Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 19
_____________SKAK Korlsno] sigraði á millisvœðamótinu í Zagreb Seirawan og Ehlvest komust einnig áfram Viktor Kortsnoj að tafli á IBM-mótinu í vetur. Þriöja og síðasta milli- svæðamótinu lauk í Zagreb í Júgóslavíu í vikunni og er þá næstum Ijóst hverjirtaka þátt í áskorendakeþpninni í Saint John í Kanada á næsta ári. Þeir Portisch og Nunn eiga eftir að útkljá einvígi um eitt sæti en það fer f ram í næsta mánuði. Gamla kempan Vikt- or Kortsnoj reyndistöðrum slyngari í Zagreb og vann með vinningsforskoti yfir næstu menn. Þarsem Boris Spassky hætti við þátttöku af persónulegum ástæðum voru keppendur aðeins 17 og hlaut Kortsnoj 11 vinninga af 16 mögulegum, en í 2.-3. sæti komu svo Yasser Seirawan Bandaríkjunum og Jan Ehlvest Sovétríkjunum með 10 vinninga. í 4.-6. sæti urðu svo Nikolic (Júgóslavíu), Granda (Perú) og Kúbumað- urinn Jesus Nogueiras. Þátttakendur í áskorendak- eppninni í Saint John í Kanada verða þá þessir: Sokolov (Sovét- ríkjunum), Yusupov (Sovétríkj- unum), Timman (Hollandi), Vaganian (Sovétríkjunum), Short (Englandi), Sax (Ungverjalandi), Speelman (Englandi), Salov (Sovétríkjunum), Jóhann Hjart- arson, Kortsnoj (Sviss), Ehlvest (Sovétríkjunum), Seirawan (Bandaríkjunum) og svo Nunn (Englandi) eða Portisch (Ung- verjalandi). Frammistaða Kortsnojs er skákunnendum sífellt undrunar- og aðdáunarefni, en hann er nú 56 ára gamall og teflir af sama æskuþróttinum sem fyrr. Á IBM- mótinu í vetur fengu menn að kynnast skákstíl hans náið og er ekki ofmælt að krafturinn þótti mönnum ótrúlegur. Hann gerði aðeins eitt jafntefli sem hlýtur að nálgast met í móti 14. styrkleika- flokks. Nú eru meira en 10 ár síð- an Kortsnoj fór yfir, eins og það er kallað. Um tíma var hann eitt helsta fréttaefni blaða hérlendis og fóru lesendur Þjóðviljans ekki varhluta af þeirri umfjöllun. Svo er að sjá að leit hans að hamingj- unni í hinum frjálsa heimi hafi fært hann nær skákborðinu en nokkru sinni áður. Mér er til efs að nánari fylgismann skákgyðj- unnar sé að finna í heimi hér. Á skákmóti í Hollandi í vetur var mér sögð sú saga að um hádegis- bil einn daginn hafi hann sest nið- ur við nokkrar léttar skákæfingar með rjúkandi málsverð, en þegar hann rétti úr sér og hugaði að máltíðinni var skollin á koldimm nótt. Þá skyldi maður ætla að menn á sextugsaldri gættu vel að heilsu sinni en Kortsnoj er mikill áhugamaður um tóbaksreykingar og yfir kappskák svælir hann hverja rettuna á fætur annarri af sannri nautn. Yasser Seirawan brást ekki vonum landa sinna og er ekki minnsti vafi á því að hann er langfremsti skákmaður Banda- ríkjanna. Einnig verður fróðlegt að fylgjast með Eistlendingnum Jan Ehlvest, arftaka Keresar, sem náði sæti með frækilegum endaspretti. Mótið í Zagreb var afar vel skipað en þess má geta að stórmeistarar á borð við Lev Pol- ugajevskí og Tony Miles komu hvergi nærri baráttunni um efstu sætin. Kortsnoj var óumdeilanlega maður mótsins og hann lét slæmt tap fyrir Nogueiras undir lokin ekk nein áhrif á sig hafa. Eftirfar- andi skák sem tefld var í 10. um- ferð er dæmigerð fyrir Kortsnoj og jafnframt fræðilega séð afar athyglisverð. Afbrigði í kóngs- indverskri vörn sem talið hefur verið óteflandi á hvítt í nær 35 ár fær nýtt gildi fyrir tilverknað meistarans: Kortsnoj (Sviss) - Hulak (Júgóslavíu) Kóngsindversk vörn 1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 0-0 5. Be2 d6 6. d4 e5 7.0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. Rel Rd7 10. Be3 f5 11. f3 f4 12. Bf2 g5 (Allt frá einni frægustu viður- eign skáksögunnar hefur þetta af- brigði þótt óteflandi á hvítt. Ástæðan: Taimanov - Najdorf, áskorendamótið í Zurich 1953. 13. Rd3 Rf6 14. c5 Rg6 15. Hcl Hf7 16. cxd6 cxd617. Hc2 Bf818. Dd2 g4 19. Hfcl g3 20. hxg3 fxg3 21. Bxg3 Rh5 22. Bh2 Be7 23. Rbl Bd7 24. Del Bg5 25. Rd2 Be3+ 26. Khl Dg5 27. Bfl Haf8 28. Hdl b5 29. a4 a6 30. axb5 axb5 31. Hc7 Hg7 32. Rb3 Rh4 33. Hc2 Bh3 34. De2 Rxg2 35. Bxg2 Bxg2+ 36. Dxg2 Dh4 37. Dxg7+ Kxg7 38. Hg2+ Kh8 39. Rel Rf4 40. Hg3 Bf2 41. Hg4 Dh3 42. Rd2 h5, hvítur gafst upp. En Kortsnoj hefur fundið sitt- hvað.) 13. Rb5! a6 (Einnig kemur til greina að leika 13. .. b6 sem hvítur svarar sennilega best með 14. b4 o.sfrv.) 14 Ra7! (Óvenjulega bíræfinn leikur. Riddarinn seilist eftir hvítreita bi- skupnum sem er strategískt mik- ilvægari en starfsbróðirinn á g7. Jafnframt gefur hann svörtum kost á að því er virðist vænlegri skiptamunsfórn.) 14. .. Hxa7 15. Bxa7 b6 (Biskupinn er lokaður inni en hvítur kostar kapps um að frelsa hann með peðaframrás á drottn- ingarvængnum.) 16. B4 Bb7 17. c5 dxc5 18. Hcl Rc8 (Bæturnar verða að teljast allríflegar. Það er a.m.k. ekki hægt að ímynda sér öllu aumari ævi en þeirrar sem bíður biskups- ins á a8.) 22. .. g4 23. Rd3 g3 24. h3 (í gamla daga náðu menn að fórna biskup á þetta peð. En með tilliti til stöðu mála þarf hvítur vart að óttast slíkt.) 24... Re8 25. Rc5 Db8 26. a4 Rd6 27. a5 Rc8 28. Khl Da7 29. Dc2 Re7 30. Hbl Rg6 31. Hfcl Bf6 32. Bfl Bxc6 (Hvítur hefur algera yfirburði og svartur reynir að losa um sig með þessari vonlausu manns- fórn, sem breytir í engu úrslitun- um.) 33. dxc6 Dxa5 34. Hal Db4 35. Re6 - og svartur gafst upp. 8 NYTT UTIBU HÝR AFGREIDSUnfMI ÖLL INNLEND OG ERLEND BANKAVIÐSKIPTI. LAUNAREIKNINGUR MEÐ BANKAKORTI. HRAÐBANKI. FERÐATRYGGING. VISA GREIÐSLUKORT. SKULDAVÁTRYGGING. SÍMI: 689600.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.