Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 7
Úrslitaleikur Víðis og Fram er forvitnilegri en fiestír sem á undan hafa farið. Víðir gegn Barcelona? Víðir úr Garði í Evrópu- keppni bikarhafa 1988? Það er ekki langt síðan slík spá hefði verið afgreidd sem óraunhæf draumsýn-en nú stendur þetta þúsund manna byggðarlag suður með sjó frammi fyrir þeim möguleika. Garðurinn yrði með sigri Víðis í Mjólkurbikarkeppninni á sunnudag vafalítið minnsti staður í Evrópu sem hefði eignast fulltrúa í annarri stærstu keppni félagsliða í ál- funni. Víðir-Barcelona- eigum við eftir að sjá þessi nöfn hliðviðhlið? Til þess að vinna sér slíkan sess í sögunni þarf Víðisliðið reyndar að leggja sér öflugri andstæðing að velli. Framarar eru geysilega sterkir um þessar mundir og hafa að margra mati leikið liða best í 1. deildinni síðustu vikurnar. Þeir hafa líka mikla reynslu af úrslita- leikjum, ekkert lið hefur leikið jafnoft til úrslita um bikarinn undanfarin ár - þetta er áttundi úrslitaleikur Fram í keppninni á 11 árum. En einsog allir vita getur allt gerst í knattspyrnu. Ef allt gengur eðlilega fyrir sig vinnur Fram nokkuð öruggan sigur á Víði. En hið óvænta er svo snöggt að ger- ast - enginn spáði Víði sigrum gegn KR og Val í síðustu umferð- um keppninnar, en samt lágu ■báðir Reykjavíkurrisarnir fyrir neðsta liðinu í 1. deild. Það er enginn vafi á því að flestir hinna hlutlausu knattspyrnuáhuga- manna vonast eftir því að Davíð sigri Golíat, svo notuð séu margþvæld samlíkingarnöfn í þessu sambandi. Þessvegna er erfitt að átta sig á hvort liðið kem- ur til með að njóta meiri hylli áhorfenda, og slíkt skiptir miklu máli í úrslitaleik. Fram hefur aldrei tapað fyrir Víði og ætti samkvæmt tölfræði að sigra í 9 af hverjum 10 leikjum liðanna. En þessi eini ieikur sem þá er afgangs - það gæti eins verið sjálfur úr- slitaleikurinn! Það hefur annars verið athygl- isvert að fylgjast með því sem gerst hefur í Garðinum síðustu ár. Félag sem hafði leikið í 3. deild allan sinn aldur var skyndi- lega komið í 1. deild árið 1985 eftir tveggja ára viðkomu í 2. deildinni. Þegar spáð var í spilin það vorið töldu sumir að Víðir myndi jafnvel ekki fá stig í 1. deildarkeppninni. En nú leikur liðið sitt þriðja ár í 1. deild, hefur verið þar tveimur árum lengur en búist hafði verið veyndar virðast dagar þess þar vera taldir. Það þarf hálfgert kraftaverk til að forðast fall f 2. deild úr þessu. Samstæður hópur leikmanna sem hafa spilað saman í áraraðir hefur náð að vinna þetta afrek, að leika þrjú ár í 1. deild og komast í úrslit bikarkeppninnar. Þetta eru heimamenn í Garðinum, í liði Víðis hafa aldrei leikið fleiri að- komumenn en gengur og gerist hjá öðrum félögum. Heldur færri ef eitthvað er. Aðkomumenn í Víðisliðinu hafa jafnvel haft á orði að það sé erfitt að koma inní og aðlagast þessum samstillta kjarna. Sá sem gengur með ein- hverja „stjörnukomplexa" hefur heldur ekkert þangað að gera. Það eru baráttugleðin og sigur- viljinn sem hafa fleytt piltunum úr Garðinum þetta langt og gert þá að fordæmi fyrir önnur félög í litlum byggðarlögum. Þeir hafa sýnt að þetta er hægt og eiga heiður skilinn fyrir það. Framarar munu leggja allt í sölurnar og reyna að leiða hjá sér þá athygli sem framganga mót- herja þeirra hefur dregið að sér. Þeir eru fráfarandi íslandsmeist- arar og misstu bikarinn úr hönd- um sér á lokamínútunni í úrslita- leiknum í fyrra. Lið sem leika undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þekkja ekkert annað markmið en að sigra. Fram átti orðið mögu- leika á að verja meistaratitilinn fyrir leikinn við Val um síðustu helgi en jafnteflið þar gerði þær vonir að engu. Bikarinn er því stóra markmiðið hjá Frömurum og þeir vilja tryggja sig áfram í Evrópukeppni. Urslitaleikurinn í ár er forvitnilegri en flestir sem á undan hafa farið, aðild Víðis- manna að honum gerir það að verkum. Landsliðið er að komast í brennidepilinn á ný eftir hvíld í sumar. Ólympíuliðið mætir Austur-Þýskalandi á miðviku- daginn og viku síðar koma Norð- menn hingað til leiks í Evrópu- keppni landsliða. Ýmsar blikur hafa verið á lofti fyrir síðarnefnda leikinn. Meiðsl Ásgeirs Sigur- vinssonar og Arnórs Guðjohn- sens hafa varpað óvissuskugga á þátttöku þeirra í honum og Ömar Torfason hefur átt í basli við að fá sig lausan. Ólympíuleikurinn við Austur-Þýskaíand gæti orðið prófsteinn fyrir marga þeirra leikmanna sem eru á þröskuldi A-landsliðsins og opnað ein- hverjum leið. Það er farið að hilla undir handknattleiksvertíðina og undirbúningur fyrir hana er iöngu kominn á fullt skrið hjá lið- unum. Búið er að draga til 1. um- ferðar Evrópumótanna og ísland kemur til með að eiga fulltrúa í 2. umferð í a.m.k. tveimur þeirra. Irsku og ensku mótherjar Stjörn- unnar og Víkings verða þeim ekki til mikils trafala en Breiða- blik fær eldskírn í sinni fyrstu prófraun í Evrópukeppni. Mót- herjar Kópavogsliðsins eru danskir, Hellerup, sem eru vafa- lítið með öllu reyndara lið en Breiðablik sem náði svo óvænt 2. sæti 1. deildar í fyrra eftir að hafa komið uppúr 2. deild. Annars telst það varla lengur árangur hjá íslensku liðunum ef þau komast ekki í 8-liða úrslit Evrópumót- anna, íslenski handboltinn er á því stigi hvað getu varðar, og ofar miðað við kröfur. Félagsliðin hér heima eru að eflast á ný eftir nokkra lægð - bæði vegna þess að okkar bestu leikmenn hafa marg- ir snúið heim á ný eftir að hafa leikið erlendis, og svo hafa í flest- um félögum komið fram mörg og mikil efni síðustu misserin. Eftir glæsilegan árangur landsliðsins síðustu árin væri í lagi að félags- liðin stælu senunni þennan vetur- inn - í leikjum hér heima og á erlendum vettvangi. IÞROTTASPEGILL VIÐIR SIGURÐSSON Kynningarfundur á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004 Miðvikudagskvöldiö 2. september, kl. 20.00, kynna starfsmenn Borgarskipulags og borgar- verkfræðings nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík í húsnæði Byggingarþjónustunnar, Hallveigar- stíg 1. Sýningu Borgarskipulags í Byggingarþjónust- unni á aðalskipulaginu og ýmsum öðrum skipu- lagsverkefnum lýkur 9. september. Athugasemdir við aðalskipulagið þurfa að berast til Borgarskipulags, Borgartúni 3 fyrir kl. 16.00, miðvikudaginn 23. september. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR A Fóstrur - dagvistarheimilið Efstihjalli Fóstra eða starfsmaður við uppeldisstörf óskast til starfa á dagvistarheimilið Efstahjalla. Upplýs- ingar veitir forstöðumaður í síma 46150. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, og veitir dagvistar- fulltrúi nánari upplýsingar um starfið í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs. Sérkennsla Vegna breytinga vantar stuðningskennara við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Gott og ódýrt hús- næði. Góð vinnuaðstaða. Þið sem enn eruð óráðin til starfa vinsamlegast hringið og leitið upplýsinga hjá skólastjóra í síma 99-3910 eða 99-3621 og hjá formanni skólanefndar í síma 99-3789. Skólanefnd £ ÍS&á Frá grunnskólum Kópavogs Grunnskólarnir í Kópavogi verða settir með kennarafundum í skólunum þriðjudaginn 1. sept- ember nk. kl. 10 fyrir hádegi. Næstu dagar verða notaðir til undirbúnings kennslustarfs. Nemendur Kópavogsskóla, Snælandsskóla, Þinghólsskóla og Digranesskóla mæti föstudag- inn 4. september. Nemendur Hjallaskóla 2. sept- ember. Nemendur mæti í viðkomandi skóla sem hér segir: 1. bekkur börn fædd 1980 kl. 13 2. bekkur börn fædd 1979 kl. 14 3. bekkur börn fædd 1978 kl. 10 4. bekkur börn fædd 1977 kl. 11 5. bekkur börn fædd 1976 kl. 10 6. bekkur börn fædd 1975 kl. 9 7. bekkur börn fædd 1974 kl. 9 8. bekkur börn fædd 1973 kl. 10 9. bekkur börn fædd 1972 kl. 11 Forskólabörn fædd 1981 (6 ára) og foreldrar þeirra verða boðuð í viðtal símleiðis 2.-9. sept- ember. Skólaganga forskólabarna hefst 11. september. Skólafulltrúi Sunnudagur 30. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.