Þjóðviljinn - 30.08.1987, Page 10

Þjóðviljinn - 30.08.1987, Page 10
 Framandgerving bárujárnsins Rœttvið bókmenntafrœðinginn og Ijósmyndarann Matthew James Driscoll, en hann sýnir nú Ijósmyndir sínar í Hafnargalleríi í Reykjavík Matthew JamesDriscoller einnaftengdasonum íslands. Hann er fæddur í Bandaríkj- unum, lærðurífornensku og fornenskum bókmenntumfrá Sterling-háskóla í Skotlandi. Hann hefur verið búsettur hér á landi að mestu frá 1979, tal- ar lýtalausa íslensku og er nú að Ijúka kandídatsprófi í ís- lenskum miðaldabók- menntum frá Háskóla ís- lands. Hann er kvæntur Ragnheiði Mósesdóttur sagnfræðingi. Það voru þó ekki bók- menntirnar sem leiddu okkur saman, heldur ljósmyndirnar sem hann sýnir nú á loftinu í Hafnarstræti 4: Litmyndir af hús- um og náttúru, stemmnings- myndir og sjónarhorn á umhverf- ið sem lýsa næmri tilfinningu fyrir því og eru til þess fallnar að vekja okkur til umhugsunar um það. En áður en við fórum að tala um ljósmyndirnar spurði ég hann nokkurra spurninga um uppruna hans og fræðimennsku á sviði fornbókmennta. - Ég er fæddur í sveitaþorpi í nágrenni Boston í Bandaríkjun- um. Ég er af írskum upþruna, og það var áhugi á Bjólfskviðu sem rak mig til náms í fornensku í Sterling á Skotlandi árið 1975. Þessi sami áhugi varð einnig óhjákvæmilega til þess að vekja áhuga minn á íslandi og íslensku, og ég kom hingað í fyrsta skipti sumarið eftir og var hér upp frá því þrjú sumur í röð við vinnu og á ferðalögum. í Sterling kynntist ég líka konu minni, Ragnheiði Mósesdóttur sagnfræðingi, og við fluttumst hingað árið 1979 og kenndum bæði fyrstu 3 árin við Menntaskólann á Egilsstöðum. Þú leggur nú stund á íslenskar fornbókmenntir, hvaða viðfangs- efni hefur þú kosið þér þar? Ég fór í kandidatsnám við Há- skóla íslands og er nú að skrifa kandidatsritgerð mína. Hún fjall- ar um gamla íslenska riddara- sögu, Sigurðar sögu þögla, en ég mun samfara ritgerðinni gefa út textafræðilega útgáfu á elsta handriti sögunnar, sem koma mun út hjá Árnastofnun. Þetta handrit er frá 1350, en þessi saga er sérstæð að því leyti að af henni hafa varðveist ein 60 handrit, og er það yngsta frá 1912, sem sýnir okkur hversu lengi sagp þessi var vinsæl. Eru riddarasögurnar góðar bókmenntir? Já, það finnst mér, -©gþær eru allt of lítið lesnar. Þetta var sjoppulitteratúr þeirra tíma, það sem fólkið vildi lesa, og það stendur ísfólkinu og Morgan Kane ekkert að baki. Stfllinn er til dæmis yfirleitt mjög hreinn og góður. Þessar sögur eru hins vegar alltaf bornar saman við Njálu og Laxdælu og koma auðvitað hall- oka út úr þeim samanburði, en íslendingasögurnar eru heldur ekki allar jafn góðar. Riddara- sögurnar eru hins vegar af allt öðrum toga, þær gerast ekki á ís- landi, og þarna eigast við drekar og tröll og yfirnáttúrleg fyrirbæri. Er hcegt að lesa siðferðilegt mat og hugmyndafrœði miðaldaís- lendinga út úr þessum sögum? Að nokkru leyti já. Kvenfyrir- litning er til dæmis algeng í ridd- arasögunum, og það á lflca við um Sigurðar sögu þögla. Hún fjallar um meykóng, það er að segja einkadóttur Frakkakonungs sem neitaði að giftast en vildi ríkja ein sem konungur í sínunrflci. Það þykir með öllu óeðlilegt í sög- unni, og því fjallar sagan um þá herfilegu útreið sem hún fær hjá Sigurði þögla sem lítillækkar hana í alla staði, lesandanum til skemmtunar. Slíkar meykónga- sögur voru algengar á þessum tíma, og sjö eða átta riddarasögur hafa þetta þema að meginefni. Það er hins vegar full ástæða til þess að rannsaka þessar sögur betur hugmyndafræðilega, en til þess að slíkt sé hægt þarf fyrst að leysa þau textafræðilegu vanda- mál sem skapast af mörgum handritsgerðum af þessum sög- um. Slíkt kostar fræðilega útgáfu- starfsemi eins og þá sem ég vinn nú að. En hvað kemur bókmennta- frœðin Ijósmynduninni við? Eru einhver tengsl þar á milli? Þau eru kannski ekki sjáanleg í fljótu bragði, en þó er vel hægt að finna tengsl á milli ljósmynda og bókmennta ef betur er að gáð. Annars var það tilviljun að ég fór að fást við þetta. Það var banda- rískur kunningi minn, sem er blaðaljósmyndari að atvinnu, sem gaf mér gömlu Nikon-vélina sína árið 1978. Þá hafði ég aldrei tekið ljósmyndir, og það tók mig langan tíma að læra hvernig ætti að setja filmu í vélina og taka hana úr. Ég byrjaði svo á því að ljósmynda fjölskylduna og þegar ég var kominn í svolitla æfingu fór ég að fást við kúnst-myndir eins og ég kalla það. Ég fékk fyrst þá hugmynd að halda sýningu árið 1981, en það hefur dregist á langinn, meðal annars vegna þess að þetta er dýrt fyrirtæki, og þetta er því mín fyrsta sýning. Hvaðfékk þig til að sýna þessar myndir? Tilgangurinn er fyrst og fremst að fá viðbrögð annarra, en svo væri ekki verra að selja svona 10- 15 stykki, þótt það sé ekki aðalat- riðið. Er það ákveðinn stíll eða stefna sem þú fylgir í Ijósmynduninni? Ég veit ekki hvort hægt er að kalla þetta ákveðinn stíl, en sýn- ingin heitir Ljósmyndir, það er að segja myndir af ljósi, og það segir kannski svolítið um viðhorf mín til ljósmyndarinnar. Þessar myndir sýna frekar um- hverfi eða stmemningu, en í þeim er lítið af fólki. Hvers vegna er svona lítiðfólk í myndum þínum? Ég held að ég sé ekki nógu frekur til þess að taka myndir af fólki sem ég þekki ekki, og mér finnst ekki viðeigandi að sýna fjölskyldumyndír á svona sýn- ingu. Ég kann betur við að mynda hús, þök og birtuna, og ég er ákaflega hrifinn af íslensku bárujárnshúsunum. Á sýning- unni eru aðeins tvær manna- myndir - önnur af sofandi manni og hin tekin aftan frá. En hvernig tengjastþessar Ijós- myndir bókmenntunum? Ef við ættum að tengja þetta einhverri fflósófíu eða bók- menntastefnu, þá er einna helst að leita til formalistanna sem komu fram í rússnesku ljóðlist- inni upp úr aldamótunum, síð- ustu. Þeir boðuðu nokkuð sem kallað var defamiliarisation á ensku en hefur verið kallað fram- andgerving á íslensku. í því felst að þeir leituðust við að gera hina hversdagslegustu hluti sem við höfum daglega fyrir augunum sem nýja. Þeir fengu okkur til þess að sjá hlutina í nýju ljósi og nýju samhengi. Dadaistarnir færðu þetta svo enn lengra út, þegar þeir fóru að sýna svokölluð „ready mades“, það er að ségja tilbúna hluti úr hversdagstilver- unni sem voru settir upp á sýn- ingu og fengu þá nýtt inntak. Þeir sýndu kannski epli á listsýningu, og þetta fékk okkur til þess að horfa á eplið í nýju ljósi. í ljós- myndinni gerist þetta með þeim hætti að þú tekur ákveðinn hlut úr umhverfinu og rammar hann inn. Þannig getur ljósmyndin fengið okkur til þess að sjá hlut- ina í nýju ljósi. Talandi um eplið, þá minnist ég þess líka að Rene Magrittf málaði mynd af epli og skrifaði undir „Þetta er ekki epli“... Já, en hjá Magritte er þetta það sama. Með því að benda okkur á að þetta er ekki epli, heldur mynd af epli, þá fær hann okkur til þess að hugsa um tengslin á milli myndar og viðfangsefnis og sjá hvorttveggja í nýju ljósi. Það sama gerist í raun og veru í ljós- mynduninni, þegar þú tekur ák- veðinn hlut úr raunveruleikanum - eða brot úr hlut - og setur hann inn í ramma. Þá ertu búinn að taka hlutinn úr samhengi við um- hverfi sitt og gefa honum nýtt samhengi - sem ljósmynd. Nú eru margar þessara mynda teknar hér í Rreykjavík. Heldur þú að staða þín sem útlendingur hafi gefið þér öðruvísi sjónarhorn á umhverfi borgarinnar en okkur sem eru hér uppvaxin? Já, ég býst nú við því að ég sjái umhverfið hér eitthvað öðruvísi af því að ég er útlendingur. Það sérstaka við Reykjavík er himin- inn, sem getur orðið ótrúlega blár, og svo öll bárujárnsþökin, sem ég hef hvergi séð annars staðar í heiminum. En íbúarnir sjálfir, þér hefur aldrei dottið í hug að Ijósmynda þá? Það má sjálfsagt segja að fólkið í borginni sé sérstakt líka, en ég myndi aldrei taka myndir af fólki til þess að rannsaka það. Þó var ég reyndar einu sinni með þá hug- mynd að gera þrjú til fjögur- hundruð mynda seríu af vinnandi íslendingum - því íslendingar vinna allra þjóða mest - en það eru fáein hús sem ég þarf að ljós- myndafyrst. Mérfyndist Reykja- víic vera mjög sérstök borg þótt hún væri mannlaus, og ég kann aldrei betur við mig en þegar göt- urnar eru auðar eins og um versl- unarmannahelgina. Hafa myndirnar þínar heim- ildagildi? Þær hafa það nú yfirleitt ekki meðvitað, en hins vegar hefur það gerst undarlega oft að hús hafa verið rifin eða þeim breytt rétt eftir að ég er búin að ljós- mynda þau. Þá öðlast myndin auðvitað visst heimildagildi, því að þessi hús koma ekki aftur. Til dæmis gamli pylsuvagninn með bæjarins bestu pylsum. Hann hafði staðið þarna í áratugi þegar ég ljósmyndaði hatin. Fáeinum dögum síðar var hann horfinn og nýr kominn í staðinn. Eða Haf- skipsgirðingin... Breytingarnar í bænum eru svo örar að það ætti að láta taka myndir af öllum hús- um áður en þau eru rifin. Hugs- aðu þér, ég náði til dæmis aldrei mynd af Fjalakettinum... Þar með var þetta samtal okkar um ljósmyndir og bókmenntir búið, og nú eru lesendur hvattir til þess að bregða sér í Hafnar- strætið til þessað sjá hvernig am- erískur grúskari í íslenskum forn- bókmenntum sér ísland og margt fleira í gegnum ljósmyndalins- una. -ólg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.