Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 4
Japanir Kurteisir, lúsiðnir, stressaðir, hrokafullir... Menn eru alltaf aö taka Japansdýfur ööru hvoru. Sjáið þiö bara hvað þeir eru dug- legir og vinnusamir og agaöir og tækni- væddir og ríkir, segja menn. Já en þeir eru líka aö drepa sig úr streitu, þrældómi og leiöindum, segja aðrir. Þeir sigruöu sigurvegarana sem þeir töpuöu fyrir í heimsstyrjöldinni síöari. Já en þeir neita aö vita nokkurn skapaöan hlut um hryðj- uverk sinna manna í því stríði. Þeir eru auðmjúkirog vilja læra af öðrum. Þeir eru hrokafullir og telja sig hátt yfir aðra hafna. Svona fimbulfamba menn fram og aftur meðan þeir velta því fyrir sér hvernig á því standi að Japan- ir virðast stundum eina þjóðin (fyrir utan einhver gerviríki sem standa á olíupytti) sem alltaf hef- ur jákvæðan greiðslujöfnuð við útlönd. Eignast þeir kannski bráðum heiminn? Vélmenna fjöld Við vitum það ekki og Japanir eru okkur ráðgáta og kannski vilja þeir hafa það þannig. Sá sem til Japans kemur kvartar jafnan yfir því, að hann eigi erfitt með að komast nálægt manneskjum. Aftur á móti er hann alltaf að heyra í vélum, sem bjóða hann velkominn inn í verslunum, þakka honum fyrir komuna og þar fram eftir götum. Kannski vaknar gesturinn um nótt við að olíufýringin í herberginu vælir: Heiðraði húsbóndi, mig vantar olíu. Gjörðu svo vel að bæta á mig. Gjörðu svo vel að bæta á mig... Hagskýrslurnar sem engu Ij úga og öllu íjúga greina frá því að hvergi séu fleiri sjálfvirk appíröt af öllu tagi í gangi og í Japan. Og samt er langt frá því að Japan sé það hátæknivædda nýtískuland sem margir halda. Mörg vélin er einskonar uppbót á krappan kost sem Japanir búa við. Það er engin miðstöðvarhitun í flestum íbúð- um, en hinsvegar hitnar klósett- setan þegar maður sest á hana. Ríkidœmið, tungan Hagskýrslurnar greina líka frá því að Japanir séu einhver ríkasta þjóð heims. En embættismenn og miðlungslautinantar hjá fyrir- tækjum búa í afarþröngum húsa- kynnum, sem evrópskir verka- menn mundu hrökklast út úr skelfdir. Flestar fjölskyldur eiga þvottavél, en miklu síður pláss fyrir hana. Þessvegna standa þvottavélarnar gjarna utan dyra undir nælonhettum. Að sjálf- sögðu eiga flestir Japanir mynd- bandstæki, en skólplagnir vantar í meira en helming japanskra bæjarfélaga. Kannski vill útlendingurinn læra j apönsku svo hann skilj i bet- ur hugarfar landsmanna. Hans bíða miklar raunir. Af þeim er þessi saga hér: Japönskukennari segir nem- andanum að byrja á málshætti sem er svona: Þegar vindur blæs verða stampasmiðirnir ríkir. Hvernig stendur á því? spyr nem- andinn. Það er mjög einfalt, segir kennarinn. Vindurinn blæs upp ryki. Af ryki verða menn blindir. Blindir spila á strengjahljóðfæri til að hafa í sig og á. Strengirnir eru búnir til úr kattagörnum. Því fleiri kettir sem drepnir eru þeim mun fleiri rottur ganga lausar í bænum. Rotturnar naga göt á tréstampa, það þarf að smíða fleiri tréstampa og því verða stampasmiðirnir ríkir. Rökrétt, ekki satt? Það er svona rökvísi sem japönsk tunga fer eftir. í lestinni Allt gengur hratt og vel fyrir sig í neðanjarðarbrautinni í Tokío. Lestirnar ganga stundvíslega og það gengur undarlega vel að troða þeim sem bíða inn í vagna sem þegar eru fullir. Meðaljap- aninn er tvo til þrjá tíma á dag í lest milli heimilis og vinnu og það er einmitt í mestu þrengslunum að Iífið verður ömurlegast og jafnvel kurteisin margþjálfaða bilar. Undir miðnætti aka lestirn- ar þeim heim sem síðastir fara - og eru valtir á fótum, því að aginn er farinn að gefa sig, áfengið sæk- ir hratt fram í þessu mikla streitu- landi. Kannski hafa þessir náungar setið með félögum sín- um á litlum bar, drukkið og sung- ið á móti vídeóskermi, sem sýndi konu afklæða sig frammi fyrir hinu helga fjalli Fuji. Að apa eftir Margir bera saman Kína og Japan, þessa fjandvini. í báðum löndum stendur starfsfólk teinrétt frammi fyrir yfirmönnum fyrir og eftir vinnu og hlýðir fyrir- skipunum. í nýrri „Kringlu“ í Tokío strengir afgreiðslufólk þess heit með kreppta hnefa á lofti að leggja líf og blóð við að auka veltuna. Japanir apa eftir öllum, segja menn með lítilsvirðingu og það er nokkuð til í því. í Tokío má rekast á eftirlíkingar af Bucking- amhöll, Eiffelturninum, járn- brautarstöðinni í Amsterdam og kaffihúsum Vínarborgar. Eftir- líkingalistin hefur stundum brot- ist fram með undarlegasta hætti. Ekki alls fyrir löngu var haldin sýning á verkum franskra impres- sjónista í Tokío. Þá gat sá sem hringdi í ákveðið símanúmer heyrt í Auguste Renoir, sem dó 1919. Japanir höfðu fengið upp- lýsingar um beinabyggingu og barka málarans, fóðrað tölvu á þeim upplýsingum og endurgert rödd hans. Renoir var látinn fara með - á fullkominni frönsku auðvitað - úrdrátt úr kenningum sínum um listir. Vöxturinn, samrœmið Japanir eru í vexti, þeir eru 10 sentimetrum hærri en þeir voru 1945, einu pundi þyngri og lifa lengur. Þeir græða á öllum við- skiptum og flytja út meira af iðn- aðarvarningi en Bandaríkja- mennn. Erlendir kapítalistar stynja þungt af öfund og segja þetta sé vegna þess að Japanir séu einu verkamennirnir í heiminum sem elska starf sitt. Japanskir verkalýðsfrömuðir mótmæla þessu hástöfum - öryggisleysið knýr verkafólk áfram án alla mis- kunn. Óttinn um starfið knýr menn til að fórna sínu litla sumar- leyfi í þágu fyrirtækisins og taka að sér ólaunaða aukavinnu. Þegar deilur koma upp hafa báðir rangt fyrir sér, segja Japan- ir. Allir verða að vera í samræmi við aðra. Enga djöfuls sérvisku. Meira að segja glæpamennirnir, hinir illræmdu jakúza, verða að leggja sitt af mörkum til samræm- is og þokka í þjóðfélaginu. Þeir eru um 100 þúsaund og sjá um röð og reglu á sínu sviði - vændi, fjárhættuspil ofl. - eins og hver önnur lögregla. Þeir hafa opnar skrifstofur og opinbera talsmenn - og líta á þá eina sem ekta bófa, sem fara einförum, tilheyra eng- um hóp. Og það eru slíkir æði- kollar sem bæði lögreglan og jak- úza eru á höttum eftir. Japösnk skólabörn: grimm samkeppni, einkennisbúningar... Það er svo útbreidd skoðun meðal Japana sjálfra, að allir glæpir séu 700 þúsund Kóreu- mönnum að kenna, sem hafa reyndar búið meira en mannsaldur í landinu og tala flestir aðeins japönsku. Sjónvarp, metsölubók Sjónvarpið er skelfilegt. Þar tíðkast mjög það sem nefna má persónupornó. Yfirgefin eigin- kona segir raunasögu sína - og 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.