Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 13
MATARHORN MARÍU —l)R J8 Á(;úst ioo7 simi 671210. xjavik unar- skoðunarstofu eWtunarkunn- arbraut æski- ðj. r,r 25 ágúst >ingar 3á 'rfsfólk be^eða eft- Iðnrek endur 1,1 ,y>» 09ÍaUndTátamtÞrB"B reynslu bæ« stjornun tyrirtækja ótkaí nu U í reks,ri °9 PP ysingar í síma 32947 frá u 9,°ðn vinnu- -wíswkí;ákl- ,4-°°-'«-oo HúsavtTt sák Kennarar erkennara vantar að Rnr i næsta vMnraS ola Husavikur úpplýsingar veitfrS,a«u®fUr 96-41660 og ' s'mun> du-t| i 123 Skó/anefnd Húsavikur St.Jósefsspíta/i Hafnarfirði lrí 1 e,dhÚSÍ SDÍtalar,'. . ^SSlsr; í5?9nkynnið föðu. Kjötafgreiðs/a Starfssvið: Verkstióm k^,af9reiðsiu. Vió i Ofl fléira aup' a'9r°iðsla úmsóknarfrestur er 11ísf"' “ 25' bessa mánaðar. pfP getur eða um- r er um n er dýr. SMBANDÍSL.SAMmNUFÉlAGA STflRfSMíNNHHAU) Jðnir að 1 öaga. O b L*.*™ 03 S£x no»oup Okkur vantar fólk í eftirtalin störf Unlpnar. —_ . |f,UðsiuSa9óm9mS“umnGS)Tn ' 'ram‘ ' uPPl. isima 12200 Gð4laUn,bo4i aWS"*? á Ofl IOPPI. í sima r40M k'Um09uieikar' ' lfann.tii aðstoðar á lager uPPl- i sima 12200. 9 * máli: „Það er alveg feykileg þensla í þjóðfélaginu,” sagði Þdr- arinn V. Þórarinsson formaður VSÍ. „Það er sama hvar borið er niður, - alls staðar eru fram- kvæmdir. Innflutningur hefur aukist, verslun vex, sjávarútveg- urinn blómstrar, smáfyrirtæki spretta upp og verð á útflutnings- vörum okkar hefur stórhækkað. Kaupmáttur er nú meiri en nokkru sinni áður og laun hér- lendis eru að okkar mati fyllilega sambærileg við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum.” Það er sem sagt veisla í þjóðfé- laginu. Fólk spreðar peningum í verslun og þjónustu sem vitan- lega dafnar að sama skapi. En er ekki hætta á heiftarlegum timb- urmönnum eftir svona sukk? „Jú, ég er ansi hræddur um það,” sagði Þórarinn. „Bjartsýn- in hefur blindað marga þannig að þeir hafa farið út í óvarlegar fjár- festingar. Ef ríkisstjórnin heldur fastgengisstefnu sinni til streitu í þeirri verðbólgu sem nú er, - þá má búast við skelli strax seinni hluta vetrar. Ég er sannfærður um að þá eiga ýmis fyrirtæki eftir að fara á hausinn, þó ég vilji engu um það spá í hvaða atvinnugrein- um skellurinn verður mestur. Það gengur alls ekki að reka um- fangsmeiri atvinnustarfsemi en þjóðfélagið fær staðið undir.” Og hvað á ríkið að gera í mál- inu? „Nú þarf virka hagstjórn og Víglundur: Erlendir farandverka- menn í stórum stíl það sem koma skal! Þórarlnn: Jú, það er hætt við að timburmennimir eftir veisluna verði heiftarlegir... ríkisvaldið á að draga úr fram- kvæmdum sínum við þessar að- stæður; alveg eins og það á að auka umsvifin á krepputímum. Það er nauðsynlegt að draga verulega úr halla ríkissjóðs ef ekki á illa að fara. Menn bíða spenntir eftir að sjá forsendur fjárlaga fyrir næsta ár og hvað ríkisstjórnin ætlar að gera í málinu.” Þórarinn kvaðst vita um mörg fyrirtæki sem hefðu hug á að leysa vandamál sín með erlendu vinnuafli. En margir halda að sér höndum vegna ástandsins á leigumarkaðinum. Af hverju ekki að leigja hótel? „Að öllu óbreyttu er þetta það sem koma skal: Stórfelldur inn- flutningur á erlendu vinnuafli,” sagði Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðn- rekenda. „Við erum búnir að hafa samband við þá aðila í Dan- mörku sem halda skrár yfir atvinnulausa. Þeim upplýsingum sem okkur berast komum við síð- an áfram til einstakra fyrir- tækja.” Víglundur taldi lítið vandamál að finna húsnæði fyrir fjöldann allan af útlendingum. „Af hverju ekki leigja hótel? Ég sé ekkert sem mælir á móti því.” En af hverju vantar allt þetta fólk? Jú, Víglundur var á því eins og aðrir að nú ríkti góðæri og þensla. En það spilar fleira inn í. „Það er búið að ófrægja allt sem viðkemur iðnaði alveg gegndar- laust síðustu árin. Umræða um hann hefur verið afar neikvæð og án nokkurs efa fælt frá okkur mikið af fólki.” Og hann hafði sitthvað um menntunarmálin að segja: „Auðvitað er offramleiðsla á prófskírteinum og þannig minnkar vægi menntunarinnar stórlega. Ég get nefnt sem dæmi að viðskiptafræðingar nú til dags verða að láta sig hafa það að ganga í störf sem áður þurfti að- eins próf úr fjórða bekk í Versló til að fá. Og ég spyr um arðinn af 4-8 ára háskólanámi í slíkum til- fellum.” Danir skaplegri... Hvernig taka íslendingar því ef hingað koma mörghundruð - jafnvel þúsund - útlendingar í atvinnuleit? Velvakendur les- endadálkamma eru vitaskuld þegar farnir á stúfana til að vara við afleiðingunum: Benda á Evr- ópulöndin sem eitt sinn brugðu á það ráð að flytja inn fólk þegar svipað var ástatt, en vilja fyrir hvern mun losna við það þegar harðnar á dalnum. Atvinnurek- endur voru fljótir að skynja ótta fólks við innflutning á útlending- um sem eru öðru vísi á litinn en við. Þeir hafa þess vegna keppst við að sannfæra þjóðina um að einungis verði leitað til Norður- landanna og kannski til Bret- Iandseyja. Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Landssambands iðn- verkafólks hafði þetta um málið að segja í viðtali við DV nú í vik- unni: „Það er auðvitað ekki gott þegar þarf að ráða erlent vinnuafl í stórum hópum í íslensk fyrirtæki en mér finnst þó skaplegra að þarna er um Dani að ræða sem eru hvort eð er líkir íslendingum að mörgu leyti.” Óttinn við útlendinga birtist víða. Nú þegar hafa eitthvað á milli fimm og sexhundruð útlendingar atvinnuleyfi hérlendis. Norður- landabúar ekki meðtaldir enda þurfa þeir ekki uppáskrift til að geta ráðið sig í vinnu hér: Norð- urlöndin mynda eitt atvinnu- svæði samkvæmt samningi sem löndin hafa gert með sér. Það er athyglisvert að yfirleitt gera menn ráð fyrir því að útlend- ingarnir pilli sig úr landi þegar þeirra er ekki Iengur þörf. Þannig sagði Teitur Lárusson að þeir SS- menn hefðu nær eingöngu ráðið ungt fólk til starfa sem væri til í að kynnast landi og þjóð um tíma án þess að setja sig hér niður til langframa. Við verðum aftur á móti að vera því viðbúin að út- lendingarnir kunni svo makaiaust vel við sig að þeir róti sér alls ekki þó atvinnurekendum bjóði svo við að horfa. Eins hljótum við að vera reiðubúin að veita þeim að- gang að því velferðarkerfi sem hér er. En ef innflutningur á útlend- ingum dugir ekki til að fullnægja þeirri þörf sem er fyrir vinnuafl hljóta fyrirtækin í auknum mæli að reyna að laða til sín fólk með yfirborgunum og sérstökum sporslum: M.ö.o. lögmál hins frjálsa markaðar um framboð og eftirspurn hlytur þá að verða ráð- andi á atvinnumarkaðinum. Þess eru raunar þegar farin að sjást merki í ýmsum greinum; iðnaðar- menn hafa t.a.m. verið á uppboði í allt sumar. Hvað gera Karen og Jesper? En það er sem sagt gífurleg þörf fyrir fólk í allar greinar. Og ástæðan er góðærið og þenslan. Fyrirtækin dafna sem aldrei fyrr og ætti það að gefa launþegasam- tökunum góð fyrirheit. Hagvöxt- ur er nú meiri á íslandi en á hin- um Norðurlöndunum. En ef Þórarinn V. Þórarinsson reynist sannspár þá er manneklan nú aðeins tímabundið vandamál, sem leysist af sjálfu sér þegar al- vara lífsins tekur við. Það verður kannski strax í vet- ur. Þá lýkur veislunni. Þá byrja fyrirtækin að rúlla. Timburmenn- irnir taka við. Og Karen Olsen segir við Jesp- er: Hvers vegna varstu að plata mig til þessa hræðilega lands? -hj Marokkanskur þjóðarréttur Á ferðalagi mínu í sumar til Marokko notaði ég eitthvað af tímanum eins og flestir gestir í fjarlægum löndum til að kynna mér örlítið matarvenjur landsins. Það fyrsta sem fyrir mér var kynnt var réttur álíka þjóðlegur í Marokkó og svið eru hér á fróni, „Cous-cous“ kallast það. Margir sem komnir eru á fimmtugsaldurinn og e.t.v. aðrir einnig, kannast kannski við sago- grjón, sem ósjaldan voru notuð í grauta hér áður fyrr, en þau eru einmitt aðal uppistaðan í þessum norður-afríska rétti. Marokkanskt cous-cous 1. pk. soðin sagogrjón SÓSA 225 gr laukur olífu-olía 1 tsk paprikuduft salt og pipar 2 kjúklingabringur (úrbeinaðar og saxaðar) 1 agúrka 2 litlar rófur 225 gr gulrætur 1 rauð paprika 1 dós niðursoðnir tómatar 1 dós niðursoðnargrænarbaunir 9 dl kjötsoð (eða vatn með 1 -2 súputeningum í) 75grrúsínur V21 vatn KJÖTKÚLUR 4 sprotar af ferskri myntu (þurrk- uð er ekki eins góð og ný, en má nota í neyð) 225grkindahakk 225grnautahakk 2tsk malað kúmen 1 egg salt og pipar SÓSAN Skerið helming lauksins gróflega. Hitið olíuna í stórri steikarpönnu með kryddinu. Setjið laukinn og kjúklinginn út í. Steikið þar til innihald pönnunnar hefur brúnast. Bætið við niðurskornum agúrkum, rófum, gulrófum og papriku. Lokið pönnunni og steikið í 5 mín. Setjið síðan tóm- atana, baunimar og kjötsoðið út í. Leyfið öllu að malla í ca. 30 mínútur. Látið rúsínur og vatn í aðra pönnu og látið líkt og fyrr malla í 30 mínútur. KJÖTKÚLUR Skerið það sem eftir er af lauknum fínt og bætið fersku pip- armyntunni við hann. Setjið í skál og hrærið í hakkinu, kúmen- inu, egginu, saltinu og piparnum saman. Hnoðið litlar kúlur með höndunum. Sjóðið kúlurnar ( litlu vatni í ca. 5 mín. FRAMLEIÐSLA Komið síuðu sagogrjónunum fyrir á fati. Grafið holu í miðju grjónanna. Hellið sósunni í gatið og komið bæði síuðum rúsínum og kjötkúlunum fallega fyrir um- hverfis diskinn. MYNTUTE Með „Cous cous“ er síðan borið fram myntute, sem er einfalt í gerð og afar gott. f það þarf heitt vatn, ferska piparmyntu og syk- ur. Fyllið bolla af piparmyntu- laufum (troðið ekki). Hellið vatni í boll-ann og setjið sykur eftir smekk. LÆKNAR Sjúkrasamlag Reykjavíkur auglýsir lausar tvær stöður heimilislækna í Reykjavík, til starfa utan heilsugæslustöðva. Umsóknir sendist til stjórnar Sjúkrasamlags Reykjavíkur fyrir 20. september n.k. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR Sunnudagur 30. ágúst 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.