og Kristín í síma 686856. Starfsfólk Fálkaborgar auglýsir eftir fóstrum og starfsfólki til starfa á leikskóla og dagheimilisdeildum heimilisins nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða heils- og hálfsdags stöður. Fálkaborg er nýlegt dagvistar- heimili við Fálkabakka í Breiðholti. Hjá okkur ríkir góður starfsandi við gefandi og fjölbreytt uppeld- isstarf. Hafir þú áhuga á að koma til liðs við okkur þá veitir Auður, forstöðumaður, allar nánari upp- lýsingar í síma 78230 f.h. IPI >*» *** ** W Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Byggingadeildar óskar eftir tilboðum í niðurrif húsa á fyrrverandi lóð Bæjarútgerðar Reykjavík- ur, á horni Meistaravalla og Grandavegar í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudag- inn 26. ágúst nk. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Manitóbaháskóli. Prófessorsstaða í ís- lensku er laus til um- sóknar Tekið verður á móti umsóknum eða tilnefningum til starfs við íslenskudeild Manitóbaháskóla og boðið upp á fastráðningu (tenure) eftir tiltekið reynslutímabil í starfi ef öllum skilyrðum er þá fullnægt. Staðan verður annaðhvort veitt á stig- inu „Associate Professor" eða „Full Professor" og hæfur umsækjandi settur frá og með 1. júlí 1988. Laun verða í samræmi við námsferil, vís- indastörf og starfsreynslu. Hæfur umsækjandi þarf að hafa lokið doktorsprófi eða skilað sambærilegum árangri á sviði íslenskra bók- mennta bæði fornra og nýrra. Góð kunnátta í enskri tungu er nauðsynleg sem og fullkomið vald á íslensku rit- og talmáli. Kennarareynsla í bæði málfræði og bókmenntum er mikilvæg og æskilegt að umsækjandi hafi til að bera nokkra kunnáttu í nútímamálvísindum. Þar sem ís- lenskudeild er að nokkru leyti fjármögnuð af sér- stökum sjóði og fjárframlögum Vestur- íslendinga, er ráð fyrir því gert að íslenskudeild eigi jafnan drjúga aðild að menningarstarfi þeirra. Þess ervænst að karlarjafnt sem konursæki um þetta embætti. Samkvæmt kanadískum lögum sitja kanadískir þegnar eða þeir sem hafa atvinnuleyfi í Kanada í fyrirrúmi. Umsóknir eða tilnefningar með ítarlegum greinargerðum um námsferil, rannsóknir og starfsreynslu, sem og nöfnum þriggja er veitt geti nánari upplýsingar, berist fyrir 30. október 1987. Karen Ogden Associate Dean of Arts University of Manitoba _________ERLENDAR FRÉTTIR__ Ástralía Grunsamlegur dauði fmmbyggja Síðan í desember hafa 17 ástralskir blökkumenn fyrirfarið sér í fangagœslu Snemma í síðustu viku komu iögregluþjónar í bænum Brew- arrina í Nýju Suður-Wales auga á ungan blökkumann, afkomanda frumbyggja Ástralíu, þar sem hann ráfaði um gangstétt í mið- bænum bersýnilega vel við skál. Þeir handóku hann umsvifalaust og færðu í fangageymslu. Honum var auk ölvunar á almannafæri gefið að sök að hafa rofið samn- ing við yfirvöld um að hegða sér skikkanlega þar eð hann hafði skömmu áður verið látinn laus til reynslu eftir að hafa afplánað hluta refsivistar fyrir ýms smá- brot. Honum var því án málal- enginga varpað í fangaklefa. Tæpum tveim klukkustundum eftir að Lloyd James Boney var lokaður inni hugðist fangavörður einn færa honum náttverð einsog lög gera ráð fyrir. Þá var fanginn látinn. Hann hafði farið úr sokk- um sínum, bundið þá saman og útbúið þannig „snöru“ sem hann hengdi sig í. Orlög Boneys eru sannarlega ekkert einsdæmi. Frá því í des- embermánuði síðastliðnum hafa hvorki fleiri né færri en 17 frum- byggjar dáið í fangagæslu og virð- ast þeir allir hafa fyrirfarið sér, þorri þeirra aðeins örfáum klukkustundum eftir að þeir voru læstir inni. Lögregluyfirvöld standa á því fastar en fótunum að þeir hafi fallið fyrir eigin hendi. „Þegar ungur frumbyggi er undir áhrifum áfengis, þunglyndur og lokaður inní fangaklefa er hann til alls vís,“ segir Eric nokkur Law. Law þessi er háttsettur embættismaður og veitti nýlega forystu nefnd sem fór ofaní saumana á aðbúnaði í fangelsum Queenslands þar sem flestir frumbyggjanna hafa látist. Þótt nefndarmenn segist ekki hafa komist á snoðir um neitt sem vefengt gæti frásagnir lögregl- unnar um það hvað hafi orðið fumbyggjunum að aldurtila þá eru ekki allir sáttir við þá niður- stöðu. Forystumenn blökkumanna í Ástralíu eru ævareiðir. Þeir krefjast þess að alríkisstjórnin láti þegar fara fram ítarlega rann- sókn á öllum dauðsföllunum. „Við getum ekki sætt okkur við að neinn láti lífið í gæsluvarð- haldi. Stjórnvöld geta ekki rétt- lætt þetta á nokkurn hátt,“ stað- hæfir Rosemary Wanganeen en hún er félagi í Mannréttinda- nefnd blökkumanna (CDBR). Leiðtogar frumbyggjanna hafa ekki sakað neinn um að hafa myrt sautjánmenningana en þeir full- yrða að sjálfsmorðin séu bein af- leiðing skipulegs misréttis af hálfu hvíta meirihlutans. Blökku- menn séu til að mynda oft og iðu- lega handteknir fyrir litlar sakir, svo sem ölvun á almannafæri en það heyri til undantekninga ef hvítir séu teknir höndum fyrir slíkt. Ennfremur kveða þeir frum- byggjana sárasjaldan njóta að- stoðar lögfræðinga sé þeim stung- ið inn því fáir vilji leggja þeim lið. Ofan á þetta bætist að blökku- menn sæti oft illri meðferð í fang- elsum af hálfu fangavarða. í Lundúnum er starfrækt stofn- un sem rannsakar útbreiðslu á vinnuáþján og þrælahaldi í þriðja heiminum og berst fyrir uppræt- ingu þess ófögnuðar. Einn starfs- manna hennar, Julian nokkur Berger, lauk nýlega við athugun á högum frumbyggja í Ástralíu. Eitt af því sem fram kemur í skýrslu hans rennir stoðum undir fullyrðingar blökkumannanna um illa vist í fangelsum. Hann segir „fjölda manna sem hann ræddi við hafa fullyrt að frumbyggjar sæti bæði andlegum og líkamlegum pyntingum í gæsluvarðhaldi... og að ungar konur og börn séu misnotuð.“ Það hefur ekki verið auðvelt að afla sönnunargagna viðvíkjandi dauðsföllunum sautján. Þeir fáu frumbyggjar sem fengist hafa til að láta eitthvað uppi opinberlega hafa jafnóðum dregið framburð sinn til baka og kveðast hafa sætt harðræði af hálfu lögreglunnar. Engu að síður fullyrða félagar í Mannréttindanefnd blökku- manna að æ fleiri frumbyggjar láti í sér heyra og leggi fram kær- ur ef þeim er misboðið. Enda ekki vanþört á ef þær fullyrðingar nefndarmanna eiga við rök að styðjast að síðasta rúma áratug hafi 90 frumbyggjar dáið með grunsamlegum hætti í fanga- vörslu. Frumbyggjar sendu sinn eigin fulltrúa á fímd Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn var í Genf í síðustu viku, í þeim erindagjörðum að vekja athygli umheimsins á vanda sínum. Um svipað leyti lést Boney og þá var sem stjórnvöld í höfuðborg Eyjaálfu, Canberra, vöknuðu af værum blundi. Sá ráðherra ríkisstjórnarinnar sem fer með málefni frumbyggjanna, Gerry Hand, hyggst halda fund með lögreglustjórum allra fylkja og hefur lofað því að láta fara fram opinbera rannsókn á dauðs- föllunum. Nú er að bíða og sjá hvað kemur upp úr kafinu og hvort mál frumbyggjanna fá nú loksins réttláta meðferð. byggt á Newsweek -ks. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. ógúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.