Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.08.1987, Blaðsíða 9
Vefnaður Handvefnaður ekki metinn sem skyldi ÍSAFJÖRÐUR Vefstofa Guðrúnar Vigfúsdóttur hefur verið rekin á ísafirði í aldarfjórðung. Nú vill Guðrún hins vegar láta af mannaforráðum og snúa sér alfarið að vefnaði. Hefur sagt upp hjá ríkinu eftir 42 ára starf við húsmæðraskólann Munir frá Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur hf. á ísafirði hafa farið viða á þeim aldarfjórð- ungi sem stofan hefur verið rekin, en hún var sett á fót í herbergi við Hafnarstræti 7 árið 1962. Nú á 25 ára afmæl- inu er fyrirtækið hins vegar til sölu, enda vill manneskjan á bak við reksturinn, Guðrún Vigfúsdóttir, nú snúa sér alfar- ið að vefnaði, en láta af manna- forráðum og því stússi sem þeim fylgir. „Ég hef verið allt í senn versl- unarstjóri, hönnuður, fram- kvæmdastjóri, stjórnarformaður og vefari hjá fyrirtækinu í öll þessi ár og ég er alltaf að sjá betur og betur að stjórnun fyrirtækisins tekur allt of mikinn tíma frá vefn- aðinum, þessari ævafornu list- grein. Ég er síður en svo á þeim bux- unum að setjast í helgan stein, en mig langar að draga mig út úr þessum rekstri og stofna mína eigin vefstofu án þess að hafa mannaforráð. Þannig get ég snú- ið mér alfarið að vefnaði. Við höfum haft alveg framúr- skarandi fólk í vinnu hjá vefstof- unni, enda stendur svona fyrir- tæki og fellur með starfsfólkinu. Samstarfið við hluthafana hefur einnig verið mjög ánægjulegt, en nú er mál að linni,“ segir Guðrún þegar blaðamaður Þjóðviljans er kominn inn í bakherbergi Vef- stofubúðarinnar og hefur grennslast fyrir um ástæður þess að fyrirtækið er til sölu. Bindið hans Halldórs „Handvefnaður er ævaforn listgrein og gömul íslensk hefð. Við höfum verið að reyna að við- halda þessari hefð, en mér finnst handvefnaður engu að síður ekki metinn sem skyldi hér á íslandi," heldur Guðrún áfram. „Hérá Vefstofunni hafa undan- farinn aldarfjórðung verið ofnir ýmsir góðir gripir. Við höfum ofið kirkjuskrúða, kjóla, bæði með listvefnaði og svo einfaldari kjóla, veggteppi, alls kyns mynd- ir, aðallega fuglamyndir á síðustu árum, værðarvoðir, slár, pils, jakka, mussur, trefla, borðrefla, herrahálsbindi og fleira. Sumir þessara muna hafa einungis feng- ist hjá okkur hér á ísafirði, en aðrir hafa fengist annars staðar.“ Þeir eru til sem halda órjúfandi tryggð við íslenska ull og íslensk- an handvefnað og einn af þeim er Halldór Kristjánsson á Kirkju- bóli. Hann mun að sögn Guðrún- ar eitt sinn hafa keypt sér handof- ið bindi og tekið við það miklu ástfóstri. Atta árum síðar hringdi hann hins vegar til Vefstofu Guðrúnar, kvað bindið góða orð- ið gatslitið eftir mikla notkun, og vildi fá annað nákvæmlega eins. Guðrún og félagar hennar hrif- ust svo af þessari ást Halldórs á bindinu, að þær ófu handa hon- um dökkbrúnt bindi, nákvæm- lega eins og það gamla og sendu honum sem gjöf. „Hann sendi okkur ljóð í staðinn,“ segir Guð- rún og hlær að minningunni. Sýningar erlendis Dæmi um það sem Guðrún hefur ofið hangir uppi á vegg í bakherbergi verslunarinnar, þrjú veggteppi, þar sem rakin er í stuttu máli saga útgerðar á ís- landi. Teppin eru í sauðalitunum og ýfð til þess að fá fram hreyfing- una í umhverfinu. Bæjarsjóður ísafjarðar hefur fest kaup á þess- um teppum og hefur þeim þegar verið valinn staður í nýja stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. Blaðamaðurinn fékk einnig að sjá myndir af brúðarkjólum, höklum og fleiri munum, sem of- nir eru úr íslenskri ull og hefur sumt farið á sýningar erlendis. Guðrún kveðst hafa farið á tvær sýningar erlendis með vefn- að sinn, auk sýninga hérlendis, stórra og smárra, m.a. tók hún þátt í sýningunni íslensk föt í Laugardalshöll árin 1976 og 1978. Fyrri sýningin erlendis var haldin í Noregi og sýndi þá einn aðili frá hverju Norðurlandanna, en sú síðari var haldin í Sorö í Danmörku og voru þá sýndir höklar. Vefnaður Guðrúnar fékk mjög góða dóma í báðum tilvik- um. En ævistarf Guðrúnar er ekki eingöngu fólgið í rekstri vefstofu og vefnaði, sem hún hefur verið sæmd fálkaorðu fyrir. Hún hefur kennt við Húsmæðraskólann Ósk á ísafirði í 42 ár, en hefur nú sagt upp starfi sínu hjá ríkinu „sökum aldurs", eins og hún segir sjálf. Hún hefur haldið ótal nám- skeið í vefnaði á þessum árum og segist vera hissa á hversu vel þau hafa verið sótt. „Fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga og karlmennirnir hafa ekki staðið sig síður við vefstólinn en konurnar," sagði Guðrún Vigfús- dóttir. -gg Guðrún við vefstólinn: Stjómun fyrirtækisins hefur tekið allt of mikinn tíma frá vefnaðinum. Allt til bygginga á einum stað Trésmiðja, Plastverksmiðja, Rafbúð, Málningaþjónusta, Bygginga verktakar, Bygginga vöruverslun. Jón Friðgeir Einarsson Byggingaþjónusta Bolungarvík. Sími á skrifstofu 94-7351 í verslun 94-7353. LEO LITMYNDIR FRAMKÖLLUN 'fJL/# Á 30 MÍNÚTUM S?.36 FUJIC0L0R FUJI FILMUR OG MYNDAVÉLAR LEO LITMYNDIR, HRÐAFRAMKÖLLUN, HAFNARSTRÆTI 7. ÍSAFIRÐI ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.