Þjóðviljinn - 14.08.1987, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 14.08.1987, Qupperneq 10
HEIMURINN Sovétríkin Það hriktir í velferðarkerfinu Félagslegt öryggi er dýrt og samt er því mjög ábótavant. Niðurgreiðslum á matvælum var haldið uppi með tekjum af brennivíni á dögum Brésnévs - Svipuð vandamál í austri og vestri, að frádregnu atvinnuleysinu öldruðum fjölgar nú ört eins og í öðrum velferðarkerfum. Sovétmenn hafa lengi státað af sínu velferðarkerfi - ókeypis heilsuæslu, menntakerfi, eftirlauna- kerfi, niðurgreiddu húsn- æði og lágu verði á ýmsum nauðsynjum. Nú er svo komið að það hriktir í þessu kerfi af ýmsum ástæðum, fjárhagslegum og félags- legum. Hin opna umræða, glasnost, sem Gorbatsjov hleypti af stað, hefur m.a. leitt tii mikillar gagnrýni á heilsugæslukerfið so- véska, á sóðalega og yfirfyllta spítala, á lélega lækna, á afleit elliheimili og þar fram eftir göt- um. Og uppi eru ýmsar hug- myndir um úrbætur bæði á þessu sviði og öðrum, sem munu að lík- indum draga úr þeim mun sem er á sovésku og vestrænu velferðar- kerfi. En þó með einni stórri und- antekningu. Ekki atvinnuleysi Hér er átt við atvinnuleysið. Álagið á velferðarfjárlög Vestur- landa hefur orðið mjög mikið á undanförnum árum vegna lang- varandi fjöldaatvinnuleysis. Ekki er um slíkt vandamál að ræða í Sovétríkjunum og sovéska stjórnarskráin tryggir rétt til vinnu. Þegar Gorbatsjov lét þess nýlega getið í ræðu, að á næstu tólf árum muni tækniþróun leiða til þess að í sovéskum iðnaði fækki stöfum um 15 miljónir, þá lagði hann áherslu á að þetta fólk mundi ganga í ný störf - og vel er það mögulegt, einkum þegar tekið er tillit til þess hve vanþró- aðar ýmsar greinar þjónustu hafa verið í landinu. En þegar á dagskrá kemur í So- vétríkjunum vísir að einkarekstri í heilsugæslukerfi, viðleitni til að blanda saman einstaklingsbund- inni góðgerðastarfsemi og opin- beru velferðarkerfi um leið og verið er að draga úr niður- greiðslum af ýmsu tagi, þá finnst mörgum að hér sé að gerast eitthvað svipað í Sovétríkjunum og vestrænum velferðarríkjum. Mannfjöldaþróun og Brésnévs Þrjár eru helstar ástæður taldar fyrir því að þetta gerist: fjár- skortur, vaxandi framfærsluþörf og svo Leoníd Brésnév, sá sem með völd fór í Sovétríkjunum frá 1964 og fram á þennan áratug. Fyrstu ástæðurnar tvær eru vel þekktar um allan heim. Fæðing- um fækkar, meðalævi lengist, mjög ört fjölgar ellilífeyrisþegum og þarmeð vex mjög ört fjárþörf velferðarkerfisins. En sá hluti vandans sem snýr að Brésnév er nokkuð sérstæður. Ómaksins vert að skoða hann nánar. Það er mikið talað um að tíma- bil Brésnevs hafi verið tímabil stöðnunar og víst dró úr hagvexti á seinni hluta valdaskeiðs hans. En á hans tíma urðu líka miklar breytingar á búsetu og neyslu í landinu. Árið 1964 bjó um helm- ingur sovétborgara í sveitum, en nú um þriðjungur og fer fækk- andi.Árið 1964 var til sjónvarp á fjórða hverju sovésku heimili, en þegar hann lést áttu 9 af hverjum 10 fjölskyldum sjónvarpstæki og þriðjungur litsjónvarpstæki. Mótorhjólaeign tvöfaldaðist og þvottavélaeign þrefaldaðist á þessum tíma, ísskápar komu inn á næstum því hvert sovéskt heim- ili. Framleiðsla einkabfla óx úr 200 þúsundum á ári upp í 1,5 milj- ónir. Miklar breytingar urðu á mataræði, hlutur brauðs og kart- aflna minnkaði, en neysla á smjöri, eggjum, fiski og kjöti nær tvöfaldaðist. Niðurgreiðslu- pólitíkin Allt væri það í lagi, nema hvað öll helstu matvæli voru greidd niður og nú er ríkiskassinn að sligast undir því álagi. í ríkisbúð- um kostar kfló af kjöti kannski 1,85 rúblur (röskar hundrað krónur á opinberu gengi), en það kostar ríkið 4,80 rúblur að fram- leiða þetta kfló af kjöti. Brauð var greitt svo mjög niður, að bændum þótti ráðlegt að ala gripi sína á brauði fremur en að kaupa fóður handa þeim. Kostnaðurinn við þessar niður- greiðslur er firnalegur eða um 70 miljarðar rúblna á ári, ca fimmtungur ríkisútgjalda. Ogað- ferðin til að rétta við fjárlögin var eitt af stórslysum Brésnévstím- ans: þjóðin eyddi um það bil fjór- um sinnum meira í áfengi á dán- arári Brésnévs en hún hafði gert árið sem Khrúsjov fór frá. Áfengið og ríkiskassinn Gorbatsjov var ekki að leika sér þegar hann hóf hina miklu herferð sína gegn áfengisbölinu í fyrra. Hann vildi bjarga Rússum frá glæpafaraldri, feiknalega tíð- um slysum á vinnustað, fjölskyld- uharmleikjum og svo því blátt áfram, að brennivínsneyslan hef- ur stytt meðalaldur karlmanna á síðustu árum. Þegar Krúsjov fór frá gat sovéskur karlmaður búist við því að lifa í 67 ár, en á dögum Brésnévs fór meðalaldur niður í sextíu og þrjú. Og barnadauði fór í vöxt, þótt aldrei væri það viður- kennt á dögum Brésnévs - ekki síst vegna alkóhólisma mæðra og 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN vanhirðu. Það er ekki fyrr en á dögum glasnost að það er viður- kennt að Sovétríkin séu nú í 50sta sæti meðal þjóða heims að því er varðar barnadauða. Herferðin var nauðsynleg - en sá er hængur á, að ríkiskassinn var orðinn háskalega háður tekj- um af brennivínssölu. Það var upplýst á 27nda þingi Kommún- istaflokksins, að helmingur af söluskatti til ríkisins væru tekjur af áfengissölu (en þessi skattur gefur um 27% af tekjum ríkis- sjóðs). Önnur 28% koma í kassa þennan í skatti af ágóða ríkisfyr- irtækja, og brugghúsin koma þar mjög við sögu. Með öðrum orðum sagt: fram- lag Brésnévs til þeirra erfiðleika sem hið sovéska velferðarríki á nú við að glíma var að fjármagna neysluþenslu með alkóhólisma. Og það kostar mikla timburmenn að snúa þeirri þróun við - bæði vegna þess að með því að stór- minnka áfengissölu eins og Gor- batsjov hefur tekist, þá verður að grípa til annarra ráða til að rétta við ríkisbúskapinn - og svo vegna þess tjóns á heilsu þjóðarinnar sem þegar er orðið. Sem fyrr segir: vandamál hins sovéska velferðarkerfis og hinna vestrænu eru um margt ólík, en þeim svipar þó meir saman en flestir hefðu haldið. Velferðarríkin bera öll í sér vísi að eigin kreppu: eftir því sem þeim tekst betur til um heilsu- gæslu (sem er náttúrlega sífellt að verða fjárfrekari), þeim mun meir fjölgar öldruðu fólki sem er á framfærslu kerfisins. Og Sovét- menn eru að sínu leyti að bregð- ast við þessu nú á valdadögum Gorbatsjovs með því að skapa fleiri tækifæri ellilífeyrisþegum til að þeir geti unnið hluta úr degi eða tekið þátt í þeim tilraunum með einkarekstur í smáum stfl í sambandi við þjónustu, viðgerðir og fleira, sem nú er verið að bryddað upp á. -ÁB tók saman Kennsla Menntaskólann við Sund vantar stundakennara í efnafræði 12 stundir á viku. Upplýsingar veita deiidarstjóri, Hafþór Guðjóns- son í síma 21647 og rektor skólans í síma 33419 eða 35519. Rektor Sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa vantar við sérdeildir Hlíðaskóla. Upplýsingar gefur skólastjori í síma 25080 eða 656280. Heilsugæslustöð á Þórshöfn Heildartilboð óskast í innanhússfrágang á heilsu- gæslustöð á Þórshöfn. Innifalið í verkinu er t.d. múrhúðun, pípulagnir, raflagnir, dúkalögn, málun, innréttingasmíði. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík gegn 10.000.- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. sept. 1987 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, simi 26844

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.